Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976.
22
Sjónvarp
Sjonvarp í kvöld kl. 22.00:
Þorlákur G. Ottesen.
Útvarp í kvöld
kl. 19.35:
Tveir á tali
Spjallað
við
„ungan”
öldung
— um verkalýðsmál,
hestamennsku o.fl.
Mynd um frægustu leynilöggu
sem uppi hefur verið
Sherlock Holmes er líklega
þekktasta leynilögga heims og
þótt sögurnar um hann séu
komnar til ára sinna er risin
upp ný alda i Bandaríkjunum,
eins konar Sherlock Holmes
alda. Gamlar myndir um þá
félaga Sherlock Holmes og dr.
Watson eru sýndar í kvik-
myndahúsum og sjónvarps-
stöðvum, og leikrit um þá eru
sett á svið.
á Holmes til þess eins að
eyðileggja mannorð hans og
orðstír. Að þ'ví loknu ætlar
hann að setjast í helgan stein,
því hann er orðinn leiður á
glæpum, að eigin sögn. Holmes
þykist fara nærri um að hann
ætli sér að ræna skartgripum
krúnunnar, en honum er ekki
hægt um vik að koma í veg fyrir
það, því jafnframt þarf hann að
gæta ungrar stúlku, sem hótað
hefur verið lífláti.
Myndin fær þrjár stjörnur í
kvikmyndahandbókinni okkar.
Sýningartími er ein klukku-
stund og tuttugu mfnútur.
-A.Bj.
„Við komum nokkuð víða við í
samtali okkar, en segja má að
sagan hefjist þegar Þorlákur
kemur til Reykjavíkur kringum
1917,“ sagði Valgeir Sigurðsson
!en hann spjallar við Þorlák G.
Ottesen fyrrum verkstjóra í þætt-
inum Tveir á tali kl. 19.35 í út-
varpinu í kvöld.
„Þorlákur er fæddur árið 1894
að Galtarholti i Skilmannahreppi
i Borgarfirði, fluttist til Reykja-
víkur vegna þess að hann fékk
ekki jarðnæði í sveitinni, en hann
ætlaði sér að verða bóndi. Gerðist
hann starfsmaður við Reykja-
vikurhöfn, síðar varð hann verk-
stjóri og sinnti hann þeim starfa í
þrjátíu og níu ár.
Þorlákur er mikill hestamaður
og hefur jafnan staðið framarlega
i hestamannasamtökum Reyk-
víkinga. Hann reið í fararbroddi
póstferðartnnar þjóðhátíðarárið,
alla leiðina norður.
Sem dæmi um hve hann er
ótrúlega ern, þrátt fyrir sín 82 ár,
fór hann ríðandi til Akureyrar á
sl. sumri ásamt fleiri hestamönn-
um, en hann kom einn til baka.
1 samtalinu segir Þorlákur m.a.
frá því hvernig hann eignaðist
fyrsta hestinn eftir að hann kom
til höfuðborgarinnar. Þegar hann
fluttist úr sveitinni var hann stað-
ráðinn í því að eignast ekki fleiri
hesta, — hafði svipaða afstöðu
eins og drykkjumaður sem þorir
ekki að smakka fyrsta sopann.
Þegar hann hafði verið í höfuð-
borginni í 25 ár stóðst hann ekki
mátið og fékk sér hest.
En það ber fleira á góma í
spjalli okkar. Við ræðum einnig
um Þingvöll, en Þorlákur er
mikill áhugamaður um viðhald
þjóðgarðsins, — er mikill útivist-
armaður.
Þorlákur hefur jafnan tekið
mikinn og virkan þátt í félagsmál-
um verkalýðshreyfingarinnar,"
sagði Valgeir.
Þeir eru nú orðnir býsna marg-
ir skemmtilegir menn sem
Valgeir hefur tekið tali i út-
varpinu á undanförnum árum.
Valgeir er blaðamaður á
Tímanum.
tm -A.Bj.
W
I kvöld fáum við að sjá mynd
um ævintýri Sherlock Holmes i
sjónvarpinu kl. 22.00. Þetta er
bandarísk mynd frá árinu 1939
og er hún gerð eftir leikriti sem
William Gillette samdi um
þessa frægu persónu, sem Sir
Arthur Conan Doyle skóp á sln-
um tíma. Að sögn Jóns Thors
Haraldssonar, sem þýddi
myndina, er hún mjög
skemmtileg og spennandi.
Basil Rathbone leysir vel af
hendi hlutverk Sherlocks, en
hann var mjög vel þekktur leik-
ari á sinni tíð. Nigel Bruce
leikur aðstoðarmann hans dr.
Watson, en kvenpersónan í
myndinni er Ida Lupino.
Moriarty prófessor, sem er
erkióvinur'Sherlocks, er jafn-
framt höfuðpaurinn í glæpalifi
Lundúnaborgar. Sherlock
hefur nú loksins eftir langa
mæðu tekizt að draga hann
fyrir rétt og ákæra hann fyrir
morð, en hann er sýknaður.
Hótar hann nú að fremja það
sem hann kallar glæp aldar-
innar beint fyrir framan nefið
Félagarnir dr. Watson (Nigel Bruce) og Sherlock Holmes (Basil Rathbone) skeggræða við ungu
stúlkuna, sem hótað hefur verið lifláti (Ida Lupino).
[ Bíóauglýsingar eru á bls. 20
Sjónvarp í kvöJd kl. 21.00: „Úr einu í annað”
Gaman og alvara með fjölbreyttri tónlist
Það verður margt bæði fróðlegt
og skemmtilegt I þættinum „Ur
einu í annað“, sem er á dagskrá
sjónvarpsins í kvöld kl. 21.00.
„Við tnunum heimsækja
einstæða móður með fimm börn,
sem býrí Breiðholtinu og vinnur
fyrir sér með því að bera út póst,“
sagði Ölöf Eldjárn, annar
umsjónarmaður þáttarins. „Þá
verður einnig rætt við Ásu Finns-
dóttur sem var fyrsta sjónvarps-
þulan á íslandi og rifjað upp
ýmislegt frá þeirn tima. Sýnd
verður kvikmynd sem nefnist
„Hreinláti maðurinn“ og önnur
frá 1. fegurðarsamkeppninni sem
haldin var í Tívolí. í þvi sambandi
er einnig rætt við Einar Jónsson
sem hafði umboð fyrir feguröar-
samkeppnirnar og leikin verður
tónlist frá þessum tíma. M.a. mun
Aage Lorange koma í heimsókn
og flytja tónlist.”
Af öðru efni má nefna að farið
er í heimsókn í Alþingi og rætt
við það starfsfólk sem oftast læt-
ur lítið að sér kveða í þeim sölum,
svo sem þingverði og fatagæzlu-
fólk. Fyigzt verður með fólki að
kaffidrykkju, bæði í kaffi-
vagninum við höfnina og á Hótel
Borg. Þá mun Kristinn Hallsson,
óperusöngvari koma í heimsókn
og auk hans nokkrir Miðfirðingar,
sem flytja eitt lag eða svo.
Auk ðlafar Eldjárn annast
Árni Gunnarsson ritstjóri umsjón
þáttarins en upptöku stjórnar
Tage Ammendrup.
-JB.
Sjónvarp
Laugardagur
27. nóvember
17.00 íþróttir. Umsjónarmaður/ Bjarni
Felixson.
18.35 Haukur í horni. Breskur mynda-
flokkur. 6. þáttur. l>ýðandi Jón O.
Edwald.
19.00 iþróttir.
Hló.
20.00 Fróttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskró.
20.35 Maður til taks. Breskur gaman-
myndaflokkur Mýs og meyjar.
Þýðandi Stefan Jökulsson
21.00 Ú r. einu í annað Umsjónarmenn
Árni 'iunnarsson og Ólöf Eldjórn.
Hljómsveitarstjóri Magnús Inítimars-
son. Stjórn upptöku Tage Ammen-
drup.
22.00 Ævintýri Sherlock Holmes (TheAd-
ventures of Sherlock Holmes) Banda-
rtsk bíómynd frá árinu 1939, gerðeftir
leikriti, sem William Gillette samdi
um hina frægu skáldsagnapersónu Sir
Arthurs Conans Doyles. Aðalhlutverk
Basil Rathbone, Nigel Bruce og Ida
Lupino. Moriarty prófessor,
erkióvinur Sherlock Holmes, hefur
hótað að fremja glæp aldarinnar, og
Holmes þykist vita, að hann ætli að
ræna skartgripum krúnunnar. En
hann á óhægt um vik, þar sem hann
þarf á sama tíma að gæta ungrar
stúlku, sem hefur verið hótað lffláti.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
23.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur
28. nóvember
16.00 Hútbændur og hju. Breskur mynda-
flokkur í 13 þáttum. 4. þáttur. Skyldan
Umboðsmann vantar í
NJARÐVÍK
Uppl. í síma 22078 á afgreiðslunni í
Reykjavík eða hjá umboðsmanninum í
Njarðvík, sími 2865
smmiABW
kallar. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
17.00 Mannlífið. Kanadfskur mynda-
flokkur f 14 þáttum um manninn á
ýmsum æviskeiðum og lffshætti hans í
nútímaþjóðfólagi. 2. þáttur. Hjú-
skapur. Þýðandi og þulur óskar Ingi-
marsson.
18.00 Stundin okkar. 1 Stundinni okkar f
dag er 'mynd um Matthías og Molda
moldvörpu. Síðan er sagt frá hirðingu
gæludýra, í þetta sinn fugla, Spilverk
þjóðanna leikur nokkur lög og að
lokum er þáttur um kommóðukarlinn.
Umsjónarmenn Hermann Ragnar
Stefánsson og Sigrfður Margrét Guð-
mundsdóttir. Stjórn upptöku Kristfn
Pálsdóttir.
19.00 Enska knattspyman. Kynnir Bjarni
Felixson.
Hló.
20.00 Fróttir.
■ 20.25 Auglýsingar og dagskró.
20.35 Það eru komnir gostir. Edda Andrés-
dóttir ræðir við Fjólu Bender, þjóð-
garðsvörð í Nepal, og Kristínu Snæ-
hólm, yfirflugfreyju. fyrstu íslensku
flugfreyjuna. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
21.20 Saga Adams-fjölskyldunnar. Banda-
rfskur framhaldsmyndaflokkur f 13
þáttum. 4. þáttur. Sendiherrann John
Adams. Efni þriðja þáttar: John
Adams lætur til leiðast að áeggjan
þingsins að fara til Evrópu að reka
erindi stjórnarinnar. Hann heldur til
Frakklands, og með honum fer elsti
sonur hans. John Quincy. Adams of-
býður brátt baktjaldamakk Benja-
míns Franklins við frönsku hirðina.
Hann leitar þvf á náðir Hollendinga og
fær hjá þeim hagstætt bankalán og
stuðningsyfirlýsingu. John Quincy er
nú 14 ára gamall. Hann fer til Péturs-
borgar og gerist ritari fyrsta banda-
rfska sendiherrans i Rússlandi. A ár-
unum 1782 og 1783 er endanlega
gengið frá friðarsamningum við
Breta. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir1.
22.20 Skemmtiþáttur Sandy Duncan.
Sand.v Duncan syngur og dansar og
tekur á móti gestum: Gene Kelly. Paul
Lynde. John Davidson og Valorie
Armstrong. Þýðandi Jón Skaptason.
23.10 Að kvöldi dags. Stfna Gfsladóttir
kennarí flytur hugleiðingu.
23.20 Dagskrárlok.
Utvarp
Laugardagur
27. nóvember
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund
bamanna kl. 8.00: Guðrún Guðlaugs-
dóttir heldur áfram lestri „Halastjörn-
unnar“ eftir Tove Jansson (6). Til-
kynningar kl.9.30. Létt lög milli at-
riða. Bókahorniö kl. 10.25; Haukur
Agústsson og Hilda Torfadóttir sjá um
þennan barnatima, þar sem rætt
verður við rithöfundana Jennu og
Hreiðar Stefánsson og lesið úr bókum
þeirra. Ennfremur getraun. Lff og lög
kl. 11.15.
12.00 Dagskráin.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.3Q Á priónunum. Bessi Jóhannsdóttir
stjórnar þættinum.
15.00 I tónsmiðjunni. Atli Heimir Sveins-
son sér um þáttinn (5).
16.00 Fr.éttir.
16.15 Veðurfregnir. íslenzkt mál. Ásgeir
Blöndal Magnússon cand. mag. talar.
16.35 Lótt tónlist. a. Ted Heath og hljóm-
sveit hans leika. b. The Ventures
leika.
17.00 Staldrað við á Snæfellsnesi. Annar
þáttur Jónasar Jónassonar frá Ólafs-
vfk.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fróttir. Frettaauki. Tilkynningar.
19.35 Tveir á tali. Valgeir Sigurðsson
ræðir við Þorlák G. Ottesen fyrrum
verkstjóra.
20.00 Óperettutónlist: Þættir úr „Kátu
ekkjunni" eftir Lehár.
20.50 Frá Grænlandi. Sfðari dagskár-
þáttur. sem Guðmundur Þorsteinsson
tekursaman og flytur ásamt fleirum.
21.50 Lótt tónlist frá Nýja-Sjálandi. The
Society Jazzmen leika.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.55 Fréttir. Dagskrárlok.