Dagblaðið - 23.02.1977, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1977
* '" ' ....
HVABA ÁHRIF HEFUR
STARFSEMIFJÖLÞJÓÐA
HRINGA Á ÍSLAND?
^ - ' -----------------'
Starfsemi erlendra hringa á
íslandi hefur að undanförnu
verið tilefni margvíslegra
blaðaskrifa. Flest skrif hafa
einskorðast við afmarkaða
þætti varðandi starfsemi
þeirra, s.s. orkusölumál og
mengun. Fáir hafa reynt að
setja þessi mál í víðara
samhengi og draga heildar-
mynd af eðli, umsvifum og ítök-
um þeirra, enda eru fjölþjóða
hringir tiltölulega nýtt fyrir-
bæri á okkar grund. Ritstjóri
útbreiddasta dagblaðs á íslandi
hefur þó gert tilraun til að
spara þreyttum borgurum
óþarfa vangaveltur um þessi
mál. Skv. skrifum hans í
Reykjavíkurbréfi þann 13.
febr. sl. mun hugtakið „fjöl-
þjóða hringir“ vera hugsmíði
samsærismanna KGB!
Á síðustu árum hafa erlend
skrif um starfsemi, eðli og um-
svif fjölþjóða hringa aukist
verulega. Varla opnar maður
svo erlent tímarit eða dagblað,
að ekki sé fjallað þar um starf-
semi fjölþjóða hringa og um
þau vandamál sem þeir skapa.
Segja má, að bandarísk tímarit
séu leiðandi í þeim efnum,
enda eru stærstu hringirnir
bandarískir að uppruna. Sam-
einuðu þjóðirnar og allmargar
alþjóðastofnanir hafa löngum
gefið málefnum fjölþjóða
hringa gaum og birt ítarlegar
úttektir um starfsemi þeirra og
umsvif. Einstaka sinnum eru
þessar úttektir samdar í sam-
vinnu við fulltrúa fjölþjóða
hringanna sjálfra og má því
varast niðurstöður þeirra. Því
miður hafa íslendingar farið á
mis við flest þessi skrif, þrátt
fyrir það að slíkir hringir eru
að sækja til landsins í auknum
mæli. Það er því orðið nokkuð
tímabært, að gerð verði grein
fyrir almennu eðli þeirra,
ítökum og áhrifum.
1. Hvað er fjölþjóða
hringur?
Almennt er talið að fyrirtæki
er starfar í fleiri en einu landi,
en lýtur jafnframt samræmdri
stjórn, sé fjölþjóðlegt fyrirtæki.
Það hefur verið sýnt fram á að í
mörgum greinum athafna-
lifsins, einkum þó í tækni- og
fjárfrekum greinum, eru það
fáein fjölþjóða fyrirtæki sem
ráða f erðinni. Ríkjandi markaðs-
aðstaða' þessara fáu fyrirtækja
gerir það fýsilegt fyrir
þau að samræma verðlagningu
og almenn stefnumál sín á
milli (hringamyndun) í staðinn
fyrir að heyja djarfa
samkeppni er gæti skaðað þau
öll. Þótt viðkomandi fyrirtæki
viðurkenni yfirleitt ekki að slík
samræming eigi sér stað (m.a.
vegna löggjafar gegn hringa-
myndun) hefur margoft verið
sannað að svo sé.
Það er því bæði vegna
hinnar 'fjölþjóðlegu starfsemi
og vegna yfirráða fárra fyrir-
tækja yfir lykilatvinnugreinum
í heiminum að notkun
hugtaksins „fjölþjóða hringir"
er réttmæt.
2. Hver er staða fjöl-
þjóða hringa ó alþjóða
vettvangi?
Skv. skýrslu sem birt var á
vegum Efnahags- og félags-
málanefndar Sameinuðu
þjóðanna fyrir fáeinum árum,
munu fjölþjóða fyrirtæki velta
um eða yfir 10% af þjóðarfram-
leiðslu alls mannkyns. Skv.
tölfræði-árbók um alþjóðleg
viðskipti, er gefin var út af
Sameinuðu þjóðunum árið
1973, munu fjölþjóða fyrirtæki
ráða yfir um tveimur þriðju
allra alþjóðaviðskipta. Um
fjórðungur af þessum viðskipt-
um er talinn fara fram milli
úfibúa og dótturfyrirtækja
þeirra sjálfra og er þvi ekki
háður veruiegu eftirliti af
hálfu þjóðríkja. Þessi hlutföll
fara vaxandi frá ári til árs.
Fleiri tölur mætti nefna í
þessu sambandi. T.d. eru 100
stærstu efnahagseindir í heim-
inum 51 hringúr og 49 þjóðríki;
20 stærstu hringarnir, sem
höfuðstöðvar eiga í Banda-
ríkjunum veltameira fjármagni
en flest sjálfstæð þjóðriki jarð-
ar; fjárfestingar bandarískra
fyrirtækja utan Bandaríkjanna
6-földuðust milli 1950 og 1970
og voru þá um 78 milljarðar
dollara. Svona mætti lengi
telja.
Almennt líta forráðamenn
fjölþjóða hringa á jörðina sem
eitt stórt athafnasvið, er
skiptist í einstök þjóðriki
aðeiná vegna „úreltra kenninga
og fordóma“. Skv. ummælum
háttsetts forstjóra bandarísks
hrings, Union Carbide „.... er
alþjóðlegu fyrirtæki óviðeig-
andi að setja velferð þess þjóð-
ríkis, sem fyrirtækið starfar í,
ofar velferð annarra ríkja.“ Á
venjulegu máli þýðir það að
velferð einstakra þjóðríkja,
þ.á m. heimaríkis, sé fjölþjóða
hringum óviðkomandi, enda
reknir í hagnaðarskyni. Annar
fuiltrúi alþjóðlegra forstjóra,
fyrrv. stjórnarformaður
National Biscuit Company,
lítur á heiminn sem einnsam-
felldan markað og á gervihnetti
sem gagnlegt áróðurstæki fyrir
RITZ kex. í viðtali við banda-
ríska tímaritið Forbes árið 1968
segir hann: „Við reiknum með
að auglýsa einhvern tíma um
allan heim. Við gætum t.d. aug-
lýst fyrir um 8 milljón dollara í
gegnum gervihnetti. Auglýsing-
ar myndu ná til um 360
milljóna sjónvarpsáhorfenda.
Við erum nú að undirbúa
aðstöðu okkar hvarvetna til að
mæta eftirspurninni."
Miðstjórn fjölþjóðlegs hrings
ákveður staðsetningu verk-
smiðja, stefnumörkun í
markaðsmálum og fjárstreymi
fyrirtækisins. Sé verið að fram-
leiða vinnufrekan varning er
leitað að löndum með ódýru og
kúguðu vinnuafli. Sé verið að
framleiða orkufrekan varning,
er leitað að orkuríkum löndum,
sem eru tilbúin að selja orkuna
á lágu verði.
Akvarðanir varðandi
markaðsöflun eru teknar af
miðstjórn fjölþjóða hringa þótt
samráð séu höfð við útibús-
stjóra eða sölustjóra dóttur-
fyrirtækja, sem þekkja betur
hugarfarið i viðkomandi
löndum. í einu landi er t.d. lögð
áhersla á einar auglýsingar.
Annars staðar mælist það betur
fyrir að haida kynningarnám-
skeið. í þriðja landi er aðferðin
að múta stjórnmálamönnum og
væntanlegum viðskiptamönn-
um og í því fjórða er best að
vingast við vísindamenn með
þvf að styrkja rannsóknir
þeirra.
Með tilliti til breytinga á
gjaldeyrisskráningu þjóðríkja
og til mismunandi skatt-
lagningar í ýmsum löndum,
ákveður miðstjórn hvers
fjölþjóða hrings í hvaða landi
færa eigi hagnað og tap. Til að
sleppa með sem minnsta skatta
er hagnaður látinn koma fram í
skattlausum eða skattlitlum
Kjallarinn
Elías Davíðsson
ríkjum, s.s. Luxembourg,
Bahama, Lichtenstein, Panama,
Bermuda o. fl. I einstökum
fylkjum Bandáríkjanna gilda
mismunandi skattreglur. Þess
vegna hafa um 70.000 fyrirtæki
látið skrá sig í Delaware fylki,
þ.á m. General Electric, Ford og
IBM, en í þessu fylki eru
skattálögur fyrirtækja mjög
litlar. Hvorki höfuðstöðvar né
verksmiðjur ofangreindra
hringa eru í þessu litla fylki.
Vegna útþenslustefnu
fjölþjóða hringa er þeim mein-
illa við þá vernd, sem þjóðríki
neyðast til að veita eigin at-
vinnuvegum. Þeir kalla slíka
vernd „einangrunarstefnu“ eða
„afturhaldsstefnu“ og tala
fjálglega um drottnunarstefnu
sína sem „framlag til al-
þjóðlegrar samvinnu.“ Til að
brjóta á bak aftur slíkar „aftur-
haldsstefnur" leggja fjölþjóða
hringir kapp á myndun efna-
hags- og tollbandalaga. Tilkoma
slíkra bandalaga auðveldar
þeim fjármagnstilfærslu svæða
á milli og stuðlar að yfirráðum
þeirra á stærra svæði. Reynsla
alþýðumanna í löndum Efna-
hagsbandalagsins af þessari
þróun hefur orðið dýrkeypt að
því er heimildir sýna.
3. Hvers konar fjölþjóða
hringir leita til íslands?
ísland er ekki fjölmennt
land. Því er ekki við því að
búast að íslenskur neyslu-
markaður laði hingað fjölþjóða
hringi. Innlendir umboðsmenn
gegna á viðunandi hátt hlut-
verki sölumanna fyrir erlenda
hringi. Þó mun IBM vera und-
antekning í þessu sambandi.
Margt bendir til þess að sér-
staða IBM á íslandi hafi stjórn-
málalegar frekar en viðskipta-
legar orsakir þótt svo tekjur
hringsins hér séu álitlegar. Hér
gefst ekki rúm til að fjalla
nánar um þennan þýðingar-
mikla þátt í utanríkismálum
Bandaríkjanna.
Þeir hringir sem byggja af-
komu sína á framleiðslu vinnu-
frejcs varnings leita ekki heldur
til Islands. Hér eru laun
tiltölulega há, miðað við það
sem gerist í Suðaustur-Asíu eða
i Austur-Evrópu. íslenskur
verkalýður er ekki heldur
undir járnaga herstjórnar eða
flokksstjórnar og berst fyrir
kjörum sínum, þegar á bjátar.
Frá sjónarhóli fjölþjóða
hringa er ísland hins vegar
ónumið land hvað orkulindir
snertir. Með hækkun á
orkuverði í heiminum leita
fjölþjóða hringir er fást við
orkufreka frámleiðslu alls
staðar að hagstæðum orkulind-
um og beita öllum brögðum til
að komast í þær. Slíkir hringir
leita til íslands.
Opinberlega er aðeins vitað
um þrjá hringi sem þegar hafa
fengið aðstöðu á þessu sviði
hér (Alusuisse, Elkem-
Spigerverket og Johns-
Manville). Hins vegar mun
seðlabankastjóri líta hýru auga
til fjölgunar erlendra hringa er
aðstöðu fái á íslandi. Hann er
því stöðugt að kanna áhuga er-
lendra hringa á hérlendri
aðstöðu og nýtur í því sambandi
aðstoðar Alþjóðabankans og
fleiri erlendra fjármála-
stofnana.
Eitt af því sem gerir Island
einnig fýsilegt í augum fjöl-
þjóða hringa mun vera tilvist
herstöðvar Atlantshafsbanda-
lagsins nálægt mannvirkjum
þeirra. Herstöðin er trygging
gegn aðgerðum „kommún-
iskra" stjórnvaida er kynnu
að trufla starfsemi erlendra
hringa á íslandi í framtíðinni.
4. Hvaða óhrif hafa fjöl-
þjóða hringir á íslenskt
samfélag?
Það liggur í augum uppi, að
stór erlend fyrirtæki hafa ævin-
lega einhver efnahagsieg og
félagsleg áhrif á samfélagið.
Hér verða aðeins nefnd nokkur
af þeim áhrifum, sem þau hafa
eða geta haft á samfélag okkar:
a. Með auknum umsvifum fjöl-
þjóða hringa verður sam-
félagið háðara þeim. Starfslið
þeirra svo og sveitarfélagið,
þar sem þeir eru, geta orðið að
málsvörum fyrir hagsmunum
hringanna hér og torveldað
þannig samninga stjórnvalda
við þá.
b. Eðli þeirra hringa sem hér
starfa stúðlar ekki nema að
takmörkuðu leyti að atvinnu-
uppbyggingu í landi. Hvorki
aðföng né afurðir erlendra
stóriðjuvera hér eru grund-
völlur annarra innlendra at-
vinnugreina. Aðstaða til
hráefnisöflunar og sölu af-
urðanna er auk þess- ekki í
höndum landsmanna sjálfra.
c. Því er haldið fram að starf-
semi fjölþjóða hringa hér færi
íslendingum hagnýta
þekkingu á tækni- og stjórn-
unarsviði, Þetta er ekki
nema að litlu leyti rétt.
Vissulega læra menn sem
vinna við álframleiðsiu eða
fjölþjóðlega bókfærslu nýja
tækni! En slík þekking kemur
ekki að gagni við uppbygg-
ingu atvinnugreina lands-
manna sjálfra. Auk þess er
þekkingin mjög einhliða. Hún
gefur mönnum ekki yfirsýn
yfir alla þætti viðkomandi at-
vinnugreinar. En jafnvel þótt
einstökum mönnum takist að
öðlast slíka yfirsýn er iandið
of fjársnautt til að standa
straum af þeirri sjálfstæðu
rannsóknar- og þróunarstarf-
semi sem slikar atvinnugrein-
ar krefjast.
d. Starfsemi fjölþjóða hringa á
Islandi hlýtur að brjóta I bág
við óskir launþegasamtaka
um aukið atvinnulýðræði í
fyrirtækjum. Það er óhugs-
andi að miðstýrður fjölþjóða
hringur láti það viðgangast að
launþegar einstakra útibúa
hafi marktæk áhrif á stefnu-
mörkun viðkomandi útibúa
(eða dótturfyrirtækja). Fjöl-
þjóða hringir eru ekki reknir
með hliðsjón af því hvað sé
einstöku útibúi, dótturfyrir-
tæki eða þjóðríki fyrir bestu,
heldur er hámarks heildar-
gróði í heiminum aðalmark-
miðið.
c. Eins og þegar var minnst á
er návist herstöðvar Atlants-
hafsbandalagsins mikilvæg
trygging fyrir erlenda hringi
hér. Þetta virðist ráða-
mönnum fullljóst, enda er
haft eftir einum af sendiherr-
um NATO-ríkja á Islandi að
herstöðin sé forsenda fyrir
fjárfestingum erlendrar stór-
iðju hér. Aukin umsvif fjöl-
þjóða hringa hér torveldar því
brottrekstur erlends hers. I
þessu sambandi er ekki úr
vegi að nefna að fjölþjóða
hringir óttast ekki að fjár-
festa I löndum austan tjalds
og það í ríkum mæli — enda
mun tvífari Atlantshafsbanda
lagsins þar (Varsjárbandalag-
ið) sjá til þess að alþýða þess-
ara landa haldi sér í skefjum.
Niðurlag
Greinargerð þessari var ætlað
að fylla skarð í umræður
varðandi starfsemi fjölþjóða
hringa. Hún er byggð á mjög
mörgum heimildum, erlendum,
sem innlendum, sem ekki er
unnt að telja upp hér. Skrif
þessi eru að öðru leyti þáttur I
upplýsingamiðlun sem starfs-
hópur um auðhringi hefur
tekið sér fyrir hendur.
Það er álit okkar sem í starfs-
hópnum eru, að rekstrar- og
eignarfyrirkomulag fjölþjóða
hringa sé andstætt óskum
manna um réttlæti, lýðræði og
manneskjulegt umhverfi. Slíkir
hringir ýta undir miðstýringu,
drepa niður heilbrigt frum-
kvæði einstaklir.ga og stuðla að
ofneyslu. Hér gefst ekki tæki-
færi til að fjalla um þessa síðast
nefndu þætti né aðra þætti s.s.
röskun byggðajafnvægis, verð-
bólguhvetjandi launapólitík,
umhverfisáhrif, tengsl fjöl-
þjóða hringa við alþjóðlegt fjár-
magn o. fl. og verður því hér
staðar numið.
Með þökk fyrir birtinguna.
Elías Davíðsson, á vegum
starfshóps um auðhringi.
Vi