Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.01.1977, Qupperneq 11

Dagblaðið - 14.01.1977, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1977. n Reiðarslag á reiðarslag ofan A 112 sekúndum kom upp allt önnur mynd af stjórnmála- ástandinu i Danmörku. Sjón- varpsviðtal þetta var sent út 30. janúar 1971. Alla stjórnmálamenn í land- inu rak í rogastanz við ummæli Glistrups og ekki tók betra við, er hann sagði í útvarpsviðtali hálfum mánuði síðar, að þrátt fyrir milljóna tekjur hefði hann ekki einn eyri i skatt! Kollegar Glistrups fengu einnig nóg af öllu saman. Lög- fræðingaráðið, dómstóll lög- fræðinga sjálfra, hóf rannsókn á vinnubrögðum Glistrups. Einn viðskiptavina hans kærði einnig. Sá taldi, að Glist- rup hefði svindlað á sér. Lög- fræðingaráðið kærði málið til skattayfirvalda. Sagði ráðið, að viðskipti Glistrups næmu mörgum milljónum króna, en hér væru á ferðinni tilbúin við- skipti, því að enga peninga væri um að ræða, heldur aðeins tölustafi á pappírum. En þá kastaði Glistrup fram nýrri sprengju: Þann 20. marz árið 1971 til- kynnti Glistrup, að hann ætlaði að stofna nýjan stjórnmála- flokk, sem hefði það á stefnu- skrá sinni að afnema alla tekju- skatta. Stuttu síðar ákvað ríkissak- sóknari að höfða mál á hendur Glistrup. Fyrstu réttarhöldin voru hreinar leiksýningar, Glistrup fékk sjálfur að ákveða, hvenær hann gæti mætt, þvi að hann naut þess réttar að stjórnmála- störf mætti ekki hindra. Allan tímann reyndi hann að láta fólk komast á þá skoðun, að málið allt væri gert til þess að varna því, að hann gæti haslað sér völl á stjórnmálasviðinu. Spies rak hann Um svipað leyti ákvað einn stærsti viðskiptavinur hans, ferðaskrifstofukóngurinn Spies, að reka hann úr þjónustu sinni. Glistrup fékk tíu daga til þess að skila verðbréfum, hlutabréfum og þviumlíku að verðmæti rúmlega þriggja milljarða króna alls. Það gerði hann. En þessi atburður varð mjög til þess að rýra álit fólks á Glistrup. Lögfræðistörf hans minnk- uðu jafnt og þétt og nú eru þau aðeins helmingur þess, sem áður var. 2000 blaðsíðna vitnaleiðslur Hin eiginlegu réttarhöld hófust ekki fyrr en í lok ársins 1974. Þar hafa verið lagðar fram um 2000 síðna vitna- leiðslur frá um 200 réttarhöld- um. Nú skömmu fyrir jól var Glistrup tilbúinn með varnar- ræður sínar. Hann hefur krafizt þess, að sérstaklega skuli fjallað um hvert hinna 2716 fyrirtækja, en ekki i heild, eins og ríkissak- sóknari hafði krafizt. Um jólin var komið að fyrirtæki númer 1460. Glistrup segir, að ríkis- saksóknarinn, Leo Lemvigh, hafi ekki rétt fyrir sér, er hann segi, að fyrirtæki þessi hafi ekki verið starfandi. Lemvigh hefur svarað því til, að Glistrup sé bara að reyna að tefja tím- ann og fari í kringum ákæru- málin eins og köttur í kringum heitan graut. Og nú er málið sem sagt hafið á ný eftir jólafri. Verður fjallað um það næstu tvo mánuðina að öllum líkindum. En síðan á það eftir að fara fyrir hæstarétt og þá verður allt saman endurtekið. Margir telja, að Glistrup-málið muni taka allt að f jögur ár. Utanríkisráðherra hringir dómsmálaráðuneyti sleppir Kjallari á föstudegi Eru málin endalaus? Er dómskerfið endanlega gefið upp? Er engin heil brú í gangi mála? Og það er von að spurt sé. Aftur og aftur heldur maður, að nú hljóti svo að vera komið, að vandræðamálum fari að fækka, en umbótum að fjölga. Aftur og aftur heldur maður, að nú hljóti apparatið í landinu að fara að sjá að sér. En það er ekki. Heldur hlaðast upp ný mál og skringilegri en ofast áöur. Málefni Guðbjarts Pálssonar verða margslungnari með hverjum deginum. Og dagblaðið Tíminn sér ástæðu til þess í vikunni að geta þess, að það sé alkunna, að CIA- leyniþjónustan bandariska kosti víða um lönd níð- og rógs- herferðir á hendur stórbrotn- um stjórnmálamönnum. Því skyldi það ekki vera einnig svo hérlendis! Það er hátt risið á fyrrum málgagni fátækra bænda. Haukur hundeltur Eltingaleikurinn við Hauk Guðmundsson, rannsóknarlög- reglumann í Keflavík, hefur haldið áfram. Það hefur verið sett upp víðtækasta sakarrann- sókn og virkasta í manna minn- um til þess að reyna að leiða rök að því, að hann hafi beitt ósæmilegum aðferðum, þegar Guðbjartur Pálsson, titlaður leigubílstjóri, var handtekinn á Suðurnesjum fyrir jól. Fjöl- skylda lögreglumannsins hefur verið yfirheyrð og nánast bók- staflega spurð spjörunum úr. Svo og vinir hans, svo og starfs- stúlkur Kristjáns Péturssonar á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn virðist fara fram bæði í Reykja- vík og Keflavík. Lögreglumann- inum hefur verið sagt upp störfum. Dómskerfið hefur ekki sýnt slíkt snarræði í manna minnum. Gamalt kæru- mál, sem dummað hafði í kerf- inu von úr viti, er aftur dregið fram. Ekkert virðist til sparað. Síðast þegar til fréttist stóð þetta mál nánast nákvæmlega í sömu sporum og þegar það hófst. Enginn veit hvað þessi rannsókn getur tekið langan tíma. Enginn veit hver ákveður þessa áherzlu og þennan ógnar- hraða (sem auðvitað er virðingarverður — en óvenju- legur). Enginn veit hvað er að gerast, eða hvers vegna. Enginn veit, hvort tilgangur- inn er sá einn að losna við Hauk Guðmundsson úr starfi í eitt skipti fyrir öll. Allur er mála- vafsturinn torkennilegur, án þess að hér sé frekari dómur lagður á hvað kann að gerast. Málið er þeim mun torkenni- legra fyrir það sem á undan var gengiðímálum Guðbjarts Páls- sonar, þegar þau voru með valdboði send í Sakadóm Reykjavíkur, gegn vilja Hall- dórs Þorbjörnssonar, yfirsaka- dómara. En sýnu torkenni- legast er málið fyrir þá sök, að undanfarið hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að dómskerfið er síður en svo hafið yfir tor- tryggni. Manni sleppt úr tukthúsi Vísir skýrir frá því á mið- vikudag, að skömmu fyrir jól hafi fjársvikara verið sleppt úr haldi af Litla-Érauni. Þessi maður er nátengdur málum Guðbjarts Pálssonar. Hann hafði verið dæmdur í 28 mán- aða fangelsi fyrir tvö stærri fjársvikamál. Hann hafði ein- ungis setið inni í nokkra mánuði þegar honum var sleppt með tilskipun úr dómsmála- ráðuneyti. Ráðuneytið neitar að útskýra, af hverju það sleppti manninum. Auk þess mun þriðja ákæran á hann vera f deiglunni. Nú er það svo, að umfjöllun af þessu tagi má engan veginn skoðast sem árás á þann ein- stakling sem í hlut á. Hér er verið að fjalla um dómsmála- ráðuneyti, þá aðila, sem þessa ákvörðun taka, en ekki þann brotlega einstakling, sem í hlut á. En lögfræðingar draga laga- heimild ráðuneytis í efa. Og allt verður þetta tortryggilegra vegna títtnefnds Guðbjarts Pálssonar, sem sat í gæzluvarð- haldi fyrir nokkrum vvikum vegna meintra fjársvika', Sem hefur orðið tilefni blaðagreinar um meinta okurstarfsemi, en virðist nú vera orðinn eins konar saksóknari ríkisins gagn- vart lögreglumönnum. Dómsmálaráðuneytið kann að hafa einhverja skýringu á því, hvers vegna manninum var sleppt, þó svo sú skýring sjáist ekki í fljótu bragði. En enn á ný þá virðast tengsl undirheima íslenzkrar fjármálastarfsemi við valdakerfið í landinu vera óskiljanleg öllu venjulegu fólki. Róðherra hringdi í haust Þessi mál verða enn illskilj- anlegri vegna þess, að í haust sem leið, sennilega í ágústmán- uði, hringdi siminn á skrifstofu bæjarfógetans í Keflavik. Þá voru mál þessa sama brotlega manns á döfinni hjá embætt- inu. í símanum var Einar Ágústsson, utanríkisráðherra. Ég hefi fengið staðfest hjá embættinu, að þetta simtal fór fram. Eðlilega vill embættið ekki gefa upp hvert erindi ráð- herra var nákvæmlega, og enda í sjálfu sér um einkasímtal að ræða. En þó var erindið að spyrjast fyrir um mál þessa til- tekna manns. Sem vonlegt var vissu starfsmenn embættisins ekki hvaðan á þá stóð veðrið. 'Svörðun M nr AötntlurfUtn* . y«rih tpurMr * .«16 U<B» ,M.i MJ- Hver* vr, Ja“ moluni Vl.lt “! vndir “V5 irtmkvmn! Leysti dómsmálaráðuneytið mann ór haldi án heimildar laga? Maftur einn, sem lengt hefur verift náinn gamstarfsmaftur Gaftbjarts Pálssonar, var látlnn laus úr fangelsinu aft iitia-Hrauni skömmu fyrir jól. Hann haffti verift d*mdur i tamtals 28 mánafta fangelsi fyrir svik og fals, en var afteins báinn aft afplána nokkra mánufti þegar dómsmáiaráftuneytift ákvaft aft láta hann lausan. Samkvæmt ákvæftum hegningarlaga er hægt aft veita mönnum reynslulausn er þeir hafa afplánaft 2/3 hluta refsi- timans og ef sórstaklega stendur á þegar belmingur timaas hefur verift afplánaftur. Lögin gera ekki ráft fyrir öftntm tilvikum nema þá hreinlega aft menn séu náftaftir. Umræddur maftur var ekki náftaftur, en dómsmálaráftu- neytift hefur neitaft aft gefa Visi upplýsingar um ástæftur þess aft manninum var sleppt. — Sjá bls. f S ,rMnkvCS +*> ,onníSv jsassggs-sjst |u' "!F •“** rp W“l2u!»>» Hrti».r*",J,eu..r Vilmundur Gylfason Siarfsfólk embættisins vissi um þetta gímtal, en gat þó ekki gert sér grein fyrir af hverju hringt hafði verið. Alla vega hlaut mál viðkomandi brota- manns eðlilega meðferð og var svo þangað til nú skömmu fyrir jól, í miðjum vandræðamálum Guðbjarts Pálssonar. Þá skarst dómsmálaráðuneytið í leikinn. Nú skal engum getum að því leitt, af hverju utanrikisráð- herra sér ástæðu til þess að hringja í embætti bæjarfógeta til þess að spyrjast fyrinummál tiltekins sakamanns. Það getur verið undir viðmælanda háns komið hvernig slíkt er skilið. Utanríkisráðherra hefur ekki með dómstóla að gera. Hann er hins vegar valdamaður. Enn á ný: Á þessu kunna að vera eðlilegar skýringar, en þær liggja ekki í augum uppi. Og því síður liggja þær í augum uppi í ljósi síðustu atburða. Hverjar eru skýringar? Ef þetta væru einangraðir at- burðir, ef ekkert hefði gerzt á undan, þá vektu þessi mál og önnur ekki athygli manns. En málum er ekki svo háttað. Það hefur ýmislegt gerzt og það er ýmislegt að gerast. Það er ástæða til þess að tor- tryggja valdið. Það er ástæða til þess að ætla að valdinu sé iðu- lega misbeitt, og þá jafnvel í þágu þeirra, sem iðulega hafa þverbrotið leikreglur sam- félagsins. Hjá okkur nærliggj- andi þjóðum þykir slíkt.teljast til meiri háttar og illra tiðinda. Hér eru menn svo sem ekki óvanir slíku, en óvanir því að um það sé opinberlega fjallað. Og þó ætti slíkt að vera að komast upp í vanann og geta komizt upp í vanann eins og hvað annað. En það er í meira lagi ein- kennilegt, að á sama tima og við vitum ekki hvort tugmilljóna velta Guðbjarts Pálssonar frá árinu 1965 verður nokkurn tím- ann skýrð til hlítar, þá séu æðstu valdamenn samfélagsins uppfullir af áhuga á málum fjársvikara, og halda jafnvel yfir þeim verndarhendi. Af hverju hringir utanrikis- ráðherra í embætti bæjarfóget- ans i Keflavík i haust og til hvers? Af hverju skerst dóms- málaráðuneytið nú f leikinn? Hver er tilgangurinn með þessu öllu?

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.