Dagblaðið - 21.12.1976, Page 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976.
9
Utvarp
23
Sjónvarp
í)
x
Stiklað á stóru í
jóladagskrá útvarpsins
Það ríkti regluleg
„stemmning" hjá leikurunum
og Þorsteini Hannessyni, þegar
gert var hlé á upptöku á ára-
mótaskaupi útvarpsins á
dögunum. Þarna eru frá hægri:
Nína Sveinsdóttir, Arni
Tryggvason, Bessi Bjarnason
og Róbert Arnfinnsson. Það er
engu líkara en Þorsteinn sé: að
stjórna söng í leikhléi.
DB-mynd Bjarnleifur. ,—,
BÓKA- OG RITFANGAVERZLUN
ARNARVAL
ARNARBAKKA 2 - BREIÐHOLTI
Bækur — Ritföng -
Leikföng —
Ljósmyndavörur —
Jólaskraut
Montemario
Handsaumaðar ítalskar
karlmannamokkasíur
úr leðri
Sérlega mjúkar og vandaðar
Reimaðar og óreimaðar. S
Lltir: Brúnt. svart. ryðrautt. J
Verð: kr. 7.550.-
Skór í sérstökum gœðaflokki jj
X/.Sy.sU.sJ.
lauöavegi 69 sirrn 168bU
Miðbsjarmarkadi — simi 19494
Það er nú jafnan svo að fðlk
bíður þess með meiri eftirvænt-
ingu að fá upplýsirigar um jóla-
dagskrá sjónvarps en útvarps.
Það staf-'r trúlega af því að fólk
treystiralmennt útvarpinu bet-
ur til þess að koma ekki á óvart.
— minni líkur séu á því að
útvarpsdagskráin valdi von-
brigðum.
En til eru þeir, sem ekki hafa
tækifæri til þess að horfa á
hátíðadagskrá sjónvarpsins og
hlusta eingöngu á útvarp. Verð-
ur hér stiklað á stóru í útvarps-
dagskránni. eins og hún liggur
fyrir í dag.
'A Þorláksmessu er að jafnaði
b.vrjað að lesa jólakveðjur til
fólks og svo er einnig að þessu
sinni. Hefst lestur jólakveðj-
anna kl. 15.00 og stendur þá i
klukkutíma, milli fastra dag-
skrárliða. Eftir fréttirnar kl.
19.40 leikur Sinfóníuhljómsveit
íslands undir stjórn Páls P.
Pálssonar jólalög í útsetningu
Arna Björnssonar.
Um kl. 20.00 verður lestri
jólakveðjanna haldið áfram og
aðeins gert hlé á meðan lesnar
eru veðurfréttir og fréttir.
Á aðfangadag klukkan 10.30
sér Kristín Sveinbjörnsdóttir
um öskalög sjúkiinga ásamt
Jónasi Jónassyni. Kl. 13.15 lesa
jólasögur og jólaljóð og lýkur
dagskránni með útvarpi frá
jólaguðsþjónustu í sjónvarpssal.
A jóladag hefst dagskráin kl.
10.40 með klukknuhringingu og
síðan leikur Litla lúðrasveitin
jólalög. Klukkan 13.00 er þáttur
í umsjá Kristínar Mantylá um
jólahald í Finnlandi og leikin
finnsk jólalög. Klukkan 15.00
er á dagskrá þáttur er nefnist
Höfðingi á upplýsingaöld,
myndir úr ævi Magnúsar
Stephensen í Viðey á tveggja
alda afmæli hans. Vilhjálmur
Þ. Gíslason fyrrum útvarps-
stjóri sér um þáttinn. Var hann
áður á dagskrá í desember
1962. Vandað er til barnatím-
ans sem verður kl. 16.15 og er
stjórnandinn Guðrún Ásmunds-
dóttir. Sr. Hjalti Guðmundsson
ræðir við börnin, Armann Kr.
Einarsson og Þórhallur
Sigurðsson segja sögur. jóla-
sveinn kemur í heimsókn.
Telpnakór Melaskólans syngur
undir sljórn Magnúsar Péturs-
sonar sem einnig er hljómsveit-
arstjóri.
A jóladagskvöld skiptast á
talmálsliðir og tónlist. Björn
Þorsteinsson prófessor tekur
saman þátt um jólagjafir
Nú er tekið við jólakveðjum í
andd.vri ríkisútvarpsins við
Skúlagötu. Það er Sigríður
Margrét Njálsdóttir sem tekur
Margrét Guðmundsdóttir og
Sigrún Sigurðardóttir jóla-
kveðjur til sjómanna á hafi úti.
Að þeim loknum leikur
Sinfóníuhljómsveit íslands
jólalög undir stjórn Jóns Þórar-
inssonar. Að því loknu er at-
hyglisverður þáttur á dag-
skránni, en þá ræðir Kári
Jónasson fréttamaður við Ingi-
björgu Indriðadóttur húsfreyju
á Höfðabrekku í Kelduhverfi.
Segir Ingibjörg frá hamagang-
inum sem þar varð í fyrra um
jólin er jarðskjálftinn varð þar.
Kl. 16.15, að loknum lestri
veðurfregna, verða á dag-
skránni jólakveðjur til
islenzkra barna og sér Gunnvör
Braga um tímann. Lesnar verða
kveðjur frá börnum á Norður-
löndunum og Herdís Egilsdóti-
ir les jólasögu.
Utvarpið verður frá aftan-
söng í Dómkirkjunni og er það
séra Iljalti Guðmundsson sem
predikar.
A aðfangadagskvöld verður
mikið af jolatonlist og lesnat
á móti þeim. Jólakveðjulestur-
inn kentur manni í jólaskap á
Þorláksmessu.
DB-mynd Bjarnleifur.
Kristjáns þriðja til Islendinga.
Þá er dagskrá um huldufólk og
álfa í samantekt Sólveigar
Halldórsdóttur og Viðars
Eggertssonar. Sr. Jón
Thorarensen segir frá jólasið-
um fyrr og nú.
Útvarpað verður frá tónleik-
um Félags Isl. einsöngvara i
Háteigskirkju 5 þ.m.. Halldór
Haraldsson leikur einleik á
píanó og einnig verða erlendir
tónleikar á dagskránni um
kvöldið. A.Bj.
Laus staöa
Staða einkaritara við lögreglu-
stjóraembættid er laus til umsóknar.
Umsækjandi þarf að hafa góða
æfingu í vélritun og gott vald á
íslenzku.
Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf, sendist
embættinu fyrir 5. janúar nk.
Lögreglustjórinn í Reykjavík.
16. desember 1976.
PELSARIURVALI
Hlý og falleg jólagjöf sem vermir.
Ath. Góðir greiðsluskilmálar.
Njálsgötu 14
Sími 20160.