Dagblaðið - 20.01.1977, Side 8

Dagblaðið - 20.01.1977, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. Ein kvennanna við sakbendinguna í Keflavík: Fengum númer eins og i fegurðarsamkeppni og áttum að lesa Ijóð- línu fyrir Guðbjart „Eftir að við Iiöfðum verið látnar brosa framan í Guðbjart um stund og stungið hafði verið upp á að við læsum honum ljóð- línu til hann heyrði raddir okk- ar, beið maður bara eftir því að Guðbjartur ætti næst að káfa á manni,“ sagði ein kvennanna, sem kölluð var til sakbending- arinnar í Keflavík, vegna rann- sóknar á handtöku Guðbjarts Pálssonar, í viðtali við DB í. gær. Konan vildi ekki láta birta nafn sitt, vegna fjölskyldu sinn- ar, en hún er úr þeim hópi kvenna við sakbendinguna, sem kannast við Hauk Guð- mundsson. Eg gat ekki komið á slaginu 17.15. eins og stóð í boðuninni. en það kom ekki að sök, þvi við vorum látnar bíða lengi, áður en athöfnin hófst. Okkur var skipt í þrjá hópa, úthlutað núm- erum eins og tíðkast i fegurðar- samkeppnum, og hóparnir skildir að. Hver hópur var geymdur í sér herbergi og var lögregluvörður með hverjum hóp, án þess að ég viti til hvers það var. Síðan var minn hópur leidd- ur inn í dómsalinn og menn- irnir þrír leiddir inn og látnir skoða okkur. Tók það skamma s.tund og var hópnum þá aftur 'fylgt inn í herbergið og l.itinn bíða þar áfram, enn undir lög- reglueftirliti. Eftir stutta stund var hópur- inn aftur leiddur inn í dóms- salinn, en þá kom Guðbjartur einn, til að skoða okkur. Þá var okkur sagt að brosa fyrir Guð- bjart og gerðum við það, hvern- ig sem hann hefur kunnað við þessi gervibros. Ekki nægði það og var okkur sagt að ávarpa hann, ef hann þekkti hugsan- lega röddina. Vafðist okkur tunga um tönn, en þá stakk einhver maður, sem var við- staddur sem embættismaður, upp á því að við læsum ljóðlínu fyrir Guðbjart. Sumar gerðu það, ein lét nægja að heilsa honum, en mér kom ekkert ljóð í hug og man ekki gjörla hvað ég sagði við hann. Hverri og einni fannst hann horfa mest á sig, en líklega hef- ur hann horft jafnt á allar. Þeg- ar þarna var komið, bjóst mað- ur eins við að næst ætti hann að káfa á manni til að þekkja vaxt- arlag, enda átti maður von á öllu eftir það sem á undan var gengið. Það var létt yfir hópn- um yfirleitt, nema helzt þeim, sem héldu að það væri verið að kalla þær fyrir vegna umferð- arlagabrota og voru því mjög undrandi á þessu tilstandi. Lög- reglumenn minntu okkur á að þetta væri í fullri alvöru, þegar þeim fannst við taka þessu helzt til létt. Ekki man ég eftir neinum sérstökum svipbrigðum á Guð- bjarti, þegar hann var að skoða okkur, nema hvað mér fannst hann stöðugt glottandi og mað- ur hafði á tilfinningunni, að það væri verið að gera mann að fífli.“ Konan var spurð hvort hún hefði orðið fyrir einhverjum óþægindum vegna þessa og svaraði hún, að svo væri ekki, sér virtist fremur sem fólk brosti að þessu. -G.S. „Sál og sjarmi aldamótahúsanna” til sölu „Gullfallegt einbýlishús frá 1901 í gantla Vesturbænum er til sölu til brottflutnings...“ segir m.a. í auglýsingu sem birzt hefur í blöðum undanfarna daga. Þarna mun vera um að ræða húsið við Vesturgötu nr. 18, eða hornhúsið á Vesturgötu og Norðurstig. Vinsældir gamalla húsa eru ntiklar um þessar mundir og gjarnan búa menn sltk hús hús- gögnum frá gömlum tímum. Er því ekki ólíklegl að þetta hálf- áttræða hús flytjist til og setji sinn svip á bæinn einhvers staðar annars staðar. Núverandi eigendur vildu ekk- ert með það hafa, að birtar yrðu m.vndir af húsinu. En DB fannst eigi að síður ástæða til þess. Þetta er sögufrægt hús, því meðal íbúa þess á liðnum tímum mun hafa verið Benedikt Gröndal og reit hann þar sum verka sinna. -ASt » I auglýsingunum segir að hús- ið sé ,. með sál og sjarma alda- mótahúsanna." Það er vissu- lega rétt, eins og myndin sýnir AStr-DB-mynd Bjarnleifur. EINS GOTT AÐ SPYRJA VÖLVUNA EINS OG AÐ NOTA LANGTÍMASPÁNA Amerísk veðurspá f ram í miðjan febrúar: —segir veðurf ræðingur á Kef lavíkurf lugvelli „Ég held að það sé alveg jafn- gott að spyrja völvuna, eins og að fá ameriska spá langt fram í tímann fyrir ísland," sagði Hreinn Hjartarson, veðurfræð- ingur á Keflavíkurflugvelli í gær, er við spurðum hann unt langtímaveðurspá hér. í sænsku blaði, Dagens N.vheter, rákumst við á ameriska spá, um veður og vinda, fram i miðjan febrúar. Hreinn sagði að ekki væri hægt að byggja á langtímaspá hér á íslandi með neinu öryggi. Vestan við landið er stórt haf- svæði. sem ekki er mikið um veðurathuganir á. Ef um lang- tíma spár væri að ræða, þvrftu þær að vinnast með veðurfræð- ingum á íslandi og tölvum. Hvorki væri tölvan fyrir hendi. né mannskapur til slíks. Til gamans fengum við spá þá sem Ameríkaninn gefur út fyrir tsland á 5 daga fresti. Hún gildir frá því á hádegi á þriðju- dag og til hádegis á sunnudag, 23. jan.: Norðaustanátt og þurrt veð- ur, léttskýjað sunnanlands, skúraveður á Norðurlandi. Hreinn sagði geta ímyndaðsér eftir veðurkortinu. að norðan- lands yrði hiti undir frost- marki. en 2 stiga frost hér sunn- anlands. Á laugardaginn yrðu 5-6 vindStig. Nákvæmt væri þetta kort ekki. Stærðin á því væri heldur minni en á venju- legri vélritunarörk. Það gilti fyrir allt norðurhvel jarðar, með Bandaríkin miðsvæðis, og i útkanlinum væri ísland og Evrópa. Ekki er getið sérstakiega um Island í langtímaspánni, sem Dagens N.vheter birtir. Hins vegar segir: „Unt mestalla Evrópu verður veðrið óvenju- lega úrkomusamt, ef undan er skilinn norðvesturhluti álfunn- ar og brezku eyjarnar". Trú- lega fellur ísland inn í þá mynd. -EVI gagnrýni” — segja aðstoðar- slökkviliðsstjóri og aðalvarðstjóri slökkviliðsins Vegna ummæla 1 blöðum og sjónvarpi, um slæm vinnubrögð slökkviliðsins við brunann 1 Aðalstræti á nýársnótt, vilj- um við undirritaðir, stjórnendur slökkviliðsmenn, mótmæla þeirri ósann- gjörnu gagnrýni, sem slökkviliðið hefur orðið fyrir. Að okkar áliti unnu slökkviliðsmenn mikið og gott starf við mjög erfiðar aðstæður. Upphaf starfsins hófu 9 ménn. Þeir lögðu áherslu á, i fyrsta lagi að kanna hvort fólk væri í hættu í húsinu, en til þess fóru tveir reykkafarar inn 1 bygg- inguna. í öðru lagi var ráðist gegn eldin- um þeim megin sem mest hætta var á að hann gæti breiðst út. Þess vegna var lögð áhersla á að fara með fyrstu vatnsstút- ana á bakhlið hússins, þar sem eldur stóð út um glugga. Var þetta gert til að verja húsin Grjótagötu 4 og Aðalstræti 10. Þeir sem stóðu i Aðalstræti veittu þessu starfi litla athygli. í þriðja lagi var lögð áhersla á að fá meira vatn, til þess að fjölga vatnsstútum. Þeim var svo beint að öðrum hliðum hússins, meðal annars frá bifreið flugvallarslökkviliðsins, á framhliðina og i vatnsstút sem er á rana- bifreiðinni. Á ranabifreiðinni eru tvær gerðir af vatnsstútum, einn sem krefst mikils vatnsmagns og annar sem krefst lítils vatnsmagns. Við getum ekki sagt fyrir hvor vatnsstúturinn hentar betur hverju sinni. I þetta sinn var stærri vatnsstútur- inn á lögninni og þurfti því að skipta um. Við þetta sjáum við ekkert óeðlilegt. Litlu síðar kom tiundi maðurinn til starfa með dælubifreið, en hann þurfti að aðstoða við að kalla út varaliðið, áður en hann fór af stöðinni. Hann fór fyrst aö brunahana við Tjarnargötu 10, en sá reyndist óvirkur, var þá farið að brunahana við Vonar- stræti 2. Vatn var tekið úr 6 brunahön- um. Um þetta leyti fór varaliðið að koma á staðinn. Skipulagsleysi með fáum mönnum við mikinn eld i húsi, er varla hægt að tala um, þar gegnir hver maður ákveðnu starfi. Brunahanar i Grjótagötu og Bröttu- götu voru ekki notaðir við slökkvistarfið. 3vi vitað er að þeir gefa ekki nægilegt vatn á mikinn eld. A vakt við húsið eftir brunann var tengt við brunahanann í Grjótagötu og var hann í lagi, en bruna- lianinn í Bröttugötu var óvirkur. í upphafi slökkvistarfs varð reyk- sprenging í húsinu. sem orsakaði að ris- hæðin varð alelda. Eftir það breiddist eldurinn ekki meira um húsið og tókst að halda honum innan þeirra marka, þar til hann varð slökktur. Eins og sjá mátti á húsinu eftir brun- ann, .var árangur af slökkvistarfinu góður. 19. janúar 1977 Sig. Gunnar Sigurósson varaslökkviliðsstjóri. Óli Karló Ólsen aðalvarðstjóri.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.