Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 24
Flugfélag Austurlands og Flugleiðir íhuga sameiningu félaganna — mundi treysta f lug innan Austf jarda, segir st jórnarformaður F.A. Það hafa farið fram viðræður og endurtekið verið skipzt á upplýsingum frá þvi í haust, sagði Guðmundur Sigurðsson læknir á Egilsstöðum er hann var að því spurður hvort hugsanlegt væri að Flugleiðir og Flugfélag Austurlands tækju upp rekstrarsamstarf, þá væntanlega í þvi formi að Flug- leiðir eignuðust eitthvað í félaginu. Guðmundur, sem er stjórnar- formaður félagsins, sagði að engar eiginlegar samningavið- ræður hefðu farið fram, heldur einungis könnunarviðræður. Sagði hann þessar viðræður til- komnar vegna óska heima- manna þess eðlis að flugrekst- urinn á Austurlandi verði sem traustastur, en það er almennt álit manna að með einhvers konar samvinnu við Aust- fjarðaflugið til muna. Rætt er um að samstarfið verði á svip- uðum grundvelli og samstarf Flugleiða og Flugfélags Norðurlands, en þar eiga Flug- leiðir nú 35% hlut og heima- menn 65%. Guðmundur tók fram að engar tölur í þessa átt- ina hefðu enn verið nefndar í viðræðunum. Flugfélag Austurlands er al- menningshlutafélag og eru flestir hinna 130 hluthafa ein- staklingar. Einnig eiga sveitar- félög og önnur félög hlutabréf í því. Það var stofnað 1972 og hóf rekstur 1973. Undanfarin ár hafa vélar félagsins t.d. flogið 35 til 40 sjúkraflug á ári, auk farþega vöru- og póstflutninga. Að mati Guðmundar er þessi flugrekstur einkum þýðingar- mikill fyrir fólkið í Borgarfirði eystra, en það sækir flesta sína þjónustu til Egilsstaða og þangað leitar það læknis. Þangað ér flogið með póst og einnig til Bakkafjarðar, en þeir staðir fá ekki póst með öðrum hætti. Póstflug er flogið víðar. Einnig sagði hann flugið þýðingarmikið fyrir allt sam- band innan fjórðungsins. Flug- rekstur félagsins hefur legið niðri síðan í nóvember sl., en vél félagsins, Cessna 185, er enn tii viðgerðar eftir óhapp, sem hún varð fyrir snemma á síðasta ári. Nú er reksturinn að fara í gang aftur með leiguflug- vél frá Vestmannaeyjum, enda er mesti ófærðartíminn nú og því brýnasta þörfin fyrir flugið. -G.S. Gömlu hverfin endurnýjuð: ÞETTA HVERFUR... ODDGEIRSBÆR við Framnesveg. — sá gamli steinbær hverfur og munu sumir sakna hans. aðrir telja hann heldur ömurlegt mannvirki (DB-mynd Bjarnleifur). Þetta hús teiknar Kjartan Sveinsson og mun það koma í stað gamla steinbæjarins. Þar munu fimm fjöiskyldur komast fyrir á sama bletti og örfáar manneskjur áður. ...0G ÞETTA KEMUR í STAÐINN Það er alltat torvitnilegt að vita hvernig ný hús sem eiga að koma í stað annarra sem mörgum er e.t.v. eftirsjá í, eiga að líta út. Níunda desember sl. var sam- þykkt, á fundi byggingarnefndar, teikning að húsi sem á að koma í stað Oddgeirsbæjar, en hann er við Framnesveg 6 í Reykjavík. Það'er Kjartan Sveinsson bygg- ingatæknifræðingur sem teiknaði húsið en það er tvær hæðir og ris. Á því eru kvistir, tveir stórir á framhlið en sex á þeirri hlið sem snýr frá gðtunni. Eflaust sjá margir eftir Odd- geirsbæ en hann er gamall stein- bær og líklega með þeim siðustu sem standa enn í vesturhænum. Gömlu hverfin breyta sífellt um svip, en það þarf ekki alltaf að vera til verri vegar, ef smekkvísi er látin ráða og tekið er mið af umhverfinu. -KP. frfálst, úháð daghlað FÖSTU.DAGUR 14. JANÚAR 1977, Sv. Þorm. tók þessa mynd af öðrum „furðuhlutnum" á Reykja- víkurflugvelli í gær. Þótt Burma- menn séu sjaidséðir hér, teljast þeir ekki til furðuhluta. og því. síður Ottervélar, sem við þekkj- um frá Vængjum. „Fljúgandi furðu- hlutimir” reyndust vera f rá Burma Laust fyrir kl. 9 í morgun töldu margir Reykvíkingar sig sjá fljúg- andi furðuhlut eða furðuhluti yfirborginni sem stefndu til suð- austurs. I flugturninum var mikið spurt um þessi ljósfyrirbrigði sem reyndust auðskýranleg þegar til kom. Þarna voru á ferð tvær Twin' Otter flugvélar alla leið frá Burma, en þær hafa haft viðkomu á Reykjavíkurflugvelli í nokkra daga. Fyrir kl. 9 fóru þær af stað með stuttu millibili og kiifruðu í 10 þús. feta hæð með aðeins þúsund feta millibili. Sterkir hvítir Strobe Beacons, eða leiftur- vitar eru á vélunum, sem sjást mjög langt að, og þar sem skyggni var mjög gott sáust leiftrin mjög lengi. -G.S. Skálmað á milli húsa í nepjunni Enn verður skíðafólkið að halda að sér höndum eða kannske heldur fótunum, því norðaustanáttin verður áfram, a.m.k. í dag á sunnan og vestan- verðu landinu og frost áfram. Frostið verður 5 til 9 stig. Mis- vindasamt verður áfram á Reykjavíkursvæðinu og ástæða til að klæða sig vel enn um sinn. Þannig bregzt t.d. Harald- ur Sigurðsson bókavörður á Landsbókasafninu við á mynd- inni hér til vinstri, þar sem hann skálmar með eitthvert smárit undir hendinni, en hann er höfundur hinnar stóru og merkilegu Kortasögu Islands. Ó-ið í P&Ó, eða Ólafur Maríus- son, hefur ekki gefið sér tíma til að klæða sig eins vel þar sem hann skálmar á milli húsa, líklega með möppur undir ára- mótauppgjörið undir hendinni. Geirfinnsmálið: Rannsóknarlögreglumaður sendur til Þýzkalands með gögn til rannsóknar Nú er rannsóknarlögreglu- maður úr Reykjavík farinn utan til VViesbaden i Þýzka- landi með sýni sem á að efna- greina og rannsaka þar varð- andi rannsóknina á Geirfinns- málinu. Það er þó ekki eini tilgangur- inn með ferðinni því í leiðinni mun hann nota tímann til að skoða aðalstöðvar tæknideildar þýzku rannsóknarlögreglunnar. Einnig mun hann eiga kost á að kynna sér starfsaðferðir þar. Er Örn Höskuldsson fulltrúi var að því spurður í gær hvort einhver þau gögn, sem nú eru ytra til rannsókna, kynnu að vera lykilgögn í þessu máli, sagðist hann ekki reikna með því. Ekki vildi hann tjá sig frekar um þessi gögn, en sagði að óðum styttist í að íundur yrði haldinn með blaðamönn- um þar sem skýrt yrði frá niðurstöðum mikilvægra þátta þessarar rannsóknar. -G.S. DB-myndir Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.