Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.01.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JANUAK 1 977. 2 Grípið nú tækifærið, bankastjórar eða Jón Þór. skrifar: Sá háttur verzlunarstjóra í sölubúöum Áfengisverzlunar- innar að taka ekki við ávísunum sem greiðslu hefur vægast sagt mælzt illa fyrir. Er slíkt að vonum enda einhver mesta vanvirða sem hugsazt getur gegn ríkjandi viðskipta- háttum í þjóðfólaginu. Sjálfur forstjóri ÁTVR hefur lýst því yfir við blaðamenn að honum finnist hneisa að ekki sé tekið við ávísunum í útsölum ÁTVR og að hann fyrirverði sig fyrir að greiða nokkurs staðar með ávísunum meðan búðir sem hann veiti yfirstjórn viður- kenni þær ekki sem gjaldmiðil. Forstjórinn tók jafnframt fram að m.a. vegna neitunar verzlunarstjóranna á viðtöku ávísana sóu nú í endurskoðun reglur um ,,áhættu-bónus“ verzlunarstjóranna, en hann mun nema 2-4 milljónum króna á ári á hvern verzlunarstjóra og hækka með hverri hækkun áfengisverðs. Bankarnir hafa látið móðguninni frá verzlunar- stjórum ÁTVR ósvarað. Banka- kerfið rær að því öllum árum að fyrirtæki og vinnuveitendur noti bankareikninga til allra greiðslna, það veitir ein- staklingpm varla lán nema í gegnum ávísanareikninga en lætur síðan ósvarað neitun ríkisverzlana um að ávísanir sé'u gjaldgengar sem greiðsla. Alit umstangið kostar allan aimenning ótrúlega fyrirhöfn. Að verða að fara í banka til peningaskipta, ætli menn að fara í einhverja af þremur ákveðnujn búðum höfuðborg- arinnar kostar óhemju aukafyrirhöfn, umferðarteppur og oft dýrmætan tíma. En nú gefst einhverjum banka skínandi gott tækifæri til að greiða fyrir viðskiptavin- um sínum. Kannski væri þetta emnig dýrmætt tækifæri lyrir Jón Kjartansson að bæta fyrir drýgðar syndir ÁTVR og ná sér niðri á verzlunarstjórunum, sem hann beið lægri hlut fyrir. Að Laugarásvegi 1, við hlið útsölu ÁTVR, hefur nú losnað húsrými eftir að bakari nokkur lokaði um áramótin. Því ekki að setja þarna upp bankaútibú til ávísanaskipta? Sá banki er það gerði myndi fá viðskipti vel- flestra Keykvíkinga, jainvei þótt hann setti það skilyrði að þeir yrðu að eiga reikniug í bankanum til að geta fengið skipt. Setti Jón Kjartansson upp ávísanaskiptideild þarna á vegum ÁTVR gerði hann út- söluna að Laugarásvegi 1 að söluhæstu búð ÁTVR. Grípið nú tækifærið, Alþýðu- bankamenn eða aðrir. Hefjið merki ykkar á loft. Þeir misnota völd sín hjá sjónvarpinu S.J. skrifar: Hvað veldur þessari yfir- lýsingu sjónvarpsins að hætta að sýna sakamálaþætti? Ef þeir vita ekki betur get ég upplýst þessa menn um að þetta eru einu þættirnir sem fólk á öllum aldri horfir á. Enda er ekki hægt að hrópa húrra fyrir dag- skránni almennt. Varla verður nokkur glæpamaður af að horfa á spennandi mynd og margt verra er sýnt þó það heyri ekki undir sakamálamynd. Öllum er frjálst að loka fyrir. Eru ráða- menn þarna svo hvítþvegnir og vitrir að þeir ætli sér að dæma fyrir heila þjóð hvað hún má horfa á og hvað ekki. Ekki gæti ég misnolað svo völd sem mér væru fengin I hendur en það er með þá, sem aðra ráðamenn landsins, að þeir fyllast þvilíkri valdagræðgi um leið og þeir fá einhverjar stöður að varla er orðið líft i landinu. Þetta er algjort einræði og svo eigum við að heita sjálf- stætt fólk. Almáttugur. fáir eru kúgaðri ep við, pínumst undir drepleiðinlegri sjónvarpsdag- skrá kvöld eftir kvöld og borg- um full afnotagjöld, án þess að geta haft minnstu áhrif á dag- skrána. Fyrir utan allt annað eru sjónvörp fremur dýr tæki og hingað til hélt ég að sjón- varpið væri almenningseign en ekki stofnun par sem orfáir menn geta ákveðið að nú sé þjóðinni hollt að glápa á hitt eða þetta. Réttast væri að almennmgur tæki höndum saman og léti Si i ...................... innsigla sjónvarpstæki sín í stórum stíl, það virðist eina ráðið til að þeir skilji hvað okkur finnst um svona aftur- hald. Fyrir mitt leyti er ég orðin langþreytt á að horfa á kassann mér til leiðinda. Maður kemur þreyttur heim og vonar á hverju kvöldi að nú verði þetta eða hitt sæmilegt. Eg vitna ekki lengra en til sunnu- dagsins 9. jan. þegar einhver Lana og Tony sungu. Mér þætti fróðlegt að vita hvort einhver hefði haft ánægju af því. Maður hefði varla trúað fyrirfram að hægt væri að finna jafnleiðin- legt og sumt af þessu sjónvarps- efni, þó vel væri leitað. Það er aígjörlega óskiljanlegt hvar þetta er grafið upp. Eg vil þakka forráðamönnum sjónvarps kærlega fyrir þættina um Brúðuna. Þeim vildi enginn missa af, hvorki gamall né ungur. Ekki sá ég neitt skaðlegt við þá þætti, þeir voru spennandi og gátu tæplega gert annað en að auka ánægju fólks. En ekki stóð sú ánægja lengi, þar sem fyrirsjáanlegt er að slíka þætti sjáum við ekki í bráð. Eg skora á dagskrárstjórn að endurskoða afstöðu sína, sjálfri sér til aukinna vinsælda. Hafa dagskrána almennt þannig gð fólk opni tækin sín á kvöldin því þegar verðbólga og kuldi er að sliga okkur bá er notalegt að gleyma hvoru tveggja, slappa af i góðum stól og hlýrri stofu og hona a virkilega göða og upp- lífgandi sjónvarpsdagskrá. Klúðrið ídómsmálakerfinu: TAKTU NÚ A ÞIG RÖGG, ÓLAFUR ..Ruglaður" blaðalesandi hafði tal af okkur: „Alveg er mér fyrirmunað að skilja þann frumskóg sakamála sem hrannast upp í dómsmála- kerfinu. Þar virðist ekki lengur ein báran stök. Hvert klúðrið á fætur öðru virðist skjótast inn í það kerfi. Enginn skilur hvað er að gerast lengur. Hvar er dómsmálaráðherra? Ég hélt að þar hefðum við hreinskiptinn og heiðarlegan mann í embætti. Mann sem þyrði! Ef einhver töggur er í Ölafi Jóhannessyni dómsmála- ráðherra, sem ég reyndar vona, þá mun hann berja hastarlega í borðið, eins og á árunum, þegar hann þrumaði yfir sjónvarps- áhorfendum að Vestmannaeyj- ar skyldu byggjast að nýju. Hann á að berja í borðið og heimta af sínum undirmönnum að þeir leggi fyrir hann heiðar- legar upplýsingar um gang mála. Hvað er að gerast? Það getur varla verið rétt, að verið sé að reyna að eyðilegga rannsókn á bófa sem allir vita og hafa lengi vitað að er ó- þverrakarl sém hefur haft marga sakleysingja að féþúfu og eitrað líf þeirra um ófyrir- sjáanlega framtið. 1 stað þess að fletta ofan af slíkum manni er það orðið aðalatriðið hvort ein- hver lagði gildru fyrir annan. Hvað er að gerast innan embættis lögreglunnar í Kefla- vik? Þar virðast flokkadrættir óhugnanlegir og sumir virðast þar hafa gleymt megintilgangi lögreglunnar, — þ.e. að sjá um að lögum landsins sé framfylgt. Eða hvað er að gerast, þegar sjálfur í íkissaksóknari er opin- berlega yfirlýstur í fjölmiðlum sem hreinasti rati? Hahn er beðinn um svör vegna tékka- keðjumálsins. Svar hans er á þá lund að maðurinn hafi aldrei heyrt áður um þetta tékka- keðjumál! Það kann að vera erfitt mái fyrir flokksleiðtoga framsókn- armanna, dómsmálaráðherrann Ólaf Jóhannesson, að kafa ofan í þessi mál og mörg önnur. En er ekki rétt að gera hreint fyrir sinum dyrum, Ólafur?“ Hríngið í síma 83322 kl. 13-15 eða skrífið Raddir lesenda Reiðubúinn að safna undirskriftum tilaðfá óskalðgin afturá laugardaga Armann Heiðar skrifar: Ég gerðist svo djarfur að senda ykkur nokkrar línur sem birtust í Dagblaðinu 27. desem- ber 1976 undir fyrirsögninni: Er verið að útrýma óskalögum sjúklinga? Eg varð harla undr- andi er ég fékk sent bréf hing- að á sjukrahúsið. Undirskrift er engin en nafnnúmer látio duga. Ég varð harla forvitinn og aflaði mér upplýsinga um hver hefði þetta nafnnúmer. Ef þið komizt að sömu niðurstöðu og ég tel ég að um sé að ræða gamansemi af lægri þroska. Ég sendi bréfið með en það virðist vera ljósritað. En snúum okkur aftur að Óskalögum sjúklinga, þar er ég reiðubúinn að safna undir- skriftarlista á þessu sjúkrahúsi og veit ég að margir verða mér til liðsinnis. Háttvirt útvarps- ráð gengur ekki fram hjá slíku. Því þetta er og verður ekkert gamanmál og er mér og fleirum alvörumál. Svar væri kærkomið frá útvarpsráði. Bréfið, sem Ármann Heiðar fékk sent, hljóðar svo: 28/12 1976 Ármann Heiðar deild 12, Landspítalanum. Ég er alveg hissa á þessari grein þinni í Dagbl. 27. þ.m. Ég hélt að þú, eins og allir aðrir, vissir hvers vegna þetta fyrir- komulag er á þessum þætti. Þetta er auðvitað gert til þess að koma Guðmundi Jónssyni að, þvi eins og allir vita er yfir- leitt ekki hlustað á útvarp á kvöldin. Og hvenær er þá hægt að hlusta á Guðmund Jónsson? Auðvitað á laugardags- morgnum, ekki satt? Sjálfur framkvæmdastjóri útvarpsins hlýtur að ganga fyrir öllum öðrum, jafnvel sjúkum og öldruðum. 3083-9013 Samrit sent G.J. o. fl. Skrautskrifuð bók — vinargjöf, en ekkitilmín Guðfinna Sigurbjörnsdóttir. Brávullum 12 Egilsstöðum. hringdi: ,,Eg rakst h'ér aftur á bók sem ég var búin að steingleyma. Sennilega er hún búin að vera hér upp undir 10 ár en er alls ekki í minni eigu. Bókin heitir Vinarfundir og er eftir Björn J. Blöndal. Hún er skrautrituð með gylltum stöfum og á henni stendur Guðni Guðmundur Lýðsson frá Viktoriu frænku. Einhvern veginn barst þessi bók inn á heimilið, ég held helzt með ver- tíðarfólki frá Vestmannaeyj- um, sem leigði hér eitt sinn. Nú langar mig svo til þess að bókin berist til réttra eigenda enda er hún auðsjáanlega vin- argjöf."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.