Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 03.03.1977, Blaðsíða 4
4 / DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977 LÍÚ vill halda við tölurfiski- fræðinga um hámarksþorsk- af la en... ,,St.iórn LtU leggur til að nú þegar verið sagt upp samning- um við Færeyinga, Belga og Norðmenn með sex mánaða fyrirvara, eins og þeir samn- ingar gera ráð fyrir, og samn- ingurinn við V-Þjóðverja verði ekki endurnýjaður þegar hann rennur út 1. des. nk.“ Þetta segir í fréttatilkynningu frá LtU og var þetta m.a. samþykkt samhljóða í stjórn og varastjórn sambandsins. Kemur þetta fram í svari LtU til sjávarútvegsráðuneytis vegna óskar þess frá í feb. sl. Utlendingana út fyrír (pg m r Jf I — íslendingar verða að eftir sex manudi =sr- þess efnis að LtU gerði grein fyrir með hvaða hætti það telji að takmarka eigi þorskveiðar í ár. í svari sínu og tillögum miða LtU-mgnn við 275 þús. tonna hámarksafla sem íslenzki flot- inn getur vel aflað. Benda þeir á að þau 15 þús. tonn, sem V- Þjóðverjar, Færeyingar, Belgar og Norðmenn fá að veiða hér skv. samningum, virki sem beinn frádráttur á heildarafla íslendinga sjálfra sem ekki gæti þá orðið nema 260 þús. tonn. Lagt er til að ákveðinn verði leyfilegur hluti þorsks i afla báta, annarra en línu- og hand- færabáta, eftir að þorskmagnið er komið í 240 þús. tonn. Dæmi um það er að verði þessu marki náð 1. september er þorskhlut- fall leyfilegt að 13 prósentum en verði því ekki náð fyrr en t.d. 1. nóv. er magnið leyfilegt að 38 prósentum. Ef til takmörkunar kemur er gert ráð fyrir að sókn beinist að öðruni tegundum en þorski þannig að heildarafli verði óbreyttur. Með þessari reglu á ekki að vera þörf á að hætta útgerð um tíma, nema útgerðar- aðilar sjái sér hag í því. Jafn- framt telja LlÚ-menn að með þessu verði tryggt að ekki þurfi að koma til alvarlegs atvinnu- leysis vegna þessara ráðstafana en til þess mundi vafalítið koma ef bannað væri að veiða þorsk eftir að 260 þús. tonn hefðu verið lögð á land. I svarinu er lögð mikil áherzla á eftirlit og verndunar- aðgerðir er beindust að því að þorskstofninn nái sér aftur á strik og segjast LÍÚ-menn gera sér fulla grein fyrir að þessar tillögur muni að líkindum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir út- gerð landsmanna. Telja þeir hins vegar að ekki verði hjá því komizt nú þegar að ákveða hvernig sóknartakmarkanir verði framkvæmdar. Að lokum óskar stjórnin eftir samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið uníi útgáfu endanlegra reglna um þetta mál. -G.S. Allt hannað eftir kúnstar- innar reglum —en hvernig fer um þá fötluðu? „Ég tek undir með Jónínu að hér þarf að lyfta grettistaki á komandi árum en það er ekki mjög svart framundan með slíkri hjáip,“ sagði Friðfinnur Ölafsson formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um leið og hann tók við 1 milljón kr. gjöf til tækja- kaupa vegna iðjuþjálfunar frá kvennadeild félagsins. Jónína Þorfinnsdóttir formaður kvenna- deildar félagsins afhenti hana ásamt klukku í hófi sem haldið var í húsnæði SLF að Háaleitis- braut 13 í gær í tilefni 25 ára afmælis SLF. Margt gesta var þar saman- komið, meöal þeirra forseti tslands, hr. Kristján Eldjárn. Friðfinnur sagði í ræðu er hann flutti að húsakynni væru nú orðin of lltil, en viðbótarlóð hefði feng- izt að Háaleitisbraut 13. Fastar tekjur félagsins hefðu eiginlega eingöngu verið af sölu eldspýtu- stokka sem þó hefðu farið lækk- andi með árunum. En ýmsir hafa orðið til þess að rétta SLF hjálparhönd fjárhagslega. I ræðu sem Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra flutti sagði hann að heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefði ákveðið að verja nokkru fjármagni til tækja- kaupa í samráði við SLF. „Svo sem flestir vita eru götur, gangstéttar, hús og stigar hann- aðir eftir kúnstarinnar reglum svo sem hæfir nútíma lífi en sá fatlaði hefur mikið tii gleymzt," sagði einn ræðumaður. Það eru víst allir sammála um að úr þessu þarf að bæta. EVI Fræðsla um skað- semi f íkniefna f Flensborg - reynslusögur sagðar af neytendum „Ég tel að það sé frekar gagn að fræðslu af þessu tagi þegar inn i skólana kemur fólk sem starfar að þessum málum. Ég tel að þetta sé miklu áhrifa- meira en hefðbundnar predikanir," sagði Kristján Bersi Ölafsson skólastjóri Flensborgarskólans. Þar fór i gær fram fræðsla um fíkniefni með nýstárlegu sniði. „Stefán Jóhannsson félagsráð- gjafi á Vífilsstöðum kom í skól- ann og talaði til nemenda. Ræddi hann aðallega um alkó- hólisma en einnig um neyzlu annarra vímugjafa. Með Stefáni voru piltur og stúlka sem sögðu frá reynslu sinni af neyzlu fíkniefna," sagði Kristján Bersi. Stefán Jóhannsson svaraði síðan spurningum nemenda. „Nemendurnir virtust fylgjast með þessu af athygli og var nokkuð mikið spurt og að því er manni virtist alvarlegra spurn- inga sem komu efninu við.“ — Hvað segir þú um niður- stöður skoðanakönnunar um hvort fíkniefnaneyzla sé innan skólanna eins og Stefán Jóhannsson hélt fram á dögun- um? „Þessi skoðanakönnun var aðeins gerð í Reykjavíkurskól- unum og ég get ekkert um hana sagt þvi ég þekki ekki nógu vel tii hennar. En að því er ég bezt veit hef ég aldrei orðið var við meðferð á hassi i þessum skóla. Ef ein- hverjir nemndur hafa verið með slík efni get ég fullyrt að þeir séu mjög fáir og fari vel með það. En meginþorri nem- enda hér hefur enga vitneskju um slíkt,“ sagði Kristján Bersi Ólafsson skólastjóri. Þessi fræðslufundur var haldinn fyrir milligöngu Andreu Þórðardóttur, en hún og Gísli Helgason hafa undan- farið verið með útvarpsþætti um fíkniefni og nevzlu þeirra. A.Bj. Meðal gesta í afmælishófi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra voru forseti íslands, ráðherrar og fjöldi annarra. DB-mynd Bjarnleifur. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 25 ára: 7555 sjúklingar hafa notið meðferðar í æfingastöðvum „í tilefni 25 ára afmælis Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra tel ég rétt að það komi fram að án lifandi áhuga manna innan læknastéttarinnar hefði félag þetta aldrei orðið að því sem það er nú,“ sagði Svavar Pálsson endurskoðandi í sambandi við af- mæli SLF, en Svavar var for- maður félagsins og framkvæmda- stjóri fyrstu 20 starfsár þess. Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra hefur mjög beitt sér að mál- efnum fatlaðra. Fyrstu 3 árin fóru einvörðungu í fjáröflun. 1955 komu hér upp lömunarveiki- tilfelli og innan skamms svo mörg að um faraldur var talað. Þá hófst heilladrjúgt starf SLF og eftir að félagið hafði sett allt sitt fé að tryggingu fyrir lyfjum tií varnar útbreiðslu mænuveikinnar hófst það handa um uppsetningu æf- ingastöðvar til eftirmeðferðar þeirra sem veiktust og hlutu löm- un. Keypti félagið einbýlishús við Sjafnargötu í þessu skyni. Naut það til þess styrks frá danska lömunarveikifélaginu. Félagið lagði sitt lóð á vogar- skálina til að hafin yrði bygging endurhæfingardeildar við Land- spítalann með áeggjunum og fjár- framlögum. Stóð þá til að leggja æfingastöðina við Sjafnargötu niður en að áeggjan yfirmanna heilbrigðisþjónustu var það ekki gert. Nauðsynlegt reyndist þá að huga að byggingu nýrrar stöðvar. Reis hún við Háaleitis- braut 13 og var tekin í notkun 1968, löngu áður en hún gat talizt fullgerð. Börnin 1959 bættist nýr þáttur í starf SLF. Þá var hafinn rekstur sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn. Fyrstu 4 árin voru slík heimili tvö, Varmaland í Borgar- firði og Reykjaskóli í Hrútafirði. 1963 keypti félagið Reykjadal í Mosfellssveit og þar hefur þessi starfsemi verið síðan. t 6 ár var þar rekinn heimavistarskóli fyrir fötluð börn eða þangaó til aðstaða fyrir þau var sköpuð í Reykjavík. Félagið stofnaði og rak í tvö ár leikskóla fyrir fötluð börn við Háaleitisbraut. Er Reykjavíkur- borg skapaði leikaðstöðu í grenndinni var samkomulag um að fötluð börn fengju ‘4 húsnæðis hjá borginni ásamt fulikominni aðstöðu. SLF leggur til starfsfólk og nauðsynleg hjálpartæki. Við þetta losnaði húsnæði í æfinga- stöðinni og fengu asmasjúklingar þá aðstöðu þar, að ósk þeirra. SLF hefur lagt áherzlu á þjónustu við fatlaða að því er tekur til stoðtækja, -umbúða og skósmíði og styrkt einstaklinga við slíkt. Fjórmál Fjárráð félagsins hafa alltaf verið minni en þurft hefur að nota. Tekjur hafa byggzt á auka- gjaldi af eldspýtnasölu ÁTVR. Fara þær tekjur minnkandi og eru nú innan við 2 millj. kr. Sima- happdrættið hefur gefið góðar tekjur. Var þeim í upphafi ætlað að renna til nýbygginga og tækja- kaupa en tekjurnar hafa ætíð farið í það að bjarga hallarekstri í þjónustustörfunum. Gjafir og áheit hafa mjög styrkt stöðu félagsins frá upphafi. Kvennadeildin sem stofnuð var 1966 hefur unnið mjög ötullega að margs konar fjáröflun og verið félaginu mikil lyftistöng. Sl. 5 ár hefur félagið fengið eina milljón kr. í byggingarstyrk frá Alþingi. Starfið I æfingastöðinni að Háaleitis- braut starfa alls 35 manns, 10 sjúkraþjálfarar auk lækna og sér- fræðinga og annars starfsfólks. 20 manns eru í fullu starfi. Á starfstíma félagsins hafa alls 7555 sjúklingar fengið 222.452 æfingameðferðir á vegum þess. Er þá ótalin æfingameðferð á fötl- uðum börnum í Reykjadal. Til marks um aukningu starfsins má geta þess að fyrsta árið fengu 240 sjúklingar 4406 meðferðir. Á sl. ári komu 779 sjúklingar og fengu 22664 meðferðir. Yfir 400 börn hafá notið dvalar og meðferðar á sumardvalarheimilinu. Þessar tölur tala skýru máli um aukna þörf fyrir þjónustu félags- ins. Starf félagsins hefur mikið breytzt frá upphafi. Nú er ekki lömunarveikin en þörfin fyrir aðstoð við fatlaða og lamaða er mikil og sivaxandi þrátt fyrir það. Núverandi formaður félagsins er Friðfinnur Ólafsson sem var varaformaður fyrstu 20 árin. Framkvæmdastjóri er Eggert G. Þorsteinsson alþm. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.