Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.01.1977, Qupperneq 2

Dagblaðið - 20.01.1977, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. Gimsteinn sem glóir ímann- sorpinu A.G. skrifar: Ég óska ykkur hjá Dag- blaðinu og öllum landsmönnum gæfu og gengis á komandi ári, um leið og ég vil segja nokkuð fleira við landsmenn alla. Um áramótin hvarflar hugurinn oft til þess liðna og til framtíðarinnar og þá vakna spurningar um hvað sé hægt að gera til að bæta mannlífið. Fátt hefur haft meiri áhrif á mig á síðustu mánuðum en mynd í sjónvarpinu fyrir fáum dögum, um fátækt og allsleysi barna víða um heim. Það er að vísu i rétta átt ef fólk fyllist samúð með þessu fólki, þegar það horfir á svona myndir, en það stoðar bara ekki þetta fólk. Við sem betur megum okkar, verðum að sýna í verki að við viljum hjálpa, þó að við séum fáir og smáir. Sú ágæta kona, Elín Pálma- dóttir, sagði fyrir einu ári í út- varpinu eitthvað á þessa leið, að hún hefði blygðast sín, þegar hún sá í skjölum Sameinuðu þjóðanna, að við Islendingar þáðum meira úr sjóðum van- þróaðra rikja en við létum þeim í té. Já, ég skal ekki rengja þig, Elín, um það. Við tölum oft um þjóðarstolt og íslenskir stjórnmálamenn geta vart vatni haldið fyrir stolti þegar minnst er á að taka leigu eða aðstöðugjald fyrir herstöð, en það sæmir víst lítið þjóðarstoltinu að taka brauðbit- ann frá banhungruðu barni í Asíu eða Afríku, með því að þiggja fé úr sjóðum þess, þar sem foreldrar og börnin sjálf leita jafnvel i sorphaugum að einhverju ætilegu. Bólu-Hjálmar segir: „Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu“ og satt er það. t þessari umræddu mynd voru tveir gimsteinar. Þar voru tvær konur, sem reyndu að bjarga því sem bjargað varð, með bágri aðstöðu og litlum efnum. Önnur var að kenna þrjátíu börnum að lesa þó að hún væri varla læs sjálf, hin rak hæli fyrir munaðarleysingja og út- burði, sem voru sjúkir. Starf þessara kvenna er svo að- dáunarvert, að því fá engin orð lýst, en svona gimsteinrr eru bara fáir. En hvað höfum við gert til að bæta mannlífið? Jú, við styðjum dyggilega við bakið á vígbúnaðarburgeis- um, með því að láta endur- gjaldslaust land undir herstöð. Nú má deila um hvort taka eigi gjald fyrir herstöðina eða ekki og hvort okkur er í raun nokkur vörn í henni eða þver- öfugt, en getum við ekki orðið sammála um það, að úr því að herstöð er hér á annað borð, þá væri betra að taka háa leigu fyrir aðstöðuna og láta það fé renna til Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, óskert, heldur en að láta fimmtán ríki NATO og mörg þeirra mjög auðug iðnríki, leika sér með peningana í vígbúnaðarbrask, ég bara spyr? Það ætti varla að særa þjóð- Hungursneyðir geisa um heiminn og framlag okkar Islendinga er sem dropi í hafið. arstoltið, þó það myndi e.t.v. særa að láta þessa peninga lækka skuldasúpuna við út- lönd, eða gera akfæra vegi um landið, svo verndararnir eigi hægara með að verja okkur, fyrir óvinunum. Já, þvílíkt þjóðarstolt. Við myndum auðvitað ekki fá miklar þakkir frá NATO fyrir slíkar aðgerðir, en við myndum fljótlega hljóta virðingu bæði þeirra og annarra fyrir. Svo gætum við friðað samviskuna og reynt að telja okkur og öðrum trú um, að við hefðum gert þetta af einskærri hjarta- gæsku og miðað við hina marg- frægu höfðatölu, þá væri þetta alls ekki lítið, því sýndar- mennskan verður að hafa sitt. En ef stolt okkar leyfir ekki að gjald sé tekið fyrir her- stöðina, þá ættum við samt að geta aukið eitthvað framlag okkar til fátæku ríkjanna og þiggja alls ekki fé úr sjóðum þeirra. Ég veit að margur hér á landi hefur lítinn eða engan afgang frá brýnustu nauðsynjum, en það eru einnig margir sem lifa I óhófi og bruðii, vegna mjög rangrar skiptingar á þjóðar- kökunni og vegna þess að alls konar bröskurum eru gefin tækifæri til að hagnast á kerf- inu. Hér ættu allir að hafa gnægð að bíta og brenna, ef hófs og nýtni væri gætt. „Þekking og hæfni starfsmanna hluti af eignum fyrirtækja” Ölafur Árnason hringdi: „Ég rakst á auglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudaginn frá Stjórnunarfélagi íslands. Hún stingur verulega í augun. Svo segir meðal annars: „Þekking og hæfni- starfs- manna og stjórnenda er hluti af eignum fyrirtækisins. Van- ræksla við aukningu og viðhald þessara eigna leiðir til versn- andi afkomu. Er mannauðurinn í fyrirtækinu í samræmi við tölur efnahagsreikningsins?“ Þetta eru eignir sem ég vissi ekki áð atvinnurekendur ættu. Er því ekki sjálfsagt að athuga hvort ekki sé hægt að skatt- leggja þessar eignir þeirra?“ Þeir ættu nú að borga þunga- skatt þessir, eins og atvinnu- rekendur ættu að borga skatt af starfsmönnum, sem hafa hæfni og þekkingu. Þeir eru nefnilega hluti af eignum fyrir- tækjanna samkvæmt aug- lýsingu frá Stjórnunarfélagi íslands. Sjónvarpsþula íhermannaskyrtu: SMEKKLEYSA 0G AÐEINS TILAÐ VEKJA ULFÚÐ Sigurður Guðmundsson hringdi: Ég get ekki orða bundizt yfir smekkleysi sjónvarpsþulunnar í gær (mánudag 17. jan.) er hún var klædd gervieinkennis- búningi hermanna. Ég tel að þetta sé til þess eins að skapa úlfúð og lýsi undrun minni á að slíkt skuli látið viðgangast fyrir framan alla þjóðina. Skyrtan var með strípum og öllu þess- háttar, svo þulan líktist fremur erlendum hermanni. Ég er ekki smámunasamur vegna klæðnaðar fólks, en ég lít svo á, að sjónvarpsþulurnar, sem koma fram fyrir alla þjóðina, geti ekki klæðzt hverju sem er. Þetta rifjar upp fyrir manni smekkleysið, þegar skjaldar- merkið var sett i samband við sölu þessara skyrtna, stúlka í hermannaskyrtu var myriduð við skjaldarmerkið og myndin notuð í auglýsingu. Mér er annars sama um þessar skyrtur, nema í þessu tilviki. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.