Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 7
DAC'iBLAÐIÐ MANUDAC’.UH 27. DESEMBKR 1976. 7 ÁSGEIR TÖMASSON Olíuspillingin við Nantucket: VINDUR BER OLÍU- FLÁKANN TIL OG FRÁ Vindar hafa enn snúi/.t þar sem olíuflutninííaskipið Argo Merchant er hrotið í spón á strandstaðnum suður af Nantucket við strönd Massa- chusetts í Bandarík.junum op stefnir olíuflákinn frá skipinu aftur á haf út. Þetta er ein mesta olíuspilling, sem orðið hefur. Skipið strandaði 15. desem- ber sl., brotnaði í tvennt fyrir sex dögum og fór að leka 28,5 millj. lítrum af þykkri iðnaðar- oliu út í Atlantshafið. Megnið af olíunni er enn nærri strandstaðnum og færist hún til og frá landi eftir vindátt. Gerðar eru tilraunir til að fylgjást með stefnu flákans og hraða hans með þvi að dreifa í hann litlum litaspjöldum. Viðbúnaður er við strendur, þar sem björgunarsveitir eru reiðubúnar til björgunarstarfa taki málin óvænta stefnu. Fleiri áttu afmæli á jólum: Kínverjar rtreka andstöðu við Sovét Maður ársins. Jimmy Cart- er, ásamt Patriciu Harris. nýskipuðum . ráðherra húsnæðis- og borgarskipu- lagsmála. I dag byrjar Carter fundahöld með rikisstjórn sinni og ráðgjöfum. Jimmy Carter „maöur ársins” Fréítatímaritið Time hefur valið Jimmy Carter Mann ársins. Hann er þriðji forsetinn, sem nýtur þess heiðurs, hinir voru Franklin Roosevelt og John Kennedy. Time segist hafa útnefnt forsetaefnið Mann ársins vegna „áhrifamikils valda- ferils, vegna þess að hann er merki um nýja hlið á banda- rísku þjóðlífi, og vegna þess mikla, sem búizt er við af honum." Carter sjálfur byrjar í dag þriggja daga ráðstefnu ásamt nýskipaðri ríkisstjórn sinni og ráðgjöfum. Helzta umræðuefnið er efnahags- málin. Tilgangur fundarins er að gera Carter nákvæm- lega grein fyrir stöðu þjóðar- búsins og þeim möguleikum, er hann hefur til að veita f.jöri í efnahagslífið á nv Carter hefur helzt í hyggju að beita skatta- lækkunum. Argo Merchant brotnar í tvennt og rúmlega helmingur 28.5 milljón lítra rennur út i Atlantshafið. Skipið hefur síðan brotnað meira og meiri olia lekið úr þvi. Mao Tse tung, fyrrum for- I maður kínverska kommúnista- flokksins, hefði orðið 83 ára um | jólin. Stjórnvöld í Kina notuð af- mælisdaginn til að staðfesta enn einu sinni andstöðu sína við sovéskan kommúnisma og kveða niður allan orðróm um bætt sam- skipti Sovétrikjanna og Kína. Á undanförnum árum hefur ekki verið gert mikið úr afmælis- degi Maos og má nefna að í fyrra var hans ekki einu sinni getið í fjölmiðlum rikisins. I gær brá hins vegar svo við aö birt var stór litmynd af Mao á forsíðu Dagblaðs alþýðunnar í Peking og birt var ræða, sem Mao flutti fyrir tuttugu árum og fjallaði á óvægilegan hátt um vinslit Sovétrikjanna og Kína og hið hugmyndafræðilega stríö sem háð hefur verið síðan. Blaðið staðhæfði að Kínverjar myndu fara að vilja Maos í frarn- tíðinni og „breyta aldrei pólitisk- um lit sínum." Nýfundnaland: . ELLIHEIMIU BRANN TIL GRUNNA Að minnsta kosti 22 manns á aldrinum 16-105 ára, létust í gær er eldur brauzt út í elli- heimili á St. Johns á Nýfundna- landi. Slökkviliðsmenn segja að tala látinna kunni að hækka upp í a.m.k. 30. Flestir hinna látnu sem lundizl hafa voru gamlar konur cn einnig 16 ára unglingur sem verið hafði í heimsókn. Elliheimilið var byggt úr viöi, tveggja hæða hátt. Á milli 20-30 manns búa yfirleitt á heimilinu en vegna jólanna hafði komizt ruglingur á íbúa- töluna og enginn veit nákvæm- lega hversu margir voru þar staddir er eldurinn brauzt út. Eldsupptökin eru ókunn. Slökkviliðsmenn áttu í mestu erfiðleikum með að slökkva eldinn vegna vatnsskorts. Þessi bruni er hinn mesti á Nýfundnalandi síðan 1942, er 99 manns létust í eldsvoöa. Erlendar fréttir REUTER Skipstjóri egypzka pílagrímaskipsins: „ÞAÐ VARI SENN SORGLEG 0G FYNDIN SJÓN AÐ SJÁ FÓLKIД Skipstjóri egypzka pilagríma- flutningaskipsins Patra sem sökk á Rauðahafinu á aðfangadag, hefur sakað far- þega sína um að hafa neitað að hlýða skipunum hans, er hann vísaði öllum frá borði. Hann fullyrðir að allir farþegarnir hefðu bjargazt hefðu þeir hlýtt þvi sem þeim var sagt. Skipstjórinn sagði að yfir- menn skipsins hefðu orðið að fleygja fjölda marrhs fyrir borð, eftir að eldur brauzt út í vélar- rúminu. „Það var bæði sorgleg og fyndin sjón að sjá fólkið," sagði skipstjórinn. „Sumir far- þeganna hlýddu því fyrst að stökkva fyrir borð en síðan reyndu þeir að skríða aftur um borð til að bjarga hlutum, sem þeir höfðu keypt og öðrum per- sónulegum munum. Ég neyddist til að skipa áhöfninni að fleygja þeim sörnu leið til baka aftur." Skipstjórinn sagðist hafa heyrt sumar konur skipa mönnum sínum að verða kyrrir á skipinu. „Hér er allt sem við eigum," hefir skipstjórinn eftir konunum, „ef skipið og eigur okkar sökkva, þá förum við með því.“ Að sögn skipstjórans voru um 600 björgunarbelti um borð í skipinu, um 250 fleiri en þurfti fyrir farþega og áhöfn. Þá voru sex björgunarbátar á skipinu, sem komust allir á flot. Nokkrir farþeganna fundust reyndar , síðar með björgunarbelti á sér. Þeir höfðu hins vegar reynt að bjarga sér með alls konar hluti, svo sem sjónvarpsviðtæki, í fanginu, svo aö beltin ikomu að litlum notum. Flestir farþega skipsins voru múhameðskir pilagrímar sem voru á heimleið frá helgum stöðum í Saudi-Arabíu. Jólaóeirðir í Höfðaborg Tíu manns létust. og að minnsta kosti 25 særðust alvar- lega í bardögum milli svartra ættbálka í úthverfum Höfða- borgar i Suður-Afríku í nótt. 1 fyrsta uppþotinu létust sex manns en síðar fylgdu fleiri á eftir. Að sögn s-afriska útvarpsins hefur ástandið versnað til muna í borginnt eftir að lög- reglan tók upp á þvi að halda uppi stöðugri gæzlu á götum úti. í þessurn óeirðum sprengdi lögreglan táragas til að áreifa. óeirðaseggjunum og þá var öllum leiðum til úthverfanna lokað. Aður en tókst að stilla til friðar höfðu að minnsta kosti 15 hús í hverfunum verið rænd öllum verðmætum og eyðilögð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.