Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 7
óvenju mikið snjóar íEvrópu og Bandaríkjunum Það tók alls 12 ár að fullgera fyrsta vasasjónvarpstækið, sem var kynnt í Lundúnum fyrir nokkrum dögum. Fyrirtækið, Sin- clair Radionics, eyddi 500.000 sterlingspundum til uppfinn- ingarinnar og hlýtur því að vonast eftir góðum viðtökum hennar. A myndinni sést sjónvarps- tækið og til viðmiðunar má sjá mannshönd og öskubakka. Sjón- varpsviðtækið mun koma á al- mennan markað og kosta í Bret- landi um 175 sterlingspund, sem 'samsvarar 57.000 íslenzkra króna. til að finna út íslenzka verðið á tækinu þarf að bæta við tollum og fleiri gjöldum. En skyldi ekki ein- hver taka sig til og setja inn- flutningsbann á tækin? Utan úr hinum stóra heimi, berast þær fréttir, að snjókoma sé nú að færa allt í kaf. 1 gær- kvöld gekk hríðarveður yfir víða í Evrópu og orsakaði öng- þveiti og jafnvel manntjón. Geysimikil snjóflóð féllu í ítölsku Ölpunum. Níu ára gömul stúlka, sem stödd var í sumarbústað, lét lífið. Hafa snjóflóð á þessu svæði nú orðið níu manns að bana á tveimur dögum. Bretland varð allt snævi þakið í gær. Brezkir veðurfræð- ingar kalla gærdaginn ,,Dag hinna stóru snjókorna“ og þeir spá áframhaldandi úrkomu í dag. Þjóðvegir nálægt Lundúnum voru þaktir 25 sentimetra þykku snjólagi og í gærkvöld snjóaði þar enn, sem svaraði 5 sentimetrum á klukkustund. Vegna þessa fylltust helztu hótel i brezkum borgum, þar eð þeir sem hugðust halda út á landsbyggðina treystu sér ekki til að fara. Sömu snjóasöguna er að segja frá miðríkjum Bandaríkj- anna. Þar hafa 60 manns látið lífið að undanförnu, ýmist í um- ferðarslysum, af völdum hálku eða úr hjartaslagi við áreynsl- una af að moka snjónum burtu af tröðum heimila sinna. í Chicago er veturinn sá kald- asti í 104 ár. Þar hefur hita- stigið verið fyrir neðan frost- Þessi kuldi hefur valdið skorti hafa lokazt og viðskiptalífið er mark síðastliðna átján daga. á olíu til húsahitunar, skólar farið úr skorðum. prínsessu Rainier fursti, prins af Mónakó, hefur höfðað mál á hendur brasilískum glaum- gosa, Fancisco ,,Chiquinho“ Scarpa, fyrir að hafa farið niðrandi orðum um dóttur hans í sjónvarpsviðtali. Lög- fræðingur furstans í Sao Paulo í Brasilíu segir að hann fari fram á skaðabætur sem nema 50 milljónum cruzeiros, eða 760 milljónum ísl. króna. Ef glaumgosinn reynist sekur á hann yfir höfði sér allt að 18 mánaða fangelsi. Ummæli sín um dóttur Rainiers, Caroline prinsessu, viðhafði hann í viðtali í brasil- íska sjónvarpinu i október síðastliðnum. Ekki er vitað hvað hann sagði sem móðgaði furstann svona mikið. Nýjasta nýtt ísjónvarpsheiminum: Margot Fonteyn hlaut Shake- speare- verðlaunin Menningarsjoður Hajn- borgar í V-Þýzkalandi til- kynnti í gær, að brezka ball- ettdansmærin Margot Fonteyn hefði hlotið Shake- speareverðlaun sjóðsins árið 1977. Verðlaunaupphæðin nemur um 19,5 milljónum króna. Shakespeareverðlaunin eru veitt þeim enskumæl- andi listamanni, sem að mati stjórnar sjóðsins hefur lagt mest af mörkum til eflingar lista t Evrópu. Fyrri verð- launahafar eru meðal ann- arra rithöfundurinn Graham Green og leikrita- skáldið Harold Pinter. — Margot Fonteyn er nú 57 ára. Hún veitir verðlaunun- um viðtöku í Hamborg 23. júní næstkomandi. Tækiðkemur áalmennan markað áþessuári DAGBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANIIAR 1977. Erlendar fréttir „Dagur hinna stóru snjó- korna" í Bretlandi ígær REUTER Málshöfðun vegna um- mæla um Karólínu NÚ ER ÞAÐ VASASJÓNVARP ELDG0Sí ZAIRE —óvíst er um mannt jón Hraunstraumurinn úr eld- fjalli á landamærum Zaire og Rwanda er nú orðinn um 16 kílómetrar á lengd. Ekki er kunnugt um neinn mannskaða af völdum eldgossins. Reyndar sagði fréttastofa Rwanda að margt fólk hefði farizt og í' Brussel er haft eftir diplómat- ískum leiðum að hundruð manna hafi brunnið undir ólg- andi hraunstraumnum. Fjallið sem gýs heitir Nyira- gongo og er 3.470 metra hátt. Prentarar stöðvuðu útkomu Times Verkfall prentara, sem stöðv- aði útkomu Lundúnadagblaðs- ins Times í gær, olli hvassyrt- um umræðum í enska þinginu í gær. Framkvæmdastjórn blaðsins sagði að prentararnir hefðu neitað að láta blaðið koma út vegna greinar eftir David Astor, fyrrum ritstjóra Observer. Þar sagði meðal annars, að prentarar gætu, ef þeir vildu, stöðvað útkomu heils blaðs með smávegis af tyggigúmmíi eða nokkrum dropum af olíu, sem settir væru á rangan stað. í Neðri málsstofunni á brezka þinginu gagnrýndi Mjrgaret Thateher, formaður íhaldsflokksins, Gallaghan for- sætisráðherra ha^ðlega fyrir að fordæma vinnustöðvunina ekki harðlega. — Callaghan hafði sagt að hann gæti ekki lagt dóm á aðgerðir prentaranna þar eð hann hefði ekki heyrt þeirra sjónarmið. „Aldrei hefði eg átt von á því,“ sagði frú Thatcher, „að ég ætti eftir að heyra forsætisráð- herra Bretlands leggja blessun slna yfir ritskoðun, sem er ein- mitt það sem nú hefur gerzt.“ Það var brezka prentara- félagið sem stóð fyrir þessum aðgerðum í gær. Ekki reyndist unnt að fá fram sjónarmið félagsins og þegar hringt var þangað svaraði einungis sfm- svari sem tilkynnti um næstu félagsfundi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.