Dagblaðið - 28.12.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976.
Kærír heriögreglumenn
fyrír líkamsmeiöingar
á Keflavíkurflugvelli á jólanótt
Nítján ára gamall íslenzkur
piltur hefur kært nokkra
bandaríska herlögreglumenn
fyrir likamsmeiðingar. Móðir
hans er gift Bandaríkjamanni
og býr á Keflavíkurflugvelli.
Gerðist þetta á Keflavikur-
flugvelli á jólanótt. Hafði pilt-
urinn verið að skemmta sér
ásamt nokkrum Bandaríkja-
mönnum og einum Breta í
klúbbi þar, Top of the Rock.
Segir í skýrslu hans, að hann
hafi farið á mis við mann, sem
hann hafi ætlað hitta í íbúðar-
húsi hermanna þar, og var það
þar sem bandarísku herlög-
reglumennirnir komu að piltinT.
um er hann var að leika bill-
iard, að sögn.
Hann segir þá hafa misþyrmt
sér. Var hann síðan í gæzlu-
varðhaldi hjá herlögreglunni
þar til kl. 10 morguninn eftir,
en þá var hann fluttur til ís-
lenzku lögreglunnar og á
sjúkrahús. Kom hann heim í
gær og er lítillega marinn.
Þorgeir Þorgeirsson, lög-:
reglustjóri á Keflavíkurflug-
velli, staðfesti í samtali við
fréttamann blaðsins I gær, að
umrædd kæra hefði borizt, en
að öðru leyti vildi hann ekki tjá
sig um efni hennar fyrr en
rannsókn hefði farið fram.
-ÓV
Strákarnir sem gæta brennu allra borgarbúa og svo auðvitað sinnar eigin. F.v. Július. Rúnar. Olgeir.
Matthias. Ómar, Atii Steinar. Guðni. Kjartan og Magnús.
Svo er kveikt í öllu saman
Það hafa það ekki allir náðugt
nú um jólin og áramótin. Um
allan bæ eru frískir strákar, og
sums staðar fá stelpurnar að vera
með, önnum kafnir við að koma
upp brennunum sínum. Það
liggja mörg handtök í þessum
köstum, og svo er kveikt í öllu
saman á gamlárskvöld. DB hitti
nokkra stráka í h'ópi, en brennan
þeirra er rétt hjá borgarbrenn-
unni, fyrir vestan Hvassaleiti,
austast á gamla golfvellinum.
Þeir láta svo sannarlega hendur
standa fram úr ermum og re.vna
að halda i við köst bæjarbúa allra.
En þeir hafa engan krana og
verða að hlaða öllu sjálfir. Það
hefur komið fyrir að þeir hafi
nælt sér í ýmislegt sem átti að
fara í borgarbrennuna. Þá hafa
þeir t.d. tekið bílstjóra tali, sem
var að koma með hlass í stóra
köstinn. Útkoman hefur svo orðið
sú að menn hafa miklu heldur
viljað styrkja hressa stráka, en að
demba drasli i haug, sem hvort
sem er er orðinn nógu stór.
Strákarnir sögðu okkur að það
þyrfti að gæta þess vel að ekki
kæmu einhverjir óþokkar og
kveiktu í. Þeir sögðust liggja í
leyni, en það er algjört leyndar-
mál hvar þeir eru, svo við urðum
að láta okkur nægja það svar.
Annars sögðu þeir að í hverfinu
væru yfirleitt mjög góðir strákar
og engir skemmdarvargar, en það
er nauðsynlegt að hafa vaðið fyrir
neðan sig. En strákarnir líta líka
eftir brennunni okkar borgarbúa,
og í staðinn fá þeir olíutunnu svo
vel logi hjá þeim á gamlárskvöld.
-KP.
I '
Það hefur komið fyrir að þeir hafi fengið hlass sem átti að fara í þá stóru. en hún sést í baksýn og kraninn
Iffca.
Óskum að kaupa 2 stk. rofa,
(automatic starting) fyrir dælu-
mótora 300 h.p., 1500 r.p.m., 380/660
V.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu
vorri.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl.
11.00. f.h., þriðjudaginn 25. janúar
1977.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Atvinnuhúsnædi
til leigu
Til leigu er rúmlega 200 ferm. salur í
Holtunum, skammt frá Hlemmtorgi.
Eigin innkeyrsla fyrir sendibíla.
Hentugur fyrir bæði vörugeymslu og
bílaþjónustu. Þjófa- og brunavarna-
kerfi. Upplýsingar í síma 28590.
Blaðburðarbörn óskast strax:
Suðurlandsbraut
Síðumúla
Vinsamlegast hafið samband við
afgreiðsluna í síma 27022
mSBIAÐW
1X2 1X2 1X2
17. leikvika — leikir 18. des. 1976.
Vinningsröð: 112 — XXI — 102 — 21X
1. VINNINGUR: 10 réttir—kr. 125.000.00
31094+ 40234 40234
2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 6.400.00
717 30773 31093+ 32043 40234 40234 40476+
6857 30992+ 31093+ 32044 40234 40234 54010
30218 31092+ 31130 32365 40234 40234 54140
30574 31093+ 31226 32631 + nafnlaus
Kærufrestur er til 10. jan. kl. 12 á hádegi. Kærur
skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs-
mönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta
lækkað. ef kærur verða teknar til greina.. Vinningar
fyrir 17. lcikviku verða póstlagðir eftir 11. jan. 1977.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang tii Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — Iþróttamiðstöðin — Revkjavík.
DB-mynd Sveinn Þorm.