Dagblaðið - 21.12.1976, Side 9

Dagblaðið - 21.12.1976, Side 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976. =1 Laxness og Alistair I MacLean soluhæstir Laxness og Alistair MacLean virðast ætla að slá öll sölumet í jólabókaflóðinu í ár og virðist tvísýnt hvor hefur vinninginn, skv. könnun sem DB gerði í þrem bókabúðum í gær. I bókaverzlun Braga sagði Regína Bragadóttir að Laxness væri í sérflokki hvað íslenzkar bækur snerti, en bók hans nú heitir Ungur ég var. Þá nefndi hún bókina um Ölaf á Oddhóli, í samantekt Dags Þorleifssonar. Stiklað á stóru um sr. Gunnai Benediktsson, Líf og lífsviðhorf eftir sr. Jón Auðuns og Formað- ur í friði og stríði, eftir Jóhann- es Helga. Þessar bækur eru all- ar á verðbilinu 3,500 til 4,500. Af erlendum bókum nefndi nún fyrst Sirkus eftir Alistair MacLean, SS foringjann eftir Svend Hazel, Hamingju hennar eftir Theresu Charles, Poseidon slysið eftir Paul Gallico og Fram í rauðan dauð- ann eftir Douglas Deeman. Þessar bækur eru á verðbilinu 2,400 til 3,00.kr. Jónas í bókaverzlun Jónasar Eggertssonar taldi bók Laxness einnig fyrst upp, þá bækur prestanna Jóns Auðuns og Gunnars Benediktssonar, þá 30. marz 1949 i samantekt Páls Heiðars Jónssonar og Baldurs Guðlaugssonar, Húsfreyjuna á Sandi eftir Þórodd Guðmunds- son, Ölaf á Oddhóli og bók Jóhannesar Helga. Fleiri bækur vildi hann telja upp í sambandi við bækur í sérflokki hvað sölu snerti, og ekki vildi hann gera upp á milli þeirra, sem hann taldi, nema hvað Laxness væri söluhæstur. Af erlendu bókunum taldi hann fyrst Sirkus, Til móts við hættuna eftir Hammond Innes, SS foringjann, Teflt á tæpasta vað eftir Lyall og Hamingju hennar. Ragnheiður Lárusdóttir í bókabúð Lárusar Blöndal tók strax fram að barnabókinni Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík með mynd- skreytingum Halldórs Péturs- sonar, væri mjög vel tekið. Laxness er í sérflokki þar eins og annars staðar, þá Ólafur á Oddhóli, bók sr. Jóns Auðuns, Skrafað við skemmtilegt fólk eftir Guðmund Daníelsson og ljóðabókin Ljóðmæli Olínu og Herdísar. Af erlendum bókum taldi hún fyrst Sirkus, þá Luis og Clark, SS foringjann, Upp á lif og dauða eftir Francis Clifford og siðan bætti hún við bókun- um Engir karlmenn takk, eftir Sigge Stark og Örninn er sestur eftir Jack Higgings. Bóksalar þessir virtust nokk- uð sammála um að salan I ár ætlaði ekki að verða lakari en I fyrra, hún hefði farið fremur hægt af stað en tekið vel við sér síðustu daga. -G.S. Flugáhafnirnar úr pílagrímaf lutningunum: Koma væntanlega heim fyrir jól „Við vonum að það takist að koma flugfólkinu heim fyrir jól, en síðasta flug frá Luxemburg er á Þorláksmessu," sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, I viðtali við DB. „Pílagrímaflugiriu milli Jedda og Kano lauk sl. sunnudag en þá var beðið um fjögur aukaflug milli Jedda og Lagos. Byrjað var á þeim í morgun og þeim’ verður lokið á miðvikudag. Búið er að biðja um yfirflugsheimild þannig'að þoturnar fara báðar frá Nigeríu aðfaranótt Þorláksmessu og koma til Luxemburg klukkan átta um morguninn. Það eru milli áttatíu og níutíu manns sem hér er um að ræða. Pílagrímaflugið hófst 1. nóv- ember og lauk fyrri önninni 22. nóv. Þá höfðu verið fluttir 7200 pílagrímar i þrjátíu og tveimur ferðum. Þá var hlé þar til 5. des., en þá hófst heimflugið með píla- grímana. Var frekar rólegt í byrj- un en seinni dagana hefur verið alveg stanzlaus törn.“ —Er þetta svipuð tala farþega og samið var um flutninga á? „Nei, þetta eru heldur færri farþegar en samið var um en við búumst við því að greitt verði fyrir þá tölu sem upphaflega var samið um.“ —Hvernig gekk þetta flug? „Það gekk alveg prýðilega að öllu leyti nema hvað veðrið var ekki alltaf upp á það bezta,“ sagði Sveinn Sæmundsson. I pílagrímafluginu voru notað- ar tvær Flugleiðaþotur sem flogið var af Loftleiðaáhöfnurfr, TF-FLA og TF-FLB. Þær fara nú báðar í skoðun í Luxemburg og að henni lokinni hefja þær aftpr'áætlunar- flug hjá Loftleiðum'^NjjOftleiðir leigðu sér þotur til þess að nota í áætlunarílugi slnu á'xmeðan á þessu stóð. A.Bj. Jólasveinarnir komnir austanfjalls Nú eru jólasveinarnir komnir til byggða austanfjalls. A sunnu- daginn komu þeir akandi til Hveragerðis á dráttarvél. Kváðust þeir koma beint ofan úr fjöllum. Aftan á vennni þeirra var vagn hlaðinn jólatrjám og innan um trén voru pokar fullir af eplum. Þeir óku um allt þorpið og af- hentu fólki tré og gáfu börnum epli. Að vnnum vakti heimsökn þessara prúðu sveina mikla at- h.vgli ullra, einkum þó þeirra .vngri. BP/EVI NY SENDING og vegglömpum — sérstaklega af kristalsljósakrónum GLÆSILEGT ÚRVAL Einnig margar gerðir raðljósa (grúppulýsinga) • Norsku silkiskermarnir, fjölbreytt úrval í mörgum litum P0STSENDUM UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAURVAL U0S & 0RKA Suðurlandsbraut 12 — Sími 84488

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.