Dagblaðið - 23.02.1977, Page 3

Dagblaðið - 23.02.1977, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1977. 3 Er dálætið á böndan- um ekki farið að ganga of langt? Fyrir nokkru gat aö líta í einu dagblaði bæjarins viðtal við tvo frammámenn raf- orkumála okkar um það hvað væri framundan í þeim málum. Kom þar fram að hraði næstu virkjana væri eftir því hvernig semdist við landeigendur, eða nánar tiltekið hvernig Hrauneyjarfossvirkjuninni yrði hagað. Þessi virkjun verður á landi því sem bændur hafa haft til beitar fyrir sauðfé sitt uppi á regin öræfum, en nú bregður svo við að bændurnir skoða þetta beitiland sem sína eign og vilja fá bætur. A öllu tslandi er nú búið á rúmlega 4 þúsund sveitabýlum, en þessir ábúendur hafa með tíð og tíma haslað sér bróður partinn af öllu afréttarlandi íslands, ekki bara til beitar heldur líka til eignar og umráða eins og um þeirra eigin bújörð væri að ræða. Þetta finnst mér ekki réttlát skipting á kökunni. Fyrir norðan, í Blöndudal, á líka að fara fram álíka skipting beitilandsins og ekki nóg með það, bændur báðum megin við Blöndu eiga líka að fá árlega 1200 kw ókeypis rafmagn um aldur og ævi. Ekki gengur samt vel að skipta þessum lífsins gæðum, því bændurnir sjálfir geta ekki komið sér saman um hve stóra bita af kökunni hver og einn þeira eigi að fá. Finnst yður þetta réttlátt, lesandi góður? Mér finnst það ekki. Rúmlega 4 þúsund bændur eigna sér allt afréttarland íslands og þurfa að fá bætur fyrir ef eitthvað af landi þessu fer undir virkjanir, heimta svo nýja uppgræðslu lands sem þeir óáreittir hafa ofbeitt um langt árabil. Eg bæjarbúinn, á ekki svo mikið sem einn fermetra lands, en verð að leigja af borginni minni land undir húsið mitt (lóðarleiga) og verð svo að borga skatt af þessum hlunnindum, að mega leigja land af borginni. Ég hefi áður minnzt á þetta ójafnrétti, sem á sér stað um skiptingu landsins okkar, Islands, og finnst mér sú skipting ekki réttlát, hvað varðar okkur borgarbúa. Enginn má misskilja mál mitt, að verið sé að taka frá .bændum eitthvað sem er þeirra óumdeilanlega eign, það er alls ekki svo. Bændur landsins eru alls góðs maklegir og bóndi er bú stólpi og þvi skal hann virtur vel, en er ekki þetta dálæti á bóndanum okkar farið að ganga nokkuð langt. Ég held nefnilega að bændum sé ekki neinn greiði ger með því að tala um þá sem einhverja þurfa- linga, því ég held að góður og hagsýnn bóndi hafi ágæta lífs- afkomu. Það eru svo sem aðrir íbúar þessa lands sem vinna eins og bændur og sífellt er hampað að fái ákaflega lítið í tímakaup. Hvað haldið þið að t.d. sumir iðnaðarmenn hafi i tímakaup er þeir byggja eigið húsnæði eða í skiptivinnu fyrir aðra? Það þarf að stokka spilin upp hvað áhrærir bændur þessa lands og síðan að gefa rétt, leggja rétt saman en fara ekki eins og áður að leggja saman 4 og 4 sem eru 8 og einn geymdur. Þessi eini geymdi. Raddir lesenda sem er búinn að vera okkur anzi dýr, verður að hverfa. Við bændur langar mig til að segja þetta: Hættið að ofbeita landið okkar og haldið tölu sauðfjár þannig að nægi fyrir okkur landsmenn og við skul- um borga það sem þarf að fást fyrir kjötið frá ykkur. Landið ykkar yrði fljótt að gróa upp, öllum til mikils augnayndis. Það er nú einu sinni svo að við öll, íbúar þessa lands, eigum landið okkar og eigum að skila því hreinu og fallegu til næstu kynslóðar. Hættum að flytja út offramleiðslu af dilkakjöti, því það er algerlega vonlaust að keppa við stærstu kjötút- flutningslöndin, svo sem Ástralíu og Argentínu, með kjöti frá íslandi. Éinhver maður komst þannig að orði um fiskinn okkar, að állt hafsvæðið hringinn í kring um ísland væri eign allra lands- manna. Skyldi ekki afrétturinn vera eign allra landsmanna líka??? Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGI flug. 7877-8083. Nokkrar staðreyndir um áfengt öl DB fékk eftirfarandi sent frá Áfengisvarnaráði: 1. Sala milliöls var leyfð í Sví- þjóð 1965. Þeir sem fengu því til leiðar komið héldu því fram að ölneysla drægi úr neyslu sterkra drykkja. Reynslan hef- ur orðið þveröfug. Unglinga- og barnadrykkja hefur aukist. gifurlega og sænska þingið hef- ur nú ákveðið að banna fram- leiðslu og sölu milliöls frá 1. júlí 1977. 2. í Finnlandi var sala áfengs öls leyfð 1968. Þá var áfengis- neysla finna minni en annarra norrænna þjóða, að íslending- um undanskildum. Eftir að sala áfengs öls hófst hefur keyrt um þverbak hvað drykkju snertir þar í landi. Nú drekka danir einir Norðurlandaþjóða meira áfengi en finnar. Margir telja drykkjuvenjum finna svipa að ýmsu leyti til drykkjusiða ís- lendinga. 3. Þegar sala áfengs öls hafði verið leyfð í rúm tvö ár í Einn- landi hafði ofbeldisglæpum og árásum fjölgað um 51% og hin- um alvarlegustu þeirra glæpa, morðum, um 61,1%. 4. Danir eru mestir bjór- drykkjumenn meðal norrænna þjóða. Þar eykst og neysla sterkra drykkja jafnt og þétt. Þeir drekka allt að þrisvar sinn- um meira en íslendingar enda drykkjusjúklingar þar hlut- fallslega miklu fleiri. Þar er öldrykkja ekki einungis vanda- mál á fjölmörgum vinnustöðum heldur einnig í skólum. Ofneysla bjórs er algeng meðal barna þar i landi og ofdrykkja skólabarna stórfellt vandamál. Meðalaldur við upphaf áfengis- neyslu mun u.þ.b. 4 árum lægri en hérlendis. 5. Vestur-Þjóðverjar ásamt tékkum neyta meira bjórs en aðrar þjóðir Evrópu. Þar jókst heildarneysla áfengis á árunum 1950-1967 um 196% — Á sama tíma jókst neyslan hérlendis um 70% og þótti flestum meira en nóg,- 6. Þýska blaðið Der Spiegel, sem vart verður vænt um bindindisáróður, helgar nýlega drykkjusýki unglinga (Jug- end Alkoholismus) forsíðu og verulegan hluta eins tölublaðs. 7. Háskólarnir í Hamborg, Frankfurt og Mainz rann- sökuðu fyrir nokkrum árum áfengisneyslu ökumanna og ölvun við akstur í Þýskalandi. Rannsóknin leiddi í ljós að aðal- skaðvaldurinn er bjórinn en um helming allra óhappa á vegunum mátti rekja til hans. Ef við bætast þau tilfelli, þar sem bjór var drukkinn með víni eða sterkari drykkjum, hækkar hlutfallið í 75%. 8. I Belgíu er yfir 70% alls áfengis sem neytt er sterkt öl. Þar eru um það bil 95% allra drykkjusjúklinga öldrykkju- menn, þ.e. menn sem drekka ekki aðra áfenga drykki en öl. 9. Öldrykkjumenn og unglingar nota öl sem vímugjafa. Ef áhrif af því eiga að verða jafnmikil og af brennivíni þarf helmingi meira magn af hreinu áfengi. Fíkniefnastofnun Ontoriofylkis bendir á að af því leiði að vínandinn sé helmingi lengur í líkamanum og vinni enn meira tjón. 10. Formaður samtaka æsku- lýðsheimilaforstjóra í Stokk- hólmi segir: „Öldrykkja er mesta og alvarlegasta vandamál æskulýðsheimilanna. Auðveldara hefur verið að fást við vandamál af völdum ólög- legra fíkniefna.“ 11. Ölgerðir eyða hundruðum milljóna króna í áróður, beinan og óbeinan. Öafvitandi gerast ýmsir sakleysingjar áróðurs- menn þeirra afla, sem hafa hag af þvi að sem flestir verði háðir því fíkniefni sem lögleyft er á Vesturlöndum, áfengi. Því má bæta við, að samtök bruggara greiða hinum lakari blöðum stórfé fyrir að birta staðleysur um áfengismál, oft undir yfirskini vísinda- mennsku. Slæðast slíkar rit- smíðar stundum í blöð hér- lendis. 28644 afdrep 28645 AFDREP Fasteignasalan sem er íyðarþjónustu. Ath. Efþérfeliöokkureinum að annastsöluá eignyðar, bjóðum viðyðuriækkun á söluþóknun. LANGHOLTSVEGUR 3ja herb. 96 ferm. kjallaraíbúð. Sér- hiti, sérinngangur. Þvottahús og geymsla inni í íbúðinni. Verð 6,7 millj. Útb. 4,5 millj. Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá. Nýsöluskrá væntanleg um mánaðamótin. ÁSGARÐUR 2ja herb. 70 ferm íbúð ú jarðhœð. Sérinngangur, sérhiti, tvöfalt gler. Verð 6,5 millj. Útborgun 4,5 millj. afdrep fasteignasala Öldugötu 8 símar: 28644 : 28645 Solumaður Fmnur Karlsson heimasimi 434 70 Valgarður Sigurðsson logfr Spurning dagsins Hvernig lízt þér ú að taka tvö núll af gjaldmiðli okkar? Marinó Einarsson: Það er miklu betra að hafakrónu ístaðþess að þurfa að vera með hundrað krón« seðil. En ég vorkenni þeim sem eiga einhverja summu í banka, sem þá verður að engu. Konráð Pétursson: Mér fyndisi það of stór króna. Ég mundi ekki treysta henni. Ég vil bara hafa hundraðkallinn eins og hann er. Hanna Axelsdóttir: Mér er alveg sama hvernig þetta er. Bara að maður fái eitthvað fyrir peningana. Asdís Sigurðardóttir: Ég reikna með því að þessu yrði tekið vel ef þetta hefur einhvern tilgang. Birgir Karísson: Við getum notað sömu aðferð og Finnar og Frakk- ar á sínum tíma. En það verður að gera ýmsar aðrar ráðstafanir einnig. Páimi Guðmundson: Það væri ágætt að komast hjá þvi að allar reiknivélar verði ónýtar eftir nokkur ár. Ef krónan heldur áfram að verða minni og minni þá fer svo að lokum, ef við gerum ekkert í málunum.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.