Dagblaðið - 16.12.1976, Side 3
DAC.BLAÐIÐ. KIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
3
-
Niðurstöður Framfarafélagsins:
Unglingar í Breiðholti
til sóma í hvívetna
Sigurður Bjarnason. formað-
ur Framfarafélags Breiðholts
skrifar:
Vegna mikilla skrifa í síð-
degisblöðunum að undaníörnu,
um ölvun unglinga á dansleikj-
um í Fellahelli, skal eftirfar-
andi tekið fram: Mál þetta var
tekið fyrir á stjórnarfundi
Framfarafélags Breiðholts
Raddir
lesenda
Hringið
i síma
83322
milfí
kl. 13-15
eða skrifið
Unglingar samþykktu að banna reykingar í Fellahelli í Breiðholti. en ekki vitum við hvort þær eru
bannaðar að Dynheimum á Akureyri. en þaðan er þessi mynd.
W ’i*
F m • V N 4 jt, 1
js. ^
_ ’ i IBll , ■
hinn 2. þessa mánaðar og í
framhaldi af umræðum um
málið voru kosnir fjórir stjórn-
armenn til þess að fara á dans-
leik í Fellahelli og kynna sér
málið af eigin raun.
Fyrir valinu varð föstudagur-
inn 3. þessa mánaðar og fóru
þau Baldur Gislason, Elínborg
Gísladóttir, Eyjólfur Pálsson og
Svava Gisladóttir. Niðurstaða
könnunar þeirra varð sú að
ekki sást neinn ölvaður, hvorki
innan dyra né utan, enda
áfengisneyzla ekki leyfð í hús-
inu. Reykingar eru einnig
bannaðar í Fellahelli þegar
dansleikir eru haldnir þar,
nema í forstofu.
Starfsmenn umrætt kvöld
voru fimm talsins og bar þeim
saman um, að frekar hefði
dregið úr aðsókn á dansleiki
hússins að undanförnu. Má
telja lfklegt að foreldrar ungl-
inganna hafi ekki hug á að
leyfa þeim að skemmta sér í
Fellahelli, eftir þær lýsingar
sem birzt hafa um staðinn í
síðdegisblöðunum áð und-
anförnu. Telja fyrrnefndir
fjórmenningar að skemmtun sú
sem þeir sóttu í Fellahelli hafi
verið þannig, að varla sé hægt
að hugsa sér nokkuð betra fyrir
unglinga á höfuðborgarsvæð-
inu. Þess má að lokum geta, að
þegar dansleiknum lauk kl.
23.30 var slökkt á hljómtækjun-
um eins og lög gera ráð fyrir
og um leið og tónlistin var
þögnuð fóru unglingarnir út úr
húsinu og hver sína leið. Ekki
var um það að ræða að ungling-
ar væru utanhúss, hvorki á
meðan dansleikurinn stóð yfir,
né eftir að honum lauk. Væri
vel ef hægt væri að segja eitt-
hvað svipaða sögu um skemmti-
staði eldri aldurshópa á Stór-
Reykjavíkursvæðinu.
Framfarafélagið vill því
koma á framfæri við foreldra
barna í Breiðholti, að taka e,kki
of mikið mark á slúðursögum
um dansleiki í Fellahelli, held-
ur að kynna sér málið af eigin
raun og lofa börnum sínum að
skemmta sér í heilbrigðu um-
hverfi í góðum íélagsskap.
Blöndun á staðnum
Sverrir Runólfsson á fundi með mönnum frá vegagerðinni og
blaðamönnum á veginum upp i Kjós.
„Siggi flug“ sendir okkur
hugvekju sína (hugdettu) í
Dagblaðinu 2. desember, þar
sem hann fjallar um hinn marg-
umtalaða vegarspotta Sverris
Runólfssonar á Artúnsmelum á
Kjalarnesi.
Mér og sennilega mörgum
fleiri hlutlausum lesendum og
heyrendum þykir nóg um allar
þær fullyrðingar sem Sverrir
hefur látið frá sér fara og þá
óverðskulduðu andúð sem hann
ku hafa orðið fyrir vegna þessa
ósérplægna stefnumáls síns —
um hraðgerðar, ódýrar
hraðbrautir um allt ísland,
sem hann taldi sig geta lagt á
stuttum tíma, „svo gott sem
engum tíma". Hann hefur
vissulega ekki lalið hjá líða að
lýsa þessum h.ugmyndum
sínum í blöðum og öðrum fjöl-
miðlum, þar sem hefur ekki
verið dregin nein dul á
skoðanir hans (þessa
hraðmenntaða vegagerðar-
manns), sem lært hefur ýmis-
legt í Bandaríkjunum, m.a. um
það hvernig eigi að leggja vegi
á Islandi og hversu vonlaust sé
að láta Vegagerð ríkisins
('lslands) sóa almannafé vegna
kunnáttuleysis og andúðar á
öllum framförum á því sviði.
Eftir ofurmannlega
þrautseigju, dugnað og áróður
var honum fenginn smáspotti á
fyrrnefndum stað, Artúns-
melum, sem hann sagði sjálfur
ákjösanlegan stað, enda hefur
vegur um þessa mela aldrei
valdið neinum vandræðum í
vegakerfinu nema síður sé að
ég held.
Viðskipti S.R. við fyrrver-
andi vegamálastjóra, sem hann
hefur oftar en tvisvar kvartað,
yfir, sýna þvert á móti að vega-
málastjóri hefur sýnt S.R. lof-
samlegt umburðarlyndi og
gengið lengra en búast hefði
mátt við eftir aðstæðum, m.a.
le.vft honum að gera þessa
tilraun á þessum bezta stað á
landinu (samanber umsögn
S.R.) og borgað allan kostnað.
Þessi vegur er orðinn frægur
fyrir margra hluta sakir. Hann
er sennilega meira umtalaður
en allir aðrir vegir á landinu.
Hann er, að því er manni hefur
skilizt, dýrasti vegarspottinn á
landinu miðað við staðhætti. Þá
mun hann vera meðal þeirra
vega sem enzt hafa stytztan
tíma eftir að umferð fer leyfð.
Hann er tvímælalaust
merkilegur að mörgu leyti,
enda hefur S.R. tjáð sig
ánægðan með árangurinn.
Það er oft gaman að lesa það
sem „Siggi flug“ lætur frá sér
fara en mér finnst að hann
þakki Sverri meira en efni
standa til f.vrir þessa tilraun.
S.R. hefur, skilst mér, fengið
allan kostnað greiddan og lítið
verið skammaður fyrir óraun-
hæfar fullyrðingar um ódýra,
varanlega og fljótvirka
lagningu vega unt landið
(aðeins fáa ntánuði með veg til
Akureyrar. ef ég man rétt) og
mjög óverðskuldaðar ásakanir
um andúð og illvilja fyrrver-
andi vegamálastjóra, sem
virðist hafa sýnt honum meira
umburðarlyndi en efni stóðu
til.
Eg held, að „Siggi flug“ ætti
ekki að blanda sínum hug-
dettum samati við vegagerð og
blöndu S.R. heldur eitthvað
annað skemmtilegra eins og
hans er von og vísa. Vegagerð
Islands missir ekkert þótt S.R.
hafi dregið umsókn sína uni
vegamálastjóraembættið til
baka, enda þótt sú hæverska
hafi sennilega verið óþörf.
2. desember 1976
Guðfinnur Þorbjörnsson.
Hvað skapar jólastemmn-
inguna?
Jón Ilelgi Emilsson. verzlunar-
maður. Tilhlökkun litlu
krakkanna og tal þeirra um jólin.
Svo er ómögulegt að hafa ekki
jólasnjóinn.
Spurning
dagsins
Elsa Hjörleifsdóttir. vinnur hjá
Félagsmálastofnun. Mér finnst
snjórinn gera umhverfið alveg
sérstaklega jólalegt. Svo þegar
jólakveðjurnar eru lesnar 1 út-
varpinu, þá er alltaf sérstök
stemmning.
Þóra Stefánsdóttir. Það er svo
margt. Allur jólaundirbúning-
urinn og bakkelsið en helzt verða
að vera hvft jól. Svo vaknar
eitthvað gott innra með okkur.
Það er alveg nauðsynlegt fyrir
okkur Islendinga að hafa jóla-
hátíðina, svona til að við lifum af
skammdegið.
Finnbogi Pálsson. bílstjóri.
Maður verður ónotalega var við
að jólin eru að nálgast, þegar
kaupæðið grípur um sig. Annars
finnst mér það alltaf sérstök jóla-
stemning þegar snjór er og logn.
Heiða Sverrisdóttir. nemi. Allt
jólaskrautið og jólasveinarnir.
Svo verður að vera snjór.
Aðalfriðtir Pálsdóttir. kennari.
Gleði burnanua sem eru i kring-
um mig.
/