Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 2
En þá verða líka allir að borga DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DESEMBER 1976. Ef skattborgararnir sjá að skattpeningunum er skynsamlega eytt og af fyrirhyggju ráðizt í verklegar framkvæmdir, þá borga allir skatta sina með glöðu geði, segir Siggi flug. Eins og lofað hafði verið, hef- ur verið lagt fram á alþingi nýtt frumvarp til skattalaga, og á það væntanlega að lagfæra það skattamisrétti sem hefur verið hér á landi undanfarin ár. Mest fór nú fyrir refsiákvæð- unum hjá Ómari Ragnarssyni er hann las fréttirnar um þetta nýja frumvarp, og upplýsti fréttin okkur um, að allt að 6 ára fangelsi kynni að gilda fyrir þá sem yrðu uppvísir að skatt- svikum: Ég held að hér sé aðeins ver- ið að sauma nýja bót á gamalt fat. Alla þá sem eru venjulegir launamenn varðar sáralítið um hvort einhver atvinnurekandi á að fá aukinn fyrningarfrádrátt eða á allt I einu að greiða skatt af tekjum þeim er hann hirðir úr fyrirtæki slnu. Litla kallinn, hinn almenna skattborgara, varðar aðeins um það að allir greiði réttlátan skatt, en að sumum skattborg- urum standi ekki til boða alls konar bókfærslu-flækjur, sem gera þeim kleift að komast undan því að greiða tilskilin gjöld, á grundvelli tapreksturs o.þ.h. Mjög glöggur endurskoðandi. sagði við mig i morgun (20. þ.m.) að hér væri enn eitt stór- skrefið stigið til þess að gera Island að lögregluríki, enn frekar en nú er orðið. Islendingar eru sjálfsagt ákaflega „skatt-sárir“ þ.e.a.s. þeir eiga bágt með að sætta sig við það, hve gegndarlausir fjár- ifiunlr Tara I þessá'svokölluðu samneyzlu og hvernig þeim fjármunum er ráðstafað. Litla kallinum finnst að eitt- hvað mætti spara um hríð, draga eitthvað saman seglin, minnka fjárframlög til ýmissar samneyzlu sem gæti beðið ein- hvern tíma, og þar með gætu skattar lækkað nokkuð. Skattarnir eru allt of stór hluti af því sem það kostar almenning að búa í þessu landi, sérstaklega þegar almenningur finnur að þessum miklu fjár- munum er ekki rétt varið og peningamálum okkar ekki rétt stjórnað. Ef skattborgararnir sjá að skattpeningunum er skynsam- lega eytt, og af fyrirhyggju ráð- izt i verklegar framkvæmdir, þá er ég viss um að allir greiða skatta sina með glöðu geði, en þá verða líka allir að borga. íslendingar eru lítil og fá- menn þjóð, og það er með ólík- indum hve miklu hún hefur áorkað eftir að þjóðin öðlaðist sjáfstæði sitt 1918. Um hríð hefur nokkuð syrt í álinn, og það er okkur nauðsyn- legt að rifa nokkuð seglin í bili, en halda ekki áfram á fullri ferð eins og um milljónaþjóð væri að ræða. Seðlabankinn afhenti um daginn kr. 300 milljónir, er stofna skyldi með sjóð, til þess að verðlauna, að mér skilst, þá er bezt myndu skrifa um forna menningu þjóðarinnar og arf Islendinga, allt eftir nánari skipan i skipulagsskrá sjóðsins. íslendingar munu nú teljast nálægt 219 þús. manns, eða eins og meðalstórt hlutafélag að hlutatölu I Bandaríkjunum. Þetta. þjóðfélag okkar kalla ég h.f. Island, og tel alla íbúa landsins vera hluthafa, „með öllum réttindum félagsmanna og háður þeim skyldum sem lög félagsins ákveða“, eins og segir á hlutabréfum E.I. En nú vaknar áleitin spurn- ing: hver á Seðlabankann og hver hefur gefið honum heim- ild til þess að ráðstafa þessu fé h:f. Islands? Mér vitanlega hef- ur enginn hluthafafundur ver- ið haldinn og ákvörðun tekin um ráðstöfun þessa ágóða. Hefði þessari fjárhæð ekki ver- ið betur varið til þess t.d. að lækka skatta almennings? Eitt geta þessir væntanlegu stjórnendur þessa sjóðs verið vissir um, að enginn af þeirri TfynsTöð sem nu vex upp á Islandi verður þess megnugur að skrifa um annað en þá skríl- menningu sem nú riður röftum í okkar annars ágæta landi. Hin gamla siðmenning sem við enn byggjum líf okkar á er að mestu horfin, og hefur orðið að víkja fyrir nýtízkujegum apákattaháttum. Mér datt þetta (svona) i hug Siggi flug. 7877-8083. Réttarfar íslendinga Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvernig réttarfari okkar Islendinga er farið. Hvernig stendur á því, að ríkis- stjórnir síðari ára og þeir sem fara með dómsvaldið í landinu skuli ekki taka miklu fastari tökum þessi mál en raun ber vitni? Ég hef áður skrifað um þessi mál og í því sambandi á ég auðvitað við þá miklu glæpa- mennsku sem hefur færst æ meira I vöxt hin síðari ár. Ég spyr, hvað hugsa þessir menn sem þessi mál heyra undir? málinu, sem sagt, það hefur gerst, að dómur í slíkum málum hefur stundum ekki fallið fyrr en eftir mörg ár. A meðan gangaþessir menn yfirleitt íaus- ir og geta drepið bæði mig og þig, lesandi góður. Slíkt réttar- farsleysi getur þjóðin ekki búið við. Um aldamótin 1800 og 1900 hefði kannski mátt segja að þessi lög sem við búum við hefðu getað átt við en ekki á 20. öldinni. Það er nákvæmlega sama hvort ég bý við vinstri eða hægri stjórn í landinu. Silki- greinir vil ég taka það fram, að síðan ég fór að fylgjast með pólitík fyrir 40 árum, hefur mér alltaf fundist að í landinu ættu bara að vera tveir stjórn- málaflokkar, — vinstri og hægri og svo ættu kjósendur að sjá hvor flokkurinn ynni betur og haga sínu atkvæði alveg eft- ir þvf . Ég hef aldrei getað skilið hvað þessir smáflokkar í land- inu eru að hendast inn á stjórn- málasviðið og hvað þeir hafa hugsað sér að gera kæmust þeir til valda. Ég sé ekki aðra skýr- ingu en þá að þeir séu að gera tilraun til þess að láta fólk halda að þeir séu hinir réttu fulltrúar þjóðarinnar sem gætu komið þjóðarskútunni á réttan kjöl eða þá hitt að þeir öfunda hina sem sitja í hinum svoköll- uðu fínu stólum á hinu háa Alþingi. Eitt dæmi skal ég nefna í þessu sambandi. Fyrir nokkrum árum mætti ég á götu hér í Reykjavík ráðherra er ég kannaðist við. Þetta var nokkru fyrir Alþingiskosningar. Hann heilsaði mér með handabandi og sagði orðrétt: „Jæja Jóhann minn, nú langar mig að biðja þig um að gera mér greiða." „Hvað er það?“ spurði ég þá. Hann svaraði: „Viltu nú ekki vera svo góður að agitera fyrir okkur og hjálpa okkur í kosn- ingunum?" Ég svaraði og sagði: „Það þarf nú að taka oftar í hendurnar á Jóhanni Þórólfs- syni en nokkrum dögum fyrir kosningar." Síðan hefur þessi ráðherra ekki heilsað mér, en ég vil taka það fram, að mér stendur á sama. Þetta var nú bara smádæmi. Þessir menn hugsa og halda jafnvel að hinn svokallaði almenningur sjái ekki við svona tækifærissinn- um. Ég er ekki einn um það sem betur fer. Þetta er nú orðið nokkuð langt lesmál, en áður en ég lýk við þessa hugvekju, þykir mér réft að fara nokkrum orðum um Vilmund Gylfason. Þar er mað- ur, sem er í alla staði réttsýnn og hreinskilinn og flettir ekki síður ofan af þeim háu í þjóð- féiaginu, og ég held að það verði fyrir hans verk að við' fáum að lifa við betra réttarfar í framtíðinni en það sem við búum við nú. Færi ég honum beztu þakkir og vil bæta þvi við, að ég stend með honum í súru og sætu. Hér hefur verið fjallað um aðalmeinsemdir í þjóðarbúskap á Islandi nú. Skal ég svo láta þessum lestri lokið en þetta eru mín sjónarmió. Að svo mæltu óska ég íslenzku þjóðinni góðs gengis á ókomnum árum. Jóhann Þórólfsson. Raddir lesenda Hringið / síma 83322 kl. 13-15 eða skrífíð ER VERIÐ AÐ ÚTRÝMA ÓSKALÖGUM SJÚKUNGA? Hvað ætla þeir að sofa lengi áður heldur en þeir vakna til meðvitundar um það að á höfuðborgarsvæðinu eru fram- in innbrot svo að segja daglega og ekki nóg með það, heldur er farið að deyða saklaust fólk. Nú síðast var innbrotið í Sportval þar sem stolið var skotvopnum og skotið á fólk og ég fullyrði það, að það var hvorki rikis- stjórn né þingmönnum að þakka að ekki varð dauðaslys í þessari viðureign. Ég vil bæta því við hér að lögreglan var í mikilli hættu og ég álít að hún hafi gert það eina rétta eins og á stóð, að keyra niður annan byssumannanna. En hvað gerír ríkisvaldið undir svona kringumstæðum? Jú, það setur mennina undir lás og slá meðan dómsstólarnir fjalla um hvað gera skuli við þessa afbrota- menn. Mér virðist að niðurstað- ’an verði sú að þeim sé yfiriem sleppt úr fangelsi eftir stuttan tíma á meðan dórnur fellur í húfan er sú sama og ég kynntist fyrir 40 árum á sviði stjórn- mála. Mér finnst eftirtektar- verðast, að það er alveg sama hverjir halda um stjórnartaum- ana. Mér finnst enginn stjórn- málaflokkur á Islandi fær um að taka ákvarðanir í stærstu og brýnustu málum þjóðarinnar, hvort það heyrir undir réttar- far eða önnur mál sem er að- kallandi að leysa. Valdhafar þessa lands sjá fram á að nauð- synlegar aðgerðir kunna að gera þá óvinsæla hjá kjósend- um þessa lands á hverjum tíma og þeir þora ekki að fram- kvæma þær af eintómri hræðslu við að missa hin svo- kölluðu atkvæði sín. Eg hef orðið var við að það er ekki einu sinni hægt að byggja hænsnahús á tslandi nú nema „gegnurn" pólitík. Þetta er kannski ekki fögur lýsing, en hún er eigi að síður sönn. Til viðbótar því sem að framan Armann Heiðar, deild 12, Landspitalanum skrifar: „Það er máski að bera í bakkafullan lækinn, að minnast á þá endemis vitleysu að hafa’ Óskalög sjúklinga á föstudags- morgni. Ég þarf ekki að tilgreina allar þær ástæður sem mæla á móti þessari ráðstöfun, sem er í alla staði vanhugsuð og í fljótfærni gerð.Mér væri næst að halda að útrýma eigi þessum langvinsælasta óskalagaþætti útvarpsins í mörg ár. Laugardagur og ekkert nema laugardagur (fyrir hádegi) er sá tími sem flestir geta hlustað á útvarpið. T.d. má nefna að. skólafólk , fólk sem vinnur 5 daga vikunnar og börnin eru þá flest heima við og við sjúkling- ar erum óháðir alls konar rannsóknum, auk yss og þyss hversdagsins og getum legið kyrrir í rúmum okkar og lagt við hlustir. Eg hef getao fylgzt með þættinum I langan tíma (eða þar til tilfæringin átti sér stað). Ég hef verið sjúklingur og get- að sent kveðju til vina og ættingja, og það hefur yljandi áhrif að geta notið þess að Tieyra kveðjum sínum komið á framfæri. Eg get ennþá sent kveðju með óskalagi — en til hvers? Hvorki þeir sem eiga að fá kveðjurnar né ég sem sendi, getum hlustað á föstudegi. Það þarf ekki að segja nokkr- um lifandi manni með ein- hverja vitglóru í höfðinu að þér, sem dagskrárstjóri, getið ekki fengið þessu breytt aftur. Eða hvaða hlutverki gegnið þér eftir nafngiftinni að dæma? Eða er enginn áhugi fyrir að leiðrétta þetta mál?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.