Dagblaðið - 23.02.1977, Side 9

Dagblaðið - 23.02.1977, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977. 9 \ Börn íÆfingaskóla KHÍvegna nýrra sígarettuauglýsinga með Bessa: Öll börn á íslandi líta upp til þín —við hörmum að þú skulir hafa látið hafa þig út í þetta „Herra Bessi Bjarnason. Við skorum á þig að rifta öllum samn- ingum við sígarettuumboð það sem birtir mynd af þér með sígar- ettu. Þar sem öll börn á íslandi líta upp til þín þá veldur þaó okkur miklum áhyggjum að þú skyldir láta hafa þig út í þessa vitlevsu. Virðingarfyllst, A. B og; C deildir 6. bekkjar Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla ís- lands.“ Þetta bréf afhentu krakkarnir Bessa í fyrradag og röbbúðu við hann urn málið. Létu þeir ekkiþar við sitja heldur fóru í fjölda verzl- ana sem hengt höfðu þessar aug- lýsingamyndir upp og fengu þær teknar niður. Þá stendur til að þeir ^ái að fara i Tónabæ á næst- unni og rabba þar við gesti um skaðsemi reykinga. Fleiri aðgerð- ir munu vera á döfinni þar. Reykingar meðal 12 ára barna munu vera mjög fátíðar í fyrr- nefndum skóla og er blaðinu með vissu kunnugt um heilan bekk þar sem enginn reykir. Undanfar- in ár hefur þaó hins vegar færzt í vöxt að svo ungir krakkar reyki, jafnvel að staðaldri. -G.S. Þetta er plakatið af Bessa sem skólabörnum, og raunar fjöldamörgum öðrum, líkar ekki ails kostar við.— VICEROY VlCfRW , i Wm j pfp 1 fcll I jEy| 1 Ír,i| |H Kjörbúðin Laugarás líkist um þessar mundir fremur tóbaksbúð en matvælabúð. Gluggar verzlunarinnar eru að mestu þaktir sígarettuaugiýsingum og þegar inn í verzlunina kemur er hvorki meira né minna en stór auglýsingabás fyrir sígarettur. Eigandinn hefur nú unnið þriðju utanlandsferðina frá sigarettuinn- flytjendum fyrir góðar augiýsingar. DB-mynd Hörður. Eskifjörður: Já, harðf iskur er sælgæti Hlutafélagið Sæberg hf. á Eski- firði er alltaf að færa út kvíarnar. Síðastliðið haust keypti það fisk- verkunarhús Bóasar Emilssonar, 400 fermetra að stærð, og verkar nú hertan bitafisk, ýsu, sem er afar mikið sælgæti. Sex manns vinna að staðaldri við harðfiskinn en verkstjóri er Kristján Bjarnason. Eigendur Sæ- bergs hf. keyptu bátinn Sæberg fyrir 5H ári og hefur útgerðin gengið vel. Sæberg er nú á loðnu og hefur fengið 2500 tonn. Eigendur Sæbergs hf. eru hinir happasælu skipstjórar Aðalsteinn Valdimarsson og Garðar Eðvalds- son og konur þeirra Dagmar Ösk- arsdóttir og Elínborg Þorsteins- dóttir. Regína. Þrætti blóðugur fyrir innbrotið í gærkvöldi var brotizt inn í húsakynni Myndlista- og hand- íðaskólans á horni Skipholts og. Stórholts. Heyrðust þaðan brot- hljóð úr porti og fór lögreglan inn í húsið með aðstoð kennara skólans. Þar inni fannst ölvaður maður blóðugur á hendi en rúðu hafði hann rutt úr vegi til að komast inn. Maðurinn brást hinn versti við Lœriö skyndihjálp RAUÐIKROSSÍSLANDS truflun lögreglunnar og þrætti fyrir innbrot. Hann fékk gistingu hjá lögreglunni.Engin spjöllhafði hann unnið inni í skólahúsinu. -ASt. Munið alþjóMegt hjálparstarf RauAa krossins. RAUOI KROSSfSLANDS Staða viðskiptafræðings í atvinnurekstrardeild Skattstofu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. marz nk. Skattstjórinn í Reykjavík. GÓLFTEPPI fyrir —stigahús—skrifstof ur AXMINSTER Grensásvegi 8 — Sími 30676

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.