Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIS. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. „VIÐ STEFNUM MÓT BETRITÍD” sagöi hann við komuna tii Washington ígær JimmyCarter 39. forseti Bandaríkjanna sver embættiseiö sinnídag: Jimmy Carter, kjörinn forseti Bandaríkjanna mun í dag sverja embættiseið sinn, sem 39. forseti landsins og fyrsti maðurinn frá Suðurríkjum Bandaríkjanna til þess að gegna því embætti í meira en heila öld. Kom Carter með flugvél til höfuðborgarinnar í gærkvöldi og sagði þá við fréttamenn, að allir heimurinn vildi, að honum tækist að gera áform sín að veruleika. Þetta, sagði hann, hefði veitt honum styrk og öryggiskennd í ríkum mæli til að takast á við vandamálin sem fyrir lægju. Aður en hann fór frá heimabæ sínum, Plains, sagði hann við fréttamenn: „Eg held að við stefnum nú í átt til betri tíma en nokkurn tíma fyrr“. Carter, sem er fyrsti forseti landsins frá Georgíu, mun sverja eiðinn klukkan fimm síð- degis að íslenzkum tíma á tröppum þinghússins, en for- seti hæstaréttar, Warren Burg- er, mun lesa honum eiðstafinn. Þá mun hann flytja 10 mínútna embættisræðu. Forsetinn mun síðan aka hefðbundna hátíðar- leið, en ganga síðan um 200 metra vegalengd að sérstökum hátíðarpalli, þar sem hann mun horfa á þriggja tíma skrúðgöng- ur. Eftir hátíðarhöldin munu fráfarandi forseti landsins, Gerald Ford, og kona han_s, Betty, fljúga til Kaliforníu, þar sem þau hyggjast dveljast sér til hvíldar. Sænsk nunna talin myrt Frakkland: Chirac kemur d’Estaingí opna skiöldu Fyrrum forsætisráðherra Frakka Jacques Chirac, kom Giscard d'Estaing forseta landsins verulega í opna skjöldu í gær, er hann tilkynnti að hann myndi gefa kost á sér til hinnar nýju valdastöðu sem borgarstjóri Parísar í héraðs- kosningum, sem fram eiga að fara í marz. Chirac, sem rekinn var frá völdum eftir persónulega tog- streitu hans og forsetans, er leiðtogi Gaullistaflokksins og sagði hann er hann tilkynnti framboð sitt, að hann vildi gera allt til þess, að höfuðborgin félli ekki í hendur kommúnista. Chirac ætlar að bjarga París. Akvörðun Chiracs er talin verða kveikjan að miklum átök- um milli mannanna tveggja á stjórnmálasviðinu, en d’Est- aing hafði þegar tilkynnt, að „hans maður” í kosningunum yrði iðnaðarráðherrann í stjórn hans, Michel d’Ornano. Stjómarandstöðuflokkar ræða sameiningu í dag Borgaraflokkar Indlands, sem eru í stjórnarandstöðu, héldu í gær fundi með sér til að ræða kosningabaráttuna, sem framundan er, og möguleika á sameiningu til þess að standa betur að vígi í kosningunum, sem fram eiga að fara í landinu í marz nk. Tilkynning Indiru Gandhi. þess efnis að kosningar verði haldnar eftir nærri 19 mánaða neyðarástand í landinu, kom flestum á óvart. Fundir leiðtoganna voru haldnir á heimili hins aldna stjórnmálaleiðtoga og erkióvin- ar Gandhi, Morarji Dashai. Sagði Dashai, sem látinn var laus úr fangelsi í fyrradag, að fundunum yrði haldið áfram í dag og næstu daga. 1» Nú leggjast allir á eitt gegn Gandhi. 1» Hin horfna systir Katarina. Lögreglan telur að hún hafi verið m.vrt. Sænska lögreglan telur nú víst að sænsk nunna, systir Katarina, sem er 46 ára og hef- ur verið týnd í rúman hálfan mánuð, hafi verið myrt. leitað að manni þessum um alla Svíþjóð. Þá hefur lögreglan reynt að gera sér sem bezta heildarmynd yfir fyrra líferni’ nunnunnar. Hann sagði að hún hefði virzt eitthvað rugluð, en ekki tauga- veikluð, er þau hittust á stöð- inni. Hann sagði ennfremur að hann hefði heimilisfang þar sem hann gæti hitt hana. Nú er Enginn hefur heyrt hana né séð síðan 3. janúar sl. Einnig er þýðingarmikið vitni, síðasti maðurinn sem sá hana á lífi, horfið sjónum manna. Maðurinn hefur tvívegis gef- ið sig fram við lögregluna, síðast fyrir nokkrum dögum er hann sagði að hann hefði séð systur Katarinu stíga um borð í lest sem fara átti til Gautaborg- ar frá Lundi. Maðurinn neitaði hins vegar að gefa upp heimilisfang sitt. Sagði aðeins að hann væri að flytja. Hann þekkti systur Katarínu frá fyrri tíð, er hann var heimilislaus og bjó í klaustri þvi er nunnan starfaði í. Enginn veit af hverju systir Katarína fór frá Lundi ti) Gautaborgar í stað þess að vera þar um kyrrt, eins og um hafði verið talað. Fyrir utan þetta horfna vitni er aðeins einn sem telur sig hafa þekkt nunnuna í biðröð við söluop, þar sem hún á að hafa rétt fram tómar flöskur og beðið um að þær yrðu fylltar. með vatni — síðan hefur hún ekki sézt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.