Dagblaðið - 15.03.1977, Side 11
N t
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977.
_______________________ 11
Staða Samtakanna
Nú að nýafloknum flokks-
stjórnarfundi Samtakanna, sem
haldinn var 5. og 6. mars í
Reykjavík, er loksins eftir
nokkra óvissu um framtíð
þeirra orðið ljóst, að samhugur
ríkir um að halda áfram og efla
starfsemi þeirra. Um þetta
ríkir samhugur en ekki
einhugur: Á flokksstjórnar-
fundinum var ein hjáróma
rödd: Karvel Pálmason núver-
andi þingmaður Samtakanna.
Það er skoðun Karvels, að það
þjóni ekki markmiðum
islenskrar vinstrihreyfingar að
Samtökin starfi áfram. Jafn-
framt lýsti Karvel því yfir, að
hann myndi starfa innan Sam-
takanna út kjörtimabilið, þar
sem hann hefði verið kosinn á
þeirra vegum á Alþingi. Hvort
hann telur einstaklingsframboð
á Vestfjörðum þjóna
markmiðum vinstrihreyfingar-
innar lét hann ósagt.
Flokksstjórnarfundurinn
samþykkti m.a. að halda flokks-
starfinu áfram á landsgrund-
velli. Þetta þýðir að sjálfsögðu,
að Samtökin munu efla flokks-
starf sitt á Vestfjörðum sem
annars staðar í þeim tilgangi að
bjóða þar fram í næstu
kosningum. Þar sem ljóst er, að
þar mun Karvel ekki gefa kost
á sér, hvort sem hann ætlar að
hætta algerlega i stjórnmálum,
bjóða sig fram sem
einstaklingur eða ganga í
annan flokk, þá er það einnig
ljóst að Samtökin muni bjóða
fram annan mann í fyrsta sæti
á Vestfjörðum í næstu alþingis-
kosningum, nema svo fari að
Karvel skipti um skoðun. Nú
mun á reyna, hvort Vestfirðing-
ar hafi ekki kosið Samtökin í
tvennum alþingiskosningum
veena stefnn ^amtakanna, sem
beinist að endurnýjun islenzkra
stjórnmála, fremur en vegna
þess að þeim sé hlýtt til
einstakra manna.
Samtökin ætluðu sér í byrjun
ákaflega viðamikið takmark,
þ.e. að sameina alla vinstri-
menn í landinu og var þá
einkum átt við jafnaðar- og
samvinnumenn í öllum flokk-
um. í leiðinni ætluðu Samtökin
að endurnýja islensk stjórnmál
og uppræta þannig í þágu
þjóðarinnar marga valda-
klíkuna, sem nú enn í dag mis-
notar aðstöðu -sína. Með slíkum
markmiðum var augljóst, að
Samtökin eignuðust í byrjun
margan óvininn, sem einskis lét
ófreistað að koma þeim fyrir
kattarnef, og svo er enn, enda
markm. óbreytt. Gömlu stjórn-
málaflokkunum var beinlínis
sagt stríð á hendur, enda
höggva þeir vægðarlaust á Sam-
tökin jafnt innan þeirra sem
utan, sem eðlilegt má telja.
Með svo stór markmið þurfa
samtök vitanlega hæfa
forystumenn, en eins og alþjóð
veit hafa forystumenn Sam-
takanna reynst misjafnlega, svo
ekki sé meira sagt. Að mínu viti
munu aðeins tveir þeirra
merkjast á spjöldum íslenskrar
stjórnmálasögu vegna starfa
sinna þar, þ.e. Magnús Torfi
Ólafsson og þrátt fyrir allt
Hannibal Valdimarsson. Hinn
margumtalaði klofningur í
Samtökunum, sem í dag er
grínast með innan Samtakanna
byggist að mestu á því að
foringjarnir, sem fóru, skildu
ekki, að Samtakafólk hefur
hugsjón að leiðarljósi en ekki
misvitra foringja. Þetta er
talapdi tákn hins nýja anda í
stjórnmálum, sem Samtökin
hyggjast innleiða og einnig það
sem valdaklíkur gömlu
flokkanna óttast.
Við þetta er svo þvi að bæta,
að gömlu flokkarnir hafa reynt
með öllum ráðum að lokka til
sín talsmenn Samtakanna og
rífa þau þannig niður innanfrá.
Við þessa iðju hefur þeim orðið
talsvert ágengt. í" dag er hins
vegar þessum umþóttunartíma
Samtakanna lokið. Samtökin
hafa nú á að skipa einvalaliði
og formanni, sem sýnt hefur í
verki að hann svíkur ekki á
örlagastund.
Ekki er orð á því gerandi þó
að Karvel Pálmason núverandi
þingmaður Samtakanna á Vest-
fjörðum hyggist ekki bjóða sig
fram með Samtökunum í næstu
þingkosningum. í stjórnmálum
hefur það löngum reynst svo,
að maður kemur í manns stað
og það eru sameiginleg
markmið, sem halda fólki
saman en ekki einstaklingar. Ef
markmiðin eru einskisnýt þá er
pað einnig rétt, að vilji
kjósenda dæmi þau sem slík.
Um markmið Samtakanna þarf
enginn íslendingur að efast og
hugsanlegt fall þeirra væri
Kjallarinn
Einar Þ. Ásgeirsson
eyðilegging á dýrmætu
tækifæri fyrir alla þá, sem vilja
gera íslenskt samfélag réttlát-
ara.
Þessi stuttorða ábending er
sett hér fram til þess að lands-
menn láti ekki blekkjast af læ-
vísum áróðri andstæðinga Sam-
takanna og að endingu skal hér
bent á nokkur slík dæmi úr
fjölmiðlum þessarar viku.
Þjóðviljinn lætur þess getið að
enn eigi Samtökin einn þing-
mann, þetta er reyndar framför
frá því í haúst, en þá taldi sama
blað að Samtökin væru ekki
lengur til. Fastlega reikna ég
með að Karvel Pálmason æski
eftir leiðréttingu á þessari
frétt. Morgunblaðið hefur eftir
Karvel að ,,við vestfirðingar
mættum á fundinum til að gera
flokksstjórnarfólki grein fyrir
afstöðu vestfirðinga". Hið rétta
er auðvitað að tveir ósammála
vestfirðingar mættu á fund-
inum: Karvel Pálmason og
Bjarni Pálsson. Sá síðarnefndi
vi>' halda starfi Samtakanna
á am og var hann kosinn í
samvinnunefnd framkvæmda-
stjórnar. Einnig er ranglega
haft eftir Karvel að: aðeins
þeir, sem hefðu viljað halda
flokksstarfinu áfram hefðu
mætt á fundinum. Aðeins 10
flokksstjórnarmenn hafa
ákveðið sagt að þeir vilji ekki
halda starfinu áfram, hinsveg-
ar hafa tæplega 50% fleiri en
mættu á fundinum ákveðið
sagt að þeir vilji halda áfram,
en áttu ekki heimangengt
vegna loðr.uvertíðar og annars.
Við þetta má svo bæta því að
það eru fleiri en einn flokks-
stjórnarmaður af Vestfjörðum,
sem ekki voru samþykkir því að
leita eftir samstarfi við
Alþýðuflokkinn.
Samtökin hafa orðið fyrir
áföllum vegna óheilinda
nokkurra forustumanna í garð
flokksstefnunnar. Hvert áfall
hefur aðeins virkað þannig, að
kjarni Samtakanna hefur
þjappað sér meira saman. Um
leið hafa þau losnað við óþarfa
framboðsspekúlanta, en fengið
í stað þeirra ábyrga menn. Af
þessari ástæðu líta allir Sam-
takamenn björtum augum
framávið.
Einar Þ. Ásgeirsson hönnuður.
Hvað er Þjóðarflokkurinn?
Hvað er Þjóðarflokkurinn?
hefur mörgum orðið á að spyrja
undanfarna daga, síðan frétta-
tilkynningin um hann kom í
Dagblaðinu. Er það ein mafían
ennþá? Ekki undrar mig þó
margir spyrji á þá lund. Svo
furðulega hefur stjórnmálasag-
an íslenzka umskapazt og af-
skælzt á undanförnum árum, að
engum getur dulizt, að hún er
orðin sá smánarblettur á ís-
lenzku þjóðfélagi, sem aldrei
mun útmást af bókfelli ald-
anna. Jafnvel þó þjóðin eyðist,
mun niðurlægingin og forsmán-
in eftir standa.
Það sýnist vera harla óglæsi-
legur minnisvarði, sem hinar
hnígandi kynslóðir eftirláta af-
komendum sínum, hinum
komandi arftökum stjórnunar
hins unga íslenzka lýðveldis.
Þeim arftökum, sem ber að
lyfta því ærna grettistaki að
hefja land og þjóð til vegs og
virðingar meðal annarra þjóða.
Þjóðin sem heild getur ekki
lengur unað við upplogin fögur
fyrirheit, innantómt blaður
fárra óprúttinna eigínhags-
munasinnaðra braskara, sem
láta sig að engu leyti varða vel-
ferð og afkomu hins almenna
borgara.
Þjóðarflokkurinn, eftir að
hann hefur verið löglega stofn-
aður, verður flokkur, sem sam-
an stendur af mönnum, sem eru
orðnir langþreyttir af að hlýða
á loforð loddarabrodda þeirra
flokka, sem fyrir eru og hefur
verið trúað fyrir að vinna að
velferð almennings og ekki sízt
þeirra, sem afla þjóðinni
brauðs. Það hefur ekki skort
fögur fyrirheit fyrir hverjar
kosningar, já allir lofa að gera
betur en þeir, sem fyrir voru,
og öll loforð kafna undir kosn-
ingasvikum og innbyrðis
hrossakaupum um mál, sem
miða öll að því að draga allar
þjóðartekjurnar í hendur ör-
fárra manna. Það er aðeins eitt
mál, sem þingheimur allur
hefur getað komið sér saman
um, allir flokkar, sem nú sitja á
hinu virðulega alþingi. Það er
að skammta sjálfum sér kaupið.
Þá heyrðist ekki andsvar, þá
voru allir flokkar á íslandi ein
heild. Já, vei þeim vesælu.
Svona vinnubrögðum viljum
við þjóðarflokksmenn ekki una
lengur. Þess vegna höfum við
ákveðið að stofna hinn nýja
flokk, Þjóðarflokkinn, flokk
með nýjum andlitum, körlum
og konum, sem hafa ekki
neinna sérhagsmuna að gæta,
hafa einurð til að vinna að
hagsmunum almennings, taka
stóra þjóðarkökubitann úr
höndum örfárra manna og
skipta honum sem jafnast á
milli allra þjóðfélagsþegnanna.
Þá geta allir íslendingar lifað
góðu lífi. Því engin þjóð í
heiminum aflar eins mikils
auðs miðað við fólksfjölda og
isienzka þjóðin.
En hvert fer þjóðarauður-
inn? Færeyingar geta borgað
þrisvar sinnum hærra verð
fyrir hvert fisktonn en íslend-
ingar. En svo selja íslendingar
fiskafurðirnar fyrir Færeyinga.
Þetta hlýtur að vekja óhugnan-
legan grun um, að allt sé nú
ekki með felldu.
Þjóðarflokkurinn mun
berjast á móti allri orkugjöf til
erlendra auðhringa á kostnað
íslenzkrar alþýðu.
Þjóðarflokkurinn . mun
einskis svífast til að koma í veg
fyrir, að hér verði reist erlend
eiturspýtandi stóriðjuverk-
smiðjubákn. Við eigum fagurt
og ómengað land að mestu leyti
ennþá, nema hvað hið fræga
ógæfuörverpi vanhugsandi
örfárra augnabliksfjárgróða-
postula hefur nú þegar hrúgað
sér upp suður í Straumsvík,
landinu til skammar og þjóð-
inni til ófyrirsjáanlegrar
heilsuspillingar.
Þjóðarflokkurinn mun vinna
að öllum þeim málum, sem
varða heill almennings. Við
munum Vinna að því, að gamla
fólkið njóti sama réttar I þjóð-
félaginu og þeir, sem heilir eru,
en því sé ekki straffað fyrir það
eitt, að aldurinn skuli færast
yfir það, svo að það fái ekki
nálægt hálfu lífsviðurværi,
þegar ævinni fer að halla.
Sömuleiðis mun Þjóðar-
flokkurinn beita sér fyrir batn-
andi lífsafkomu öryrkja, því að
svo smánarlega er þeim naumt
skammtað, að enginn möguleiki
er fyrir þá að geta dregið fram
lífið af slíkum tittlingaskít.
Hér á landi eru starfandi al-
mannatryggingar, sem mikið
hefur verið gortað af. Hver
flokkurinn af öðrum hefur
eignað sér svo og svo mikið í
stofnun þeirra. Þó eru þær lítið
annað en nafnið eitt, fyrst ekki
er hægt að veita örorkuþegum
þann styrk, að það sé mögulegt
að lifa af honum. I landinu er
starfandi fast að hundrað líf-
eyrissjóðum. Hvað liggur
beinna við en sameina þá alla í
einn sjóð, veita svo öllum hvar i
stétt, sem þeir standa, sömu líf-
eyristekjur? Hafa bara einn
forstjóra og einn gjaldkera, en
setja allan óþarfalýð út á togar-
ana okkar og láta hann afla
þjóðinni tekna?
Þjóðarflokkurinn mun beita
sér fyrir að fækka forstjórun-
um í fínu stólunum og minnka
þannig ríkisútgjöldin, sömu-
leiðis að setja tyggigúmmílýð-
inn, sem gerir ekkert annað en
þvælast fyrir f allflestum opin-
berum stofnunum, til starfa við
sjávarútveginn og vinna þannig
að aukinni gjaldeyrissöfnun
þjóðarinnar.
Þjóðarflokkurinn ætlar ekki
að byggja afkomu þjóðarinnar
á tómum nefndum og ráðum og
innantómum ráðleysishug-
myndum, heldur á virkum
framkvæmdum manna, sem
hafa sjálfsvirðingu og sómatil-
finningu fyrir því að vinna ís-
lenzku þjóðinni sem mest og
bezt. Það er sama* hvort heldur
það er ríkið eða einstaklingur,
sem ætlar að reka f.vrirtæki.
Það verðúr aldrei rekið með
tómum forstjórum, hins vegar
kemur til kasta hins vinnandi
manns að vinna verkin.
Þjóðarflokkurinn mun beita
sér fyrir launajafnrétti. Sömu
laun fyrir sömu vinnu, hvort
heldur karl eða kona vinnur
verkið. Það hlýtur hverjum
manni með meðaldómgreind
að hrjósa hugur við því, að
eiginmenn skuli eiga að geta
kinnroðaíaust látið sjá sína
dýrðlegu ásjónu við hlið eigin-
kvenna sinna, hvað þá sængað
með þeim, fyrst þær eru svo
ófullkomnar lífverur að geta
ekki unnið fyrir sömu launum
og eiginmenn þeirra.
Þjóðarflokkurinn mun
berjast á móti öllum bjórfrum-
vörpum, hvort sem þau konta
Kjallarinn
Guðmundur Jónsson
frá þaraforeldrum vestan úr
Karlsey á Reykhólum, eða
skjálfandi gufudvínandi
drulluholum á Kröflusvæðinu.
Þjóðarflokksmenn og konur
vilja sporna við hinum geig-
vænlega drykkjuskap, sem er
að sökkva landi og þjóð í þann
svartasta fordæmingarhyl, sem
virðijt vera allri mannlegri
skynsemi yfirsterkari. Það
verður að teljast ömurlegt hlut-
skipti að rísa upp úr aldagam-
alli niðurlægingu og erlendri
kúgun, menntunarskorti og fá-
tækt, til sjálfforræðis og
komast í tölu hinna bezt mennt-
uðu þjóða heims, en sökkva um
leið í brennivíni og öllum þeim
löstum, sem því fylgir, ránum,
svikum og jafnvel manndráp-
um, án þess að þingheimur og
þau flokkafyrirbæri, sem valin
hafa verið til að betrumbæta
hverju sinni, láti sig það að
nokkru varða. Trúið þið
þessum mönnum lengur? Ef
svo er, þá er íslendingum illa
farið aftur.
Þjóðarflokkurinn verður
stofnaður fyrstu dagana í maí
næstkomandi bæði hér í
Reykjavík og um leið flokks-
deildir úti á landi. þvi sifellt
berast okkur bréf. með
áskorunum og nafnalislum, um
beina þátttöku fólks úr öllum
flokkum, sem fyrir eru, nöfn
manna, sem telja sig hafa
fengið nóg af loforðum og svik-
um. Nöfn
heiðarlegra manna, sem kunna
betur við að láta hengja
þjófinn heldur en þann, sem
kemur upp um hann. Nöfn
manna, sem vilja láta eitt og
það sama yfir alla ganga, en
ekki níðast á þeim smáu og
upphefja þá, sem kallaðir eru
„þeir stóru“ í það minnsta á
pappírnum.
Það hafa alltaf fylgt mann-
kyninu frá upphafi vega lítil-
menni í ýmsum myndum.
Þessum lítilmennum hefur allt-
af fundizt, að þeir einir gerðu
rétt. En íslendingar, getið þið
hugsað ykkur hættulegri lítil-
menni en þá, sem aðeins virðast
kunna að ljúga og svíkja um
leið? Lifa fyrir það eitt að
traðka á samtíð sinni? Láta sig
einu gilda^ andlegan og
líkamlegan hag og velferð sam-
borgara sinna, bara ef þeir geta
skarað eld að sinni eigin köku?
Islendingar: Island er bara
fyrir Islendinga. Við eigum
nóga raforku fyrir okkur sjálfa
um langa framtíð. Við eigum
nægan jarðvarma líka. Við
höfum lélega þjóðvegi, þá þarf
að byggja upp að mestu leyti að
nýju. Þjóðarflokkurinn mun
beita sér fyrir, að það verði gert
og notaður í þær framkvæmdir,
þó ekki væri nema hluti af öll-
um þeim milljörðum, sem nú-
verandi stjórnarflokkar ætla
sér að byggja sér fyrir eiturspú-
andi stóriðjubákn. Islendingar!
Gefum þeim frí, þannig verður
þjóðinni bezt borgið. Það er
leiðin til þess að íslendingar
geti orðið frjáls þjóð, átt
ómengað land og lifað við hag-
sæld og frið í sínu eigin föður-
landi.
Við munum halda áfrarn að
skrifa greinar um hin ýmsu
málefni og k.vnna þannig
stefnu okkar, sem að Þjóðar-
flokknum stöndum. Þeim sem
vilja veita okkur liðsinni er
bent á að senda bréf í pósthólf
594. Reykjavík. Við munum
svara öllum fyrirspurnum svo
fljótt sem tími vinnst til.
Guðmundur Jónsson.