Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. 17 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis: Þar fá menn fé til húsakaupa ,,Sú sérstaða er veitt í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, einni allra lánastofnana í Reykja- vík, að veita viðskiptavinum, sem allt eru einstaklingar, þá brýnu fyrirgreiðslu, að lána þeim fjár- magn til allt að 8 ára með veði í íbúðum beinlínis vegna íbúða- bygginga, kaupa á íbúðum, við- halds þeirra og endurbóta.“ Þetta kom meðal annars fram í ræðu sem Jón G. Tómasson hélt á blaðamannafundi sem haldinn var vegna aðalfundar sparisjóðs- ins. Þá var þess einnig minnzt að um þessar mundir eru 45 ár liðin frá því, að sparisjóðurinn var stofnaður. Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri benti á að í árslok hefðu heildarlánveitingar alls banka- kerfisins, þ.e. viðskiptabankanna, sparisjóðanna og innlánsdeilda kaupfélaganna, til einstaklinga á öllu landinu numið 12,9 milljörð- um. Af þessari upphæð var hlutur sparisjóðsins 8,3%, og ef miðað er við að helmingur þessa lánsfjár til einstaklinga fari til ibúða á starfssvæði sparisjóðsins, í Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi, er hlutur Sparisjóðs Reykjavíkur 16,6% af þvi fjár- magni sem einstaklingar fengu að láni úr öllu bankakerfinu í Reykjavík. Alls námu lánveitingar þessara sömu lánastofnana til íbúðabygg- inga einstaklinga á öllu landinu 7.656 millj. kr. en þá eru ekki meðtalin lán Húsnæðismála- stjórnar né lífeyrissjóða. Ef litið er svo á, að helmingur af þessum 7.656 millj. sé veittur á ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfl >4mllteitthvaö gott í matinn STIGAHLIÐ 45-47 SIMI 35545 SELJUM: Chevrolet Concours ’77, stór- glæsilegur bíll. Bronco '66, má seljast á bréfi, einnig alls konar skipti. Saab 99 ’74. Bronco ’74, má seljast á 3ja ára bréfi. Dodge Power Wagoneer ’65. Dodge Dart Swinger 2ja dyra ’74. Passat árg. 1974, 2ja dyra. Peugeot 504 GL árg. 1974, lítið ekinn einkabill. Gaz jeppi árg. '68, dísilbill í algjörum sérflokki. Willys Wagoneer árg. 1976. Mazda 929 árg. 1974, 4ra dyra. VW Piek up ’73 með 6 m húsi. VANTAR: Mercedes Benz 1513 árg. 1971 —1973 meðtúrbínu. Síaukin sala sannar öryggi þjónustunnar bilqsala SUÐMUNDAR, Bergþórugötu 3 — Reykjavik Simar 19032 & 20070 Baldvin Tryggvasoh sparisjóðsstjórí sagði að auka þyrfti lánin til kaupa á eldri ibúðum. DB-mynd Sv. Þorm. starfssvæði sparisjóðsins er hlutur hans hvorki meiri né minni en 28%. Þá sagði Baldvin að því miður gæti sparisjóðurinn ekki annað þeirri geysilegu eftirspurn sem nú væri á lánsfé. Hann benti á að þróunin væri sú að stóru bankarn- ir óskuðu eftir því að fyrirtæki kæmi launum starfsfólks síns á viðkomandi viðskiptabanka. í því fælist mikið óréttlæti, sem þyrfti að berjast á móti, til þess að spari- sjóðurinn gæti haldið í viðskipti sín. Þá hefur Seðlabankinn bundið MH| Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Sérfræðingur í barnalækningum óskast til starfa á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, frá 1. maí 1977. Umsóknir er greini aídur, námsferil og fyrri störf ber að senda yfirlækni barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur fyrir 25. apríl 1977. 25% af sparifé. 1 dag væri þessi upphæð 370 millj. kr. Sparisjóðs- stjóri sagði að þeir myndu keppa að því að fá þetta fé endurlánað. Með auknu fjármagni þyrfti sparisjóðurinn, eftir megni, að lána framar öðru fé til endurbóta á eldri húsum og viðhalds þeim til þess að auka nýtingu þessara íbúða og gera fólki þannig betur kleift að búa í þeim og auðvelda þannig yngra fólki að setjast að í eldri hverfum borgarinnar. Á síðasta ári voru um 700 ein- staklingum veitt lán vegna íbúða og var meðallánsupphæðin kr. 646 þús. kr. Að sjálfsögðu eru það viðskiptamenn bankans sem ganga fyrir með lán. EVI Fermingargjöfin frá {/oóÍuha ....IC 737 ferðaviðtœkið er glœsilegt viðtœki með 4 bylgjum, langbylgju, miðbylgju, stutt- bylgju og FM. Einstaklega góður bljómburður, tónstillar, loudnessstillar, styrkleikamœlar. — Þetta er gjöfin sem hittir í mark — Verð kr: 28.950 — greiðsluskilmólar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. B.ergstaðastræti 10 A &ími 16995. Thorex-pakkaradhúsgögn, hönnuö af Sigurði Karlssyni. Sófi, stólar, hillur, borö, bekkir, skrifborð, skápar, hjónarúm. Fást lökkuö eöa ólituö, þér getið ráðiö litnum sjálf. Ódýrt- einfalt- fyrir unglinga á öllum aldri. Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Nýjasta nýtt! og aðeins í J.L. húsinu. Thorex - pakkaraðhúsgögn. Húsgögn, sem hver maður getur raðað að eigin vild og flutt og breytt eftir þörfum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.