Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.12.1976, Qupperneq 17

Dagblaðið - 27.12.1976, Qupperneq 17
I)ACBI.AÐIt) MANUDAClIIi 27. DKSKMBKK 197«. 17. Halldór Jónsson frá Garðstöðum í Vestmannaeyjum fæddist í Vest- mannaeyjum 28. sept. 1908. Hann var sonur Guðrúnar Eyjólfsdóttur sem var ættuð frá Keflavík og Jóns Pálssonar frá Steinum undir A-Eyjafjöllum. Ungur varð Halldór vélstjóri og lagði að baki sér 40 vetrarvertíðar og fjölda ára með úthaldi, allt árið á sjónum. Árið 1938, þegar Halldór stóð.á þrítugu, byrjaði hann búskap með Agústu Sveinsdóttur. Þau giftu sig og áttu saman 5 börn, Svein velstjóra og útgerðarmann, Gunn- ar vélstjóra, Þórunni húsmóður og Grétar vélstjóra. Öll eru gift og búa í Eyjum. Fimmta barn sitt, tvíburabróður Grétars, misstu þau. Úlafía Kristin Indriðadóttir sem lézt 19. desember sl. var fædd 24. september 1880 og var því orðin 95 ára gömul er hún lézt. Hún fæddist að Saurbæá Rauðasandi., Árið 1908 giftist hún Þorsteini Guðmundssyni frá Arnarfirði. Fyrsta árið bjuggu þau á Patreks- firði en fluttust að Hrauni í Tálknafirði þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Ölafía missti mann sinn árið 1943. Þau eignuðust sjö börn sem eru: Sigríður, Guðmundur, sem lézt í marz sl., Ingibjörg, Einar, sem lézt aðeins tveggja ára, Guðrún, Ingibjartur og Einar. Auk þess ólu þau hjónin upp tvær fóstur- dætur. Eftir að Ólafía missti mann sinn bjó hún með Guðmundi syni sínum í sambýli við dóttur sína Ingibjörgu og mann hennar Aðal- stein Einarsson. Sara Olafsdóttir sem lézt 18. desember verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 29. des. kl. 15.00. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12. Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri i Keykholti, ásamt sonum sínum. F.v. Rúnar, Einar, Vilhjálmur með Hjálmar. sem er þriggja ára. Unnar og svo er það hann Stúfur. en hann sagðist stundum vera kallaður Garðar. DB-mynd Bjarnleifur. » Þriðja kynslþðin hafði það reglu- lega gotl. Skvldu þau vera að re.vna að ná sambandi við frænk- ur og frænda fvrir austan? F.v. tvíburarnir Einar og Arnar. og Asla. DB-mynd Bjarnleifur. Kins og vera ber eru haldnar mai'gar og góðar veizlur nú unt hátíðarnar. en varla eru margar ei.ns fjölinennar og sú sem DB brá sér í á öðrum degi jóla. Þá komu saman niðjar Stefáns Þórarins- sonar frá Mýrum í Skriðdal. S- Múlasýslu. og makar þeirra. Magnús Stefánsson sagði að fjöl- skyldan væri orðin svo stór að það hefði ekki verið hægt lengur að koma saman í heimahúsi. svo i fyrra var hafður sá hattur á að leig.ja sal sem rúmaði þessár þr.jár kynslóðir. Þá mættu næstum átta- tíu manns og ekki voru færri nú. Stefán Þörarinsson átti fimm- tán börn. en tólf þeirra eru á lífi nú. Sex þeirra eru búsett á Suður- landi. en hin á Austfjörðum. Þau héldu sams konar ættarmót á Egilsstiiðum og sendu kveðjur til skyldfólksins í Reykjavík. Magnús sagði okkur að á mótinu eystra væru unv-40 manns. Að s.jálfsögðu var rnikið skrafað yfir veglegum veitingum og einn- ig var gripið í spil. Jólasveinninn Stúfur kom í heimsókn og vakti óskipta athygli yngstu kynslóðar- innar. Hann kinkaði svo kunnug- lega kolli til Vilhjálms Einarsson- ar, skólastjóra í Reykholti, að við vorum næstum alveg viss uin að þeir' væru eilthvað skyldir. Yngsti spnur Vilhjálnts, Hjálntar, var að minnsta kosti ekkert smeykur við Stúf. þó varla sæist í andlit hans fyrir alhvítu skegginu Hann hafði stærðarpoka á bakinu full- an af eplum.semkrakkarnirga'ddu sér Eplin frá jólasveininum voru óérstaklega bragðgóð, miklu betri en venjulega. -KP. Synir og dóttir Stefáns Þórarinssonar frá Mýrum í Skriðdal. F. v. Jón, Sveinn. Metúsalem. Jónína. Þórarinn og Magnús. en þau eru búsett á Suðurlandi. Auðvitað var gengið kringum jólatréð og krakkarnir sungu jólalögin hástöfum. Margeir í 2.-5. sæti á skákmótinu í Gröningen Sovétmaðurinn Evgeny Vladimirov er nú í öruggu efsta sæti á unglingameistaramótinu i skák í Hollandi, eftir sigur sinn yfir Reinaldo Vera frá Kúbu í fimmtu umferð mótsins. Rússinn, sem er 19 ára, hefur unnið allar sínar skákir og er heilum vinning fyrir ofan næstu menn. Meðal þeirra er Margeir Pétursson, sem er í öðru sæti ásamt Diesen (USA), Weide- mann (V.-Þýzk.) og Schussler (Svíþ.j.). 1 fimmtu umferð sigraði Mar- geir Pétursson Ian Rogers frá Astraliu. í 3.-6. sæti eru sex piltar, allir með 3Mi vinning. Sigurlaug A. Sigurðardóttir. Samtuni 2, verður jarðsungin frá Kossvogskirkju þriðjudaginn 28. des. kl. 1.30. Josef Felzmann. Holtsgötu 13, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 3 síðdegis. Þorgerður Guðmundsdóttir frá Súðavík, sem andaðist á Sölvangi í Hafnarfirði 22. desentber verður jarðsungin frá Fossvogskirkju kl. 3 e.h., miðvikudaginn 29. des. Ferðafélag Íslands Oldugötu 3 Aramotaferð i Þorsmörk. :il ilt*s,—2. ;jim l,;mi rösnnliijnsinorxiii Kv hmina. Huyrlilar oii r. iiöimintlur .lóolsson, N’ánari uppl.vsinuar <>u s. tofuuui Öltluuöiu ö iMM’óal'ólau Islans rainóta* ars.jóri: Ökumaður í sjúkrahús — og bfllinn stórskemmdur Ekið var á ljósastaur á einni af götum. Grindavíkur í nótt eftir að dansleik, sem þar var haldinn, lauk. Einn maður var í bifreiðinni og hlaut hann það mikil meiðsli að hann var lagður inn á sjúkrahús í Kefla- vík. Grunur lék á um ölvun við akstur. Bíllinn er mikið skemmdur. Tveir aðrir ökumenn í Grindavík voru teknir í nótt grunaðir um ölvun við akstur. -ASt. Morgunöku- ferðin endaði í skurði Bifreið var ekið út í skurð við Stekkjarbakka í Breiðholti snemma í morgun. Þar var hann yfirgefinn án þess að ökumaður vildi tala við lögregluyfirvöld. Ekki vildu yfirvöldin við þetta una og höfðu snarlega upp á eig- anda bílsins. Reyndist hann hafa vepið undir áhrifum áfengis við aksturinn og þess vegna svona illa til tekizt. -ASt. Happdrætti Háskólans: Happdrættis- miðinn hækkar um 100 kr. Happdrætti Háskólans hefur nú hækkað miðaverð- ið um tuttugu og fimm prósent. Miðinn kostar nú 500 krónur en kostaði áður 400 krónur. Trompmiðinn er fimm- faldur, og kostar því 2500 krónur. Happdrætti SlBS hefur tilkynnt, að miðaverðið verði óbreytt. Hjá Happdrætti Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna var í morgun sagt, að ,,ára- mót‘‘ hjá þvi væru apríl—maí. Ekkert hefði verið ákveðið um verðhækk- un. —HH Andlát Austfírzk ættarbönd treyst í Reykjavík: Of fjölmenn til að hittast í heimahúsi

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.