Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977.
Islenzkir stjórnmálaflokkar
— úreltar hagsmunaklíkur
Af hverju halda menn aö
Kristinn Finnbogason hafi
verið aðalhvatamaðurinn að því
að hiö umtalaða sanddæluskip,
Grjótjötunn, var á sínum tíma
keypt til landsins? (Síðan er
Grjótjötunn raunar orðið ræmt
svindilskip, en það er önnur
saga og þessu máli óviðkom-
andi). Það skyldi þó ekki vera
vegna þess að Grjótjötni var
ætlað í hafnargerð og önnur
slík mannvirki? Það skyldi þó
ekki vera að ráðherrar í flokki
Kristins hafi farið með slik
ráðuneyti og slík völd? Og það
skyldi nú ekki vera að þeim
hafi verið ætlað að útvega
Grjótjötni slík verkefni? Og
það skyldi nú ekki vera að ein-
hver hafi ætlað að græða á öllu
saman?
En sé þetta svona þá er það
ekkert einsdæmi, engin frétt,
ekkert nýtt. I samfélagi okkar
eru reddingar af þessu tagi ein-
mitt orðin megin mark og mið
þeirra hagsmunaklika sem
stundum eru of virðulega kall-
aðar stjórnmálaflokkar. Og
Kristinn Finnbogason er auð-
vitað langa vegu frá því að vera
eitthvert einsdæmi, þessa
finnast dæmi í öllum flokkum,
á öllum vígstöðvum. En
Kristinn er kannske óvenju
hreinskilinn, leikur leiki sína
fyrir óvenjulega opnum tjöld-
um.
Því er á þetta minnzt að í
vikunni komu fréttir um það í
blöðum að reynt hefði verið að
bola Kristni Finnbogasyni úr
lykilstöðu sem hann skipar í
flokki sínum. Það mistókst að
vonum. Barnaleg kreppublöð
eins og Þjóðviljinn draga auð-
vitað þá hallærislegu ályktun,
að þarna eigist við einhver
hægri armur og einhver vinstri
armur. Nær væri að ætla, að
hafi þarna átzt við ólik sjónar-
"mið, þá hafi það annars vegar
verið aðstöðubraskararnir og
hins vegar þeir, sem kannske.
gera sér hærri og reisnarmeiri
hugmyndir um pólitík. Og spurt
var að leikslokum.
Þessar fréttir eru ömurlegur
vitnisburður, ekki endilega um
ástand þessa tiltekna stjórn-
málaflokks, heldur íslenzkra
stjórnmálaflokka almennt. Það
gildir sennilega um alla ís-
lenzka stjórnmálaflokka, að það
er fátt fólk sem tekur þátt í
starfi þeirra — og greiðir
gjarnan atkvæði svona! Og eðli-
lega skirrast aðrir við að koma
og taka þátt.
Söguskoðun
Það er söguskoðun út af fyrir
sig, að á undangengnum áratug-
um, þegar íslenzkt flokkakerfi
hefur lítið eða ekki breytzt, þá
hafi allur mismunur flokkanna
í veigamiklum málum bókstaf-
lega horfið. Auðvelt er að gera
sér í hugarlund að ekki sízt hafi
þetta átt sér stað á árum Ný-
sköpunarstjórnarinnar,- 1944—
47. Auðvitað deildu stjórnmála-
flokkar eftir sem áður um
veigamikil mál, og þá einkum
og sér í lagi utanríkismál. En í
grundvallaratriðum hvarf allur
ágreiningur um efnahagsmál.
Flokkarnir urðu allir málsvarar
stórs ríkisgeira, og leikurinn
snerist í það að ráða þessum
ríkisgeira til þess að geta
mjólkað hann, veitt embætti og
þó einkum fjármálalega að-
stöðu. Það urðu hin raunveru-
legustu og áþreifanlegustu
völd. Auðvitað hefur þetta
verið í misríkum mæli, en er
samt kjarni málsins.
Og flokksfjölmiðlarnir sem
orðnir eru hluti af sama ríkis-
geiranum, prédika þá skoðun,
V I
að engin slík vandamál séu til,
heldur snúist þessi leikur um
raunverulegan ágreining.
Þeirri skoðun er nú gjarnan
haldið á lofti að raunveruleg-
ustu andstæður Islenzkra
stjórnmála séu Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubandalag.
Það séu kantarnir. Og hver er
svo munurinn? Sjá menn mun í
þenslu ríkisbáknsins? Aðstöð-
unni í bönkunum? Fram-
kvæmdunum við Kröflu? Fram-
kvæmdastofnun? Sannleikur-
inn er því miður sá að Kristinn
Finnbogason gæti verið í
báðum þessum flokkum. Og
krataflokknum líka.
Framkvœmdastofnun
Eitthvert hryggilegasta
dæmið um þessa þróun var
sagan um Framkvæmdastofn-
unina. Ríkisstjórn Ólafs
Jóhannessonar setti þá stofnun
á laggirnar, og flokkarnir sem
aðild áttu að þeirri rikisstjórn.
settu hver sinn manninn í for-
stjórastöðu, þar sem þeir sátu í
sjóðunum og veittu sínum
mönnum fjármagn úr ríkiskass-
anum. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokks mótmæltu og sögðu
efnislega o'g réttilega að þetta
væri siðleysi, spilling og þensla
— byði hættunni heim. Sem og
hefur gerzt.
En hvað gerist? Þremur
árum seinna kemst Sjálfstæðis-
flokkur í ríkisstjórn. Lagði
hann ekki báknið niður? Ónei,
hann einasta ýtti þeim gömlu í
burtu úr fjárveitingarstólun-
um, en setti sinn mann i
staðinn. Og svo var haidið
áfram að þenja ríkisfjármálin,
ausa fé á báða bóga, nota
aðstöðu og auðvitað misnota
hana. Hvað annað?
íslandsmaðurinn er ýmsu
vanur I þessum efnum, og
sennilega fannst fæstum þetta
óeðlilegt. Það trúði þeim hvort
sem var enginn þegar þeir
þóttust vera á móti þessu. Og
Kristnar Finnbogasynir allra
flokka höfðu sameinazt og gátu
fagnað. Þetta var það sem þeir
höfðu alltaf sagt. Pólitík er og
verður auvirðilegt aðstöðu-
brask.
Upphaf þessarar hnignunar
má efalítið finna í Nýsköpunar-
stjórninni, sem þó gerði auð-
vitað márgt betur en aðrar
stjórnir. En þá tók að hverfa
greinarmunur, sem annars ætti
að vera aðal heilbrigðs stjórn-
málalífs. Þeir fóru allir að
koma sér fyrir í bákninu,
mjólka báknið. Og þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn, stærsta og
styrkasta stjórnmálaaflið í
landinu, telur sig vera einhvers
konar mótvægi þessarar þróun-
Kjallari á
föstudegi
Vilmundur Gylfason
ar, þá eru það glannaleg ósann-
indi sem standast ekki lauslega
athugun. Það þarf ekki annað
en kíkja upp I Framkvæmda-
stofnun eða norður að Kröflu
til þess að sannfærast um það.
Ömurleg endalok
Einhvern veginn er það svo,
að hreyfing síðustu missera
hefur, þrátt fyrir allt, verið að
opna þessa undraheima. 1 þess-
um dálkum hafa fjölmörg slík
dæmi verið rakin, og efalítið er
það svo, að um of hefur slfk
athugun beinzt að meðlimum í
Framsóknarflokki; það virðist
fela í sér að eingöngu þar
finnist dæmi um slíkt — en það
var raunar aldrei meiningin.
Æpandi dæmi og ofsafengin
viðbrögð hafa raunar stuðlað að
slíku, en hér er engu að síður
um að ræða' sjúkdóm stjórn-
kerfisins, ekki tiltekins stjórn-
málaflokks.
Nöturlegt er það engu að
sfður þegar flokksgæðingur er,
framhjá öllum siðum og
venjum, gerður að forstjóra
Sölunefndar varnarliðseigna,
sem er opinbert braskfyrirtæki.
Og nöturlegra er það enn
fyrir þá sök, að með svona
embættaveitingu var verið að
leysa vandamál í fyrirgreiðslu-
hópi; gera hreingerningu.
Kjánalegum ritsóða hafði verið
att í óhreinleg ritstörf, það
passaði ekki lengur, og þá var
hann settur í svona embætti.
Þetta fundu þvf nær allir.
Svona hlutir gætu ekki gerzt f
stjórnkerfi, þar sem rfkti
snefill af sjálfsvirðingu. Það er
allt og sumt.
Nú virðist hafa átt að halda
hreingerningunni áfram. En
Kristinn Finnbogason sendir
okkur öllum langt nef. Hann
situr hvort sem er á sínum stað
við kökuborðið, f bankaráði
Landsbanka Islands.
Og þetta er vfðar svona, og á
ótrúlega lágu plani. í Alþýðu-
flokknum — eða fulltrúaráði í
Reykjavfk, sem er hliðstætt
apparati Kristins f Framsóknar-
flokknum — var krafizt
skýringa á fjárreiðum vegna
borgarstjórnakosninga. Þær
hafa aldrei fengizt, en á aðal-
fundi stóð upp einn af fjárafla-
mönnum og bað fyrirspyrj-
endur að hafa sig hæga, hann
hefði, þegar hann aflaði fjár til
kosninga, tekið sfmtöl við menn
upp á segulbönd og ætti þau f
stórri bók! Á fámennum fundi
setti menn auðvitað hljóða, en
það sem fæðingarkrötum eins
og undirrituðum, sem raunar
var einn fyrirspyrjenda, þykir
nöturlegast, er að þessi tilteknu
fjármál skuli ekki þegar hafa
verið hreinsuð upp og sfm-
hringjandinn síðar rekinn úr
flokknum. Það er þetta sem
gerir stjórnmálaflokka júst
ekki spennandi — en þessir
fuglar eru alls staðar. Og aðrir
eðlilega gefast upp, nenna ekki,
og kannske leggja stund á ann-
ars konar félagslff.
Endalaus dœmi um
samtryggingu
Stjórnkerfinu er hætta búin,
þegar flokkakerfið, undirstaða
þess, snýst um aðstöðubrask og
fjármunabrask fyrst og fremst,
og verður auk þess oft á tfðum
beinlínis sóðalegt. Hvað vita al-
mennir fslenzkir flokksmenn,
sem stundum eru svo kallaðir,
til að mynda .um fjáröflun til
flokka, kosninga og fyrirtækja?
Hvað veit sjálfstæðismaður um
nýja Sjálfstæðishúsið I Bolholti
(nema það sem hann hefur
lesið í gulu pressunni um
Ármannsfell), hvað veit venju-
legur kommi um fjármál Þjóð-
viljans? Ekki veit ég um kosn-
ingafjármál Alþýðuflokksins f
Reykjavík.
Og áfram upp eftir. Hvað
vitum við um banka, lánasjóði,
byggðasjóði, allt þetta peninga-
streymi, sem alls staðar fer
fram? Við vitum þetta auðvitað
ekki — og á meðan halda þeir
barasta áfram að kjósa Kristin
Finnbogason.
Þfr klöppuöu
Kristin upp
Krisiinn Finnhn...-. ... ÆT
ma6“r FlUW—-
r ramióimnrr--
Kristinn
k urftu i
,u á IJöi-
,em hiWinn
trúirtfti Frnm-
I HeykJnvDt.
m I g*rkvöldL
>ft (y rir aftfor aft
■•“••.SrtS
A báfta
hélt formannsembœttinu
miklar undirsknftasa Tómasson. VarJl(: h*gr> önin *
n-ss&vig-xs xssæ&r ur,b
*'« ‘»l vinstri 1
Fram.av- urtu fyrjr
> vegna stuftnings
umanna fiokksins vift
vmsir höfftu gert sér
n*gt yrfti aft fa for-
ö fallast á Sverri
kni sem formann I
SaiJísasSiS
mnvtkndagT H. man 1177
gangi a
SMSJaSSfBE
diktsson .b°r?arIhein, Kristni
sókn á heitdur t* At>aisteini
Finnbogasym.Jón jtejns.
SStfftffifRSP,
ssíáSsS'sÆs
'"ri81”'°.
miklar unoir
hvl sambandi. vegar
* Ws;J5u'iSw»!»
*v° vib ,a s h„nn styddi Kristm
tilkynntl aft hann sty G
Finnbogason- Guftmun
Pórannsson stakk pa upp jem
formanni. Vift atkv* s
98 atkvefti *n uerBu hvaft
■sst'arjfi- —
u íónsson og
Helgi H. J°n b mftl manna
Tómasson. Var p» h n öfl,n I
?:ro»“kk“”
mrfi -aart— >*>
dóttú. Pf.lur ^“‘r samkvemt
tilnefmngu frams
anna. —SG
/
* V
*
TT.......1 BeyKJ»v»
v»«““ Fr“”FtNNBOGASON
Kristtnn Fínnboí.>"n.
kv.md*ltJ4ri, ... '"íi'V6™"
ssaajsr.
■“s4.1
,Binn etg» ■’> íjfll'.*
aftalfundinum greiddu 162
kvcfti.
hnoason hlaut «8 atkvcfti. en Þor
Sigurveig Erhngsdóttir.
G.rð.r llelg.><>" og P"'" »"'■
leifsdóttir.
Aftalmcnn I miftstjórn Fram-
,ekn.,tlol«>fn> W6'^";
freft Þorsteinsson, Daniei
Þórarinsson, Hannes
Jón Abraham Olafsson M.rkiW
Stefánsson, Svemn Grétar Jón*
son, Sverrir Bergmann og Þóra
Imrleifsdóttir.
M var Hannes Pálsson endur-
kjörinn l fjárhagsnefnd.
kjarsB5«s»."3
Guftný Laxdal.
. .^.„K.ifnndur verftur
•
*y e* '
V i!
\\ i
\ J t» &■ ■ ■
**$