Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. 13 því Magga oft í mikinn vanda. Hann er svo viðkvæmur að það þarf að gæta hans alveg sérstaklega. Það verður að sýna honum umhyggju, nærgætni og ástúð. Hann er því hliðstæða við fötluð börn sem geta ekki tekið þátt í öllum leikjum eins og heilbrigð börn. Þessi hlið leiksins vekur okkur, fullorðna fólkið, til um- hugsunar um ástand þessara mála í þjóðfélaginu í dag og hvernig við eigum að móta þau fyrir framtíðina. Leiktextanum var breytt á æfingunum eins og þurfa þótti en hann er svo eðlilegur að áheyrandinn gleymir að um leik er að ræða, heldur jafnvel að komnir séu til skjalanna krakkar úr röðum áhorfenda. Samtölin í leiknum eru leikandi létt. Tilsvörin koma af sjálfu sér og gefa leiknum á þann hátt sannfær- andi og viðfelldinn blæ. Sem heild er leikurinn í nýstárlegu og frjálsu formi, hugljúfu og sönnu. Hann vex á sinn eðlilega og hljóðláta hátt eins og grasið sem grær hvert vor hávaðalaust en hylur þó betur en nokkuð annað sár jarðvegsins. Ætlunin er að sýna Pappírs- Pésa á Iaugardögum í Bæjar- bíói í Hafnarfirði, en á sunnu- dögum I skólum I Reykiavík og nærliggjandi byggðarlögum. Leikfélag Hafnarfjarðar — Barnaleikhúsið, — vinnur í hópvinnu. Þeir sem eru þátttakendur í hverju leikriti sjá um alla vinnu sem þvl viðkemur, s.s. leikmynd, búningagerð. útvegun leik- muna, pöntun á húsnæði til sýninga, miðasölu, veggspjalda- gerð, leikskrárgerð, auglýsing- ar o. s.frv. Það er ótrúlega mikil vinna sem liggur að baki hverrar upp- færslu og lendir hún oft á tíðum mest á fáum eins og gengur. Félagið berst í bökkum fjárhagslega. Þeir litlu styrkir sem það fær hrökkva skammt en félagarnir leggja af mörkum mikla vinnu til að endar nái saman. Oft mun erfitt fyrir fólk sem er í fullri vinnu annars staðar áð mæta til æfinga og stundum verða þær að vera á nóttunni, þegar ekki er hægt að æfa á öðrum tíma. Þetta er því erfitt starf en að sama skapi þakkar- vert. Engin formleg stjórn er í LH — Barnaleikhúsinu — heldur er þar um samvirka forustu að ræða, samhents hóps er leikur hverju sinni. Jón I. Bjarnason ritstjóri. JARÐARSKIKIÓSKAST Starfsmannafélag óskar eftir stórri lóð eða jarðarskika undir orlofsóeimili. Helzt um eða innan 100 km fjarlœgðar fró Reykjavík. — Upplýsingar á kvöldin í síma 51695 — svar óskast sem fyrst. Bsf. Byggung Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimili Kópavogs laugardaginn 26. marz 1977 kl. 2 eftir hádegi. Dagskró: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagðir fram reikningar 1., 2. og 3. byggingaráfanga. 0S BIAÐIB 3. Kynntar byggingarframkvæmdir á árinu 1977. 4. Önnur mál. fijálst, óháð dagblað Stjórnin. Op/ðá laugar- dögum til hadegis skóverzlun í Kópavogi Höfum opnaö skóverzlun að Hjallabrekku 2 Mikiö tírval afskóm Fermingarskör á drengi nr. 39 - 44, svartir og briínir Verð kr. 4.909.- SKOSKEMMAN Hjallabrekku 2 — Sími44480 Póstsendum Ath. Opið laugardaga LJÓS & ORKA Suöurlandsbraut 12 simi 84488 ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR - SENDUM í PÖSTKRÖFU UM LAND ALLT - LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LUXO er ljósgjafinn, verndið sjónina, varist eftiiiíkingar SENDIBILASTOÐIN Hf SeWIBILASTODIN HF

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.