Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DESEMBER 1976 FULLORÐIN HJON FORUSTI HÚSBRUNA Á JÓLANÓTT Það hörmulega slys varð á jólanótt, að fullorðin hjón brunnu inni, er eldur kom upp í húsinu að Hverfisgötu 66A. Hjónin hétu Albert Guðjöns- son, fæddur árið 1907, og Guð- rún Olgeirsdóttir, fædd árið 1912. Það var laust fyrir klukkan fjögur á jólanótt, sem slökkvi- liðinu barst tilkynning um eld á fyrstu hæð hússins. Húsið er tvílyft timburhús með kjallara. Ef tilkynnt hefði vgrið síðar um eldinn hefði að öllum likindum farið verr. Á fyrstu hæðinni, þar sem eldurinn kom upp, bjuggu hjónin sem fórust ásamt syni sínum og fullorðinni konu. Þau vóru öll flutt á slysadeikl þegar í slað. Þar kom í ljós að hjónin voru látin. Sonur þeirra var dá- lítið brunninn í andliti, en kon- an slapp, nema hvað hún fékk taugaáfall. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar er ekki vitað um elds- upptökin. Eldurinn virðist hafa komið upp í svefnherbergi hjónanna eða i eldhúsinu. Son- ur hjónanna svaf í stofunni. Hann vaknaði við það þegar rúður fóru að springa af hitan- um og hugðist fara fram í eld- húsið. Þá mætti honum eld- og reykjarkóf og sá hann að hann gat ekkert aðhafzt. A annari hæð hússins bjuggu tvenn hjón. Þau sakaði ekki. -AT- Hér er barizt við eldinn, sem siökktur var á hálfum öðrum tíma. Slökkviliðsmenn brjóta sér leið inn í húsið að Hverfisgötu 66A á jólanóttina (DB-myndir Sv. Þorm.) Kona sem bjó í íbúð í húsinu sem brann. er hér studd að lög- reglubíl. sem flutti hana á siysavarðstofu. Konan hafði hlotið taugaáfall. 1 HARÐUR ÁREKSTUR í KRINGLUBÆNUM — ökumenn beggja í slysadeild Allharður árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbraut- ar og Hamrahliðar i hádegisum- ferðinni á Þorláksmessu. Þar rák- ust saman fólksbílar af Cortína og Opel gerðum. Ökumenn beggja bílanna fóru á slysadeildina og Cortinueigandinn var lagður á sjúkrahús til frekara öryggis. Tildrög slyssins voru þau, að Cortina-bifreiðin hugðist beygja af Kringlumýrarbrautinni og inn Hamrahlíð. Opelbíllinn var á leið í átt að Kópavogi 'og skipti engum togum, að bilarnir skullu saman á gatnamótunum. Báðir skemmdusl bíl.arnir talsvert mikið. -AT- Kveikt í póstkössum Skemmdarvargar gátu ekki set- ið auðum höndum um jólin frekar en aðra daga ársins. A jóladag voru einhverjir slíkir á ferðinni og kveiktu í póstkössum I fjölbýl- ishúsinu við Æsufell 6 í Breið- holti. Að sögn lögreglunnar urðu þó ekki miklar skemmdir á köss- unum. — Skemmdavargarnir náð- ust ekki. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.