Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1976. Sfldin, fyrsta flokks útflutningsvara? í gaffalbitadósinni var eintómt glundur Í— sök kaupmannanna, segir 1 framkvæmdastjórínn I Spurning dagsins Fékkstu mikiö í skóinn? Helga Nanna Guðmundsdóttir, 5 ára. Já, ég setti inniskóinn minn út í gluggann og fékk súkkulaði i hann. Þorbergur Kristinsson skrifar: Mér brá óneitanlega í brún um daginn, þegar ég ætlaði að fara að gæða mér á gaffalbitum úr dós ofan á eggjabrauðsneið- ina mína. Eg opnaði litla dós af gaffalbitum en það var ékkert í henni nema eitthvert glundur og u.þ.b. fjórðungur af einum gaffalbita. Þetta er selt hér í flestum verzlunum, sem fyrsta flokks vara og jafnvel ósköpin öll flutt út af þessu. Hvað skyldi mikið af þvi sem við flytjum út vera svona tómt glundur? Ég vil taka það fram að ég hef keypt þessa vöru, sem er frá Siglósild, lengi og líkar mjög vel við hana, en þetta var allóvenjulegt. Egill Thorarensen, fram- kvæmdastjóri Siglósíldar, tjáði DB að hér væri ekki um verk- smiðjugalla að ræða. Sagðist hann oft hafa staðið umsvifa- minni kaupmenn að því að geyma miklar birgðir af þess- um varningi í jafnvel 1-2 ár, þó að fullnægjandi kæliaðstaða væri ekki fyrir hendi. Þegar slíkt gerðist, þá eyddust bitarnir upp í vínsósunni og yrði lítið eftir nema lögurinn og fisktægjur. Egill sagði að af þessu stöfuðu mikil vandræði og væri sífellt verið að itreka við kaupmenn að láta slíkt ekki koma fyrir, en það bæri lítinn árangur. Næsta skref væri að hætta viðskiptum við þessa kaupmenn, sem ekki uppfylla skilyrði um fyrsta flokks þjónustu. Sú nýjung hefur verið tekin upp hjá Sigló-síld, að stimpla á lok dósanna siðasta leyfilegan söludag, svo að nú á fólk að geta forðast mistök sem þessi. 4 A myndinni má sjá tóma dósina, vökvann í krukkunni og svo síldartægjuna sem í henni var. KREPPUIÓL HJÁ REYKJAVÍKURBORG J.B. skrifar: Heidur virðist nú vera farið að harðna í ári hjá borgaryfir- völdum hér í Reykjavík. Litlu virðist breyta þó að gjöldin sem lögð eru á borgarbúa hækki' með ári hverju, vesöldin eykst að sama skapi. Gott dæmi um þetta er jóla- Ef vel ætti að vera, ætti einnig að lengja þáttinn. Ég hef það eftir hinum frábæra stjórnanda þáttarins að það sé fjarri lagi að allar kveðjur komist til skila vegna tíma- leysis. Það væri kannski vert að athuga hve margir liggja á sjúkrahúsum, endurhæfingar- deildum eða hælum og athuga, þegar sú tala er fengin, hve margir vinir og vandamenn þessa fólks séu. Eg gæti ímynd- að. mér, að það væri anzi há hundraðstala þeirra er hlusta á útvarp (ogborga afnotagjöld) Já, herra minn, enginn veit ævina fyrr en öll er, og enginn veit hvenær síðasta kveðjan kemst til skila. Þeir heilbrigðu hugsa oft á tiðum ekki um þá sem liggja á sjúkrahúsum og vita jafnvel ekki að viðkomandi er þar nema þeir heyri kveðju i Oskalagaþætti sjúklinga. Ég vona að ekki verði daufheyrzt við þessum linum. hald borgarinnar í ár. A ýmsum stöðum í borginni hefur verið 'komið upp jólatrjám, ef jólatré skyldi kalla. Þetta hefur verið áriegur siður og hefur sett mik- inn jólasvip á bæinn. En núna eru jólatré borgarinnar til lítils skrauts. Flest eru þau svo renglulega vaxin og rytjuleg að engu lagi er líkt. Eru þau svo óburðug að þau valda varla ljósaperunum, sem eru hengdar á þau, hvað þá að þau gætu staðizt reglulegt íslenzkt jóla- eða vetrarveður. En það má víst þakka veðurguðunum það, að hætta á stórviðri virðist ekki yfirvofandi á þessum jólum. Kannski að borgar- yfirvöld hafi mútað .;Kára“ til að halda sér á mottunni um þessi jól. Hvað um það. Krepputíminn virðist vera í algleymingi hér í bæ. Ein björt hlið er þó á mál- inu, en það er tréð sem Osló- borg gaf Reykvíkingum og sett var upp á Austurvelli. Það er sko jólatré sem ber nafn með rentu. 4 Það sjá flestir að lítill myndar- bragur er á þessu jólatré sem er á Miklatorgi, en þetta er víst bara eitt merki um kreppu borgaryfirvalda. Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, 5 ára. Já, Kertasníkir gaf mér fullan poka af gotti og það voru tvær tegundir af karmellum i honum. Ég bjó skóinn minn til sjálf. Jason Kristinn Olafsson, 4 ára. Já, ég fékk alltaf í hann, nema einu sinni, þá fór jólasveinninn fram hjá, en ég var ekki mjög óþekkur Þá. Einar Gunnar Guðmundsson, 4 ára. Já, ég fékk einu sinni ,,sleikjó“ með karmellubragði. Jólasveinarnir vita ef krakkarnir eru óþekkir. Agústa Steinunn Loftsdóttir, 4 ára. Einu sinni fékk ég hálft súkkulaði i hann og svo fékk ég líka myndatygggjó.' Aron Hjartarson, 5 ára. Eg setti engan skó út i glugga, en jóla- sveinninn lét bók i gluggann hjá mér. Hún heitir 1 afahúsi, en ég get ekki lesið hana sjálfur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.