Dagblaðið - 27.12.1976, Síða 3

Dagblaðið - 27.12.1976, Síða 3
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1976. 3 Björn Gunnarsson: Nei, ég boröa aldrei skötu. Bjarni Bogason: Já. ég er mjög hrifinn af skötunni. Alvar Öskarsson: Já, ég hef hana oftast þann dag. Mér finnst hún alveg herramannsmatur. Nokkrar vonsviknar skrifa: „Hér sitjum við fyrir framan sjónvarpið og bíðum og bíðum eftir að fá að sjá það, sem eftir var af fimleikasýningunni í Laugardalshöll, sem fram fór þann 5. desember sl. - Byrjað var að sýna fyFri hluta sýningarinnar þann 12. des. Við vorum með seinustu atriðunum á þessari sýningu og urðum því að bíða í viku í við- bót eftir að fá að sjá árangurinn af erfiði okkar. Við biðum spenntar í viku. Þá settumst við fyrir framan sjónvarpið og ætluðum að sjá það sem við höfðum æft með miklu erfiði vikurnar fyrir sýninguna. Svo horfum við inn á milli atriða þegar áhöld eru dregin af og á gólfið, í staðinn fyrir að klippa þessar tilfærslur úr og hafa meiri tíma fyrir sýningaratrið- in. Svo eru tvö eða þrjú atriði eftir þegar Bjarni Felixson til- kynnir, að ekki sé tími til að sýna það sem eftir sé, en það verði sýnt næstkomandi mánu- dag. Enn bíðum við. Svo setjumst við fyrir framan sjónvarpið ög horfum á alls kyns íþróttir, (nama fimleika) þar á meðal enska knattspyrnu, sem þó hef- ur sinn ákveðna tíma í dag- skránni á hverjum sunnudegi. Einnig er sýndur einhver bíla- leikur, sem hægt er að sjá úti á götu hvenær sem er. Það komu engir fimleikar það kvöldið. Það sem okkur svíður sárast er að ekki skuli staðið við gefin loforð. Það get- ur enginn ímyndað sér, nema sá sem reynt hefur, hvað mikil vinna liggur á bak við svona sýningu og þegar loforð hafa verið gefin um að við fáum að sjá árangurinn af öllu okkar starfi, þá á að standa við þau. Okkur finnst einnig undar- legt að sjónvarpið skuli taka erlent íþróttaefni fram yfir það íslenzka." Mmleikar eru stunuaoir af morgum unglingum ner á landi og að baki sýningum sem haldnar eru liggur ströng og mikil þjálfun. forsendum Húsmóðir hringdi: „Mig langar að minnast á einn ósið verzlanna hér í borg, en það er að auglýsa á fölskum forsendum. Ég hef rekið mig á þetta hvað eftir annað. Ef t.d. fatnaður er auglýstur, þá er gefið upp verðið á minnsta númerinu, a.m.k. því sem er ■langódýrast. Svona er einnig með matvöru. Eg ætla aðeins að segja frá einu dæmi um hana. Það eru eggin, sem allar verzlanir keppast við að auglýsa á tæplega 400 krónur kílóið. Þegar svo komið er í verzlunina, þá er bara ekki hægt að fara með t.d. 390 kronur og kaupa eitt kíló af eggjum. Þau eru t.d. aðeins fáanleg í bökkum og þá er annaðhvort hægt að fá 6 eða 10 í bakka. Af meðalstórum eggjum, eru 18 egg í kílóinu, en þegar keyptir eru þrír bakkar kosta þeir miklu meira en auglýst hefur verið. Ég skil ekki hvers vegna verið er að auglýsa svona. Það á að píata fólk inn og á fölskum forsendum. Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur. Kaupmenn eiga að fara eftir þeim reglum, sem gilda um auglýsingar." Spurning Diaii paiT ao SKipnieggja dagsins LL J i ferðir með æti á uppvaxtarslóðir þorksins Magnús Guðmundsson skrifar: „Það hefur sjálfsagt lítið að segja fyrir sjómann að senda frá sér nokkrar línur um fisk- véiðar. Sumir ráðamenn eru að springa af þekkingu um slíkt í kórónuleikhúsi þjóðarinnar við Austurvöll. En hvað um það, ég skrifa þetta nú þrátt fyrir það. Maður veit þó bezt hvað maður sér sjálfur, reynir og þreifar á. Þeir sem sitja heima í stofun- um sínum vita lítið hvað er raunverulega að gerast á fiski- miðunum. Er það stefna ríkis- stjórnar tslands að útrýma þorskinum og öðrum fiskistofn- um á miðum landsins, eftir að við höfum nú loksins með harðri baráttu öðlazt rétt til 200 sjómílna fiskveiðilögsögu? Fyrir réttum tíu árum eða 1968 skrifaði ég pistil um smá- fiskadráp Breta hér við land og ofbauð að sjálfsögðu öllum landsmönnum og ráðamenn vöknuðu. Islenzkir sjómenn stunduóu þá éinnig slíka rán- yrkju og gera enn. Þeir rétt- lættu rányrkjuna 1968 með því að segja: „Við stundum þessar veiðar á meðan Bretar leyfa sér slíkt.“ Síðan hefur þetta margoft gerzt eins og allir landsmenn vita, en spurningar vakna hjá öllum nú eftir að Bretar eru, farnir. Hvað hefur verið gert í fiskverndunarmálum okkar? Sem sagt lítið sem ekkert. Hver er hornsteinninn að yfirráðum fiskimiða okkar? Er það ekki að bjarga dauðvona fiskitorfun- um? Eg hélt það. Hverjir verða til þess að ganga frá fiskistofn- unum okkar aldauðum? Verða það ráðamenn þjóðarinnar? Eru fiskistofnar þjóðarinnar í bráðri hættu vegna þess að þjóðin á ekki færa og heil- brigða stjórnendur? Ætlar nú Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra að fara að verzla með það að gjöreyða þeim fiski sem eftir er? Væri ekki nær að huga að verndun fiskjarins og ala hann upp? í dag er t.d. leyfð togveiði allt upp að mílu frá landi og inn um allan Breiðafjörð og víðar. Ég vil skjóta því hér inn að Matthías Bjarnason var spurð- ur að því á fundi vestur á Patreksfirði hvort hann vildi að við tækjum gjald fyrir hersetu Bandaríkjamanna á tslandi og hann svaraði því til „Ég myndi aldrei samþykkja það að taka gjald fyrir afnot af ættjörð minni.“ Hvað vill hann nú, gagnkvæm viðskipti um auð- lindir ættjarðar sinnar? Nei, við getum ekki leyft veiðar innan íslenzkrar fisk- veiðilögsögu. Þeir ráðamenn’ sem láta sér detta slíkt í hug núna, eru svikarar við ísland. Það er stórt og ærið verkefni fyrir okkur að tryggja verndun og uppbyggingu fiskistofnanna sem eru í bráðri lífshættu. Það mun koma að því að huga verður að ofveiði á loðnu þó engum detti það í hug nú. Hvaða hlutverki gegnir loðnan í lífskeðju sjávar? Svar óskast. Getur ekki verið að smáfisk- ar sem lifa og vaxa upp á hugsuðum svæðum eins og t.d. Breiðafirði, geti að miklu leyti soltið? Ofveiði er á enn smærri fiskum sem komast ekki leiðar sinnar, þeir eru drepnir á leið sinni á þessi svæði. Eitt veit ég,- smáfiskurinn er svo gráðugur í loðnu í dag, aó hann gleypir öngulinn og hafa þeir fiskar sem ég hef athugað verið með tómann maga. Ég gæti trúað að bráðum verði nóg að gera hjá sjávarút- vegsmálaráðuneytinu við að skipuleggja ferðir með æti á uppvaxtarslóðir þorsksins.“ Fimleikarnir sem aldrei sáust: Enn bíða þær vonsviknar fyrir framan sjónvarpið Var skata á borðum hjá þér á Þorláksmessu? Pétur Snorrason: Nei, ég borða aldrei skötu. Ég hef engan sér- stakan mat á Þorláksmessu. Helgi Skúta: Nei, það er aldrei skata hjá okkur. Það eru bara fisksalarnir' sem hafa fundið það upp að hún eigi að vera á borðum á Þorláksmessu. Dóra Friðleifsdóttir: Nei, ég borða aldrei skötu. Ég þekki engan sem hefur hana á Þorláks- messu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.