Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. KÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. Pappírs-Pési i Hafnarfirði Nýtt íslenskt barnaleikrit, Pappírs-Pési, var frumsýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði laugar- daginn 12. þ.m. Það er Leik- félag Hafnarfjarðar — Barna- leikhúsið — sem fyrir sýning- um stendur. Leikfélag Hafnar- fjarðar var endurvakið haustið 1973 af hópi ungs fólks og var það Þóra Friðleifsdóttir sem stóð fyrir því. Fyrsta verkefni félagsins var Sannleiksfestin og er hún samin af leikhópnum upp úr samnefndu ævintýri. Leikið var í Bæjarbíói í Hafnarfirði og í skólum í Reykjavík. Lögin úr Sannleiksfestinni voru gefin út á hljómplötu. Annað verkefnið var Leifur, Lilla, Blómi og Brúður, eftir Suzane Osten. Það var sýnt i Bæjarbíói, í skólum í Reykjavík og Lindarbæ. Einnig var farið í leikför um Austur- og Norður- land og leikritið sýnt við góðar undirtektir. Þriðja verkefnið var Halló krakkar eftir Leif Forstenberg, og var það sýnt í Bæjarbíói í Hafnarfirði, í barnaskólum víðsvegar um Suðurland og einnig á ísafirði. Fyrsti þáttur leikritsins var sýndur í sjónvarpinu og á nokkrum barnaskemmtunum út um land. Fjórða verkefni Leikfélags Hafnarfjarðar — Barnaleik- hússins — er svo barnaleikritið Pappírs-Pési eftir Herdísi Egilsdóttur barnakennara. Tónlistin í leikritinu er einnig samin af Herdísi og er hún undirleikari á sýningunum og ferst það mjög vel úr hendi. Tónlistin er leikandi létt og nær svo vel til barnanna, að þau klappa í takt af lífi og sál, þegar við á. Herdís Egilsdóttir hefur gefið út barnabækur, sögur og ljóð og haft með hönd- um þætti í útvarpinu. Pappírs- Pési er fyrsti sjónleikur hennar sem tekinn er til sýningar en áður hefur hún f engið verðlaun fyrir leikrit hjá Barnavina- félaginu Sumargjöf. Leikstjóri er Kjuregej Alexandra og leikur hún jafn- framt eitt hlutverkið í leiknum, hlutverk móðurinnar. Kjuregej er ættuð frá Jakútíu, en hún er hámenntuð leikhúsmanneskja. sérgrein hennar eru búningar og látbragðsleikur. Hún er þekkt úr sjónvarpinu og fyrir söng og störf í þágu leiklistar hér á tslandi. Hún sá einnig um búningana f Pappírs-Pésa, og eru þeir mjög við hæfi leiksins og skapa létta stemmningu. Börn eiga mikinn þátt í leik- ritinu. Leikmyndina teiknuðu börn úr Myndlista- og hand- iðaskóla íslands og fellur hún vel að efni leiksins. Fimm börn leika í leikritinu, en þau eru: Ester Auður Elías- dóttir (Pési), Eyþór Arnalds (Maggi), Guðmundur Franklín Jónsson (Gúndi), Kolbrún Kristjánsdóttir (Óli) og Jón Magnússon (Jónsi). Börnin eru óþvinguð og eðli- leg í leik sfnum og koma hlut- verkunum vel og skemmtilega til skila. Aðrir leikendur eru: Guð- ríður Guðbjörnsdóttir og Sig- ríður Eyþórsdóttir. Guðrfður leikur skósmið og einnig lög- regluþjón. Sigrfður leikur brunaliðsmann en hún er einnig sögumaður og ferst það einkar vel úr hendi. Söguþráðurinn slaknar aldrei en er þaninn til sfðustu stund- ar. Guðríður fer einnig skemmtilega með hlutverk skósmiðsins sem tekur mikið f nefið og finnur talsvert til sfn eins og vera ber. Nokkrir hug- ljúfir og léttir söngvar eru f leiknum. Lýsingu annast Lárus Björnsson. Leikendur í Pappfrs-Pésa eru átta en hlutverkin eru tfu. Þar segir frá dreng — Magga —. sem er nýfluttur í ókunnugt hverfi og er þvf nokkuð ein- mana til að byrja með, þar sem hann hefur ekki eignast leikfélaga. Hann lifir þvf f sfn- um eigin hugarheimi og teiknar m.a. stóra mynd af strák sem hann talar við eins og hann væri lifandi og leikfélagi hans. Þó veit hann vel, að strákurinn er bara teikning á pappfr — Pappírs-Pési. Allt í einu gerist það svo að teiknaði strákurinn lifnar við, stigur út úr myndinni, fer að tala við Magga og þeir verða góðir leikfélagar. Maggi kallar hann strax Pappfrs-J’ésa. Það skeður eitt og annað, sumt skemmtilegt, annað sorglegt. Pappírs-Pési er ekki eins og flestir krakkar eru. Hann veit ekki hvernig hann á að haga sér og kemur í deiglunni á Húsavík Frumsýning á Húsavík: 1 deiglunni eftir Arthur Miller. Fyrir skömmu frumsýndi Leikfélag Húsavfkur leikrit Millers, í deiglunni, í Sam- komuhúsi Húsavfkur og var hvert sæti skipað. Það er þvf óhætt að segja að Leikfélagsfólkið hafi staðið við loforð sitt frá f haust að sýna okkur á áliðnum vetri eitthvað alvarlegra og þá um leið eftir- minnilegra heldur en verkið sem þá var á fjölunum — Það þýtur f sassa-fras trjánum. Það er ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur með því að taka til sýn- ingar þetta magnaða verk Millers — í deiglunni. Fenginn var hingað ungur leikstjóri frá Reykjavfk, Haukur J. Gunnarsson mennt- aður í Japan og Bretlandi, til þess að stjórna uppsetningu leikritsins, og segir f leikskrá að „óhætt sé að fullyrða að I deiglunni sé viðamesta verk- efni sem Haukur hafi fengist við til þessa.“ Það er þó skemmst frá að segja að það er ekki mikill við- vaningsbragur á uppsetning- unrii að því er við leikmenn fáum best séð. Miller er semsagt í sviðsljós- inu hér norðanlands þessa dagana. Sölumaður deyr á Akureyri og það er allt í deigl- unni hér á Húsavík. Eins og margir vita snýst þetta leikrit um galdra og of- sóknir vegna þeirra og er byggt á sannsögulegum atburðum sem gerðust f bæ nokkrum í Bandaríkjunum á 17. öld. Þegar við horfum á þetta í dag trúum við því varla að þetta hafi getað átt sér stað, þótt langt sé þö um liðið. En þetta er ekki einkamál Bandaríkjamanna um þetta leyti. I fslenzkum bókum segir: Málin safnast til alþingis úr öll- um landsfjórðungum, þjófnaðarmál, blóðskammar- mál og saurlifnaðar — og ekki síst galdramál. Fólkið lifir í sf- felldum ótta við þá menn sem vita jafnlangt nefi sfnu, fara með kukl og rista stafi á spjöld. Vestfirðingafjórðungur er gróðrarstfa íslenskra galdra- manna. Árið 1703 var manntal tekið á íslandi í fyrsta skipti, var þá talið fólk f landinu með nafni og heimilisfangi, einnig flakkarar sem hvergi áttu heimilisfesti. Af manntalinu má sjá stétt og stöðu allra ís- lendinga. Þar rekst maður á starfsstéttir sem enn eru til en eru þó sýnu fjölmennari f þá daga. Bókbindarar eru tveir f landinu, í hinni virðulegu kennarastétt landsins voru sjö hræður, að skólameisturum meðtöldum. En þá átti landið nytsama stétt sem nú er horfin. Það voru böðlarnir. Þeir voru sjö að tölu, jafn- margir kennurum og skóla- meisturum. Á alþingi voru böðlarnir jafnnauðsynlegir og lögmennirnir, þeir voru í raun og veru framkvæmdavald landsins. Þeir hengdu menn og hjuggu, tendruðu bálkestina og brenndu galdramenn. Fógeti kom ekki svo til þings að böðull væri ekki f fylgd hans. Það er þvf kannski ekkert tiltökumál og því síður ótrúlegt að dómar- inn í leikriti Millers var búinn að láta hengja 12 menn þegar kom að Jóni Proctor í leikritinu og var íeiðubúinn að taka betur til hendinni ef menn segðu „sannleikann“. Maður hafði það nefnilega á tilfinningunni á þessari mögn- uðu leiksýningu að áhorfendur voru ekki alltof trúaðir á að þetta verk væri unnið upp úr sannsögulegum atburðum. En Miller hafði fleira í huga er hann samdi þetta leikrit. Sjálfur varð hann fyrir ofsókn- um af hendi dómara og stjórn- valda á sjötta tug tuttugustu aldarinnar, ásamt mörgum öðrum löndum sínum. Og f dag er deilt á dómarann bæði hér- lendis og erlendis og það segir aftast f leikskránni sem Leik- félag Húsavíkur gefur út f til- efni sýningarinnar: — „Enginn er lengur líflátinn fyrir iðkun galdrakonsta, og atburðirnir í Salem eru nú liðin tíð, aðeins einn af mörgum svörtum blett- um á sögu mannkynsins, sem ef til vill væri þægilegast að Leiklist gleyma. En hvað um þröngsýni, græðgi I fé og völd, hefnigirni og umburðarlyndi fyrir skoðun- um annarra. Er það líka liðin tfð?“ Leikarar Leikfélagsins leiddu okkur á vit atburðanna í Salem, sem gerðust 1692. Abigael Williams systurdóttir séra Samúels Parris er pottur- inn og pannan í þeim atburðum sem þar eiga sér stað. Eg hef ekki hugsað mér að rekja efni leikritsins heldur minnast aðeins á frammistöðu leikaranna sem gegndu veiga- mestu hlutverkunum. Abigael er leikin af Sigrúnu Sigurbjörnsdóttur og henni tekst leikinn út í gegn að túlka þessa hálfbrjáluðu stúlku sem svffst einskis til þess að ná tök- um á Jóni Proctor sem hún hafði átt vingott við er hún var vinnustúlka á heimili hans. En hún gengur of langt og er völd að dauða hans i lokin. Séra Parris er leikinn af Ingimundi Jónssyni. Hann er einn af okkar reyndustu leikurum og skilar þessu hlutverki vel. Maðurinn er gunga og ekki mikill guðsmaður enda meira f mun að fá gullkertastjaka á altarið heldur en að kenna mönnum guðstrú að því er sóknarbörnin segja. Annar og betri prestur kemur til sög- unnar, séra Jón Hale frá Beverley, sem er leikinn af Einari Njálssyni sem fær þarna gott tækifæri til þess að sýna hvað f honum býr sem leikara. Hann veldur þessu hlutverki og sýnir, einkanlega í lokin, ágætan leik. Ambáttina svörtu leikur Anna Jeppesen kröftug- lega en hún verður skotspónn þessara óhugnanlegu atburða sem setja allt á annan endann f áður friðsælu þorpi. Saklausir bændur og konur þeirra vita ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, og tekst Svavari Jóns- syni að skapa samúðarfulla týpu með leik sfnum sem Corey bóndi. Svo er einnig um Bjarna Sigurjónsson sem leikur Francis Nurse, efnaðan bónda. Eiginkonu Nurse bónda, Rebekku, leikur Herdís Birgis- dóttir og skeikar hvergi enda ein af okkar reyndustu leikur- um og á mörg eftirminnileg hlutverk að baki. Sigurður Hallmarsson leikur Danforth landstjöra sem kemur til skjalanna til að dæma í málum manna, — og þar þýðir ekki að deila við dómarann. En voru ekki svona karlar með parruk f þá daga? Sigurður bregst okkur ekki frekar en fyrri daginn. Aðalhlutverk leiksins, Jón Proctor, leikur Kristján Jónas- son. Ég sá þetta leikrit fyrir mörgum árum í Reykjavík og hreifst mjög af manninum Jóni Proctor. Kristján rifjar nú upp þessi kynni mín við hann. Hann fer hægt af stað í leik sfnum en svo vissulega sígur hann á og stækkar með hverri raun f at- burðarásinni. Ef ég má aðeins finna að, ekki leiknum, en kannski gervinu, þá fannst mér Jón ekki nógu þreytulegur og of vel til hafður þegar hann kom heim frá vinnu sinni, sem stóð frá sólarupprás og til sól- seturs. Mér fannst hann alls ekki þurfa að þvo sér eftir stritið áður en hann borðaði. En smáatriðin gleymdust fljótt þegar kom að samleik þeirra Kristjönu Helgadóttur sem lék eiginkonu Proctors. Ég er búinn að sjá Kristjönu í all- mörgum hlutverkum en í þetta sinn held ég að hún hafi sýnt sinn besta leik til þessa. Átökin f lok leiksins, þegar Proctor er að gera það upp við sig hvort hann á að játa til þess að forða lífi sínu eða deyja og kona hans gerir einnig upp við sig hvort hún muni vilja lifa áfram með honum eftir játning- una sem er lygi, eða sjá hann hengdan — falla með sannleik- anum, eru með þvf besta sem ég hef séð á sviði. Engin sorg er þyngri en sú að verða að hata þann sem maður vildi elska. Þessari dramatfsku leiksýn- ingu var lokið. Við áhorfendur létum f ljósi hrifningu okkar með langvarandi lófaklappi og blómum. Enn einu sinni höfðu hinir duglegu og ósérhlífnu leikarar og starfsmenn Leik- félags Húsavíkur komið okkur á óvart. Eitt með meiri leik- verkum heimsbókmenntanna fluttu þeir okkur á litla leik- sviðinu í Samkomuhúsinu hér á hjara veraldar. Ég fyrir mitt leyti gekk hugsandi út í bflinn minn og hefði ég komið akandi á honum inn í 17. öldina, til þorpsins Salem í Massachusett-fylki í miðri atburðarás leikritsins I deiglunni, hefði ég umsvifa- laust verið hengdur fyrir galdra. Ásmundur Bjarnason. ----- ^ í lokaþættinum. Frá vinstri — Proctor Kristján Jónasson, Herrik fógeti Þorsteinn Jónsson, RebeKKa, eiginkona Nurse bónda, Herdfs Birgisdóttir, Hathornc dómari Ingimar Jónsson, Séra Samúel Parris Ingimundur Jónsson og Danforth varalandstjóri Sigurður Hallmarsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.