Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. Erlendar fréttir ASGEiR TÖMASSON I REUTER i Eiginkona Biermanns er farin til hans Eiginkona austur-þýzka flóttamannsins, Wolfs Bier- mann, yfirgaf Austur-Berlín í gær. Áreiðanlegar heimildir herma að hún hafi farið til manns síns, sem nú dvelst í Hamborg. Kona Biermanns heitir Tina og er 22ja ára gömul. Hún tók ársgamlan son þeirra hjóna með sér. Einnig voru húsgögn á heimili þeirra fjarlægð i gær. Wolf Biermann er fertugur söngvari og semur pólitíska texta. Hann var sviptur a-þýzkum borgara- réttindum í nóvember síðastliðnum, er hann var á hljómleikaferðalagi í V- Þýzkalandi. Yfirvöld sökuðu hann um að hafa rægt land sitt. Honum hafði ekki verið leyft að koma fram opinber- lega I A-Þýzkalandi síðan árið 1965. 70% bandarískra skólanema drekka Bandarískir unglingar byrja að drekka fyrr og drekka meira en nokkru sinni áður er niðurstaða sem þingnefnd komst að. Nefndin naut við athuganir sínar á unglingum aðstoðar dr. Ernest Noble, forstöðu- manns bandaríska áfengis- varnaráðsins. Hann segir að könnun sem gerð var í 120 gagnfræðaskólum sýndi að um 70% bandarískra ungl-' inga hefðu drukkið áfengi, sem þýðir að 17 milljónir unglinga drekka. Dr. Noble sagði að tala nemenda sem drykkju sig fulla, hefði tvöfaldazt frá árinu 1957-74. Árið 1965 brögðuðu unglingar fyrst áfengi 13.6 ára að meðaltals- aldri. Árið 1975 hafði aldur- inn lækkað niður i 12.9 meðaltalsár. Offallegtilaö verðalögga Er bandaríska stúlkan Mary Ann Graupner sótt: um lögreglukonustarf var henni synjað og sagt, að hún skyldi frekar fara til Hollywood og verða leik- kona, lögreglan hefði ekkert að gera með bráðfallegar stúlkur í sínum röðum. — Fröken Graupner hefur kært lögregluna fyrir kynja- mismunun. Lögreglumaðurinn, sem neitaði fröken Graupner um starfið þrætir fyrir að hafa sagt henni að fara til Hollywood. ,,Hún fullnægir einfaldlega ekki kröfum okkar," sagði hann. „Auk þess að vera bráðfalleg er hún aðeins 160 cm á hæð og vegur aðeins 54,5 kílógrömm. Indland: Desai hefur stjómar- myndunarviðræður ídag Nýskipaður forsætisráðherra Indlands, Morarji Desai, hóf í gær að mynda nýja ríkisstjórn í landinu — þá fyrstu án þátt- töku Kongressflokksins þau þrjátíu ár sem landið hefur verið sjálfstætt. Desai hélt blaðamannafund- síðdegis í gær. Hann var mjög spurður um ósætti við Jajivan Ram, leiðtoga Lýðræðis- flokksins, en neitaði að láta neitt uppi um það. Lýðræðis- flokkurinn hefur stuðning átta- tíu milljóna Indverja Ram leiðtogi hans lýsti sig í gær óánægðan með val Janatasam- bandsins á Desai sem forsætis- ráðherra og kvaðst ekki ætla að ganga með flokk sinn í Janata- sambandið. Hins vegar ætti hann eftir að ákveða hvort hann styddi bandalagið á þingi. Desai forsaetieréöherre ásamt Narayan, öArum leiötoga Junataflokksins. VEGGSAMSTÆÐUR Efum að taka upp hinar vinsælu dönsku veggsamstæður fra' Denka. Bæsuð eik — palesander. Verð pr. eining frá kr. 66.885.- FORSTOFUSPEGLAR með innbyggðu Ijósi úr palesander, eikogtekki. HRINGIÐ! Allan sólarhringinn flytjum við nýjustu f réttir um vöru Okkar. SOGAVEGI 188 - SÍMI 37210 Heimilið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.