Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1976. Sérlega duglegur, hugmyíidaríkur og framtaks- samur ungur maður, sem til- tölulega nýlega hefur tekið við starfi verðlagsstjóra, hefur nú sýnt það lofsverða framtak að |bera saman vöruverð hérlendis þg erlendis. Vitaskuld fór ekki hjá því, að honum dytti í hug að sk;nsamlegt kynni að vera að bera fyrst niður í því landi, sem íslendingar hafa lengst sótt til með innkaup í huga, það gat ekki komið til af engu. Enda fór sem hann grunaði: Vöruverð í Bretlandi er snöggt- um hagstæðara en hér, einkum á ýmsum breskum vörum. Þessa bombu sprengdi hann isvo í sjónvarpinu á dögunum og almenningur og Þjóðviljinn hentu þetta þegar í stað á lofti til að færa sönnur á, hversu mjög við íslendingar erum al- mennt hlunnfarnir i við- skiptum, en heildsölum þótti illa að sér farið og urðu reiðir. Þeir fengu síðan að koma í sjónvarpið viku seinna og birt- ust þar alþjóð, velsældarlegir og fullir heilagrar vandlæting- ar áþvíað verðlagsstjóri skyldi ekki bera niðurstöðuna undir þá áður en hann leyfði sér að skýra frá henni, þeir hefðu sko alla sína pappíra í lagi. Sem enginn hafði líklega efast um. Mergur þessa alvarlega máls er sá, að breskir heildsalar, vopnabræður þeirra íslensku í mammoni, eru sagðir fá vörur sinar ódýrar í innkaupi en íslenskir og geta líklega þar að auki selt þær ódýrara frá sér aftur en samt haldið svipuðum hlut. Auðvitað fá breskir breskar iðnaðarvörur á góðu verði — buy british, annað væri ekki sanngjarnt - hvort heldur þær eru framleiddar þar heima á skerinu, í Portúgal eða Hong Kong. Þar að auki kaupa íslendingar .mikið af umbúðum utan um vörurnar sínar, góðum. umbúðum sem viðskiptavinir verða svo að borga með fullum flutningskostnaði, aðflutningsn gjöldum, álagningu, söluskatti og vörugjaldi — án þess að fá þær nokkurn tíma eða hafa nokkuð við þær að gera. Þetta er til þess að viðskiptavinurinn fái til dæmis bökuðu baunirnar sínar í óbeygluðum dósum. Þar að auki fá íslendingarnir vörurnar sínar fluttar ókeypis til skips — það er að segja það er innifalið i háa verðinu. Breskir heildsalar verða sjálf- sagt að sækja þær sjálfir að lúgu á verksmiðjulagernum, sama hvar þeir eru í sveit settir. Þá fá íslendingar ókeypis meðhöndlun á vörun- um í pakkhúsum og loks ókeypis útskipun út í skip — það er að segja það er innifalið í háa verðinu. En þar með er líka upptalið það sem íslending- ar fá gratís, þeir verða að borga farmgjöldin heim, og þau eru svo í pottinn búin að innflytjendur einnar verslunar- vöru ætla nú að kaupa skip til að flytja þessa vöru sjálfir og gera það þar með ódýrara en ER EKKIAÐ MARKA PRÓSENTUNA? Vangaveltur um innkaup íslenskra heildsala í Bretlandi og mismunandi vöruverð hér og þar — ásamt athyglis- verðri hugmynd um ríkistollheildsölu í landbúnaðarlegum leiðaradúr önnur óskabörn þjóðarinnar — þeir verða að borga uppskipunargjöld hér (hlýtur. að vera) pakkhúsgjöld, flutning og vinnu við að rífa sundur dýru og fínu umbúðirnar. Þegar hér er komið sögu er hægt að fara að leggja saman allan kostnað og svo getur rikið farið að taka til sinna afskipta: Leggja á alla sína skatta, sem endar á vörugjaldi og loks söluskatti þar á ofan. Þetta hlýtur að vera það, sem verðlagsstjóri átti að fá að vita verslunarfræðum og bíssnis, þar á meðal áróðri hvers konar, en einhvern veginn finnst mér að mig muni um tíu prósent af öllum vörum, sem ég kaupi, þótt hver einstök eining kostaði kannski ekki nema þrjátíu krónur — og því sé meira að marka prósentuna heldur en einhverja tiltekna krónutölu, sem gerir ekki annað en blekkja, á hvorn veginn sem það nú er. Þeir höfðu haldið blaðamannafund áður en þeir komu í sjónvarpið, blessaðir spurði beint, hvort það væri ekki augljóst samkvæmt þessu, að þeim dytti ekki í hug að leita eftir hagkvæmum kaupum að einn þeirra svaraði, og það skal tekið fram, að það var sá heild- salanna, sem rýrastur var í roðinu: „Við gerum það nú samt“ — og góðmennskan og einlægnin skein úr augunum. I þessum þætti var mjög vitnað í ýmiskonar pappíra, máli ræðumanna til stuðnings, og efast víst enginn um rétt- mæti þeirra. En það er nú svo með pappíra, að þeir geta oft É&QflBaK áður en hann skýrði alþjóð frá niðurstöðu sinni. Það hefði heildsölum altént fundist heiðarlegra, hverju sem það hefði svo sem breytt. Auk þess fannst þeim afar slæmt að vera að tala um öll þessi verð í prósentum, vegna þess að til dæmis tíu prósent af þrjatíu krónum eru ekki nema þrjár krónur, og hvern munar um þrjár krónur núna, þegar krónan er orðin eins létt og fyrirferðarlítil og raun ber vitni urn? Þessir menn eru líklega mjög skólaðir í drengirnir, þar sem auk þess að skýra framanskráð var ádeila á að þeir mættu ekki leggja á að vild. Það leiddi til þess, sögðu þeir, að það væri óhagkvæmt fyrir þá að gera hagkvæm innkaup, því þá fengju þeir minna fyrir sinn snúð. Frétta- maður sá, sem var að ræða við þá spurði þá hvort það væri ekki einsýnt að þeir gerðu ekki þjóðhagslega hagkvæmustu kaup, sem þeir gætu fengið. Hann var búinn að spyrja að þessu oft, en það var ekki fyrr en undir lok þáttarins, er hann verið stélfjaðrirnar á gullhænunni. Sá framleiðandi, sem veit að hann getur selt vöru sína vel á einum stað, hann fer ekki ótilneyddur að lækka á henni verðið. Honum og þeim, er fá síðan meira fyrir að selja síðan vöruna áfram heldur dýrari, kemur örugglega mætavel saman um gullhæn- una sína, og það þarf ekki að éfast um, að hún er í góðum fjöðrum, pappírarnir eru áreiðanlega pottþéttir. í þessu máli hefur enginn verið sakfelldur. En einu sinni Háaloftið r, —- Ify SIGURÐUR í HREIÐAR HREIÐARSSON fór það ekki milli mála, að inn- flytjendur og kaupmenn hlunn- fóru landslýðinn og voru þjóðhagslega óhagkvæmir. Þá voru stofnuð kaupfélög. Þau eru ennþá til, en ekki til þess að lækka vöruverð eða gera hag- kvæmari innkaup. Þau eru í bræðralagi annarra kaupa- héðna og mammons, enda láta almennir félagar kaupfélagana sig litlu skipta hvernig bíssnis- mennirnir reka þau. Ekki held ég að þetta mál verði leyst nema á einn hátt: Sendum bara alla þjóðina í innkaupaferðir til Bretlands, nokkrum sinnum á ári. Með því móti fáum við vöruna ódýrari út úr búð heldur .en út úr heildsölu hér, — a.m.k. i sum- um tilvikum og spörum þar með gjaldeyri. Þar að auki yrði þetta lyftistöng fyrir flug: félögin, sem gætu þá kannski keypt sér innan við átta ára gamlar flugvélar, og síðast en ekki síst myndi ríkið stórgræða á þvi að geta gert vörurnar upp- tækar i tollunum úti í Keflavík og jafnvel sektað fyrir þær, síðan selt þær smásölum hér gegnum ríkistollheildsölu á skynsamlegu verði,. þannig að almenningur geti svo endan- lega keypt hana á sama verði út úr búð hér og heima I fæðingarlandi hennar, Bret- landi. Nema þeir, sem eru þjóðlegir og kaupa íslenskt — þeir halda sig auðvitað við sínar vörur—annað væri ekki sanngjarnt. Skaðræðisdýr á Skaga Einn af mörgum ógnvöldum á voru landi fyrr á öldum voru bjarndýrin, sem oft gengu á land upp þegar hafísþök voru við norðurströndina og Vest- firði. Margar sögur eru skráðar af vágestum þessum og sumar ófagrar. Má nærri geta að ís- lendingar, byssulausir og vopn- vana, hafa verið varbúnir að mæta þessum grimmu dýrum, þegar þau voru í sultarham, en þeir sjálfir oftlega enn soltnari og ófeitari. Sú frásögn sem hér fer á eftir er skráð í Skarðsárannál við árið 1518. Þar sem maður sá, sem mest kemur hér við sögu, Ketill bóndi Ingimundarson í Ketu, var afi annálsritarans, Björns Jónssonar á Skarðsá í Sæmundarhlíð, má ætla að sagan sé sannleikanum sam- kvæm I öllum aðalatriðum: „...Kom bjarndýr eitt mikið, rauðkinnungur, á land á Skaga í Skagafirði við Asbúðatanga (Ásbúðir eru raunar nyrsti bær í Húnavatnssýslu), og sá hvergi til íss af sléttlendi, en þó af háfjöllum. Það dýr var soltið mjög, mannskætt og grimmt, það deyddi 8 manneskjur, sem voru fátækar konur með börn- um, er um fóru og ekki vissu dýrsins von. Dýr þetta braut niður alla hjalla á Skaga utan Ketu (það er á einum 7 bæjum), því það fann í sumum matföng handa sér. Þetta var um sumarmál. Ketill Ingimundarson bjó þá ' á Ketu þar á Skáganum, hann var aflamaður mikill. ...Ber nú svo við einn morgun árdegis (svo), að Ketill gekk til sjávar og inn í hjall mikinn, er þar stóð með hákarl, og vildi sækja morgunverð hjúum sínum, sá hann þá dýrið koma að utan, greip Ketill þá eitt mikið hákarlsbægsl og snaraði vel langt út á svig við dyrnar. Björninn greip við og bar á bak til við hjallinn, og tók til snæðings, en Ketill snaraðist út KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR í skyndi og hljóp heim til bæjarins. Ketill sendi þá tvo menn í skyndi, annan út á Skaga, en annan inn, að menn skyldu strax saman koma — og svo komu menn saman að stundu og urðu 14 menn, þeir frqpn höfðu, því i þann tíma átni flestallir menn verjur og vopn hér á landi. Gengu þeir þá fram að sjó og var bangsi þá búinn með bægslið, ætluðu þeir þá strax að ráða á dýrið, en það vék sér undan og inn með sjó. Þeir gengu eftir og inn fyrir björgin (Ketubjörg, þau eru há og brött í sjó fram), og svo sem nokkuð lækkuðu björgin, vafði bangsi sig saman í hring eða hnipur og velti sér þar ofan í fjöru, síðan á sund og fram í það sker ér þar liggur og nefn- ist Þursasker. Ketill skipti þá mönnum, lét 7 eftir og skyldu þeir mæta birninum, hvar sem á land kæmi á Innskaga, en hann með 6 mönnum gekk heim í Ketu, hrundu fram sex- æringi og reru inn til skersins. Björninn hljóp þá á sjó og lagði út á fjörðinn, reru þeir þá á eftir kappsamlega, mæddu þeir um síðir dýrið, og lagði það þá í króka, og varð þá mjúkara í vikum en báturinn. ' Gekk svo lengi dags að þeir kæmu ekki vopnalögum við, svo björninn sakaði, en uni síðir þrengdi að dýrinu, skellti það þá hramminum upp á borðið og ætlaði að hvolfa skip- inu, og drakk þá skipið í sig sjó, en Ketill þreif þá öxi og hjó á framhramminn við borðið, svo af tók. Lagði þá dýrið frá og dapraðist sundið, svo þeir lögðu það síðan og drápu, drógu upp á skip og héldu siðan að landi.“ Dóttir Ketils þessa í Ketu var Guðrún húsfreyja á Ingveldar- stöðum á Reykjaströnd, gift Jóni bónda þar Jónssyni. Ketill dvaldist hjá þeim hjónum í elli sinni, en hann varð 90 ára. Björn á Skarðsá, sá merki ann- álsritari, var sonur Jóns og Guðrúnar og orðinn, 6 vetra þegar afinn dó, svo vel hefur hann getað munað frásögn þessa eftir honum sjálfum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.