Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JANUAR 1977. 3 Eru forfeður okkar komnir frá Mið- og Austur-Evrópu? Mikið leiðist mér þegar verið er að tala um frændur okkar Dani eða frændur okkar Norð- menn. Ég held nefnilega að þessir annars sumir hverjir ágætismenn séu að stofni til alls engir frændur okkar Is- lendinga, nema þeir sumir sem eru afkomendur kvenna og manna sem lögðu leið sína út til íslands (eins og J.H. biskup var vanur að segja) á fyrri öldum og eignuðust hér afkvæmi. Eg undirritaður er t.d. afkomandi danskrar konu, sem var amma mín, sem kom hingað til lands á öldinni sem leið en einhvern veginn get ég aldrei fengið það af mér að tala um dönsku þjóð- ina sem frændþjóð. Það er útbreidd saga, a.m.k. erlendis, að það hafi verið norskir vikingar sem settust að á íslandi. Þetta er að sjálfsögðu rangt því það voru venjulegir útflytjendur frá Noregi, bændafólk, sem fluttist til Is- lands á 9. öld, að talið er, höfðu ekki jarðnæði í Noregi og flúðu auk þess ofríki konungsins. - Þetta fólk, sem settist að á Islandi, var að mínu áliti ekki norskt fólk heldur fólk sem var komið miklu lengra að, alla leið sunnan úr Miðaustur-Evrópu. Það er svo margt, að mínum dómi, sem bendir til þess að þetta sé rétt, en ég vil aðeins geta hér um nokkur atriði máli mínu til stuðnings því mér datt þetta (svona) í hug. Það hlýtur að vekja athygli manna sú staðreynd að sögur, meira að segja sögur Noregs- konunga, voru skrifaðar á Is- landi og að eftir að þessi hópur innflytjenda var farinn frá Noregi var eins og tæki fyrir alla menn:ngu (sagnritun) þar, með undantekningum þó. Meira að segja voru hirðskáld konunga á meginlandinu ís- lenzk. ■ Það er líka annað sem er býsna skrítið, en það er að ís- lenzku Austfirðirnir voru síðast numdir af norska bændafólk- inu því það vildi ekki búa í þröngum fjörðum líkt og í Nor- egi, það var að sækjast eftir einhverju öðru, vfðáttumeira landi eins og forfeður þess höfðu vanizt endur fyrir löngu. Austfirðirnir voru þó „næstir gamla landinu" og þangað var stytzt sigling frá Noregi. Elzti heimilisiðnaður manns- ins er liklegaprjónið að frátöld- um tilbúningi a frumstæðum klæðnaði sem maðurinn gerði sér úr alls kyns hlutum, svo sem trjálaufi og berki, til þess að skýla nekt sinni. Það er athyglisvert að á ts- landi prjóna konur ekki eins og t.d. konur í Danmörku eða Nor- egi gera né heidur konur á Bretlandseyjum. En hvernig stendur á þessu, að prjónið skuli ekki hafa flutzt með inn- flytjendunum til tslands og við lært þennan heimilisiðnað á norska eða danska vísu af þeim? tslenzk kona dvaldi árlangt á heimili f Bandaríkjunum og á þessu heimili átti heima lítil stúlka, líklega 8—9 ára þá. Þessi kona fór að kenna litlu telpunni að prjóna, auðvitað, á islenzka vísu, en þá kom í ljós að telpan kunni íslenzka prjónið, hafði lært það af ömmu sinni sem oft kom á heimilið. Amma litlu telpunnar var ungversk og hafði flutzt til Bandaríkjanna ung stúlka, í- lengzt þar og gifzt. Þetta fannst mér ákaflega merkilegt. Gat það verið að ungverska amman hefði haft þessa prjóna- aðferð með sér frá Ungverja- landi? Ég tel það mjög líklegt. Það mun þó vera svo að þetta islenzka prjón, eða þessi prjónaaðferð, er ekki alveg ein- skorðað við okkar land því í öðrum löndum kunna konur þetta prjón lika en að allmestu leyti mun þetta fara eftir löndum og þjóðflokkum að ég held. Og svo er það blessað skyrið okkar sem verið hefur með Is- lendingum frá því að land tók að byggjast og vafalítið hefur átt sinn þátt í því að halda líftórunni í landsmönnum þegar mest syrti í álinn. Hvernig stendur t.d. á því að skyr skuli ekki vera gert í t.d. Danmörku og Noregi þrátt fyrir mikil tengsl milli þessara landa og Islands? Skyr er að vísu búið til í Danmörku af dönskum mjólkurfræðingum sem hafa lært skyrgerðarlistina á tslandi. Skyrið fannst fyrir einskæra tilviljun, máski af íbúum efra Balkanskaga, Búlgörum og Júgóslövum, og vafalaust varð skyr einnig til af tilviljun á herferðum Húnanna sem geyst- ust víða um lönd og þurftu því að hafa ýmislegt matarkyns með sér. Likíegt er að þeir hafi haft mjólk (geitamjólk) á belgjum og sumt af þeim belgj- um hafi verið kálfsmagar en magi úr nýfæddum kálfi hefur í sér efni sem orsakar það að mjólk hleypur og verður þykk. Kálfsmagar voru notaðir hér á landi til sveita við skyrgerð þar til sú menning varð að víkja fyrir vélvæddum mjólkurbúum og bændur fóru að kaupa skyrið ásamt öðru í gegnum Bjössa á mjólkurbílnum. Skyrið þeirra þarna austur- frá heitir sjálfsagt eitthvað annað á þeirra máli, svo sem yogurt e.þ.h. Tilbúningur á skyri er líklega miklu eldri heldur en frá dögum Húnanna sem voru uppi á miðri 4. öld. Skyrið er því engin skandinav- ísk uppfinning heldur er það komið mjög langt að. Svo er það .„ástkæra ylhýra málið“, íslenzkan, sem mun vera annað elzta tungumálið sem lifandi er, næst á eftir gaelisku sem eitthvað er töluð á írlandi og í Wales. Islenzkan er af indó-germönskum uppruna, komin úr sanskrít eða úr ein- hverju máli þeirra þarna fyrir „austan tungl og sunnan mána“. I Uppruna-orðabók dr. próf. Alexanders Jóhannessonar sál. er að finna 2200 fornrætur indógermansks máls og byggir hann (A.J.) úr þessum rótum allt íslenzka málið. Með því fæst staðfest, segir hann, „hve hreint mál íslenzkan er, og jafnframt málfræðilega mikil- váeg, því að af þessum 2200 rótum hafa 57% haldið sér í málinu" (A.J. Etym. ísl. Wörterbuch 1956). Islenzka málið hélt reisn sinni í gegnum aldirnar af því að menning sú, sem fluttist með innflytjendunum til Islands, sem aðeins höfðu dvalið tiltölu- lega skamman tíma í Noregi, var sterk. Þetta fólk ætla ég að hafi að stofni til verið af ætt- bálki Herúla. Herúlar fóru víða um Evrópu og var þá að finna austur við Azov vatn og 'einnig við niður- Rin. Þeir voru hraktir út úr Skandinavíu (Svíþjóð) um mið- bik 3. aldar en settu á stofn öflugt konungsdæmi seint á 5. öld um miðbik Dónár. Þeir voru gersigraðir af Lombördum snemma.á næstu öld. Margir þeirra voru fluttir til Illyricum af Rómverjum árjð 512 en aðrir hurfu aftur til Norðurlanda (Skandinavíu). Ekkert er vitað um þá eftir miðbik 6. aldar. Herúlarnir voru einhver frumstæðasti germanski þjóð- flokkurinn á þeim tíma en kon- unghollusta var mjög litið þróuð meðal þeirra. Þrælar þeirra börðust við hlið þeirra í hernaði. Hvert fóru Herúlarnir og hvað varð um þá? Þetta er býsna skemmtileg spurning sem sjálfsagt verður erfitt að fá svarað. Eitt er víst, að landnem- arnir, sumir hverjir, flúðu bein- línis undan ofríki Haralds konungs en aðrir fóru að sjálf- sögðu að leita nýrra landa. Eftirtektarvert er það að inn- flytjendurnir sóttust eftir að setjast að á láglendi, sbr. land- nám þeirra í Árnes- og Rangár- vallasýslu, sem gat að ein- hverju minnt á hinar víðlendu steppur í Ungverjalandi. Islendingar hafa mjög svo haldið séreinkennum sínum, góðum jafnt sem slæmum, við erum að eðlisfari ákaflega sjálf- stæðir og látum ekki gjarna í minni pokann. Við erum engir hermenn og konunghollusta er okkur ekki í blóð borin. Þrælar vorum við aldrei en héldum þræla og fórum vel með. Allt þetta bendir til þess að við séum ekki skyldir Norð- mönnum, nema síður sé. Ég held að okkur hefði aldrei dottið i hug t.d. að’fá okkur konung erlendis frá eins og Norðmenn gerðu þá er þeir tóku sér danskan prins, Harald, bróður Kristjáns X., sem þeir kölluðu svo Hákon, til þess að vera konungur Noregs. Hann talaði meira að segja alltaf dönsku en gerði ekkert til þess að ná norska málinu, var það ákaflega skrýtið að heyra hann, norskan konung, tala dönsku. Þetta hefðu íslendingar aldrei getað gert, að fá lánaðan útlendan prins, til þess að verða þjóðhöfðingi íslendinga. I Skandinavíu, eða á Norður- löndun utan tslands, er nú töl- uð germönsk mállýzka eins og hirðskáld okkar, Halldór Lax- ness, kemst svo snilldarlega að orði, eða lágþýzka (Platt- deutsch). Mér datt þetta (svona) í hug. Siggi flug 7877-8083. Spurning dagsins Hvernig leggst skammdegið Wg? Svanur Ólafsson: Bærilega, þetta er allt i lagi, þegar daginn fer að lengja. Svavar Sigurðsson: Agætlega. Eg finn engan mun á mér, en það er óneitanlega skemmtilegra að hafa bjartan dag. Birgir Sumarliðason: Mér lfður bara vel og sólin er á leiðinni upp á himininn svo þetta fer allt batn- andi. Lárus Svanlaugsson: Agætlega, það er leiðinlegra þegar er dimmt og kalt en þegar sól er og sumar. Magnús Arnarsson: Mér líður alveg furðuvel, annars hefur skammdegið engin truflandi áhrif á mig. (Jlfar Benónýsson: Eg er bara vel hress og svo fer nú daginn að lengja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.