Dagblaðið - 27.12.1976, Side 10

Dagblaðið - 27.12.1976, Side 10
10 EMEBIABW Framkvæmdastjori: SvoiriTTR. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Holgason. Afistoflarfróttastjóri: Atli Stoinarsson. iþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannos Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgoir Tomasson, Bragi Sigurfisson. Erna V. Incjolfsdottir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lyðsdottir, Ólafur Jónsson. Ómar Valdimarsson. gósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjamleifsson, Sveinn Þormófisson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Droifingarstjori: Már E.M. Halldorsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufii innanlands. í lausasölu 600kr. eintakiA. Ritstjórn SiAumula 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgroiAsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmir hf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Hættur í skattamálum Fólk er illu vant í skatta- málum. Löngum hafa loforð ráða- manna um umbætur snúizt upp í aukna skattpíningu. Margir eru nú uggandi vegna skattafrum- varpsins nýja. Þótt sumir hafi lofsungið það, felast í því mjög hættuleg atriði, en sumt annað horfir til bóta. Dagblaðið hefur áður gagnrýnt hneykslanleg vinnubrögð stjórnarinnar, sem lofaði skjótum úrbótum en kom síðan ekki frá sér frumvarpi, fyrr en orðið var of seint til afgreiðslu fyrir jólaleyfi þingmanna. Þá var gefizt upp við að framkvæma úrbætur að marki nú í vetur. Þegar menn hafa nú loks fengið að sjá frum- varpið, reyndist það koma hart niður, þar sem sízt skyldi í mörgum atriðum. Þar má fyrst nefna meðferðina á útivinnandi eiginkonum. Hingað til hefur helmingur af tekjum þeirra verið frádráttarbær frá tekjum fyrir álagningu tekjuskatts. INú segir í frum- varpinu, að heimilisafslátt að fjárhæð 60 þúsund krónur hjá hjónum sameiginlega skuli veita, enda hafi þau bæði tekjur af störfum, öðrum en heimilisstörfum á eigin heimili og samanlagt vinnuframlag þeirra nemi 24 vinnumánuðum á tekjuárinu. Þarna kemur hlálega lítill afsláttur frá skatti í stað mikils frádráttar. Augljóst er, að hér er á ferðinni geysileg kjaraskerðing fyrir stóran hluta landsmanna. Mörg heimilin hafa bjargazt í verðbólgukapphlaupinu, með því að bæði hjónin hafa unnið ,,úti“. Lítið stoðar að reyna að fela þessa kjara- skerðingu með fögrum orðum um, að nú verði kynskipting afnumin í skattinum. Frádrátt úti- vinnandi eiginkonu mætti því aðeins skerða verulega, að jafnframt yrði geysimikil breyting á skattstiga eða mjög verulegur afsláttur veittur. Breyting af því tagi, sem skattafrum- varpið stefnir að, er stórhættuleg. Þá er vegið að húsbyggjendum með því, að í stað þess að vaxtagjöld séu að fullu frádráttar- bær frá tekjum til skatts, eigi nú aðeins fjórðungur af vöxtum og afföllum að koma til frádráttar skatti. Menn höfðu haldið, að í frumvarpinu yrði sett hámark til að hindra, að skuldakóngar kæmust undan skatti, sumir með prettum, en ekki, að frumvarpinu yrði beint gegn almenningi, sem greiðir kannski nokkur hundruð þúsunda í vexti á ári. Ennfremur skal viðhald íbúða ekki lengur frádráttarbærtheldur kemur smáögní viðhalds- vinnuafslátt, 5 þúsund fyrir einstaklinga og 10 þúsund fyrir hjón í þess stað. Þarna er vegið að þeim, sem sízt skyldi, svo sem fólkii í gömlum íbúðum, sem þarf að kosta rniklu til viðhalds þeirra. Margir spurðu, hvort brandari væri á ferð- inni, þegar þeir lásu grein frumvarpsins, sem kvað á um, að hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis skyldi skattskyldur, nema menn ættu þrjár íbúðir eða færri, og hefði átt hina seldu íbúð í fimm ár eða meira.Þetta ákvæðiermuneinkenni legra í ljósi þess, að nú skal hagnaður af sölu annarra fasteigna að fullu skattskyldur. Sjá menn einhverja glóru í þeirri stefnu að setja það sem takmark, að menn festi fé sitt, eigi þeir verulegt fjármagn.i allt aö þremur íbúðum í stað til dæmis iðnaðarhúsnæðis, sem sagt í annars konar grjóti en áður? Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur atriði af mörgum, sem geta mætti. Þess er að vænta, að þingmenn samþykki þau ekki blindandi heldur skeri agnúana af frumvarpinu. DACiBl.AÐIÐ MANUDACUR 27. DESEMBER 1976. 60 milljarðarnir: Hvemig eru þeir fundnir? Bréf II. Svar vid xrc'in Ólafs A. Kristjánssonar í Dafjhlaðinu. Kæri Olafur. í svari til þín nýlesa bauðst éfí til að fíera nrein fyrir í Króf- um dráttum, hvernÍK sú tala væri fundin, að þ.jóðarbúið skaðaðist um tu;>i milljarða á þeirri teftund stjórnunar, (óstjórnar), sem rikt hefur Of* ríkir að mestu enn í fiskveiði- málum okkar ok iðnaðarmálum. Hámarks arðgœfni er krafan Éft sting upp á að smáfiska- drápi verði hætt á uppeldis- svæðum botnfisksins, þess botnlæga, þ.e. fyrst og fremst þorsks, en einnig ýsu, löngu, ufsa og fleiri tegunda. Nú skal það játað strax, að stjórnendur fiskveiðanna hafa þegar ákveðið talsverðar friðunarráðstafanir. Þær munu vafalaust koma að nokkru gagni — cn að mjög tukmörkuðu gagni. Eg gæti vel trúað því að þær friðunarráð- stafanir, sem þegar hafa verið ákveðnar með ýmsum hætti, m.a. aukinni möskvastærð — muni valda því að veiðarnar aukist, án aukinnar áhættu, úr svo sem 250 þús. lestum af fyrr- greindum tegundum i svo sem 350 þúsund lestir. En þetta er ekki nóg. Það er engin ástæða til annars en krefjast þess að veiðunum verði hagað þannig, að líkur séu á að ná hámarks arðgæfni. Aðal gagnið af þeim friðun- arráðstöfunum, sem þegar hafa verið gerðar er það, að líklegt má telja að verulega dragi úr drápi á fiski sem er á 1. og 2. ári. Þetta er því að þakka að togveiðar nærri landi hafa ver- ið bannaðar og viss svæði al- friðuð öllum togveiðum. En nokkur afgerandi atriði eru enn í því horfi að þau útiloka að mesta arðgæfni náist. Ég tel nú þessi atriði upp. Meðan mikilvirkum veiði- flota er haldið úti á uppeldis- svæðum. m.a. botnvörpu-, dragnóta- og línuveiðum, á sjálfum uppeldissvæðunum, sem einkum eru fyrir norðan og austan, þá er útilokað að koma í veg fyrir að mikið af fiski verði veitt þar, áður en hann hefur náð hagkvæmustu stærð, þ.e. 70—80 cm að lengd (helst 75—81 cm.) Sá fiskur, sem veiddur er langt undir þessum stærðar- flokki, er þjóðhagslegt tap að veiða. Þetta staðhæfi ég alveg hiklaust, og er þá búinn að taka inn í reikningsdæmið að ein- hver hluti þessa fisks deyr svo ^^neöidun^^æðlilegun^dauða" meðan hann er að vaxa frá því að vera innan við 1 kg uppí að verða 3.5 til 4.5 kg. Hugsaðu þér Ölafur, að ef þeirri tilhögun, sem ég sting uppá yrði breitt, að það yrði til þecs að svo sem 100 milljón fiskar fengju að vaxa úr 1.5 kg í 4 kg. Þá gera það 250 milljón kg. Frá því þarf þó að draga talsvert vegna „eðlilegra dauðs- falla“ á uppvaxtartímanum. Verum varkárir og gerum ráð fyrir að munurinn í reynd verði aðeins 200 milljón kg við það að hætta smáfiskadrápi alveg. og drápi á miðlungsvænum fiski — og einnig seiðadrápi eftir þvi sem við yrði komið. En 200 milljón kg af fiski uppúr sjó gera fullunnin í- útflutningsverðmæti um 30 milljarða. Þjóðhagslegt margfeldi En þessir 30 milljarðar taka á sig þjóðhagslegt margfeldi í þjóðarbúskapnum, því margvis- legur efnahagsávinningur staf- ar beint og óbeint frá öllum útflutningi. Því útflutnings- tekjurnar standa undir svo margháttaðri annarri tekju- myndun í þjóðfélaginu. Deila má um það með hvaða tölu á að margfalda. Varla er þó ágreiningur um að þetta marg- feldi liggur einhversstaðar á milli tvöföldunar og ferföldun- ar. Ég nota hér töluna 2,7 og styðst þar við vissar hagfræði- legar athuganir. Ef við marg- földum 30 milljarða með 2.7 koma út um 81 milljarður, sem þá væri hinn þjóðhagslegi skaði af því að lofa ekki þessum 80 til 100 milljón fiskum að komast i hagkvæma slátrunarstærð. 1975 voru t.d. drepnir hér við landið 60 milljón fiskar 3ja og 4ra ára, 1.5 kg að þyngd til jafnaðar. Oft hefur þessi tala verið hærri — og ótalið er hve miklu er kastað dauðu fyrir borð af smáfiski. Skuldasöfnun erlendis vegna kaupa á of stórum fiskiflota En þetta er aðeins fyrsti skerfurinn til myndunar nefndra 60 milljarða. (Þó þegar sé komið upp í 81). Eg staðhæfi alveg hiklaust, að fiskimiðin við tsland (þ.e. þar sem um er að ræða veiðar á hinum botnlægu tegundum) þá sé nægilegt að nota til þess svo sem 45 þús. lesta flota. Við er- um með 100 þúsund lesta flota núna, og enn er verið að bæta við hann. Nú höfum við orðið aðnjót- andi þess mikla happs, að loðnuveiðar virðast muni verða arðbærar og einhver síldveiði verður vafalaust á næstunni. Og fleira kemur til greina, svo ekki er fráleitt að áætla að beina megi nokkrum hluta flota okkar í þessar veiðar. Ég tel þó fráleitt að áætla verkefni í þess- um greinum fyrir nema svo sem 25 þúsund lesta flota. Þá höfum við um 30 þúsund lesta umframflota. Hvað held- ur þú, Ölafur, að það kosti ár- lega að gera út þennan umframflota. Eg er ekkert hræddur við að néfna tölur — því þó að ég viti vel að tölur þær, sem ég nefni eru ekki nákvæmar, þá gefa þær þó þær stærðargráður, í grófum drátt- um, sem um er að tefla. Fjárfestingu í þessum um- framflota má áætla svo sem 30 milljarða. Þar er kominn veru- legur hluti af þeim 100 milljörðum, sem við nú skuld- um erlendis. Einmitt sá hluti erlendu skuldanna, sem ástæða er til að hafa áhyggjur af, því okkur er alveg óhætt að skulda talsvert. Erlendu skuldirnar yrðu vel viðráðanlegar, ef þær lækkuðu um svo sem 20 milljarða. (Nokkur skip mætti selja úr landi og leiðrétta þann- ig hluta af skekkjunni). Rekstrarkostnaður umframflotans Og hvað heldur þú nú, Ólaf- ur að það muni kosta á ári að gera út 30 þúsund lesta flota umfram það sem þarf til að nýta miðin skynsamlega? Ég áætla að til jafnaðar kosti það um 300 þúsund kr. á ári á veiðilest, eða samtals um 9 milljarða. Sú tala bætist þá við þann 81 milljarð, sem ég taldi fram áðan, og höfum við þá 90 milljarða. Hafaber þaðer sannara reynist Gagnrýni á „fréttir” frá Albaníu í Dagblaðinu, þann 10. þ.m., mátti lesa grein um Albaníu sem Helgi Pétursson tók að sér að sjóða upp úr erlendriborgara pressu. Virtist þar meiru ráða um fréttaflutning óskhyggja um gang mála heldur en löngun til að fræða islenzka lesendur um þetta smáríki, sem árum saman hefir varðveitt pólitískt, efnahagslegt, hernaðarlegt og menningarlegt sjálfstæði sitt, umkringt óvinum í austri og vestri. Er þó sú saga næsta athyglisverð okkur íslending- um. I greininni er því haldið fram, að því sem næst ógerlegt sé að fá fréttir frá Albaníu, þar sem landið sé einangrað á al- þjóðavettvangi og menn fái ekki að koma þangað. Þetta er algerlega rangt. í fyrsta lagi hefir Albanía stjórnmálasam- band við 74 ríki. þar á meðal ísland, en sameiginlegt sendi- ráð fyrir öll Norðurlönd er í Stokkhólmi. I öðru lagi eru í ótal löndum starfrækt vináttu- félög og á vegum þeirra eru skipulagðar ferðir til Albaníu. Hér á landi hefir árum saman verið til slíkt félag, sem heitir Menningartengsl íslands og Albaníu — MAt. Þar geta allir gerst félagar og í gegnum það tekið þátt í samnorrænum hóp- ferðum. Enn fremur eru hér pólitísk samtök, Einingarsamtök kommúnista (marx-lenínista) — EIK (m-1) — og hafa þau flokkssamskipti við Flokk vinnunnar i Albaníu. Eins og kunnugt er af fréttum hélt sá merki flokkur sitt 7. flokksþing nýlega og fagnaði um leið 35 ára afmæli. Eg undirrituð sótti 'þing þetta fyrir hönd EIK (-1) ^^0gMuinsM>vM>æöMkylM>^'éU að skýra frá því, að hlutirnir eru nokkuð öðruvísi í Albaníu en Helgi Pétursson og aðrir leigupennar borgarastéttarinn- ar halda fram. t fyrsta, Helgi, er símasam- band Tirana við umheiminn í ágætu lagi. Reyndar þurfti ég aldrei að hringja heim sjálf. En norðmaður einn, sem ég sat til borðs með á lúxushóteli inni í miðri Tirana, skrapp frá matn- um í tíu mínútur og rabbaði við konuna sína í Osló — og var ekki nema allt gott að frétta þaðan! Lygasögur af þessu tagi eiga sennilega að sanna „einangrun" Albaníu, en sanna einungis heimsku og illvilja þess sem flytur. Sömuleiðis sög- ur um að lögreglumenn elti feröamenn á götum úti og reki þá heim á hótel. (E.t.v. hefur maðurinn verið drukkinn. en Albanir líta á það sem hina mestu svívirðu að drekka sig fullan, einkum ef slikt gerist á almannafæri). „Einagrun" Albaniu er borgarastétt allra landa þungt áh.vggjuefni. Sú „einangrun" felst í því, að Albanir hafa b.vggt upp efnahag sinn með það stöðugt f.vrir augum að standa á eigin fótum, framleiða sem mest af nauðþurftum sjálf- ir — til þess að þurfa ekki að vera háðir heimsvaldasinnuð- um ríkjum, hvort sem þau kalla sig kapítalísk eða „sósíalísk" svo sem herrarnir í Kreml kalla ríki sitt. Þessum aðilum til sárr- ar gremju hafa Albanir á 30 árum breytt landi sínu úr frum- stæðu bændaþjóðfélagi í iðn- vætt land með sí-aukinni vél- væðingu í landbúnaði. Já. Albanía er lokuð — fyrir inn- flutningi erlends auðmagns, fyrir hvers kyn6 ásælni, fyrir erlendri hnignunarmenningu og afurð hennar: hassi, popptónlist, klámi o.s.frv. I þessu tilliti er Albania vissu- lega „einangruð" og ætlar sér að halda áfram að vera það. Það er rétt að kerfi þeirra. þ.e.'hin sósíalíska uppbygging m.vndi ekki þola það að gáttir landsins yrðu opnaðar fvrir slikum hlut- um. J stuttu máli: Albanir opna land sitt fyrir öllu því, sem verða niá hinum vinnandi fjölda að gagni. en loka landinu fyrir bvers kyns ása'lni og öllu þvi sem grefur undan sigrum fólksins. 1 Ijósi þessa er fráleitt að

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.