Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 1
f t t t t 3. ÁRG. — FÖSTUDÁGUR 14. JÁNUAR 1977 — 11. TBL. 'RITSTJ0RN SÍÐUMULA 12,. S Aa 83322. 'AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. ' ... . Utanríkisráðherra og vinur Guðbjarts Pálssonar: ÞETTA VAR EINN AF GRQÐUNUM ff segir ráðherra um afskipti sín af sakamanni sem senda átti á Litla-Hraun t föstudagskjallara Vil- mundar Gylfasonar i DB í dag segir frá símtali, sem Einar Ágústsson utanríkisráðherra átti við fulltrúa bæjarfógetans í Keflavík um málefni fanga, náins samstarfsmanns Guð- bjarts Pálssonar i tvö ár, sem var um það bil að fara austur á Litla-Hraun til að afplána þar þrjátíu mánaða fangelsisdóm. Viðtal við þennan mann birtist í DB 27. desember sl. Segir Vilmundur að embætti fógeta í Keflavík hafi ekki viljað veita upplýsingar um efni samtalsins. Fréttamaður blaðsins sneri sér til Einars Ágústssonar í gær og spurðist fyrir um þetta samtal. „Mín einu afskipti af þessu,“ sagði Einar Ágústsson, „voru þau að ég hringdi í Valtý (Sigurðsson, fulltrúa fógeta) og bað um að því yrði frestað i tvo daga að maðurinn færi í afplánun. Mér hafði verið sagt. að hann ætli við erfiðleika að etja sem tæki tvo daga fyrir hann að ganga frá. Eg veit ekki einu sinni hvort orðið var við þessu. Eg þekki ekki þennan mann, þetta var einn af greið- unum. sem ég gerði en er nú hættur að gera. Það þýðir ekki að biðja mig um greiða lengur." Viðkomandi maður hafði hlotið tvo fangelsisdóma, 18 mán. fangelsi 1971 og 12 mán- aða fangelsi 1974, fyrir tékka- og skjalafals, eða samtals 30 mánuði. 16. ágúst í sumar hóf hann afplánun dómanna á Litla-Hrauni, en var siðan látinn laus 23. desember sl„ skv. sérstakri ákvörðun dóms- málaráðherra. Nokkrum dögum áður var Guðbjartur Pálsson látinn laus úr gæzluvarðhaldi sem hann var úrskurðaður í m.a. á grundvelli kæru sem nefndur fangi hafði lagt fram á hann. Hafði fanginn því aéeins afplánað 4 mánuði og eina viku af 30 mánaða dómi er hann var látinn laus. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki viljað greina frá ástæðum þess að maðurinn var látinn laus, en frelsi hans mun skil- orðsbundið. -ÓV Halldór Guðnason og Anna Jeppesen. þau austucbiennm i ár. DR-mvnrl Biörevin Pálsson. fegurstu sjá föstudagskjallara Viímundar Gylfasonar bls. lQ^ Þaufegurstuí Austurbænum... Það var í tízku fyrir einu til tveim árum að vera á móti feg- urðarsamkeppnum, ef þú varst kona. En nú er hver fegurðar- samkeppnin á fætur annarri í gagnfræðaskólunum og það eru ekki aðeins stúlkurnar sem keppa heldur einnig strákarnir og það eru þeir sem koma fram á stuttbuxum, en þær sleppa baðfötunum alveg. Nú hafa verið kosin í Vörðu- skóla fegurðarkóngur og drottning, þau fallegustu í austurbænum. Ef marka má af myndinni þá standa þau fylli- lega undir nafninu. -KP. Strákarnir komu fram í leik- fimibuxum og það var auð- vitað titvalið að punta síg með því að hafa slaufu um hálsinn. Stúlkurnar slcpptu því alveg að koma fram á baðfötum. DB- mynd Björgvin Pálsson. Allt að 2,8 stiga kippir við Kröflu — og 55 kippir síðan kl.3ígær Fimmtíu og fimm jarðskjálftar mældust við Kröflu frá því klukk- an 3 í gær til kl. 9 í morgun. Stærstu kippirnir mældust 2,3 stig á Richter kvarða. Virðist um sífellda aukningu á skjálftavirkni að ræða á svæðinu. Þessi skjálfta- fjöldi er þó engan veginn met við Kröflu því í lok október fór skjálftafjöldinn upp í um 100 á sólarhring. Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur sagði í viðtali við DB í morgun að þarna væri ekki um annað að ræða en það sem vis- indamenn hefðu búizt við. Ekkert væri hægt að spá um hvað jarð- skjálftatíðnin myndi af sér leiða. Það mætti hins vegar segja að merkilegt væri að hún hefði komið fram mjög líkt því sem vísindamenn hefðu sagt fyrir um. -ASt. Gamalt hverf ur, nýtt ístaðinn — baksíða Þráttfyrir langan afbrotaferil: STOÐUGT SAMBAND VID ÝMSA BANKA 0G STOFNANIR — segir Krist ján Pétursson í grein um mál Guðbjarts Pálssonar — bls. 8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.