Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976. 14 r Barnaheimili Borgarspítalans: Fólk var lengi aó velta vöngum yfir því, þegar það ók Bústaðaveginn fram hjá Borgarspítalanum, hvers konar bygging væri að rísa þarna á lóð spítalans. Var verið að byggja endurhæfingarstöð eða ein- hverskonar sundlaug eða bara skemmu. Fyrst kom tveggja hæða hús og svo stórt stál- grindarhús í framhaldi af því. Síðan kom ekkert í þó nokkurn tíma en nú er kominn bragur á þetta. Við fórum því á stúfana til þess að vita hvers konar starfsemi færi fram innandyra og viti menn, þarna er þá starf- rækt barnaheimili. ..Kostnaður við byggingu hússins, miðað við Múlaborg og Austurborg, er % þegar allar byggingarnar eru reiknaðar á sama verðlagi. Öll barnaheimil- in taka svipaðan barnafjölda," sagði Jón Björnsson arkitekt, hönnuður byggingarinnar. Eins og fyrr kom fram er barnaheimilið allnýstárleg bygging. Járngrindarhúsið er geysistór salur þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Suðurhlið er svo að segja alveg hægt að opna. Það hentar okkur vel hér á okkar misviðra- Ef samkomulagið verður goft er hugmyndin ógœt Maríu leizt alls ekki illa á að í húsinu væri tvenns konar starf- semi, svo framarlega sem gott samkomulag næðist. Enn sem komið væri hefði ekkert reynt á neitt þvílíkt þar sem byggingin væri ekki alveg að fullu tilbúin. Ætlunin er að Starfsmanna- félag Borgarspitalans hafi þarna aðstöðu á kvöldin og um helgar, en barnaheimilið er opið frá kl. 7-7 virka daga og 7-4 á laugardögum, en lokað á sunnudögum. Hugmyndina að byggingunni átti Gústaf Pálsson fyrrverandi borgarverkfræðingur. Svona byggingar œttu að henta úti ó landi „Nei, ég veit ekki til þess að svona barnaheimili séu til hér f nágrannalöndum okkar,“ sagði Jón, en Hollendingar sem voru hér á ferð fengu heim með sér teikningar. Ekki hefur verið ráðizt í fleiri svona byggingar hér á landi en í Breiðholti og á Jón Björnsson arkitekt, María Lárusdóttir forstöðukona nýja heimilisins og Sigurlina Gunnarsdóttir forstöðukona Borgarspítalans virðast ánægð með það sem þarna er að gerast innan dyra. Það er líka svo afskaplega gott að fá mjólk og með því um miðjan daginn, er fíladeiidin sammála um. Þarna er hvolpadeiidin að næra sig en hún er ekki há í loftinu. Hún Barbara Lind sem stendur í dyrunum er hins vegar orðin 5 ára og tilheyrir því filadeildinni. sama Fróni, því þegar veður er milt en rigning (gæti skeð!), geta krakkarnir leikið sér úti, en undir þaki og þá án þess að blotna. Þegar salurinn er lokaður eru engin vandkvæði á að hita hann upp. Ætlunin er að þessi bygging, og þá aðallega salurinn, þjóni meiri tilgangi en að vera aðeins barnaheimili. Þar inni gætu sem bezt verið 3 badminton- vellir eða 2 blakvellir. Koppa- deild litlu krakkanna verður að finni sturtudeild á kvöldin, þegar hinir eldri fara eitthvað aö reyna á sig. Rennibrautir, klifurgrindur og fleiri leiktæki myndu þá hverfa af sjónar- sviðinu í salnum. Varla þætti það nóg hinum fullorðnu að spreyta sig við slík tæki, þótt þeir ættu ef til vill að reyna það svo sem eina kvöldstund og vita hversu mikið úthald þeir hefðu. Við ræddum einnig við Sigurlínu Gunnarsdóttur for- stöðukonu Borgarspitalans, Maríu Lárusdöttur forstöðu- konu þessa nýja barnaheimilis og Ilrafnhildi Sigurðardóttur forstöðukonu gamla barna- heimilisins sem er alveg við hliðina. Húsavík er nú verið að reisa barnaheimili á tveim hæðum, sem er nýjung.“ Jón benti á að byggingar í líkingu við þessa ættu vel að geta hentað • á hinum ýmsu stöðum úti á landi þar sem sameina mætti barna- heimili staðarins og ýmsa aðra tómstundaiðju fyrir fullorðna. Vissulega sagði byggingar kostnaður heldur ekki alla söguna ef reksturinn væri ekki hagkvæmur, en þarna gæti komið til greina að tveir aðilar sæju um hann þótt barnaheim- ilið hefði forgöngu. „Þessi bygging tr vitanlega fyrst og fremst fyrir börnin,“ skaut Sigurlina inn I. „Hér er allt gert til þess að barnaheimil- in séu sem heimilislegust. Starfsfólkið borðar með börn- unum eins og foreldrar tíðast gera. Eg get ekki orða bundizt um hversu góða vinnukrafta við höfum.“ Nóin samvinna milli nýja og gamla barnaheimilisins Sigurlina sagði að samvinna væri milli nýja og gamla barna- Yzl til hægri sjáum við Ernu Jónsdóttur fóstru og Hrafnhildi Sigurðardóttur forstööukonu gamla barnaheimilisins. Þar er 15 börnum of mikið samkvæmt vísindalegum útreikningi. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.