Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976. i 23 Sjónvarp i Sjónvarp í kvðld kl. 21.00: Annar þáttur nýja brezka framhaldsmyndaflokksins Brúðan er á dagskrá sjónvarps- ins í kvöld kl. 21.00. Þýðandi er Stefán Jökulsson. Eins og við mátti búast er þetta frábærlega vel gerður og spennandi þáttur. Til glöggvun- ar fyrir þá, sem ekki sáu fyrsta þáttinn skal hér rakið efni hans í stórum dráttum: Peter Matty, vellauðugur bókaútgefandi hittir unga og fagra ekkju, þegar hann er á heimleið frá Sviss. Brððir hans Æsispennandi brezkur sakamálamyndaflokkur sem er þekktur píanóleikari hafði haldið þar hljómleika. Bókaútgefandinn vill endi- lega hitta ekkjuna aftur. Hún segist heita frú Du Salle og segir honum frá því hvernig ekkjustand hennar bar að. Þau verða síðan samferða til Wight- eyjar. Frúin segist eiga heim- boð hjá Sir Arnold nokkrum, sem býr á eyjunni. Frúin lofar að hringja til Peters, en stend- ur ekki við það og þegar hann fer að grennslast fyrir um hana hjá Sir Arnold kemur í ljós að hann hefur aldrei heyrt frú Du Salle getið. Þetta er allt meira og minna dularfullt. Pete tekur eftir litilli stúlku, sem reyni'st vera dótturdóttir Sir Arnolds,, sem segir honum að dóttir sin og maður hennar hafi farizt í flugslysi fyrir fáum mánuðum. Litla stúlkan var með brúðu í fanginu og þegar Pete kemur vonsvikinn heim eftir að hafa leitað árangurslaust að frú Du Salle, finnur hann sams konar brúðu á floti í baðkerinu heima hjá sér. Frú Du Salle hafði sagt honum að þau hjónin hefðu rif- ist vegna brúðu, rétt áður er maður hennar hvarf frá skips- hlið á hafi úti, en eiginmaður- inn hafði verið áhugasamur brúðusafnari. Peter er ákveðinn í að gefast ekki upp við leitina að frú Du Salle og fer aftur til Wight- eyjar. Þá fær hann skilaboð frá henni. Hún biður hann um að hringja til sín í ákveðið númer. Það reynist vera heima hjá Sir Arnold, sem enn segir að hanti kannist ekkert við konuna. Peter hugsar ráð sitt en sér þá mynd af „vinkonu" sinni út- stillta í glugga hjá ljósmynda- fyrjrtæki. Hann spyrst fyrir um það hver stúlkan á myndinni sé og fær þær upplýsingar að litl- ar líkur séu til þess að hann hitti hana á ný, því hún sé dóttir Sir Arnolds, sem látizt hafi í flugslysi ásamt eigin- manni sínum. í kvöld fáum við að sjá fram- haldið og má segja að maður bíði í ofvæni eftir því. A.Bj. Sjónvarp i kvöld kl. 21.50: ÞAÐ VORll EKKIÖLL BÖRN SEM ÁTTU GLEÐILEG JÓL í auðugustu iðnaðarríkjum heims eiga margir aumt hlut- skipti í fátækrahverfunum. Myndin sem er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 21.50 er um hlutskipti barna í fátækustu löndum heimsins og hinum auðugu iðnríkjum. Þeir sem unnu að gerð myndarinnar lentu i lífsháska og alls kyns útistöðum við stjórnvöld við töku myndarinnar. Þýðandi og þulur er Ingi Karl Jóhannesson. Þetta getur orðið okkur holl lexía svona rétt í miðju jóla- haldinu, þegar allir eru að borða á sig gat með margs kon- ar krásum. A.Bj. Sjónvarp i 28. desember 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglysingar og dagskrá. 20.40 Frá Listahátíö 1976. Hefgj Tómas- son ok Anna Aragno dansa tvídansa úr Hnotubrjótnum og Don Quivote. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.00 Brúöan. Breskur sakamálamynda- flokkur, byggður á sögu eftir Francis Durbridge. 2. þáttur. Efni fyrsta þátt- ar: Peter Matty. auðugur bókaútgef- andi. er á leið heim til Lundúna frá Genf, þar sem hann hefur hlýtt á pianótónleika bróður síns. A flugvell- inum kynnist hann ungri. glæsilegri ekkju, Phyllis Du Salle. Góð kynnT takast með þeim, og hún segir honum, hvernig dauða eiginmanns hennar bar að höndum. Hann safnaði brúðum. Phyllis hyggst hitta Sir Arnold Wyatt. lögfræðing sinn, og Matty lánar henni bifreið sína. Hann ætlar að hitta hana síðar, en hún kemur ekki. Þegar hann kemur vonsvikinn heim til sín. er brúða á floti I baðkarinu.' 21.50 Olnbogaböm i auöugum heimi. Bresk heimildamynd um hlutskipti barna í ýmsum fátækustu löndum heims og eins I fátækrahverfum auðugra iðnríkja. 22.40 DagskráHok. ©PIB ,Má ekki opnast f.vrr en á aðfangadagskvöld" ----Nú. «g hvað með það. Það á enginn annar en ég að sjá þig í þeim...!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.