Dagblaðið - 03.03.1977, Síða 22
22
8
AUSTURBÆJARBÍÓ
I
íslenzkur texti
Með gull á heilanum
(Inside Out)
Mjög spennandi og gamansöm ný
ensk-bandarísk kvikmynd í litum.
Aóalhlutverk: Telly „Kojak"
Savalas, Robert Culp, James Ma-
son.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
8
HAFNARBÍÓ
„Liðhlaupinn“
Spennandi og vei gerö og leikin
ensk litmynd, með Glenda Jack-
son og Oliver Reed.
tslenzkur texti.
Bönnuó innan 16 ára
Sýnd kl. 9 og 11
og
á samfelldri sýningu kl. 1.30 til
8.30 ásamt
Ógnun af hafsbotni
Spennandi ensk litmynd.
Samfelld sýning kl. 1.30 til 8.30.
8
GAMIA BÍO
I
Rúmstokkurinn
er þarfaþing
Ný, djörf, dönsk gamanmynd og
tvímælalaust skemmtilegasta
,,rúmstokksmyndin“ til þessa.
tslenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
8
NYJA BIO
I
Royal Flash
Ný bandarísk litmynd um ævin-
týramanninn Flashman, gerö
eftir einni af sögum G.
MacDonald Fraser um Flashman,
sem náð hafa miklum vinsældum
erlendis. Aðalhlutverk: Malcolm
McDowell, Alan Bates og Oliver
Reed.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
8
STJÖRNUBÍÓ
D
Hinir útvöldu
(Chosen Survivors)
íslenzkur texti.
Æsispennandi og ógnvekjandi ný
amerísk kvikmynd í litum um
hugsanlegar afleiðingar kjarn-
orkustyrjaldar. Leikstjóri Sutton
Roley.
Aðalhlutverk: Jackie Cooper,
Alex Gord. Richard Jaeckel.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Bönnuð börnum.
#ÞJÓÐLE1KHÚSIfl
Nótt ástmeyjanna
í kvöld kl. 20,
sunnudag kl. 20.30.
Síðasta sinn.
Sólarferð
föstudag kl. 20.
Dýrin i Hálsaskógi
laugardag kl. 15,
sunnudag kl. 14 og 17.
Guilna hliðið
laugardag kl. 20.
Litia sviðið
Meistarinn
í kvöld kl. 21.Síðasta sinn.
Miðasala
11200.
13.15 til 20. Sími
LAUGARASBÍÓ
Rauði sjórœninginn
D
Ný mynd frá Universal. ein
stærsta og mest spennandi sjó-,
ræningjamynd sem framleidd
hefur verið síðari árin. ísl. texti.
Aðalhlutverk: Robert Shaw,
James Earl Jones, Peter Bovle,
-Genevie'v'e Bujold og Beau
Bridges.
Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
8
BÆJARBÍÓ
D
Logandi víti
Stórkostlega vel gerð og'leikin ný
bandarísk stórmynd, talin lang-
bezta stórslysamyndin sem gerð
hefur verið, enda hefur hún alls
staðar fengið metaðsókn.
Aðalhlutverk: Steve McQueen,
Paul Newman, William Holden,
Faye Dunaway.
Isl. texti.
Sýnd kl. 9.
Hækkað verð.
8
TÓNABÍÓ
D
Enginn er fullkominn
(Some like it hot)
■ 'M'
iJgíSf^
* iváf
o
„Some like it hot“ er ein beztai
gamanmynd sem Tónabíó hefur
haft til sýninga. Myndin hefur
verið endursýnd víða erlendis við
mikla aðsókn.
Leikstjóri: Billy Wilder.
Aðalhlutverk: Marilyn Monroe,
Jack Lemmon, Tony Curtis.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sýfid kl. 5, 7.15 og'9.30.
HÁSKÓLABÍÓ
D
Mjúkar hvílur —
mikið stríð
<£oft beds — hard battles)
Sprenghlægileg ný litmynd þar
sem Peter Sellers er allt í öllu og
leikur 6 aðalhlutverk, auk hans
leika m.a. Lila Kedrova og Curt
Jiirgens.
Leikstjóri: Roy Boulting.
tsl. texti.
Sýnd kl. 5. 7 og 9.
Góða skemmtun.
Allra síðasta sinn.
Leikfélag
Kópavogs
Glataðir snillingar
aukasýning sunnudag kl.
20.30.
Aðeins þetta eina sinn.
Aðgöngumiðar iijá Laiusi
Blöndal, Skólavörðustíg og í
Félagsheimili Kópavogs.
Miðasalan opin frá kl. 17.
Sími 41985.
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1977.
Útvarp
Sjónvarp
i
Útvarp í kvöld kl. 20.20: Leikritið
Sveitarómantík fró
fyrrihluta aldarinnar
Leikritið Tengdamamma
eftir Kristínu Sigfúsdóttur
verður á dagskrá útvarpsins í
kvöld kl. 20.20. Leikstjóri er
Baldvin Halldórsson. Leikritið
er flutt í tilefni aldarafmælis
höfundar á sl. _ári. Vilhjálmur
Þ. Gíslason fyrrverandi út-
varpsstjóri flytur formálsorð.
Tónlistin sem leikin er í leikn-
um er eftir Sigursvein D. Krist-
insson.
Með hlutverkin fara: Guðrún
Þ. Stephensen, Hákon Waage,
Jónína H. Jónsdóttir, Svan-
hildur Jóhannesdóttir, Valur
Gíslason, Anna Guðmunds-
dóttir, Valdemar Helgason, Jón
Gunnarsson og Sunna Borg.
Það er sannkölluð sveita-
rómantík í þessu leikriti sem
gerist snemma á þessari öld á
sveitabæ fram til dala. Býr þar
efnuð ekkja ásamt ráðsmanni
sínum og vinnufólki. Ari, sonur
hennar, hefur verið í burtu við
nám en langar aftur heim í
sveitina og vill setjast þar að.
Sá hængur er þó á að Ari er
kvæntur kaupstaðarstúlku og
hann veit ekki hvernig hún
muni kunna við sig í sveitinni.
Þó varð það úr að ungu hjón-
in flytjast heim til móður Ara.
Margt breytist á bænum eftir
komu þeirra og má segja að þar
mætist gamli og nýi tíminn.
Flutningstími leikritsins er
ein klukkustund og fjörutiu
mínútur.
A.Bj.
Skáldkonan var barnung þegar hún byr jaði að semja
Leikritið flutt í tilefni
aldarafmælis höfundarins
Leikritió sem flutt verður í
útvarpinu í kvöld er eftir
Kristínu Sigfúsdóttur og flutt í
tilefni aldarafmælis skáldkon-
unnar, sem var í fyrra. Hún var
fædd árið 1876 á Helgastöðum í
Eyjafirði. Kristín naut engrar
skólagöngu, eins og títt var í þá
daga, en hún las allar þær
bækur sem hún náði í.
Stuax á unglingsárum sínum
fór hún að semja smáleikrit og
lék þau í heimahúsum ásamt
öðrum börnum.
Árið 1901 giftist hún Pálma
Jóhannessyni og bjuggu þau í
Kálfagerði frá 1908 til 1930.
Hefur hún jafnan verið kennd
við Kálfagerði. Brugðu þau
hjónin þá búi og fluttust til
Akureyrar.
Leikritið Tengdamamma var
fyrst sýnt í Saurbæ árið 1923,
en síðar bæði á Akureyri og í
Reykjavík.
Önnur verk Kristínar sem
komið hafa út á prenti eru
Sögur úr sveitinni 1924, Gestir
1925, Óskastundin 1926, Gömul
saga 1927 og '28 og leikritið
Melkorka 1948. Kristín Sigfús-
dóttir lézt árið 1953.
Eyfirzkar konur hafa stofnað
sjóð til þess að heiðra minningu
Kristínar Sigfúsdóttur. Skal
verja fénu til þess að greiða
andvirði herbergis í Hrafnagils-
skóla og verðlauna nemendur
fyrir móðurmálskunnáttu.
A.Bj.
Kristín Sigfúsdóttir var jafnan kennd við Kálfagerði en hún fluttist
þaðan árið 1930.
'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/JM
f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^
Einnig alls konar mat fyrir
allar stærðir samkvæma
eftir yðar óskum.
Komið eða hringið
í síma 10-340 KOKKi 7HÚSIÐ ,
2
Lækjargötu 8 — Sími 10-340 Z
TEæ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/ÆAr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Já
Gcgn samábyrgð
flokkanna
W
óhaí