Dagblaðið - 09.12.1976, Page 24

Dagblaðið - 09.12.1976, Page 24
 OFULLNÆGJANDILOG ERU ALMANNAVÖRN- UM FJÖTUR UM FÓT — segir Guðjón Petersen, fulltrúi almannavarna „Veikasti hlekkurinn í al- mannavörnum er löggjöfin Reynsla síóustu ára hefur sýnt að þegar á almannavarnir reyn- ir eru agnúar á lögunum, sem verka sem hemill á neyðarað- gerðir í ýmsum tilvikum. Þetta gerir uppbyggingu almanna- varna mun flóknari en þörf er á.“ Svo farast Guðjóni Peter- sen, fulltrúa almannavarna, orð í viðtali í nýjasta Rauðakross- blaðinu. Lög um almannavarnir voru sett 1962, og endurskoðuð 1967. Miðað við þess tima reynslu telur Guðjón lögin góð, en þau séu hisnvegar orðin úr- elt nú. Hann sagði í viðtali við DB í gær að í lögunum væri t.d. gert ráð fyrir að sérstök almanna- varnanefnd væri í hverju sveit- arfélagi, en fleiru en einu sveit- arfélagi væri hinsvegar heimilt að sameinast um eina nefnd fyrir sveitarfélögin öll. Þýddi það að viðkomandi nefnd væri ef til vill staðsett fjarri hættusvæðinu, eða svæð- inu þar sem hamfarir hafa átt sér stað. Viðkomandi lögreglu- stjóri er svo yfirmaður nefndar- innar. Lamist nefndin þannig vegna fjarlægðar frá staðnum eða sambanasleysis, er Ai- mannavornum ríkisins ekki heimilt að grípa inn í. Sagði hann að t.d. hafi al- mannavarnanefnd Vestmanna- eyja verið óvirk fyrsta sólar- hringinn eftir gosið og illa hafi tekizt til í sambandi við Kópa- skersjarðskjálftana. I því sám- bandi benti hann á aðAlmanna- varnir ríkisins byggju nú yfir svo fullkomnum l'jarskipta- möguleikum að þær ættu oft auðveldara með að ná sam- bandi hvert sem er, heldur en t.d. sýslumenn víða um land við fjarlæga staði innan sýslnanna. Þá sagði Guðjón að inn í lög- in vantaði ákvæði ura stjórn aðstoðar við það umdæmi, sem fyrir óhappi hefur orðið.Benti hann á að þegar snjóílóðin fellu á Neskaupsstað vann nefndin á staðnum gott verk, en björgun- armenn frá Seyðisfirði hugðust koma þeim til hjálpar, þrátt fyrir að svipuð hætta hefði ver- ið þar yfirvofandi og því þörf á að hafa þá heimavið. Gripu al- mannavarnir þar inn í án raun- verulegrar lagaheimildar. I fyrrnefndu viðtali í Rauða- krossblaðinu, benti Guðjón á fleiri atriði, sem færa þyrfti til betri vegar og verður fróðlegt að sjá hvort því verður flýtt eða eitthvað gert með hliðsjón af yfirvofandi náttúruhamförum. -G.S. „Taldi Bjarnfríði ekki hafa umboð” segir Aðalheiður um miðstjórnar kjörið í ASÍ „Ég taldi Bjarnfríði Leósdóttur ekki hafa neitt umboð til að bjóða mér sæti í miðstjórn Alþýðusam- bandsins gegn því, að ég byði mig ekki fram gegn Snorra Jónssyni við kosningu varaforseta," sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir í viðtali við blaðið í gær. Því heíur verið haldið fram, að Aðalheiður, formaður Sóknar, hafi hafnað slíku boði. „Ég skora á kjörnefnd þingsins að tilnefna þann, sem hafi mælzt tii þess, að ég tæki sæti í mið- stjórninni," sagði Aðalheiður. „Það er rétt, að Bjarnfríður Leós- dóttir kom til mín á síðasta kvöldi þingsins og bauð mér sæti í miðstjórn, ef ég léti ekki stilla mér upp gegn Snorra Jónssyni. Byggingarkrani hrundi saman Byggingarkrani hrundi er verið var að taka hann saman á Akureyri í gær. Ekki urðu þó slys á mönnum. Kraninn hafði verið notaður við raðhúsbygg- ingu við Heiðarlund, og var verið að taka hann saman eins og fyrr segri. Féll þá bóma kranans. Urðu talsverðar skemmdir á krananum, en hann er þó ekki talinn ónýtur með öllu. A.Bj. Ég taldi hana ekkert umboð hafa til þess og var auk þess búin-að gera upp við mjg.-hvér afstaþa mín var. Hefði ég verið beðin af réttum aðilum, hefði mér borið að bera það undir stjórn Sóknar, sem ég hefði allavega gert. Meiri- hlutinn i stjórn Sóknar hefði ráð- ið eins og vant er.“ Rétt er að taka fram, að menn höfðu lengi veí talið, að Bjarn- fríður væri í svokallaðri „órólegri deild“ á þinginu, en svo reyndist ekki vera, þegar á hólminn kom. -HH Katla lúrir „Það urðu tvær smáhreyf- ingar á jarðskjálftamæiinum hjá mér í nótt,“ sagði Einar H. Einarsson bóndi á Skamma- dalshóli í Hvammshreppi, er Dagblaðið ræddi við hann i morgun. F.inar sagði jafn- framt, að mjög kyrrt hafi verið í gærdag. „Það er varhugavert að full- yrða að Kötluskjálftarnir séu í rénun að þessu sinni, en þess- ar jarðskjálftahrinur. sem hafa komið undanfarna daga eru fremur smáar í sniðun- um,“ sagði Páll Einarssorí jarð- eðlisfræðingur. AÐ STANDA í BRÚNNI... Hann hefur lengi staðið í brúnni kaupfélagsstjórinn á Hellu, Ingólfur Jónsson. Hér er það ekki þjóðarskútan. sem hann heimsækir. en hann tekur sig vel út samt. — DB-mynd Ragnar Sig. Geirfinnsmálið á lokastigi?: Schutz heim fyrir jól gær hetur Guðjón Skarphéðins- son, sem úrskurðaður var í gæzluvarðhald íyrir tæpum mánuði, nú viöurkennt ao hafa verið sá, er Qk banamönnum Geirfinns Einarssonar til Kefla- vikur að kvöldi 19. nóvember 1974. Hann ber hinsvegar, að hann hafi ekki orðið vitni að þeim átökum er leiddu til dauða Geirfinns. Blaðinu er ekki kunnugt um raunverulega ástæðu eða til- drög fararinnar til Keflavíkur þetta afdrifaríka kvöld. -ÓV/BS. en kemur aftur Ymislegt bendir nú til þess, að rannsókn Geirfinnsmálsins sé um það bil að ljúka i saka- dómi Reykjavíkur. Eftir þvi sem Dagblaðið kemst næst er stefnt að því að ljúka rannsókn- inni fyrir jól og senda málið síðan til ríkissaksóknara fljót- lega eftir áramótin. V-þýzki rannsóknarlögreglu- maðurinn Karl Schutz fer heim til V-Þýzkalands í jólafri á næstunni en kemur síðan aftur eftir áramótin og fylgir málinu lokasprettinn. Getur nú engum dulizt mikilvægi starfskrafta hans í þessu máli og raunar fleirum. Á morgun er liðið eitt ár síð- an Sævar M. Ciecielski var hnepptur í gæzluvarðhald, þá vegna rannsóknar á fjársvikum út úr Pósti og síma. I síðustu viku var kveðinn upp 150 daga gæzluvarðhaldsúrskurður yfir Sævari og jafnframt var gæzlu- varðhald Erlu Bolladóttur framlengt um þrjátíu daga. Segir það e.t.v. sína sögu. Eins og sagði frá í blaðinu i Ixjálst, úhád dagblað FIMMTUDAGUR 9, DES ■ 1976. Borgarstjórn brást skjótt við óskum Breiðhyltinga: Þrjú skauta- svell á einum degi Breiðhyltingar eignuðust skyndilega þrjú skautasvell en þar til I gær þurftu þeir að fara alla leið vestur á Melavöll, til að renna sér á skautum. Sigurður Bjarnason, formaður Framfarafélags Breiðholts -sagðí blaðinuað félagiö hefði ritaðborg- arstjóra bréf fyrir helgina þgr sem málið var útskýrt . n'g beðið um einhverja lausn. Það bréf var svo rætt á borgar- ráðsfundi í fyrradag og var þar satnþykkt að gera eitthvað í mál- inu. Hvort sem byrjað var þá um kvöldið eða snemma í gærmorg- un, voru komin þrjú skautasvell eftir hádegið í gær. Eitt er við austurenda Breiðholtsbrautar á móts við Yrsufell, annað við Suð- urhóla á leiktækjaplani þar og það þriðja við Blöndubakka. Voru einnig settar upp hindr- anir vegna umferðar og ef aðsókn verður einhver að ráði, stendur til að setja upp bekki við svellin, til að hvíla sig á og til að hafa skó- skipti. -G.S. JVJ á Grundartanga: Uppgjörið ári á eftir tímanum — bflar og vélar JVJ boðin upp Fyrir röskum þrem vikum var endanlega gert upp við verka- menn og bílstjóra á Akranesi vegna vinnu þeirra fyrir ári viö undirbúningsframkvæmdir við járnblendiverksmiðjuna á Grund- artanga. Skv. upplýsingum verkalýðsfé- lagsins á Akrapesi hafði Járn- blendifélagið miljigöngu um þetta uppgjör, en verktaki var Jón V. Jónsson í Hafnarfirði. Eins og blaðið hefur áður skýrt frá, sóttist honum verkið illa og fór hann fram á umtalsverðar auka- greiðslur vegna óvæntra hluta sem hann sagði hafa aukið kostn- að við verkið. Blaðinu er ekki kunnugt um hversu mikið hann hefur fengið greitt af þeim kröf- um, en ljóst er að þetta verk hef- ur orðið honum mikill baggi. Þannig auglýsir uppboðshald- arinn í Hafnarfirði nú uppboð á 13 bílum fyrirtækisins auk véla, vinnuskúra og annars. -G.S.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.