Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1977. ~( Kristján Pétursson deildarstjóri: ] Þrátt fyrir langan afbrotaferil Guðbjarts Pálssonar: Stöðugt samband við ýmsa banka og stofnanir Vojína stöðugra blaðaskrifa varðandi mál Guðbjarts Páls- sonar o.fl. aðila tel ég rétt vegna afskipta minna af greindu rnáli að skýra frá eftir- farandi: Athuganir okkar Hauks Guð- mundssonar rannsóknarlög- reglumanns á undanförnum mánuðum beindust m.a. að þvi að kanna óeðlileg bankavið- skipti Guðbjarts Pálssonar og annarra aðila við nokkra banka og sparisjóði, svo og viðskipti milli ýmissa einstaklinga sem tengjast þessum bankaviðskipt- um. Þar sem hér er um að ræða mjög háar peningaupphæðir (hundruð millj.) sem virðast ekki hafa verið almennt notað- ar vegna arðvænna fyrirtækja eða þjónustu tel-jum við rétt að viðkomandi bankar vrðu beðnir um skýringar og ástæður fyrir svo umfangsmikilli lánafyrir- greiðslu og jal'nframt yrðu lán- takendur látnir gera grein fyrir ineðferð og notkun hinna háu fjárupphæða. Þá var ennfrem- ur fyrirhugað af okkar hálfu að láta skattrannsóknarstjóra í té allar upplýsingar varðandi meint skattlagabrot viðkom- andi aðila. Þá yrði ennfremur athugað sérstaklega hvaóa or- sakir lægju til grundvallar hinni óeðlilegu fyrirgreiðslu bankastjóra til ákveðinna manna og jafnframt hvort bankaráðum viðkomandi banka hafi verið fullkunnugt um gerð- ir þeirra. Þá vorum við einnig ineð til athugunar viðskipti Guðbjarts Pálssonar o.fl. aðila við embættismenn fleiri stofn- ana. Athuganir okkar náðu einnig til meintra tolllagabrota í þessu sambandi og hvaða til- gangi þau áttu að þjóna í þessu sambandi. Það er eindregið álit okkar að rannsaka þurfi suma fjármálaþætti þessara mála a.m.k. yfir 20 ára tímabil svo að hægt sé að glöggva sig á eðli þeirra og umfangi. Augljóst er aó hér er um að ræða mjög umíangsmikla sakamálarann- sókn sem krefst mikillar vinnu og fjölmenns starfsliðs. Allar frekari tafir og óþarfa seina- gangur varðandi rannsóknir þessara inála hljóta mjög að skerða og torvelda framgang rannsóknarinnar og því verða allir ábyrgir aðilar að sameinst um að afstýra frekara tjóni en orðið er. Ekki verður hjá því komist að beina þessum tilmæl- um einnig til alþingismanna og ríkisstjórnar. Rétt er að vekja athygli á þvi að mál Guðbjarts Pálssonar komst í sviðsljósið vegna hand- töku hans en ekki vegna fyrri athugana okkar á starfsemi hans o.fl. Sú þróun sem orðið hefur síðan á framkvæmd rann- sóknarinnar knýr mig til að ræða nokkra efnisþætti máls- Eins og kunnugt er frábað bæjarfógetinn í Keflavík að halda rannsókn málsins áfram, án þess þó að kynna sér megin- málsgögn og fá umsögn rann- sóknarmanna á gangi rann- sóknarinnar. Hins vegar hefur rannsókn á handtöku Guðbjarts Pálssonar og bifreiðarstj. hans virst vera aðalvettvangur máls- ins hingað til, a.m.k. hefur ríkissaksóknari fyrirskipað vararíkissaksóknara að vera viðstaddur og fylgjast rækilega með yfirheyrslum þessa máls, en ekki er vitað til að hans starfsmenn hafi verið viðstadd- ir yfirheyrslur og fylgst dag- lega með framkvæmd rann- sóknarinnar hjá Sakadómi Reykjavíkur í máli Guðbjarts Pálsonar. Einhver kann að spyrja: Er aðalmálið aukaatriði j augum ríkissaksóknara en meginmarkmið hans að gera störf okkar Hauks Guðmunds- sonar tortryggileg? Enn aðrir kunna að spyrja hvort tilgang- urinn sé að draga gluggatjöldin fyrir á ný svo að „velsæmis- sveinar" hagsældarkerfisins geti óáreittir notið ávaxta iðju sinnar í faðmi landsfeðranna. Það sem kann að vekja hvað mesta athygli í þessum málum er hversu auðvelt og almennt Guóbjarti Pálssyni hefur tekist um áratuga skeið að ná um- fangsmiklum viðskiptum við ýmsar opinberar stofnanir og þekkta einstaklinga á grund- velli vafasamra viðskipta. Ennþá athyglisverðara er að þær stofnanir, sem lögum sam- kvæmt eiga að hafa eftirlit með slíkum viðskiptum, skuli hafa um áratuga skeið getað stöðugt siglt fram hjá án þess að vísir réttvísinnar benti á réttan vett- vang. Nú er það staðreynd að Guðbjartur Pálsson hefur ekki farið leynt með sína umfangs- miklu starfsemi og hún nánast verið á vörum almennings um árabil, en þrátt fyrir það hefur honum tekist að sigla fleyi sín- um þannig að vindur réttvis- innar hefur ekki dregið úr ferð hans og ágjafir verið litlar. Hvað veldur athafnaleysi dómsyfirvalda i þessum efn- um? Af hverju hafa skattayfir- völd ekki rannsakað fjármála- viðskipti og tekjur þessara aðila, sérstaklega þó Guðbjarts Pálssonar sem ekki virðist hafa „Sprengjan” við rússneska sendiráðið reyndist ekki hlaðin sprengiefni: Þetta leit mjög líklega út og því ekki á neitt hættandi — sagði Ólafur Guðmundsson sem aftengdi „sprengjuna” skilað skattaframtali á annan áratug? Hvaða aðstöðu eða skil- yrði þurfa menn að uppfylla í þjóðfélaginu til að vera undan þegnir almennum réttarfars iögum? Ekki verður hjá því komist að rannsaka þessa þætti sér- staklega ef takast á að grund- valla og skilgreina orsakir hinnar háskalegu þróunar á sviði fjármálaspillingar og al- mennra lögbrota. Ymsir aðilar hafa á undan- förnum áratugum kært Guð- bjart Pálsson fyrir margs konar afbrot á sviði fjársvikamála en þau mál hafa ýmist verið rekin sem einka- eða opinber mál. Þrátt fyrir langan afbrotaferil Guðbjarts í fjársvikamálum hefur honum samt tekist með ótrúlegum hætti að viðhalda áframhaldandi sterkum við- skiptasamböndum við banka og fleiri opinberar stofnanir. Ekki má þó skilja orð mín svo að Guðbjartureigi hér einn sök á. margir aðrir koma þar við sögu með lítt betri feril að baki, enda hefði starfsemi Guðbjarts að sjálfsögðu aldrei getað orðið jafn-umfangsmikil og langvinn hefði hann ekki haft jafn- áhrifamikla meðreiðarsveina og raun ber vitni. Athuganir okkar Hauks Guð- mundsonar höfðu því m.a. beinst að hvaða orsakir og ástæður lægju til grundvallar þeim umfangsmiklu peninga- fyrirgreiðslum sem þessi marg- Þetta leit mjög líklega út og því hættum við ekki á neitt, sagði Ólafur Guðmundsson, lögreglu- þjónninn sem aftengdi „sprengj- una“ fyrir utan rússneska sendi- ráðið við Túngötu í gær. Eg gerði mér grein fyrir að þe'tta gæti ver- ið hættulegt en hugsaði ekki frek- ar út í þaó fyrr en ég var búinn að aftengja, hélt hann áfram, en annars býst maður alltaf við ein- hvers konar gabbi hér og hugsan- lega hefur mér ekki verið eins.illa við þetta þess vegna. í stuttu máli leit svo út sem nokkrar dínamíttúpur væru þarna vafðar inn í plast. Utan á var fest rafhlaða og lágu vírar úr henni í hylki sem einna helzt gat verið timastillir. Þaðan lágu svo tengingar í túpurnar, eða semsagt nákvæmlega eins og i raunveru- leikanum. Eftir að Ölafur hafði aftengt lokaði Davið Guðbjartsson fyrir umferð um götuna, auk þess sem hann bað Rússana að fara út úr húsinu. a.m.k. þeim megin sem sprengjan var, og komu þá nokkr- ir Rússar út. Um hádegisbilið í gær hafði sprengjusérfræðingur lögregl- unnar athugað „sprengjuna“ og komizt að raun um að ekki var sprengiefni í túpunum eða hólk- unum. Síðasta sprengjugabb, sem Ólafur inundi eftir, er þegar til- kynnt var um sprengjo á rit- stjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins fyrir eitthvað um tveiru árum. Þar fannst ekkert við leit. -G.S. Ölafur Guðmundsson: Maður á alltaf von á einhverju plati hér og því er manni ekki eins illa við þetta. DB mynd Sv. Þorm. ;ærði maður hefur fengið hjá ipinberum lánastofnunum og jðrum aðilum. Við teljum því njög brýna nauðsyn bera til, sæði frá lagalegu — og þjóð- hagslegu sjónarmiði, að ná- kvæm og víðtæk rannsókn fari fram á eftirtöldum atriðum: 1. Rannsakað verði hvort bein- ar peningagreiðslur eða greiðslur í öðru formi frá Guðbjarti Pálssyni o.fl. til lánastofnana og einstaklinga hafi stuðlað að eða haft óeðli- leg áhrif á viðskipti hans við téða aðila. 2. Rannsakað verði til hvaða nota þessum fjármunum var varið og hvort skattaframtöl samræmist þcim niðurstöð- um. 3. Rannsökuð verði þátttaka og aðild Guðbjarts Pálssonar o.fl. að meintum meirigáttar gjaldþrotamálum um* ára- tuga skeið. m.a. Vátrygginga- félagsins h.f. á sinum tíma. 4. Rannsökuð verði meint pen- ingamisferli Guðbjarts Páls- sonar varðandi víxla-, tékka- og ávísanaviðskipti, svo og veðbréfa um a.m.k. 20 ára skeið. 5. Rannsökuð verði kaup og sala Guðbjarts Pálssonar o.fl. á veðskuldabréfum og hvern- ig viðskiptum hans í þeim efnum var háttað við hans viðskiptabanka og fleiri aðila. 1 því sambandi verði sérstaklega kannað hvort slík veðskuldabréfaviðskipti hafi verið notuð til skuldajöfnun- ar v/bankaviðskipta hans og hverjir hafi heimilað eða haft milligöngu um þær ákvörðunartökur. Eg hef talið bæði rétt og skylt að skýra frá að hverju athuganir okkar Hauks Guð- mundssonar beindust en frá einstökum atriðum þessara mála mun ég ekki skýra að svo komnu máli, enda fer nú fram rannsókn í máli þessu hjá Sakadómi Reykjavíkur. Hins vegar skora ég á alla aðila, sem hafa upplýsingar eða gögn undir höndum i þessum málum, að koma þeim til Sakadóms Reykja- vlkur hiðallra fyrsta og veita dómsstólnum og rannsóknar- lögreglunni alla hugsanlega aðstoð. Kristján Pétursson Blinda fólkið og peningaseðlarnir: EINS 0G AÐ BERJA HÖFÐINU VIÐ STEIN AÐ TALA VIÐ SEÐLABANKANN — segir Arnþór Helgason um óskir um breytingar á stærð peningaseðlanna Blindrafélagið hefur skorað á stjórnvöld að „þrjózkast nú ekki lengur við“ að láta hanna peningaseðla þannig að blindir menn og sjónskertir geti áttað sig með því að þreifa stærð seðl- anna hvert verðgildi þeirra hafa. Fjórar gerðir af seðlum eru I notkun svo sem kunnugt er. Seðlarnir eru af tveim stærð- um, 100 og 500 króna seðlarnir eru jafnstórir, og 1000 og 5000 króna seðlarnir eru samstærða. í fréttabréfi Blindrafélagsins segir Arnþór Helgason að félag- ið hafi hvað eftir annað vakið athygli Seðlabankans á því hversu óhagkvæmt þetta fyrir- komulag er blindu fólki. „En það hefur jafnan verið líkt og að berja höfðinu við stein,“ seg- ir Arnþór. „Forráðamenn Seðlabankans hafa hreykt sér af því að tölustafir á seðlunum séu mjög auðfinnanlegir og þess vegna þurfi ekki að prenta seðlana i mismunandi stærðum. Þeir athuga hins vegar ekki að seðlarnir lýjast ákaflega fljótt við notkun og hinar svo- kölluðu upphleyptu tölur verða gjörsamlega ófinnanlegar.“ -JBP-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.