Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 15
DACJBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976. 15 s heimilisins, en það gamla var sett á stofn í 100 fermetra húsi fyrir 7 árum. Síðar var bætt við það 60 fermetra viðbyggingu sem Jón hannaði. Nýja barna- heimilið er að grunnfleti 900 íermetrar, en 4200 rúmmetrar. Múlaborg og Austurborg eru 3100 rúmmetrar. Það var byrjað að byggja nýja barnaheimilið i ágúst árið 1974. Nýja barnaheimilið hefur pláss fyrir 68 börn, en á gamla barnaheimilinu dvelja 40 börn. „Eftir reglum menntamála- ráðuneytisins er plássið á hvert barn hér of lítið," sagði Hrafn- hildur Sigurðardóttir er við gengum um gamla barnaheim- ilið. „Það er 15 börnum of margt. Hins vegar ber þess að gæta að það hefur aðgang að salnum í nýja barnaheimilinu." Ekki var annað að sjá en vel Byggingarkostnaður V3 lægri en við Múlaborg og Austurborg /Ktlirt þirt art taka mynd af mér.„? Þessi or lekin f.vrir framan gamia barnaheimilirt. DB-m.vnd Sv. Þorrn. Jólaundirbúningurinn er hafinn af fullum krafti og Kristin Viðars notar þekjulitina upp á kraft til þess að mála jóiasveina. færi um börnin þótt þar væri þröngt. Það er menntamálaráðu- neytið sem hefur yfirumsjón með öllum barnaheimilabygg- ingum á landinu. Samkvæmt þeirra tölum' er hámark að reikna með 10 fermetrum á hvert barn, þar af 3,5 ferm í leikrými. Á barnaheimili Borgarspítalans er reiknað með rúmlega fjórum börnum á hvern starfskraft eins og hjá Sumargjöf. Við spurðum Hrafnhildi hvort hún áliti að öll börn ættu að eiga þess kost að dvelja á barnaheimili. „Já, það er mitt álit,“ sagði hún. „en æskilegast væri að það væri aðeins hluta úr degi. Ekkert heimili getur verið með eins góð leikföng og sæmilega gott barnaheimili hefur. Hins vegar getum við auðvitað ekki veitt mörgum börnum þá um- hyggju sem einstaklingur, t.d. móðirjn, getur veitt barni sínu. Leikföng allt of dýr Hrafnhildur hafði mörg orð um það hve góð leikföng væru dýr á Íslandí. Hún sýndi okkur jafnframt ýmis leikföng sem fóstrurnhr höfðu sjálfar búið til. Sumt höfðu þær sagað út og búið til eins konar púsluspil sem raðað var saman á ein- faldan hátt eftir þeim myndum sem teiknaðar höfóu verið á. Þá höfðu þær líka búið til sitt eigið menei fvrir krakkana og ekki \ ai pað \ ri ra ao ,\ mislegt fengu þær fra saunvastofu spltaians. tvinnakefli og amiað sem þa>r gátu gert sér mat úr. „Stundum þegar börnin eru úti að leika sér veggfóðrum við og málum hér inni,“ sagði Hrafnhildur. Sigurlína vakti athygli á því að börn væru ekki tekin inn á barnaheimili eftir röð eins og hjá Sumargjöf. Það færi hjá þeini eftir þvi í hvernig starf vantaði mest á hverjum tíma. Um leið og við kvöddum var okkur sagt að þessu barnaheim- ili f.vlgdi stærsta lóð í Reykja- vík. Stór gamall trjágarður er þarna i kting þarsem ævir.týrin leynast á bak við hvert tré og hverja hæð. Þegar er búið að gera sleðabrekku þarna. EVI DB-myndir Sv. Þorm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.