Dagblaðið - 23.02.1977, Page 1

Dagblaðið - 23.02.1977, Page 1
3. ARG. — MIÐVIKLDAGUR 23. FEBRÚAR 1977 — 45. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12, sr,MI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGKEIÖSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 2702*2. Bjórtillaga Jóns Sólness á erfítt uppdráttar óbreytt Getur þjóðaratkvæðagreiðsla ein leyst margra ára bjórþrætur — Sjábaksíðu Ný rannsdkn íSakadómi: Meðferð Kristjáns á skjölum Guðbjarts Meint óheimil meðferð Kristjáns Péturssonar, fulltrúa í tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli, á gögnum þeim er hann tók með vitund og samþykki Guðbjarts Pálssonar á heimili hans, er nú rannsökuð i Sakadómi Reykjavíkur. Lögmaður Guðbjarts, Tómas Gunnarsson, ritaði ríkissak- sóknara erindi út af meðferð þessara gagna. Öskaði hann rannsóknar á þvihvortKristján hefði haft ljósrit af þeim eftir að þau voru afhent Sakadómi Reykjavíkur. Var talin ástæða til að kanna hvort Kristján hefði notað þessi gögn > heimildarleysi í umræðu _ opinberum vettvangi. Ríkissaksóknari óskaði eftir rannsókn Sakadóms Reykja- víkur á þessum atriðum. Erla Jónsdóttir, fulltrúi yfirsaka- dómara, hefur haft rannsókn þessa með höndum. Hefur Kristján Pétursson skýrt frá því fyrir dómi að hann hafi brennt ljósritum þeim er hann lét gera af skjölum Guðbjartar á sínum tíma. Handtökumál Karls Guð- munssonar er en rannsakað. Ekki hefur tekizt að finna stúlkurnar tvær sem þeir Karl og Guðbjartur halda stöðugt fram að hafi verið í bílnum með þeim er Keflavíkurlögreglan' handtók þá í Vogum á Vatns- leysuströnd. Hefur stúlknanna mjög verið leitað. Tvisvar hafa verið kvaddar til sakbendingar nokkrar stúlkur. Ekki hefur sú viðleitni borið árangur i þá átt, að stúlkurnar finnist. Dagblaðinu er kunnugt upt að stöðugt er unnið í málinu undir stjórn skipaðs setudómara, Steingríms Gauts Kristjánssonar. -'BS. Hrannastsönnunargögn gegn læknum upp hjá landlækni? — bis.8 Bessi Bjarnason um tóbaksauglýsingarnar: Ríkið er söluaðilinn hefði ekki gert þetta vitandi um afleiðingarnar ,,Eg er ríkisstarfsmaður og eins og flestir ríkisstarfsmenn þarf ég einhverja aukavinnu, auglýsingarnar eru mitt auka- starf og svo má benda á að ríkið sjálft er söluaðili sígarettna hér,‘‘ sagði Bessi Bjarnason, leikari. Var hann spurður hvort hann væri þess meðvitandi að hann væri hátt skrifaður í röðum yngstu borgaranna eins og annarra. Sagðist hannekki geta metið það.en hinsvegar hefði hann aldrei tekið þátt í þessari auglýsingu ef hann hefði gert sér nokkra grein fyrir hvaða fjaðrafok hún myndi gera. Hann sagðist t.d. auglýsa bækur án þess að hafa lesið þær, hann léki róna, konunga, refi og fursta í leikhúsinu og að sjálfsögðu tæki hann þátt í auglýsingu gegn reykingum væri þess óskað. Sagðist hann reyndar undrast að andreyking- amenn hefðu ekki talað við sig um það, fyrst þeir væru svo vissir um áhrifamátt hans nú. -G.S. bls.9 I undralandi Bláf jallanna Það var ævintýri líkast að sjá alla litadýrðina á fötum skíðafólksins uppi í Bláfjölluin í gær. Þar voru milli fimmtán og tuttugu stórir rútubílar. sem flutt höfðu skólakrakka upp- eftir. Það vorú ekki aðeins skólakrakkar úr Reykjavík heldur einnig úr Hafnarfirði og Keflavik. Löng biðröð var við skíðalyftuna, sem flutti skíða- mennina upp snarbratta hliðina og um leið og garparnir voru komnir niður, fóru þeir óðara aftur i biðröðina við lyft- una. Veðrið var stórfínt, dálítið kalt á illa klæddum blaða- mönnumn, en skíðafólkið virt- ist ekki finna fyrir kulda. En margur er líklega illa haldinn af harðsperrum í dag, eftir þennan fyrsta dag skólaskíða- ferða. DI5-mynd Bjarnleifur A.Bj. i i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.