Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 24
„Stúlkumar”í bfl Guðbjarts í sakbendingu í úag? Handtöku- mál Karls Guðmunds- sonar: í dag eða á morgun verður sakbending í Handtökumáli Karls Guðmundssonar, sem handtekinn var ásamt Guðbjarti Pálssyni í Vogum 6. þessa ntánaðar. Þeir Karl og Guðbjartur hafa haldið því fram að tvær stúlkur hafi verið með þeim í bílnum suður eftir en þær hafa ekki fundizt. Nú hafa fundizt nokkr- ar stúlkur sem taldar eru geta hafa verið nteð í þessari för og verða þær leiddar fyrir vitni ásaml fleiri stúlkum í dag eða á morgun, sem fyrr segir. Að sögn Steingríms (’.auts Kristjánssonar setudómara í handtökumálinu, ræðst fram- hald rannsóknar og málsmeð- ferðar verulega af því, hvað kemur út úr sakbendingunni. Steingrimur játti því í sam- tali við DB í morgun að þessar stúlkur gætu e.t.v. leitt í ljós hver hefði lagt gildru fyrir hvern þetta kvöld. Vitnum ber öllum saman unt, að þeir Guðb.jartur og Karl hafi verið leiddir í gildru en hver lagði þá gildru er hinsvegar ekki vitað. Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavik.sem stjórnaðihandtök- unni, telur sig hafa verið leidd- an í gildru fremur en að hann hafi sjálfur verið við gildru- lagnir. NÚ VANTAR BARA SNJÓINN FYRIR SNJÓTROÐARANA í öllu fannferginú sem hrjáði fólk allan síðastliðinn vetur var mikið kvartað undan því að skiða- brekkur nýttust illa vegna þess hversu lausamjöll væri mikil og þvi erfitt færi. Var mikið rætt um kaup á fleiri snjótroðurum, eins og þeim sem þessi mynd Sveins Þormóðssonar sýnir, og nauðsyn þess að þeir væru til staðar þar sem skíða- íþróttin er hvað mest stunduð. Snjótroðarar þessir eru hinir furðulegustu hlutir eins og sjá má. Þeir verða búnir breiðum beltum sem troða skíða- / "■ 1 ................ Gunnar Elísson kominn heim: „Viljum fá að jafna okkur” — sagði fjölskylda hans í morgun Gunnar S. Elísson hvarf frá hóteli sinu í Frankfurt að morgni þessa dags, 12. október, og var þá talinn með talsverða fjárhæð í fórum sínum. ítarleg leit var gerð að Gunnari i Vestur-Þýzkalandi, bæði af Interpol og þýzku lögreglunni, en án árangurs. Rannsóknarlögreglan í Reykjavik hefur hug á að fá Gunnar lil skýrslugjafar, en í gær treysti hann sér ekki til þess. Verður það líklega gert í dag. —OV Gunnar Elísson húsasmiður, sem hvarf í Frankfurt í Vestur- Þýzkalandi 12. október sl„ kom frá Luxembourg til íslands í fyrrakvöld öllum að óvörum. Gunnar og fjölskylda hans vildu í morgun ekkert segja um hvar hann hefði haldið sig undanfarnar vikur, en töldu hins vegar rangt að hann hefði verið í Englandi, eins og Tíminn segir i morgun. „Við viljum fá að jafna okkur áður en við segjum eitlhvað," sagði kona hans við DB. brekkurnar. Búið er að ákveða að annar þessara tveggja verði í Bláfjöllum en ennþá er ekki Alþýðubankamálið: Dómsrannsókn Rannsókn Alþýðubankamálsins er nú á lokastigi i sakadómi. Rannsóknardómarinn, Sverrir Einarsson, sakadómari, kvaddi fyrrum bankastjóra, Óskar Hallgrímsson og Jón Hallsson, og Gisla Jónsson fyrrum skrifstofu- stjóra, til samprófunar i gær. Auk ákveðið hvert hinum verði ráðstafað. En nú vantar bara eitt: Snjó. á lokastigi þeirra munu meðal annars banka- ráðsmenn verða kvaddir til samprófunar. Sem fyrr segir er rannsókn málsins nú á lokastigi hjá saka- dómi. Er þess að vænta að málið verði sent ríkissaksóknara til ákvörðunartöku á næstunni. -BS Yfirdýralæknirinn fær 250 þús. kr. verðlaun Dr. Páll Agnar Pálsson, yfir- dýralæknir, hlaut verðlaun úr verðlaunasjóði Ásu Guðmunds- döttur Wright. Afhendingin fór fram í gær við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Fékk dr. Páll þau fyrir viðtækan þátt sinn í rannsóknum á dýrasjúkdómum og sérstaklega á hæggengum veirusjúkdómum. Viðstaddir vr-u m.a. forseti Íslands, Kristján Eldjárn og forsetafrúin. Herra Kristján Eldjárn skipar stjórn verðlaunasjöðs Ásu Guðntunds- dóttur Wright ásamt þeim dr. Sturlu Friðrikssyni og dr. Jöhannesi Nordal. -EVI Eldsupptök á Hverfisgötu 66A enn ókunn Ekki er enn vitað hvað olli brunanum á Hverfisgötu 66A á jólanótt þar sem fullorðin hjón fórust. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar virðist sem eldurinn hafi verið mestur i eldhúsinu en nákvænt athugun á öllum raf- magnsútbúnaði og öðru sem kynni að hafa valdið elds- voðanum, hefur ekki leitt í ljós öyggjandi eldsupptök. Hjónin sem fórust hétu Guðrún Olgeirsdóttir og Albert Guðjóns- son. -ÓV frjálst, úháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 28. DES.. 1976 Slagsmál á tveimur stöðum í borginni Innanhússóeirðir komu upp í Sænska frystihúsinu um miðnætti sl. nótt en i húsinu býr eithvað af svo- kölluðu utangarðsfólki á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar. Karl- maður varð illa úti í slags- málunum og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Rétt eftir miðnætti var maður sleginn fyrir utan Hótel Borg. Þegar lögreglan kom á staðinn kvað hann tvo menn hafa ráðizt á sig, en þeir voru þá báðir á bak og burt. Greinilegt var að maðurinn hafði orðið fyrir árás, því hann var alblóðugur í framan, með brotin gleraugu og föt hans óhrein. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Bæði þessi mál eru i rannsókn en Bakkus mun hafa verið með í spilinu í báðum tilfellum. A.Bj. Heímsmeistara- mót unglinga: Margeír Pétursson í 3. - 6. sæti Sovétmaðurinn Viadi- mirov heldur ennþá forystu í heimsmeistaramóti unglinga í Groningen eftir jafntefli við Bandaríkja- mannínn Diesen í 6. um- ferðinni sem tefld var í gær. Með jafnteflinu stöðvaði Diesen óslitna sigurgöngu Sovétmannsins, sem hefur nú 5V4 vinning af 6 mögulegum. Margeir Pétursson og Sví- inn Schussler gerðu jafn- tefli í sinni skák og eru því 1 3.-6. sæti ásamt Diesen og Kúbumanninum Vera með 4‘4 vinning hver, en í 2. sæti er Weidemann frá V- Þýzkalandi með 5 vinninga. 54 þátttakendur eru i þessu heimsmeistaramóti unglinga, sem haldið er í Groningen í Hollandi. Eru allir keppendur undir tvítugu. -BS. Erla Bolla- dóttir látin laus úr gæzlu- varðhaldi Erlu Bouadóttur var sleppt úr gæzluvarðhaldi sl. miðvikudag, 22. desember. Hafði hún þá setið í gæzluvarðhaldi í nærrí 7't- mánuð en hún var handtekinog úrskurðið í gæzluvaröhald i maímánuði sl. Skömmu eftir handtöku henn- ar bar hún að hafa verið i Dráttar- brautinni í Keflavík hinn 19. nóvember 1974, ásamt fleiri mönnum. Bar hún einnig að hún hefði að undirlagi Sævars Marinós Ciecielski skotið af riffli á mann sem hún taldi að verið hefði Geirfinnur Einarsson. Um ýmis atriði hefur framburðúr verið nokkuð á reiki og ekki að öllu leyti samhljóða framburði þeirra. sem taldir eru að þarna hafi verið staddir. Hefur Erla nú verið látin laus úr gæzluvarðhaldi. -BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.