Dagblaðið - 28.12.1976, Page 12

Dagblaðið - 28.12.1976, Page 12
12 DA(iBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1976. Höfðingleg gjöf f rá starfsfólki við Sigöldu íþróttasambandi isiands var fyrir skömmu afhent 1.0 mill.ión króna að gjöf frá Starfsmanna- félagi Sigölduvirkjunar. Fylgdi gjöfinni sú ósk. að henni yrði varið tíl eflingar íþróttaiðkun fatlaðra í fteykjavík. Jóhann Pálsson form. starfs- mannafélagsins afhenti gjöfina í kaffisamsæti þar sem viðstaddir voru, auk fulltrúa gefenda og Energoprojekt, fulltrúar ÍSÍ og. íþróttafélags fatlaðra í Reykja- vík. Formaður starfsmannafélags- ins greindi frá því að hér væri um að ræða hagnað af verzlunarstarf- semi við Sigöldu er starfsmanna- félagið hefði haft með höndum og notið til þess aðstoðar Energo- projekt, sem hefði greitt laun starfsfólks við verzlunarrekstur- inn. Lét Jóhann Pálsson í ljósi þá von starfsfólksins við Sigöldu að þessi gjöf gæti orðið til að létta undir með uppbyggingu íþrótta- iðkana fyrir fatlað fólk. Gisli Halldórsson forseti ÍSÍ þakkaði og veitti þessari höfðing- legu gjöf viðtöku sem hann kvað vera þá stærstu, er ÍSl hefði bor- izt og mundi hún verða ómetanleg hvatning og stuðningur við þenn- an nýja þátt íþróttastarfsins. Afhenti hann síðan gjöfina til stjórnar Iþróttafélags fatlaðra sem var viðstödd af þessu tilefni. Arnór Pétursson formaður Iþróttafélags fatlaðra þakkaði af þeirra hálfu. Klammer íþróttamaður ársins í Austurríki Franz Klammer — guilhafinn í bruni frá Olympíuleikunum í Innsbruck var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Austurríki. Klainmer hefur verið ókrýndur konungur brunsins — verið nánast ósigrandi í skíðabrekkum Evrópu i bruninu. Því kom val hans alls ekki á óvart — skiðafólk átti einnig íþróttakonu ársins. Það er Brigitte Habersatter. — silfurhafinn i svigi í Innsbruck. Habersatter — áður Totchnig, er ein fremsta skíðakona heims og er nú í þriðja sæti í keppninni um heimsbikarinn. Nicki Lauda sem á árinu var nær dauða en lífi í rúman viku- tima eftir að kviknað hafði í bíl hans, hafnaði i fjórða sæti en hann hafnaði í öðru sæti í keppn- inni um heimsmeistaratitilinn í kappakstri. Þótti nánast krafta- verk hve Lauda var fljótur að jafna sig — og hefja baráttuna við James Hunt, sem þó að lokum stóð uppi sem sigurvegari. Frestur til að skila þátttöku- tilkynningum að renna út Nú líður að því að frestur til að skila þátttökutilkynningum í landsmót og bikarkeppnir í knatt- spyrnu 1977 renni út — en hann er til 1. janúar næstkomandi. Eins og kunnugt er leika 10 lið í 1. deild og einnig 2. deild. íslandsmót karla og kvenna i innanhússknattspyrnu árið 1977 fer fram í iþrótlahöllinni 12. og 13. febrúar næstkomandi. Þátttökutilkynningar í fram- angreind mót skuiu sendar í ábyrgðarbréfi ásamt þátttöku- gjöldum til KSÍ, pósthölf 1011, Reykjavík f.vrir 1. janúar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu KSÍ. Beckenbauer kjörinn sá bezti í Evrópu í ár! — Beckenbauer — fyrirliði v-þýzka landsliðsins og Bayern Munchen kjörinn knattspyrnumaður Evrópu í annað sinn Franz Beckenbauer var í gær kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1976 — enn ein skraut- fjöður i hatt þessa litríka knatt- spyrnumanns sem í áratug hefur heillað knattspyrnuáhugamenn um allan heim — þó stjarna hans hafi að sjálfsögðu skinið skærast í V-Þýzkalandi. Hið virta franska knatt- spyrnublaó — France Football — stendur árlega fyrir þessu kjöri sem þegar er mikil hefð komin á. Bekcenbauer er óumdeilanlega litríkasti knattspyrnumaður ársins í Evrópu í ár — hann leiddi félag sitt — Bayern Munchen til sigurs í Evrópukeppni félagsliða. Hann var fyrirliði v-þýzka lands- liðsins, sem lék til úrslita í Evrópukeppni landsliða en tapaði fyrir ' Tékkum á vítaspyrnu- keppni. Og nú rétt fyrir jólin varð Bayern Munchen óopinber heims- meistari félagsliða í knattspyrnu, þegar liðið sigraði Cruzeiro fra Bello Horizonte í Brazilíu — í Munchen sigraði Bayern 2-0 en gerði jafntefli í Horizonte 0-0. Var því ekki að furða þó að Bekcen- bauer væri kjörinn knattspyrnu- maður Evrópu. Beckenbauer hlaut 91 stig — en 26 þróttafréttamenn frá helztu íþróttablöðum Evrópu kjósá knattspyrnumann ársins. Við skulum líta á niðurstöðu kosninga France Football: 1. Franz Beckenbauer Bayern Munchen 91 2. Robby Rensenbrink, Anderlecht 75 3. Ivo Viktor, Tékkóslóvakíu 52 4. Kevin Keegan, Liverp. 32 5. Platini St. Etienne 19 6. Ondrus, Slovan Bratisl. 15 .7. -8. Cruyff, Barcelona og Curkovic, St. Etienne 12 9. -11. Nohnhof.Borussia Mönchengladb. Marian Masny Slovan Bratisl. og Gerd Muller B. Munchen. 9 Athygli vekur að þrír leikmenn frá V-Þýzkalandi, þrír frá Tékkóslóvakíu og tveir frá St. Etienne í Frakklandi eru á listan- um. Tékkólsóvakía skaut mjög óvænt upp á stjörnuhimininn i sumar þegar landslið Tékka sigraði óvænt í Evrópukeppni landsliða — sigraði sjálfa heims- meistara V-Þýzkalands í úrslitum. Þar af eru tveir frá Slovan Bratislava, sem lék hér á Laugar- dalsvellinum i haust — en var slegið út af QPR í UEFA- keppninni í vetur. Frakkland er eftir langt hlé aftur að koma fram á sjónarsviðið Franz Beckenbauer — knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu. í knattspyrnu — hinn ágæti árangur St. Etienne er því til staðfestingar en félagið lék til úr- slita í Evrópukeppni félagsliða í vor — tapaði þá fyrir Bayern Munchen. Einnig stendur franska landsliðið vel að vígi í riðli sínum og virðist á leið til Argentínu. En óumdeilanlega er V- Þýzkaland knattspyrnuþjóð* númer eitt í Evrópu. Og enginn leikmaður er þar framar en Bekcenbauer. Hann varð heiwis- frægur fyrir rúmum 10 árúm, þegar England og V-Þýzkaland léku til úrslita í heimsmeistara- keppninni á Wembley — þá sigraði England 4-2. Nú hins veg- ar hefur dæmið snúizt við — V- Þýzkaland trónirstoít sem sterk- asta þjóð Evrópu í knattspyrnu. Síðan í Englandi hefur Beken- bauer hlotið margan heiðurinn— hann hefur orðið heimsmeistari með Vestur-Þýzkalandi, Evrópumeistari með V- Þýzkalandi, þrefaldur Evrópumeistari með Bayern Munchen auk þess að vinna Evrópukepni bikarhafa. Bekcen- bauer var kosinn knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu 1972 — hann varð annar 1974 og 1975. Sannarlega vel að sæmdar- heitinu kominn. Einar mun leika með úrvali úr Reykjavík — í V-Berlín á hraðmóti. Landsliðið hafði afþakkað boðið Einar Magnússon — aftur með íslenzku úrvalsliði. Handknattleiksráð Reykjavík- ur mun eftir allt senda tið tii keppni í V-Berlín á hraðmót þar sem taka munu einnig" þátt Mai frá Moskvu, Steua frá Rúmeníu og úrvalslið frá V-Berlín. Þegar boðið barst á sínum tíma var HSÍ boðið að senda landsliðið. Þegar hins vegar fréttist að hér væri einungis um hraðmót að ræða — leiktími yrði 2x15 mínútur þá sá HSÍ ekki ástæðu til að senda landsliðið og ákveðið var að hætta við þátttöku. Berlínarbúar, sem reiðubúnir voru til að greiða mestan kostnað af för Reykjavíkurúrvals, undu þessu illa og hótuðu að kæra til Handknattleikssambands V- Þýzkalands. Því var ákveðið að senda lið — og meðal leikmanna verður Einar Magnússon, Víking- urinn kunni, sem nú leikur með Hamburger SV í 2. deildinni þýzku. En lítum á Reykjavíkurúrvalið: Markverðir: Sigúrður Ragnarsson Þrótti, Örn Guðmundsson ÍR aðrir leikmenn: Sigurður Sveinsson Þrótti Konráð Jónsson Þrótti Steindór Gunnarsson Val Sigurður Gíslason IR Bjarni Bessason ÍR Þorbergur Aðalsteinsson Víking Jón Sigurðsson Víking Ölafur Jónsson Víking Magnús Guðmundsson Víking Einar Magnússon Hamburger SV Bjarni Jónsson mun stjórna lið- inu og væntanlega spila með — en eins og áður sagði er hér um hraðmót að ræða — og stendur yfir í einn dag. Því var eðlilegt að íslenzka landsliðið hafnaði þess- ari ferð — en þarna gefst ýmsum leikmönnum kostur á að öðlast aukna reynslu. Raunar má segja' að það hafi verið furðuleg ráðstöfun af HKRR að ætla ekki að senda lið þó landsliðið hefði ekki áhuga á að fara — kjörin sem Þjóð- verjarnir buðu upp á voru siík að tæplega var hægt að hafna boð- inu. Það er því ánægjulegt að HKRR — þó eftir þóf — skuli ætla að senda lið utan og veita leikmönnum, sem standa utan landsliðs og ekki hafa verkefni, leikreynslu og verkefni við þeirra hæfi. Dundee Utd. glataði stigi Tveir leikir fóru fram í skozku aðaldciidinni í gær— og lyktaði báðum með jafntefli. Dundee United. sem framan af hafði forustu í deildinni. iék við Hearts á Tannadyce Park í Dundee og skildu liðin jöfn — hvort iiðið skoraði eitt mark. Með þessu stigi komst Dundee United upp að hliðinni á Celtic og Aberdeen — hefur hlotið 20 stig — en leikið leik meira en Celtic og Aberdeen. A Rugby Park í Kilmarnock áttust við Kilmarnock — botnlið- ið í deildinni og Partick Thistle. Mikið var í húfi fyrir liðin — staða Kilmarnock mjög slæm og Partick í þriðja neðsta sæti. Það var því við hæfi að leiknum lykt-v aði með marklausu jafntefli. Eftir þessi úrslit skulum við líta á stöðuna í Skotlandi: Celtic 14 8 4 2 31—13 20 Aberd. 14 8 4 2 24—14 20 Dundee Utd. 15 9 1 5 29—21 20 Rangers 14 6 5 3 27—13 17 Hearts 16 3 8 5 23—26 14 Motherw. 15 5 3 7 24—26 13 Hibern. 15 2 9 4 14—17 13 Partick 14 4 5 5 14—20 13 Kilmarn. 15 2 5 8 18—29 9| A.vr 15 3 3 9 18—36 9

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.