Dagblaðið - 16.12.1976, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. KIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
þróttir
þróttir
þróttir
Iþróttir
Tvö mörk í lokin sáu um
framhald Dankersen
— Heim sigraði Dankersen 17-16 — Axel og Ólafur hafa fengið samþykki
þjálfara Dankersen til æfinga og leikja með íslenzka landsliðinu
Við lckum við Hcim á
riðjudagskvöldið í Gautaborg og
ipuðum 16-17. En naumt var það
- þegar aðeins mínúta var til
iksloka hafði Heim yfir 17-14 —
larkatala sem hefði nægt þeim
I að komast áfram í keppninni
n á lokamínútunni tókst Waltke
4 skora tvívegis úr hraða-
pphlaupum og tryggði okkur
“tt i Evrópukeppni bikarhafa.
igði Axel Axelsson. þegar DB
eddi við hann um leik Danker-
■n og Heim — cn Dankersen
afði sigrað í fyrri leiknum 21-18.
Eg er alls ekki ánægður með
“ik okkar. Mikil taugaspenna
inkenndi leikinn — svo mikil að
art nokkur þorði að gera neitt
pp á eigin spýtur og átti það
ifnt við Svíana og okkur. Við
áðum góðu forskoti í fyrri hálf-
dk —7-4 en á 8 mínútna kafla
toruðu þeir 6 mörk — flest úr
raðaupphlaupum. Þetta var
roðalegur kafli hjá okkur og
aðan í leikhléi var 10-7.
Þessi munur hélzt lengst af í
ðari hálfleik þar til á síðustu
unútunni að okkur tókst að
únnka muninn. Það var talsverð
arka í leiknum.en hann dæmdu
'eir danskir dómarar, mjög vel.
Kramer skoraði flest mörk hjá
<kur, 4. Olafur Jónss., og Waltke
hvor. Buch skoraði 2, Grund og
? eitt mark hvor. Flest mark-
nna í leiknum voru skoruð úr
raðaupphlaupum — þannig
toraði Kramer öll sín úr hraða-
pphlaupum, Ölafur 2, Waltke 2
- af þessu sést bezt hvernig
ikurinn þróaðist.
Nu, eins og fram hefur komið
á ræddum við Ólafur viðforráða-
lenn islenzka landsliðsins og þá
tr sett upp áætlun. Eg mun
tma heim um jólin og æfa með
ðinu, en fer aftur um 8. janúar.
ið munum síðan koma og taka
itt í leikjunum við Pólverja í lok
n. — og hafa verið með liðinu
viku áður. Eftir leikina við
ólverja förum við utan og leik-
m með Dankersen — komum
ðan aftur 31. janúar og verðum
til 13. febrúar — þar sem við
munum meðal annars leika við
V-Þjóðverja. Að lokum munum
við koma til móts við landsliðið í
Austurriki.
Þetta er heilmikið prógram —
og við lögðum það fyrir þjálfara
okkar hér í Minden og hann hefur
samþykkt það. Þetta ér tímafrekt
verkefni — en spennandi.
En svo við snúum okkur að
nánustu framtíð þá verður
stórleikur hér í Minden á laugar-
dag — þá fáum við Rheinhausen í
heimsókn en þessi lið eru efst i
Bundesligunni. Að sjálfsögðu er
uppselt á leikinn og eftirvænting
mikil.
Björgvin fékk hæstu
einkunn þjálfarans!
— fyrir leik sinn í Frankfurt. Möguleiki að Árni
Indriðason æfi og leiki með landsliðinu eftir áramót
—Ég var mjög ánægður með
síðari leik Austur-Þýzkalands og
Islands í Frankfurt á dögunum,
sagði Janusz Czerwinski. lands-
liðsþjálfari. á blaðamannafundi í
gær. Ég held skrá yfir frammi-
stöðu lcikmanna — gef frá 15
niður í 0 — þcssum leik fékk
Björgvin Bjiirgvinsson hina full-
komnu einkunn fyrir leik sinn
eða 15. sagði Janusz ennfremur.
Hins vegar brásthanní leiknum
við Dani á óskiljanlcgan hátt i
opnum færum. sagði Janusz enn-
fremur.
Hann var þá spurður hvað Geir
Hallsteinsson hefði fengið í eink-
unn fyrir leikinn við Dani — og
þjálfarinn svaraði samstundis 7.8.
Ennfremur sagði Janusz að skota-
nýting i leiknum í Frankfurt
hefði verið einstök eða 77%, en
sóknarnýting 62%. Austur-þýzki
markvörðurinn hefði ekki átt
toppleik, en var þó engan veginn
lélegur. í leiknum vió Dani var
skotanýting 47% en sóknarnýting
37% og í fyrri leiknum við Þjóð-
verja var sóknarnýting 46% en
skotanýting 54%.
Þá sagði Janusz, að varnarleik-
ur íslenzka landsliðsins væri lé-
legur vfirleitt. Þar væri höfuð
vandamál íslenzks handknattleiks
— og eina 1. deilarliðið, sem léki
sæmilega vörn væri Valur. Aðeins
tveir íslenzku landsliðsmannanna
eru góðir varnarmenn, Þorbjörn
Guðmundsson og Þórarinn Ragn-
arsson. Nokkrir slarkfærir, en
meirihlutinn í landsliðshópnum
lélegir varnarmenn. Það kostar
mikla vinnu að koma þessu atriði
í lag, sagði Janusz, og þar þurfa
leikmenn að leggja hart að sér.
Islenzku landsliðsmennirnir
þyrftu fyrst og fremst að leggja
áherzlu á varnarleikinn — þá
hraðaupphlaup og síðan sóknar-
leikinn sem heild. Þá var Janusz
ekki ánægður með markvörzluna
í landsleikjunum á dögunum —
orðið fyrir vonbrigðum með Ólaf
Benediktsson, sem gæti mun
meira en hann sýndi þar. Janusz
vildi kenna mikilli vinnu Ólafs að
undanförnu um, að árangur hans
úti varð ekki betri.
—Það sýnir að lið okkar er
þrátt fyrir allt nokkuð sterkt að
tapa aðeins með eins marks mun
fyrir A-Þjóðverjum. Normalt eig-
um við að tapa fyrir þeim með
6—7 marka mun á útivelli. Hins
vegar áttum við að vinna Dani og
ég held að við höfum góða mögu-
leika til þess um helgina, sagði
Janusz að lokum.
Þess má geta, að landsliðs-
mennirnir byrjuðu að æfa í gær
— næstum strax eftir heimkom-
una frá Danmörku. í janúar verð-
ur æfingum fjölgað, sagði Birgir
Björnsson, formaður landsliðs-
nefndar, i fjórar um helgar. Birg-
ir gat þess, að samband hefði ver-
ið haft við Axel Axelsson og Ólaf
H. Jónsson og það er í athugun
hjá þeim hvort þeir geta fengið
sig lausa úr vinnu i Þýzkalandi og
frá Dankersen. Axel kemur á Þor-
láksmessu — og reynt verður að
fá Ólaf heim. Vonir standa til að
þeir leiki Iandsleikina við Pól-
verja hér heima í janúar. Komi
síðan aftur 31. janúar og æfi með
íslenzka landsliðinu til 11. febrú-
ar. Ef dæmið gengur upp munu
þeir koma beint frá Þýzkalandi í
B-keppnina. Þá má geta þess, að
líkur eru á því að Árni Indrióason
komi aftur í landsliðshópinn eftir
áramót. Hann er nú í prófum í
háskólanum fram að áramótum.
Þá má geta þess að lokum, að
HSl barst nýlega höfðingleg gjöf
frá Hummel-fyrirtækinu, en Ólaf-
ur H. Jónsson er umboðsmaður
fyrir það. Félagið færði íslenzka
landsliðinu sett af landsliðsbún-
ingum og töskur.
UMFN lítt sannfærandi
þrátt fyrir tvö stig
- UMFN sigraði Fram í gærkvöld
og er nú aðeins tveimur stigum
á eftir Ármanni
MFN:Fram 70—51 (30—27)
Njarðvíkingar áttu í miklum
rfiðleikum með Framara í fyrri
álfleik. þar suður frá í gær-
völd. en tóku sig á í hinum
■inni og sigruðu örugglega með
) stigum gegn 51. Njarðvikingar
afa því krækt sér í átta stig fyrir
ramótin í I. dcildinni. Framund-
n eru samt næg verkefni. úrslita-
•ikur við Vallarúrvalið. leikur
ið Tennessee-liðið sem kemur
ingað á na:stunni og hraðmót
m jólin.
Én ætli UMFN að ná árangri í
essum leikjum verða þeir að
)ila belur en gegn Frömurum.
“ra léttari og óþvingaðri og
lora meira. Strax á fyrstu mínút-
num leit út f.vrir háa stigatölu.
æði liðin skoruðu hverja körf-
na af annarri en síðan gekk
vorki né rak. Ilefðu Framarar
“lað nýll sín vitaskot. í fyrri
ilfleik. hetur en þeir gerðu
•fði sligatalan verið þeim mikið
hag en þeim virlist f.vrirmunað
) skora úr vítaköstunum.
Siimu siigu var að segja um
seinni hálfleikinn. Liðsmenn
UMFN virtust „frosnir í kerf-
inu." þar til Brynjar Sigmunds-
son og Þorsteinn Bjarnason tóku
á sig rögg ásamt Jónasi
Jóhannessyni og tr.vggðu sigurinn
með nokkrum fallegum skotum.
en sá síðastnefndi var fremur
stutt inn á. Framarar vörðust yf-
irleitt vel. dálítið fastir fyrir en
liðið er ungt og efnilegt og eng-
inn sk.vldi vanmeta þá. Lang bezt-
ur þeirra var Guðmundur
Böðvarsson som skoraði vfir
helming stiganna. eða 26. enda
áttu Njarðvíkingar erfitt með að
stöðva hann.
Geir Þorsteinsson var nú. eins
og í seinustu leikjum. bezti mað-
ur UMFN. viljasterkur. traustur í
vörninni og skoraði na*st flest
sligin. 12. Þorsteinn Bjarnason er
í stöðugri framför en Stefán
Bjarkason. Jónas og Br.vnjar áttu
eiunig góðan leik.
Dómarar voru þeir Ilólmsteinn
Sigurðssou og Sigurður Valur,
— og da-nidu ágællega. emm.
Mörg andlit fylgjast með knettinum á leið i körfuna
var það Fram sem skoraði. DB.ynd emm.
Tveir kunnir i heimsborginni Lundúnum
Bæði .liðin hafa valdið áhangendum sínun
en ágæt frammistaða í UEFA-bikarnum bí
Mesta
Liverp
— Liverpool tapaði 1-5
sinn í 10 ár að Li
Meistarar Liverpool léku við Aston
Villa á Villa Park í Birmingham í
gærkvöld. Utreið sú er Villa veitti
meisturunum var hroðaleg — fimm
sinnum sendu hinir leikglöðu lcik-
menn Aston Villa knöttinn í netið að
baki Ray Clemence —og aðeins einu
sinni náði Liverpool að svara fyrir
sig. Mesti ósigur Liverpool í áratug
— í fyrsta sinn í áratug hafði Liver-
pool fengið á sig 5 mörk í leik—og í
gærkvöld komu öll mörkin í fyrri
hálfleik.
Já, öll mörkin í gærkvöldi komu í
fyrri hálfleik. Bókstaflega allt sem
leikmenn Aston Villa reyndu og
gerðu heppnaðist — allt varð að
marki. Og hinir 50 þúsund áhorfend-
ur voru sannarlega með á nótunum.
Hreint frábært. Á miðjunni fyrir
Villa voru þeir Denis Mortimer,
Frank Carrodus og Alex Cropley og
þeir hafa lika framherjana til að
koma knettinum í netið.
Það leið ekki á löngu áður en Andy
Gray hafði komið knettinum í net
Liverpool. Þessi skozki landsliðsmað-
ur reyndist meisturunum ákaflega
erfiður — og varnarmenn Liverpool
þurftu líka að líta vel eftir ungum
leikmönnum Villa, þeim John
Deehan og Brian Little. Aðeins
mínútu eftir að Gray hafði skorað
mark sitt var hinn ungi Deehan á
ferðinni — skoraði fallegt mark en
þessi ungi leikmáður hefur verið val-
inn i landslið Englands undir 21 árs.
Leikmenn Aston Villa héldu uppi
stöðugri pressu — og Deehan var
aftur á ferðinni á 20. mínútu.
Kennedy náði að minnka muninn á
30. mínútu en það var skammgóður
vermir. Brian Little skoraði fallegt
mark eftir mikið einstaklingsframtak
og Gray var síðan á ferðinni á 40.
mínútu. Vörn Liverpool var leikin
sundur og saman — svo illa hafði
ekki verið farið með varnarmenn
Liverpool í áratug.
Að vonum datt leikurinn talsvert
niður í síðari hálfleik. Aston Villa var
ánægt með að halda sinu — Liverpool
náðí aldrei að ógna og iiruggur sigur í
höfn.
Alex Cropley varð að yfirgefa viill-
inn í síðari hálfleik en fyrir leikinn
var talið vafasamt að hann yrði með.
Ungur leikmaður, Burtress að nafni
tók stöðu hans. Eftir að Cropley var