Dagblaðið - 16.12.1976, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
MMBIABIÐ
frjálst, úháð dagbjað
Útgefandi Dagblaöiö hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfréttastjóri: Atli
Steinarsson. Iþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pálsson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason. Asgoir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pólsdóttir, Krístin
Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjamleifsson, Sveinn Pormóösson.
Gjaldkori: Þráinn Porleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 60 '<kr. eintakiö.
Ritstjórn Síöumúla 12. sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Pverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19.
Fær engin verðlaun
Þjóðarbúið er nokkuð að rétta
við. Spáð er batnandi hag á
næsta ári. Þjóðhagsstofnun spá-
ir því, að kauptaxtar muni al-
mennt hækka um tuttugu og átta
eða tuttugu og níu af hundraði
á næsta ári, sem muni leiða til
þriggja til fjögurra prósenta aukningar kaup-
máttar launa. Einkaneyzla á mann, sem er
nokkuð góð viðmiðun um hag almennings,
mundi eftir þaó verða á svipuðu stigi og var
áriö 1972.
Torvelt verður að draga úr veróbólgunni,
og raunar byggist spá Þjóðhagsstofnunar um
hana á því, að kauphækkanir á næsta ári verði
ekki miklu meiri en í ár. Miðað við, hversu
mikil óánægja launþega með kreppustefnu
stjórnarinnar er orðin og hve brýn þörf er á
verulegum kauphækkunum til handa hinum
lægstlaunuðu, er ekki ólíklegt, að
kauphækkanir verði meiri en þetta svo og
verðbólgan.
Aðgerðir stjórnvalda og aðgerðaleysi hefur
að undanförnu leitt til þess, að kjörum al-
mennings hefur verið haldið niðri eins og fram-
ast hefur verið kostur. Hindrað hefur verið, að
bætt staða þjóðarbúsins, svo sem stórbætt
viðskiptakjör gagnvart útlöndum, leiddu ‘ til
kjarabóta. Stjórnvöld hafa sett allt, sem til
hefur fallið, í að laga viðskiptajöfnuð, gjald-
eyrirstöðu og stöðu ríkisstjóðs. Fólkið hefur
ekkert fengið.
Útkoman hefur því orðið enn frekari
skerðing kaupmáttar. Þeir, sem mega, hafa
bjargazt með því að auka enn við sig vinnu.
Viðurkennt er, að kjörum láglaunafólks hefur
verið þrýst svo niður, að ekki er unnt að lifa af
þeim mannsæmandi lífi. Enginn er of sæll af
hundrað þúsund króna mánaðarlaunum, en
allur þorri launþega hefur minna og sumir
miklu minna.
Þeta er afleiðingin af þeirri stefnu stjórn-
valda að setja allar hagsbætur þjóðarbúsins til
að rétta reikningslega útkomu viðskipta-
jafnaðar, gjaldeyrisstöðu og ríkissjóðs, sem
stjórnvöld höfðu áður borið ábyrgð á að spilla
með stefnuleysi, með því að láta reka á reiðan-
um í efnahagsmálum. Bættur hagur þjóðar-
búsins er til kominn vegna hækkaðs verðs á
útflutningsvörum okkar og því ekki verk ríkis-
stjórnarinnar. í stað þess að láta almenning
njóta góðs af hefur skattpíning enn verið
aukin. Verðbólgan hefur verið látin rása.
Gengið hefur verið fellt, þótt lítið hafi borið á,
en þó talsvert. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir
að krónan hafi fallið á þessu ári um nálægt
þrettán prósent að meðaltali. Með þessu hefur
kjaraskerðingin verið aukin.
Til viðbótar þessu hefur stjórnin lifað á
,,slætti“. Vextir og afborganir af föstum, er-
lendum lánum sem hlutfall af útflutnings-
tekjum, svonefnd greiðslubyrði, hafa aldrei
verið meiri, vegna mikilla erlendra lána.
Greiðslubyrðin er nú oróin sautján af hundraði
af tekjum af útflutningi landsmanna.
Stjórnin veröskuldar engin verðlaun fyrir
bættan hag þjóðarbúsins. Almenningur ásakar
hana hins vegar um kreppustefnu.
r
Franska útlendinga-
hersveitin er að
líða undir lok
Franska útlendingaher-
sveitin, sem fræg er fyrir
„Beau Geste“ afrek sín í eyði-
mörkum Afríku, frumskógum
S-Ameríku og hrísgrjónaökrum
Asíu, hefur neyðzt til að hörfa
undan nokkrum öskureiðum og
óvopnuðum bændum á
Korsíku. Tuttugu og eins árs
gamall liðsmaður sveitarinnar,
sem korsísku bændurnir
börðu í höfuðið með tveimur
öskubökkum, þremur regn-
hlífum og tveimur fullum bjór-
flöskum, stóðst að vísu árásina
og bændurnir voru neyddir til
að snúa aftur. En skaðinn var
skeður og gæti reynzt langvar-
andi — ef ekki banabiti — út-
lendingahersveitarinnar.
Það byrjaði allt, þegar.þrír
liðhlaupar fetuðu sig niður
eftir kaðli, sem hent hafði verið
yfir vegginn í virkinu í Calvi á
Korsíku. Þeir voru á flótta und-
an sóðalegum og grimmdar-
legum aðferðum sveitarinnar
ætluðum til að svipta liðsmenn
hennar einstaklingseinkennum
sínum og gera þá að hernaðar-
vélum. „Hungrið flæmir úlfana
út úr skóginum,“ sagði
Francois Giacobbi, öldunga-
deildarþingmaður á Korsíku.
„Stundum gerist eitthvað, sem
ekki er hægt að bæta eða draga
til baka.“ I þessu tilfelli myrtu
liðhíauparnir tvo hirðingja,
bræður, í hæðunum nærri
Bustanico, þar sem uppreisnin
gegn drottnurunum í Genúa
hófst 1730.
Morðin voru framin í því skyni
að komast yfir dálítið af víni og
þurru brauði. Samt liðu ekki
nema nokkrar klukkustundir
þar til farið var að hundelta
liðsmenn sveitarinnar um götur
og stræti. Tveir voru skotnir til
bana, sá þriðji næstum
hengdur, hús yfirforingjans
sprengt í loft upp, ráðizt á
virkishliðin með vélbyssuskot-
hríð og tveir lögreglumenn
Erfitt er að gera grein fyrir
stefnumörkun Framsóknar-
flokksins, enda vefst það fyrir
flokksmönnum sjálfum. Af
þessari ástæðu hefur einhver
iundið upp á því snjallræði að
telja stefnuna opna í báða enda
og lýsa þessi orð henni betur en
maður ætlar í fyrstu. Augljóst
ec-samt, að flokkurinn.telur sig
vera miðflokk til vinstri í
stjórnmálum. Fróðlegt er að
kanna hvaðan fylgi hans kem-
ur. Upphaflega var fylgið aðal-
lega hjá bændastéttinni viðs
vegar um landið og hefur fylg-
ið þar verið mjög sterkt. Með
hliðsjón af því, að bak við
hvern þingmann í dreifbýlinu
hafa verið færri kjósendur en i
þéttbýlinu, þá hefur f-lokkurinn
haft tiltölulega fleiri þingmenn
bak við sig en atkvæðafjöldinn
hefur gefið til kynna. í hinum
sögufrægu kosningum árið
1931, þegar Tryggvi Þórhalls-
son, forsætisráðherra rauf
þing, þá tókst Framsóknar-
flokknum að ná meirihluta á
Alþingi, enda þótt fylgið væri
aðeins um 35%, og er það eini
stjórnmálafokkurinn hér á
landi, sem það hefur tekizt.
Með breyttum búskaparháttum
og fækkun í sveitum hefur
heildarfylgi flokksins minnkað
hlutfallslega í landinu en hon-
um hefur samt tekizt að efla
mjög fylgi sitt í þéttbýlinu.
Verulegar umræður hafa verið
um mál landbúnaðarins í dag-
blöðunum og ekki sfzt hin síðari
ár og eru þar einkum verðlags-
mál og markaðsmál til umræðu.
Vil ég leggja áherzlu á þýðingu
landbúnaðarins fyrir þjóðfélag-
ið og tel oft gæta mikils mis-
skilnings hjá mörgum í þessu
sambandi. Eru þá sjaldnast at-
hugaðar nægilega þær stað-
reyndir, sem fyrir liggja um
verðmætasköpun landbúnaðar-
ins í heild. Aftur á móti ber að
gagnrýna harðlega þá afstöðu
bændasamtakanna, sem eru
dyggilega studd af Framsókn-
arflokknum, að telja allar um-
ræður um þessi mál vera beina
árás á þessa stétt og með því
eru málin afgreidd. Hér er að
mínu mati um að ræða óheppi-
legustu leið til úrbóta eða varn-
ar í sérhverju máli, og eykur
um leið á tortryggni í garð
bændanna. t gagnmerku sjón-
varpsviðtali við Svein á Egils-
stöðum nú fyrir skömmu drap
hann einmitt á þessi mál og
taldi markaðsmál landbúnaðar-
afurða vera í mesta ólestri. í
öðru lagi benti hann á, að
bændasamtökin gerðu allt of
litið af því, að kynna og hefja
áróður fyrir málstað sínum og
snúa vörn í sókn. Oft hefur mér
fundizt, að Framsóknarflokkur-
inn vildi halda þessum ríg milli
bænda og annarrra stétta við,
eða i það minnsta, að hann vilji
Sigurður Helgason
ekkcrt gera til þess að lægja
öldurnar og hafi oft af tilefnis-
lausu þyrlað upp moldviðri
stóryrða í þessu sambandi. Mál
landbúnaðarins eru til umræðu
á hverjum tíma, eins og mál
sjávarútvegsins, en þau finnst
engum neitt athugavert að séu
gagnrýnd, þó kannski oft sé af
ósanngirni. En gagnrýnin hef-
ur einnig verið hvati til nýrra
sókna.
Síðastliðið sumar var ég
staddur í Klakksvík í Færeyj-
um um viku tíma, og ræddi
einn stærsti kjötkaupmaður á
staðnum margsinnis við mig
um verðið á íslenzka dilkakjöt-
inu, sem honum fannst alltof
lágt og í engu samræmi við
gæðin. Verð á færeysku dilka-
kjöti er tvöfalt hærra þar í
landi. Á sama hátt held ég að
verðlag á dilkakjöti okkar á
Norðurlöndum sé allt of lágt og
þarf að taka markaðsmálin
langtum fastari tökum en nú er
gert. Hér held ég að orsökin
liggi í því að ekki er reynt að
koma meira frjálsræði á við að
afla markaða og rækilega aug-
lýsingaherferð vanti, þar sem
gæði vörunnar yrðu sérstaklega
kynnt.
Framsóknarflokkurinn b.vgg-
ir einnig mjög fylgi sitt á sam-
vinnuhreyíingunni, sem hefur
stóreflst um langt árabil. Mun
láta nærri, að um 25% af heild-
arinnflutningi landsmanna og
vörusölu fari í gegnum þessi
samtök, og ekki minni er
hlutur þeirra i útfliiBiingi,
bæði sjávarafurða og'lðnvarn-
ings og þeir eru nær einráðir í
útflutningi Vandbúnaðarvara A
vegum Sambandsins og kaupfé-
laganna hefur iðnaður stór-
eflst, svo og margs konar þjón-
ustustarfsemi. Oft er því haldið
fram, að þar sem samvinnu-
hreyfingin byggist á samtökum
fólksins, sé engin hætta á ein-
okun. Staðreyndirnar sýna
samt ljóslega hið gagnstæða og
er hvert byggðarlag, sem aðeins
hefur kaupfélag, á vissan
hátt í sömu aðstöðu eins og í tíð
einokunarkaupmanna hér áður
fyrr og gætir þess á mörgum
sviðum, sem verður ekki rakið
nánar. Hér áður fyrr gætti
mjög sjálfstæðis einstakra
kaupfélaga og voru kaupfélags-
stjórarnir nokkurs konar höíð-
ingjar síns héraðs t.d. Jakob á
Akureyri, Þorsteinn á Reyðar-
firði, Egill á Selfossi, Sveinn á
Sauðárkróki og Þórður i Borg-
arnesi, og svo mætti lengi telja.
Nú, hjn síðari ár hefur valdið
þjappast á fáar hendur hér í
Reykjavík og ráðstöfunarréttur
kaupfélagsstjóranna mjög tak-
markaður. Þessi þróun stingur
mjög í stúf við yfirlýsta stefnu
landssamtaka sveitarfélaganna
í hiniím ýmsu landshlutum,
sem stöðugt vilja færa völdin
úr Reykjavík til landsbyggðar-
innar, þegar um ríkisfyrirtæki
er að ræða. Hafa verður og í
huga, að Framsóknarmenn eru
langáhrifamestir í þessum sam-
tökum og gætir þarna veru-
legra mótsagna. Væri hér sett á
löggjöf um verndun gegn ein-
oVun, eins og nær öll vestræn
lönd hafa sett hjá sér, þá er að
mínu mati óhjákvæmilegt að
endurskoða uppbyggingu þess-
ara samtaka, enda þótt mér sé
ljóst að engar fljótræðis ákvarð-
anir má taka. Framsóknar-
flokkurinn hefur eflst mjög í
þéttbýlinu hjá launþegum og
hefur það orðið honurn til veru-
legs framdráttar. Aberandi hef-
ur verið, að flokkurinn hefur
stutt rækilega við bakið á sín-
um flokksmönnum, og virðist
þar oft ekki hafa gætt hófs og í
sumum tilvikum gengið langt-
um lengra en almennt velsæmi
leyfir.
Rétt er að gera sér grein fyrir
því, að Framsóknarflokkurinn
er að ná oddastöðu um stjórnar-
myndun í framtíðinni. I dag
getur hann myndað stjórn með
Sjálfstæðisflokknum. svo og Al-
þýðubandalaginu og Alþýðu-
flokknum saman.
Verði fvlgisaukning hjá
Framsóknarflokknum eða Al-
þýðubandalagsins. sem ekki
þarf að vera veruleg, þá geta
þessir tveir flokkar mvndað
ríkisstjórn. Þá er spurningin,
hvort heldur flokkurinn áfram
stjórnarm.vndun með Sjálf-
stæðisflokknum eða tekur við
stjórnarforystunni með Al-
þýðubándalaginu? Hér er best
að lesandinn geti í eyðurnar.
Innan Framsóknarflokksins
hafa átt sér stað veruleg átök og
klíkumyndanir. én með brott-
för Möðruvellinganna virðist
öldur hafa lægt í bili og flokk-
urinn lialdið furðanlega velli.
Alþýðubandalagið
í stöðugum skollaleik
Alþýðubandalagið telur sig