Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. Formaður Félags íslenzkra iðnrekenda: ÚTLENDINGAR NJÓTA HÉR FORRÉTTINDA Á KOSTNAÐ ALMENNRA LÍFSKJARA —sérstök undan- þágulögnotuðtil að lokka hingað erlentfjármagn til iðnaðar — íslenzkur iðnaðurafskiptur um leið „Það hefur alltaf orðið að setja sérstök undanþágulög til að lokka hingað erlent fjár- magn i iðnrekstur því enginn erlendur aðili mundi nokkru sinni ljá máls á að fjárfesta hér á þeim kjörum sem íslenzkur iðnaður verður að búa við,“ sagði Davið Scheving Thor- steinsson formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda í viðtali við DB i gær. Atti hann þarna t.d. við ÍSAL, málmblendiverið á Grundartanga og Kísiliðjuna við Mývatn. í sambandi við mis- munun gat hann einnig ís- lenzkra fyrirtækja, sem nánast eru ríkisfyrirtæki, og nefndi þar sem dæmi Þörungavinnsl- una við Reykhóla. Aðspurður um nefndar undanþágur sagði hann þær ná til tolla, sölu- skatts, aðstöðugjalda og raf- magnsverðs, svo eitthvað væri nefnt. I ræðu sem hann hélt i gær á ársþingi FÍI gat hann eftirfar- andi sem hann sagði hafa kom- ið fram í nýrri skýrslu þjóðhag- stofnunar: Iðnaðurinn greiðir að meðaltali 30% hærri vexti en hinir höfuðatvinnuvegirnir. Hluti iðnaðar í útlánum banka- kerfisins minnkaði úr 13% árið 1970 í 9,4% í fyrra. Framlög til iðnaðar af fjárlögum í ár eru 0,6% en til samanburðar til sjávarútvegs 2,1% og 5,1% til landbúnaðar. Iðnaðurinn greið- ir 3,5% launaskatt en fyrr- nefndir atvinnuvegir engan. Fleira taldi Davíð upp í þess- um dúr og sagði svo: „Þrátt fyrir þennan aðbúnað er at- hyglisvert að vöxtur iðnaðar- framleiðsly hefur verið langt umfram aukningu þjóðarfram- leiðslu undanfarinna ára. Mér er spurn, hver hefði vöxtur hans orðið ef hann hefði t.d. fengið að njóta sömu starfsskil- yrða og'útlendingar njóta á Is- landi? Hversu miklu betri væru lífskjör hér á landi I dag ef svo hefði verið?“ Davíð kom víða við og sagði m.a. að framlag rlkissjóðs til Utflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins færi árlega minnkandi þrátt fyrir heldur aukna krónutölu. Síðar I ræðunni tók hann fram að með þessu væri hann ekki að fara fram á nein for- réttindi en kröfur íslenzkra iðn- rekenda væru: Sömu starfsskil- yrði og aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar njóta. Sömu starfs- skilyrði og erlendir keppi- nautar njóta hver í slnu landi og loks sömu starfsskilyrði og útlendingar njóta á íslandi. Helgi Ólafsson teflir glæsilega í Lone Pine: HEFUR GERT JAFNTEFLIVIÐ ÞRJÁ STÓRMEIST ARA — Hefur 2 'L vinning eftir fjórar umferðir „Bandaríski stórmeistarinn Benkö bauð mér jafntefli eftir 30 leiki í fjórðu umferðinni hér. Ég tók þvl,“ sagði Helgi Ólafsson í viðtali við fréttamann DB I gær. Helgi hafði hvítt. „Byrjunin var enskur leikur. Ég fékk verri stöðu,“ sagði Helgi. Helgi Ólafsson teflir nú á al- þjóðlegu skákmóti í Lone Pine I Kaliforníu. Hefur hann nú fengið 2'A vinning úr fjórum skákum. Efstir á mótinu eru nú Balasjov frá Sovétríkjunum og séra Lom- bardi sem hér er að góðu kunnur, m.a. frá því hann var yfirdómari hér á millisvæðamótinu í fyrra. Þá var hann aðstoðarmaður Bobby Fischers hér í Reykjavík þegar hann vann heimsmeistara- titilinn árið 1972. Helgi gerði jafntefli í fyrstu umferðinni, sem tefld var sl. sunnudag, og þá við bandaríska stórmeistarann Larry Evans. I næstu umferð tefldi Helgi við ungan Bandaríkjamann sem náð hefur hálfum alþjóðlegum meist- araárangri. I þeirri skák náði Helgí vinningi. í þriðju umferð gerði Helgi jafntefli við banda- ríska stórmeistarann Larry Christiansen. Alþjóðlegi stórmeistarinn Benkö, sem Helgi gerði jafntefli við í fjórðu umferð sem tefld var í fyrradag, flúði land sitt, Ung- verjaland, árið 1954. Tók hann þátt í alþjóðlegu skákmóti stúdenta sem haldið var hér í Austurbæjarskólanum 1 Reykja- vík. í því móti var Tal á fyrsta borði hjá sveit sovétstúdenta og Spassky á 2. borði. Benkö fékk landvistarleyfi sem pólitískur flóttamaður I Banda- ríkjunum. Hefur hann teflt á fjölda skákmóta, einkum þar I landi. Meðal annarra keppenda, sem eru annars um 50, eru 13 alþjóð- legir stórmeistarar. Þar eru t.d. Browne frá Bandarlkjunum og Nona Gaprindasvili, heimsmeist- ari kvenna í skák, og Argentínu- maðurinn Panno. Fyrir þessu móti gengst auð- maður og uppfinningamaður, Louis Statham að nafni. Fyrstu verðlaun í mótinu eru um 2 mill- jónir ísl. króna. Fyrstu 15 menn fá verðlaun, stiglækkandi. „Hér er ljómandi veður,“ sagði Helgi, „og fer vel um mig.“ Þegar fréttamaður talaði við Helga Ölafsson kl. 17 I gær var klukkan 8 að morgni í Lone Pine I Kali- forníu. Var þá að hefjast nýr keppnisdagur hjá Helga. Átti hann fyrir höndum að tefla við jýgóslavneskan skákmann. „Ég hef hvítt,“ sagði Helgi, ,,og ætla að vinna hann.“ Teflt er eftir Monrad-kerfi. BS. Helgi Ólafsson Portisch — Larsen: 5 /2—3/2 Larsen sýnir enn sniHingshandbragð í endatafli Biðskákinni I Rotterdam lauk með jafntefli. Um þessa niundu skák í áskorendaeinvlginu milli Larsens og Portisch sagði i frétt I DB I gær: „Níunda skákin milli Larsens og Portisch fór einnig I bið. Talið er að skákin sé töpuð hjá Larsen. Ekki má þó gleyma þvl að Larsen er enginn aukvisi I endatafli." Staðan I Rotterdam er því 5V4—3V4 fyrir Portisch og þrjár skákir ótefldar, ef Larsen tekst að vinna næstu skák og gera a.m.k. jafntefli í þeirri næstu, eða öfugt. Skákin tefldist annars þannig: Larsen hafði hvítt: 41. Hf7—Kg8 42. Hc7—Hf6 43. Rf5—g6 44. Hc6—Hxc6 45. Re7- —Kf7 46. Rxc6—g5 47. b4—cxb4> 48. Rxb4—Kf6 49. Rd5—Ke6 50. Rc7—Kf7 51. b5—Bc5 52. Rc7—Kf 6 53. Rd5—Kg6 54. Hcl—Hxh2 - 55. Kd3—Bd4 56. Hc6—Kf7 57. Hf6—Ke8 58. Hf5—g4 59. fxg4—h4 60. Hh5—Kf7 61. Hf5—Ke8 62. Hh5—Kf7 63. Hf5—Jafntefli. Montemario Handsaumaöar ítalskar leöur karlmannamokkasíur Sérlega mjúkar og vandaöar Reimaðar og óreimaðar, Litir: Brúnt, svart, ryðrautt. Verð: kr. 7.550 — Skór í sérstökum gæðaflokki ^au9ave9i 69 sim'168b0 * Miðbæjarmarkaði — simi 19494 Kortsnoj — Petrosjan 5%-4% Kortsnoj og Petrosjan gerðu jafntefli I níundu skákinni I ein- viginu í II Giocco, eins og spáð var. Skákin var þannig, Kortsnoj hafði hvítt: 41. e5—Rb2- 42. Kc3—Ra4- 43. Kd3—Jafntefli. Allt á sama stað hjá Garðbiíum: Páskaeggjamarkaöur, kökubasar, f lóamarkaöur og hlutavelta Skátafélagið Garðbúar, sem starfar I Bústaða-, Smáíbúða- og Háaleitishverfi, mun laugardag- inn 26. marz efna til páskaeggja- markaðar, kökubasars, flóamark- aðs og hlutaveltu — allt á einum stað, i Bústaðakirkju. Þetta er ein af mörgum fjáröfl- unum sem félagið hyggst standa fyrir á næstu 2-3 mánuðum I þeim tilgangi að sem flestir eigi kost á að komast á landsmótið er haldið veróur í sumar, dagana 17.-24. júlí 1977. Takmark Garðbúa er að geta greitt mótsgjald og ferðir ásamt sameiginlegum kostnaði félags- manna niður um helming en mótsgjaldið verður kr. 13.400 og er þar innifalið fullt fæði fyrir allan mótstímann. Sem sagt, á laugardaginn kl. 14 er vissara fyrir fólk að koma fyrr en seinna svo það verði ekki af beztu vinningunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.