Dagblaðið - 16.12.1976, Page 1
2. ARCi. — FIMMTUDACiUR lfi. DESEMBER 197fi — 284. TBE.
• RITST.IORN SIÐUMUEA 12, SlMI 83322. AUGEÝSINUAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTl 2, SlMI 2702
r
( Bráðabirgðasamningur við Breta: ")
„Engar undirtektir í
þingflokki Framsóknar
Þórarinsson — frá útvarpsumræðunum í gærkvöldi
— sagði Þórarinn
Hugsanleg málaleitun um
bráðabirgðasamkomulag við
Breta í landhelgismálunum
hefur engar undirtektir í þing-
flokki Framsóknarflokksins ,
sagði Þórarinn Þórarinsson,
formaður þingflokksins, í út-
varpsumræðum í gærkvöldi.
„Bjartsýni Gundelachs um
samninga er b.vggð á sandi.“
Einar Ágústsson, utanríkis-
ráðherra, sagði að ríkisstjórnin
mundi ekkert aðhafast fyrr en
Alþingi kæmi saman að nýju að
loknu jólafrii. Ástæðulaust
væri að óttast að ríkisstjörnin
mundi semja, meðan þingmenn
væru í fríi.
Rætt var um tillögur stjórnar-
andstöðunnar um að Alþingi
lýsti yfir að nýir samningar um
veiðiheimildir til handa útlend-
ingum hér við land kæmu ekki
til greina. Þórarinn Þórarins-
son, sem er formaður utanríkis-
málanefndar, vildi að tillög-
unni yrði vísað til nefndarinn-
ar. Hann kvaðst mundu beita
áhrifum sínum til þess að
tillagan fengi skjóta meðferð og
yrði afgreidd fyrir jólafrí eins
og flutningsmenn hafa lagt
áherzlu á. Flutningsmenn vilja
helzt að tillagan fari ekki til
nefndar heldur verði greidd at-
kvæði um hana þegar í stað. Að
loknum útvarpsumræðunum
var atkvæðagreiðslu um nefnd
frestað.
l.uovik Jósefsson (AB) og
flestir stjórnarandstæðingar
lýstu ótta um að ríkisstjórnin
kynni að semja um veiðiheim-
ildir. Þeir báðu um skýrari
svör. Lúðvík sagðist meðal ann-
ars uggandi vegna talna í síð-
ustu þjóðhagsspá. Þar væri
miðað við um 250 þúsund tonna
þorskafla Islendinga á næsta
ári, sem þýddi 25 þúsund tonn
handa Bretum að því er virtist,
þar sem fiskifræðingar reikn-
uðu með 275 þúsund tonna
heildarafla.
Utanríkisráðherra sagðist
telja næsta litlar líkur á því að
til gagnkvæmra samninga
kæmi í bráð en sá dagur kynni
að renna síðar að það yrði
beggja hagur, íslands og Efna-
hagsbandalagsins, að gagn-
kvæmir samningar um veiði-
heimildir yrðu gerðir.
—HH
-
Skurðgrafa „handtekin”
Grafa sem verið var að vinna
með að b.vggingu bílastæðis
f.vrir Hampiðjuna olli raf-
magnsleysi í stórum hluta
Reykjavíkur um kl. 8.30 í
morgun. Þrátt fyrir alla
viðleitni Rafmagnsveitumanna
var búizt viö að rafmagnslaust
vrði til um kl. 10. Holtin urðu
rafmagnslaus, svo og lögreglu-
stöðin og svæði umhverfis
hana. iðnarsvæðin í Borgartúni
og fleiri svæði. Sleit grafan
háspennustreng svo ut fór
helmingur aðveitu í hverfi A 1.
1 gær sleit sama grafa
viðaminni rafstreng, vatns-
leiðslu og símastreng. Að sögn
RR hafði verktakinn allar
teikningar og gögn um legu
strengja og leiðslna. Gröfu-
maður brást hinn versti við af-
skiptum yfirvalda í morgun og
lauk leiknum með því, að lög-
reglan tók gröfuna og færði í
lögregiuportið. -ASt.
Féll af svið-
inu til vítis
Öhapp varð á æfingu
Þjóðleikhússins á „Gullna
hliðinu” í gærkvöldi. Þóra
Friðriksdóttir, sem fer með
hlutverk frillunnar, féll
niður um gat ásviðinu.sem
liggur til vítis og notað er í
öðrum þætti leiksins sem að
var komið á æfingunni. Þóra
brotnaði á hægri handlegg.
en meiddist ekki að öðru
leyti. Ekki er vitað hvort
óhappið veldúr breytingu á
hlutverkaskipan en það mun
væntanlega ákveðið í dag.
-ASt.
Hvernig er komið fyrir
Framsókn, Alþýðubanda-
lagi og Samtökunum?
— sjá kjallaragrein Sigurðar Helgasonar
á bls. 10-11
Fjögurra ára drengur drukknaði
— í fjörunni niður af Ægisgötu í Stykkishólmi
Fjögurra ára drengur
drukknaði í fjöruborðinu við
Ægisgötu í Stykkishólmi í gær.
Hafði drengsins verið saknað
síðan um kl. 4.30 í gærdag og þá
hafin leit. Rétt fyrir miðnætti i
nótt fannst lik litla drengsins i
l'jöruborðinu á Tanganum.
Það voru aðstandendur htla
drengsins og nágrannar sem
fóru að svipast um ettir litla
drengnum á fimmta tímanum í
gær. Til lögreglunnar var leitað
kl. um 8.30 að sögn Hafsteins
Sigurðssonar yfirlögregluþjóns
og fékk lögreglan þegar aðstoð
björgunapsveitarinnar til leit-
ar.
Frekari leit var í undir-
búningi m.a. að fá sporhundinn
vesturogeins voru froskmenn
björgunarsveita á Akranesi og í
Borgarnesi að undirbúa för
sína vestur.
Nokkrum mínútum fyrir
miðnætti fannst iík drengsins.
Ofan við slysstaðinn er svæði
sent börn leika sér oft á en
svæðið er vafasamt og jafnvel
hættulegt að sögn Hafsteins.
-ASt.
Gott í skóinn
Ilvað skyldi jólasveinninn
ktima með í nótt? hugsar sá litli
á myndinni. Börnin á tslandi
hafa á síðustu árum tekið upp
þann sið að setja skó sina út i
glugga. Og hafi þau veriö þa‘g
og prúð. þá er ekki að sp.vrja að.
skrítnu kallarnir koma í
naúurhúminu með einhvern
glaöning. og á einhvern handa
máta virðast þeir hafa lag á að
opna læsta glugga. komast upp
á 12. hæð í háhýsum til að
gleðja unga vini sina. Og hér er
Sigurður Páll. Vesturbaúngur.
að koma skó sínum fyrir. Ekki
meira en svo aö hann nái upp í
gluggakistuna — en teksl þó
(Utt-mynd Arni Páll).
DAGAR
TIL JÓLA