Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JANUAR 1977. Daouds Nokkur hundruö franskir níynsmenn söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Frakka i Jerúsalem í gærkvöld og mót- mæltu frélsun Abu Daouds — mannsins sem stóð að baki morðum á ísraelskum íþrótta- monnum í MUnchen 1972. Námsmennirnir kölluðu Giscar'd d’Estaing öllum illum nöfnum og brenndu nafnskír- teini sín. Yigal Allon, utanríkis- ráðherra ísraels, sat fund með sendiherra sínum í París, sem var kallaður heim vegna ástandsins. Fréttir frá ísrael herma, að ríkisstjórnin muni þegar í stað taka til endurskoð- unar samskipti sin við Frakk- land Sambandið milli Israels og Frakklands hefur verið stirt síðan þeir síðarnefndu til- kynntu að þeir hygðust selja Egyptum Mirage orustuflug- vélar. Frelsun Daouds bætir nú um betur og í dag verður ljóst hvernig ísraelsmenn bregðast við. 1» Abu Daoud, heilinn á bak við morð ísraelskra ólympíuleikmanna í Miinchen 1972, var handtekinn fyrr réttri viku. Eftir að Frakkar létu hann lausan hafa fréttir af mótmælum borizt viða að, þar á meðai frá Bandaríkjunum og Kanada. Þá munu Frakkar sjálfir vera uggandi vegna aðgerða stjórnvalda. * .. ' ....... ísrael mótmælir frelsun BENSÍNSTÖDVARQGANDINN KOM ERFÐASKRÁ HOWARDS HUGHES FYRIR Bensínstöðvareigandinn Mel- vin Dummar hefur játað að hafa sjálfur komið erfðaskrá margmilljónerans Howards Hughes fyrir í aðalstöðvum mormóna í Salt Lake City. Hann hefur hins vegar harð- neitað því að hafa skrifað hana sjálfur, eða að vita, hver hafi samið hana ef Hughes sjálfur hafi ekki gert það. Þá harðneit- ar hann jafnframt að segja frá þvi hvernig, hvar og hvenær hann hafi komizt yfir skrána. Fari svo að erfðaskrá þessi reynist vera sú eina rétta, mun Melvin Dummar erfa meira en 100 milljónir dollara, sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða íslenzkra króna. Yfirheyrslur til að sanna eða afsanna rétt- mæti erfðaskrárinnar áttu að hefjast í Las Vegas fyrr i vik- unni. Þeim var hins vegar frestað eftir að upp komst að fingraför Dummars voru á um- slagi utan um erfðaskrána. Melvin Dummar fuilyrti, þegar erfðaskráin fannst í aðal- stöðvum mormóna skömmu eftir dauða Howards Hughes . apríl síðastliðnum; að hann hefði leyft gömlum manni, sem hefði verið strandaglópur í Nevadaeyðimörkinni, að sitja í bíl sínum. Dummar segir að gamli maðurinn hafi verið Hughes sjálfur og að atburður- inn hafi átt sér stað seint á árinu 1967. — Þjónustufólk Hughes segir aftur á móti að hann hafi aldrei yfirgefið íbúð sína í hóteli í Las Vegas á tfma- bilinu 1966—70. H Erfðaskrá margmiiljónei ans Howards Hughes er enn á dag- skrá. Bensínstöðvareigandinn Melvin Dummar hefur nú ját- að, að hafa sjálfur komið fyrir „mormónaerfðaskránni“ svo- nefndu. Villtist af leið íhríð „Þabasona”, gæti hann hafa sagt maðurinn sem virðir þarna fyrir sér Beachcraft-flugvél sein flaug inn í hús í Indiana- polis í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Flugvélin lenti í hríðarveðri og virðist flug- maðurinn hafa villzt verulega afleið. Einn maður fórst í flugslysi þessu og þrír særðust. tbúar hússins, sem fengu flugvélina óvænt inn á gólf hjá sér sluppu hins vegar ómeiddir. Sektaður fyrir að bíta eyrna- snepil af ítalskur rugbyleikmaður, Paolo Paoletti, hefur verið sektaður um upphæð sem nemur 32,5 milljónum fs- lenzkra króna fyrir að bíta eyrnasnepilinn af mótherja sínum. Þessi atburður átti sér stað í leik sem fram fór i nóvember síðastliðnum. Paoletti var þá þegai ákærður fyrir að hafa valdið mótherja líkamlegum meiðslum. — Eyrnasnepill- inn hefur hins vegar verið saumaður á manninn. Niðurstaða skoðanakönn- unar íUSA: Gilmore skal deyja Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birt var í Bandaríkjunum í gær, telur meirihluti landsmanna, að taka eigi morðingjann, Gary Gilmore af lífi. Alls munu 71 % þeirra, sem spurðir vorú, hafa sagzt vera meðmæltir af- tökunni, sem á að fara fram á mánudaginn. 80% voru á móti því að aftökunni yrði sjónvarp- að en 11% vildu fá að horfa á hana. — Alls voru 1.259 manns spurðir álits í þessari skoðana- könnun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.