Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 7
7 REUTER I)A(íHI.AÐIf). ÞKIÐ.11 IDA(iIJK 28. DKSr.MBr.K 197(i. Erlendar fréttir c Lt*vniskial í Olíuspillingin við Nantucket: Reynt aö kveikja í olíuflákanum — sjálfstýringin var biluð, segir skipstjórinn á Argo Merchant Leyniskjal í Vatikaninu gæti varpað nýju Ijósi á afdrif Loðvíks 17. k Vatikanið i Rómaborg. Lögi'ræðingur nokkur i Sviss heldur þvi fram að ráðamenn í Vatikaninu haldi leyndu skjali sem sannað gæti erfðarétt af- komenda Loðvíks sautjánda. franska krónprinsins. á t'jár- munum sem nema nokkrum milljónum sterlingspunda. Lcðvík er talinn hafa dáið barn að aldri fyrir meira en 180 árurn. Foreldrar iians, I.oðvík 16 og María Antonietta, vru tekin af lífi undir fallöxinni í frönsku stjórnarbyltingunni. Lögfræðingurinn, Moritz Isenchmid, itefur sagt frétta- mönnum að Loðvík hafi sloppið til Sviss, þar sem hann bjó i mörg ár undir dulnefninu Joseph Franz Rassel, gekk í hjónaband og átti sjö börn. Gerir lögfræðingurinn kröfu til fjármuna, sem systir prinsins, hertogafrúin af Angouleme, lét eftir sig. Segir hann, að hertogafrúin hafi gert leynilega erfðaskrá árið 1851 þar sem hún greindi frá sögunni. Stílaði hún bréf sitt til abbadísar í Vín og sagði að sannleikurinn mætti koma fram hundrað árum siðar, eða árið 1951. Að sögn lögfræðingsins hafa ráðamenn í Vatikaninu játað réttmæti sögunnar en bréfið hafa þeir enn ekki látið af hendi. HUNDAVINIR! HUNDAVINIR! NÝJASTA NÝTT! Samkvæmt fréttum visinda- ritsins New Scientist sótti Frakki nokkur um einkaleyfi á vélknúnu hundabeini, skömmu fyrir jólaösina. Hlutur pessi mun vera leggjarlagaður plasthlutur þar sem lítil rafhlaða knýr óstöðugt hjól áfram. Þegar hundurinn, sem á sér auðvitað einskis ills von, bítur í beipið, ná tveir fletir innan í beininu að tengjast. Þá fer hjólið af stað og hristir beinið ,,Iíkt og geriist í þvottavél" F.r hundurinn bítur i beinið fer þuð sem sagt af stað en er hann sleppir þvi liggur það kyrrt. Mun tækið vera hugsað hundum almennt til skemmtunar. Skipstjöri olíuskipsins, Argo Merchant, sem strandaði nærri Nantucket eyju fyrir hálfum ntánuði, segir að sjálfstýring skipsins hafi verið í ólagi, þeg- ar það strandaði. Skipstjórinn. Georgios Papadopoulos. kom fyrir rétt í New York i gær. og gaf skýrslu vegna málaferla. sem eru að hefjast i sambandi við skaða- bótakröfu á hendur eigendum skipsins. Thebes-skipafélaginu í Grikklandi. Talið er að skipstjórinn komi aftur fyrir réttinn í dag. Bandariska strandgæzlan Að sögn lögreglunnar í Höfðaborg í S-Afríku er ástandinu í hverfum blökku- manna þar í kring bezt lýst með orðunum ,,þögul spenna". Þar brutust út í gær blóðugir bardagar á milli blökkumanna. Að minnsta kosti tuttugu og fjórir skýrði frá því í gær að gerð hefði verið tilraun til að kveikja í olíunni til að kanna hvort hugsanlegt væri að brenna olíuflákann sem nær yfir rúmlega3000 fermílur. Þegar skipið rakst á sandrií, 27 mílur suðaustur af Nantucket.brotnaði það i tvennt og nær þrjátíu milljón lftrar af þungri jðnaðarolíu runnu í sjóinn. Meiri olíuspilling hefur aldrei orðið undan ströndum Bandarikjanna og ógnar hún fengsælum fiskimiðum og vinsælum baðströndum. Tveir hópar fiskimanna í biðu bana og rúmlega 100 særðust. Lögreglan segir svo frá að átökin hafi byrjað þegar ættmenn Baca frá Transkei neituðu að íallast á þá kröfu herskárra stúdenta, að jólin yrðu haldin í sorg til minningar um þá blökku Massachusetts hr.fa krafizt sam- tals 120 milljón dollara í skaðabætur frá skipafélaginu. Það hefur svo aftur leitað til dómstóla í því skyni að fá ábyrgð sina takmarkaða. Sam- kvæmt bandarískum lögum getur félagið því aðeins fengið slíkan úrskurð að viðkomandi skip hafi verið að fullu haffært þegar ferð þess hófst. Við réttarhöldin í gær kom fram að eftir strandið sagði bandaríska strandgæzlan skip- stjóranum að hann væri 24 sjómílur af réttri stefnu, og kom honum það mjög á óvart. Afríkumenn sem hafa látizt í átökum við s-afríska lögreglu síðan í júní. Ættmenn Baca vildu halda jól á venjulegan hátt. 1 átökunum beittu blökku- mennirnir spjótum, byssum, öxum og sykurskurðarhnífum. Olían streymir í Delaware- ána Olíuskip með 17 milljón gallon af hráoliu strandaði í Delaware-ánni suður af Fíla- delfíu í Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 126 þúsund lítrar af olíu fóru i ána. Óttast er að urn frekari olíu- spillingu verði að ræða, enda er skemmdin undir sjávarlínu. Skipið strandaði þegar það var að sigla inn i höfn hjá British . Petroleum (BP) við ána. S-Afríka: Þögul spenna ríkir eftir átökin ígær Enn Manson-morðingjanna færmálsitt tekið upp á ný Leslie Van Houten, yngst kvennanna þriggja sem dæmdar voru fyrir þátttöku í Manson- morðunum, kemur fyrir rétt á ný 28. janúar fyrir tvö morð að því er réttur úrskurðaði í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Van Houten er nú orðin 27 ára. Hún virtist hress og kvenleg en föl eftir sjö ára fangelsisvist þeg- ar hún kom fyrir réttinn í gær. Hún var dæmd fyrir tvö morð- anna 1969 og hefur síðan barizt fyrir því að fá dóminn ógiltan. Það tókst í ágúst þegar áfrýjunar- réttur tók afstöðu með henni. (Jm er að ræða morðin á milljónamæringnum Leno La Bianca og konu hans, Rosemary. Þau voru myrt kvöldið eftir morð- in hjá Polanski. Leslie Van Houten kvaðst saklaus af ákær- unni fyrir réttinum í gær. Manson, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir að hafa staðið á bak við sjö morð á skömmum tíma, situr enn i fangelsi. Þrír ,,þræla“ hans — Patricia Krenwinkel, Susan Atkins og Leslie Van Houten — voru dæmdar fyrir samsæri og morð. Leslie var aðeins nitján ára þegar brotin voru framin. Hún var upphaflega dæmd til dauða en þegar dauðarefsins var úr- skurðuð stjórnarskrárbrot var dómnum breytt i ævilangt fang- elsi. Lögmaður hennar dó á með- an Manson-réttarhöldin stóðu yfir og því féllst áfrýjunarrétturinn á beiðni hennur um ógildingu dómsins á þeirri forsendu að hún hal'i ekki notið nægjanlegrar réttargæzlu um tíma. Charles Manson: enn halda þær tryggð sinni við hann. Blökkumenn í Höfðaborg mynda sigurmerki með fingrunum þegar brynvarðar lögregiubifreiðarnar fara hjá. Um jólin var ekki eins mikil ástæða til áð veifa sigurmerkinu: tuttugu og fjórir féllu í innbyrðis átökum nærri Höfðaborg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.