Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 4
4 I)A(iHI.Af)It). ÞRIÐJUDAíiUR 28. DKSEMBER Nudd- og snyrtistofan r Grensásvegi 50 Andlitsböð — Andlitshreinsun — Augnahára- litun -7 Handsnyrting — Fótsnyrting — Megrunar- og afslöppunarnudd — Sauna — Vigtun og mœling. Opið til kl. 10 öll kvöld — sími 33930. Jólatrésfagnaður Skipsljóra- og slýrimannarélagið Aldan og Stýri- ■nannafélag Islands halda samoiginlegan jólatrésfagn- að í Glæsibæ fimmtudaginn 30.12. 1976 kl. 15. Aðgöngumiðar fást á eftirtöldum stöðum: Guðjón Pétursson. Þykkvabæ 1. sími 84534. (luðmundur Konráðsson. Skólagerði 61. Kópav., simi 44009. Þorvaldur Arnason. Kaplaskjólsvegi 45, sími 18217. Ólafur Ólafsson, Miðbraut 24, Seltjnesi, sími 10477, og skrifstofum félaganna símar 13417 og 23476. Skemmtinefndin. I sýningarsölum okkar eru meðal annars Humber Hawk ’66. Grænn, vef með farinn bill. Tilboð, skipti. Bronco ’67, hvítur, 8 cyl. beinsk. 2 benzíntankar, góður bíll. Willys ’63, Ijósbrúnn, sér- smíðað hús, útvarp, góð dekk, talstöð. Glæsilegur jeppi. Verð: kr. 650 þ.. skipti á fólksbíl. M. Renz 190 '58. blár. góður bill miðað við aldur. Tilboð. skipti. Citroén GS ’73. Hvitur, ekinn 54 þ. km , útvarp. Verð kr. 950 þús. Fæst jafnvel á góðum lán- um. Fiát 127 ’75. Hvftur, ekinn 40 þ. km. Verð kr. 800 þús. Cortina ’70. drappl. ekinn 65 þ. km. Verð: kr. 450 þús. M.Benz 280* SE ’68 Ijósblár, sjálfsk. VerðkU 1450 þús. NU ERU BEZTU BÍLA- KAUPIN Mini Cooper S (1275) ’73. Vfn- rauður, ekinn 20 þ. km, breið dekk á sportfelgum, há sæta- bök, kraftmikill bfll. Ford Mustang ’68, hvitur 8 cyl. sjálfsk. Snyrtilegur bfll. Verð kr. 850 þús. Skipti á ódýrari. Fiat 125 P station '75. hvitur. ekinn 22 þ. km.. útvarp. Verð: kr. 950 þús. M. Benz 250 ’69. Grár, sjálfsk., nýupptekin vél. Verð kr. 1350 þús., skipti á Mazda 929. Mercury Montego ’69, grænn m/vinyltopp, 8 cyl, sjálfsk. (351). vökvastýri. Vandaður bill. Verð kr. 1150 þús. Dodge Dart '70. Brúnn, 6 cyl., 4ra dyra, beinsk., powerstýri. Verð kr. 950 þús. Chevrolet Malibu ’74 31 þ.km 6 cyl. beinsk. Verð kr. 1850 þús. skipti á ódýrari bíl. Bflaskipti oft möguleg — Chevrolet Vega Hatscback. Grænn. vél 180 ha. G.T. ’74. 4ra gíra. sportfelgur, litað gler. Verð kr. 1650 þús. Pontiae Tempest '68. rauður 8 cvl. sjálfsk.. powerstýri og bremsur. Verð: kr. 900 þús. Willys Wagoneer ’74. Brunn. sanseraður. 8 cyl. m/öllu. Litið ekinn. Verð kr. 2.7 millj. Skipti. brúnn. góður bíll. snjódekk á felgum og sumardekk. Tilboð. Gleöileg jól! Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða GEYSILEGT ÚRVAL AF ÖLLUNI STÆRDUM 0G GERÐUM BÍLAMARKAÐURINN Bflar fy^rir skuldabréf - Næg bflastæði Þjoðlcikhusið: GULLÍMA HLIÐIÐ eftir Davið Stefansson frá Fagraskógi. Tonlist: Pall ísólfsson. Stjórn og æfing tónlistar: Þuriður Palsdottir. Lýsing: Kristinn Danielsson. Leikmynd og búningar: Bjórn G. Bjórnsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Það má s.jálfsagt hugsa sér marga góða og gegna ástæðu til þess að leika Uullna hliðið, meir að segja til að taka það til sýning- ar á svo sem tíu ára fresti eins og liðkast i Þjóðleikhúsinu. Ein er þá sú að vegna fjarska mikilla vinsælda sinna allt frá því það fyrst var sýnt í Iðnó sé Gullna hliðið eitt af örfáum leikritum okkar sem megi kalla „sígilt”, að ný.jar kynslóðir áhorfenda, ný kynslöð leikhúsfólks eigi á hverj- um tíma rétt bæði til að fá að sjá og til að reyna sig við að tjá hið hugumkæra verk á sviðinu. Sjálfsagt má haldá þessu eða einhver.ju þvílíku fram um Gullna hliðið. í því viðhorfi er þá líka sú skoðun falin að efnis síns vegna sé leikurinn líklegur til al- menningshylli á hverjum tíma, en leikhúsfólki gefi hann kost á mikilsháttar úrlausnarefnum á sviðinu. Það er ekki þar með sagt að hver ný sýning leiksins hljóti að taka mið af fyrri sýningum og þvi sem þar hefur vel gefist. Þvert á móti: Því oftar sem maður sér Gullna hliðið því meir langar mann til að sjá einhverju sinni nýjar aðferðir reyndar að efni leiksins og freistað einhvers kon- ar nýrrar túlkunar hans. Það er beinlínis ein hugsanleg ástæða til að taka leikinn til sýningar: Að nú þyki tímabært orðið að leggja endurmat á sígilt viðfangsefni. Og það er væntanlega trú manna að bæði leikrit Davíðs Stefánssonar og þjóðsagan um sálina hans Jóns míns hafi bein í nefi til að leyfa slík vinnubrögð. En ekki skeði neitt í þá áttina í Þjóðleikhúsinu á jólunum’. Því miður. Arfur úr Iðnó. Það á við um Gullna hliðið eins og fleiri alþýðleg og vinsæl is- lenzk viðfangsefni úr Iðnó, að furðu fastmótuð hefð um flutning þeirra hefur fylgt leikritunum þaðan í Þjóðleikhúsið. Gullna hliðið var að vísu lengi leikið með sömu leikurum i öllum helstu hlutverkum og þar með í rauninni sömu sviðsetningu: Það eru ekki nema tíu ár síðan leikurinn kom upp með nýrri áhöfn í Þjóðleik- húsinu. Þeim mun meiri ástæða kann að þykja til að gera viðfangsefn- inu með einhverju móti ný skil, og til að vinna það verk mætti Sveinn Einarsson að óreyndu þykja allra manna líklegastur. Samt virðist nýja sýning Þjóðleik- hússins, eins og sínu leyti sú fyrir tíu árum, í öllum meginatriðum sinum hugsuð fyrir leiksviðið í Iðnó. Þetta held ég að sé misskilin „ræktarsemi” sem varla geti í rauninni stafað af öðru en van- trausti á efnivið sýningarinnar. En er þá nokkur ástæða til að leika Gullna hliðið? 1 upphafi sýningar í Þjóðleik- húsinu birtist þessi „minningar- stefna" í beinlínis afkáralegri mynd: Þá er skáldið sjálft látið lesa prologus sinn af hljómplötu fyrir myrkvuðu sviði og helgi- hljóðum salnum. Ef yfirleitt átti að viðhafa prologus hefði áreiðan- lega verið betra að gera eitthvað annað við hann. En ekki tekur betra við þegar byrjað er að leika! Fvrsti þáttur gerist, eins og alþjóð veit, í koti Jóns bónda og kerlingar þar sem hann er að sálast í fleti sínu. í raunsæisins heilaga nafni er nú búið til eins lags innra svið, dálít- ill kassi með ávæning af þjóðlegu baðstofulíki. úti í horni á stóra sviði leikhússins, og þátturinn leikinn ýmist í hálfgerðu eða al- gerðu myrkri. Á sama máta er landsháttum annars heims, leið- inni upp til himna og dýrðinni þar í efra. lýst með föstum sviðsmynd- um, kléttum og klungri, paradís- arvöllum með keim af dönskum beykiskógi. gullna hliðinu sjálfu í likingu burstabæjar, sem raunar er glúrnasta hugmynd Björns G. Björnssonar i leikmyndunum. Hinar föstu sviðsmyndir voru auðvitað óhjákvæmilegar í Iðnó. En væri ekki tilvinnandi við allt aðra leikhústækni að vikja frá fastri umgerð gamla kassasviðs- ins, og láta reyna á sviðs- og ljósa- tækni leikhússins til að lýsa með iiðruin haúti heimi Gullna hliðs- ins. hugarheimi kerlingar sent ortur er upp úr efnivið þjóðtrúar og þjóðsagna? Ætla skyldi maður að það va>ri minnsta kosti tilraun- arinnar virði. En freistingin mesta i meðför- um leiksins va'ri sjálfsagt að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.