Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977.
15
Islenzku þátttakendurnir á heimsmeistaramótinu í borðtennis, f.v. Bergþóra Valsdóttir, Hjálmar Aðalsteinsson, Ragnar Ragnarsson,
Stefán Konráðsson, Björgvin Jóhannesson, Hjálmtýr Hafsteinsson og Asta Urbancic.
Sjö fslendingar keppa
á heimsmeistaramótinu
— íborötennis, sem hefst íBirmingham á Englandi á morgun.
Sjö islendingar héldu utan i
morgun tii þátttöku i heims-
meistarakeppninni í borðtennis,
sem fer fram í Birmingham á
Engiandi dagana 25. marz tii 5.
apríl. Hinn 16. febrúar sl. var
dregið í keppnina, en ísienzka
liðið mun taka þátt í öllum
greinum á mótinu.
Hér á eftir fer útkoman í drætt-
inum — það er við hverja íslend-
ingarnir leika, svo og í liðakeppn-
inni. Þar er ísland í C-riðli og í
karlaflokki leikur ísland við
Wales, Kenya, (hefur dregið sig
úr keppninni samkvæmt síðustu
fréttum, sem Dagblaðið hefur
fengið), Noregur, Kýpur, Trini-
dad, Tobago og Túnís. í
kvennaflokki i liðakeppninni
leikur ísland við Spán, Ghana,
Finnland, Equador.
Einliðaleikur karla:
Ragnar Ragnarsson — H. Lingen,
Hollandi
Hjálmtýr Hafsteinsson — O.
Cimen, Tyrklandi
Hjálmar Aðalsteinsson — R.
Javorj Ástralíu
Björgvin Jóhannesson — C.
Sealy, Barbados
Stefán Konráðsson — A. Evans,
Wales.
Einliðaleikur kvenna:
Landsflokka-
glíman á
morgun
Landsfiokkagliman verður háð
í íþróttasal Vogaskóla á morgun,
iaugardag, og hefst kl. 4.30. Þátt-
takendur eru 33 og hefur sjaldan
verið svo mikil þátttaka. Af
keppendum má nefna bræðurna
Inga og Pétur Yngvasyni, Eyþór
Pétursson, Guðmund Ólafsson,
Guðmund Frey Haildórsson og
Óskar Vaidimarsson.
Bergþóra Valsdóttir — K. Rogers,
Englandi
Ásta Urbancic — H. Amankwaa,
Ghana.
Tviliðaleikur karla:
Hjálmar Aðalsteinsson og Ragnar
Ragnarsson — G. Sutedja og F.
Rachman, Indónesíu
Björgvin Jóhannesson og J. Gier-
loff Noregi — V. Ramos Torreal-
ba og M. Nunez Pinet, Chile.
Hjálmtýr Hafsteinsson og Stefán
Konráðsson — Wang Chun og
Wang Hui-Yuan, Kína.
Tviliðaleikur kvenna:
Ásta Urbancic og Bergþóra Vals-
dóttir — lið frá Ecuador, nöfn
óþekkt.
Tvenndarkeppni:
Stefán Konráðsson og Bergþóra
Valsdóttir sitja yfir í fyrstu um-
ferð.
Hjálmar Aðalsteinsson og Ásta
Urbancic — M. Dua og U. Sunder-
raj, Indónesíu.
Möguleikar íslendinganna til
að komast áfram í sjálfa úrslita-
keppnina í einstaklingskeppnun-
um eru nánast engir, en í liða-
keppninni eru nokkrir mögu-
leikar á að vinna landsleik og
jafnvel að vinna sig upp um flokk.
Þar sem þetta er í fyrsta skipti
sem lið héðan tekur þátt í heims-
meistaramótinu, leika liðin í
neðsta flokk.
Seint i gærkvöld var tilkynnt,
að Ghana og Nígería hefðu dregið
sig til baka og hætt þátttöku 1
heimsmeistarakeppninni vegna
þess, að Ný-Sjálendingar keppa
þar. I liðakeppninni í C-riðli
verða því aðeins fjórar þjóðir,
ísland, Spánn, Finnland og
Equador.
Það vakti gífurlega athygli á
dögunum, þegar Jimmy Young
sigraði George Foreman, fyrrum
heimsmeistara í þungavigt í
hnefaleikum, á stigum í 12 lotu
keppni í San Juan á Puerto Rico.
Allir dómararnir þrír voru með
sigur Young á stigum og þessi 29
ára gamli hnefaleikamaður frá
Philadelphiu hefur nú mikla
möguleika á keppni við
Muhammad Ali um heims-
meistaratitilinn. Hins vegar eru
dagar George Foreman í hringn-
um nú taldir. Hann tapaði sem
kunnugt er heimsmeistaratitlin-
um tii Muhammad AIi í frægri
keppni í Afríku fyrir nokkrum
árum eftiraðhafa unnið titiiinn
af Joe Frazier með miklum yfir-
burðum. Það var ekki nóg með, að
Jimmy Young sigraði Foreman á
stigum í San Juan 18. marz
heldur sió hann heimsmeistarann
fyrrverandi í gólfið í síðustu iot-
unni eins og myndin að ofan
sýnir. Foreman er þar að rísa á
fætur — en leiknum var þá aiveg
að Ijúka, svo hann náði að standa
iotuna út.
Badminton-
kapparnir
sigursælir
All-Engiand badminton-mótið
fræga — hin óopinbera heims-
meistarakeppni — stendur nú
yfir í London og kapparnir f jórir,
sem raðað var í efstu sætin í ein-
liðaleiknum, áttu í litlum erfið-
leikum að komast i undanúrslitin
i gærkvöld.
Liem Swie King, Indónesíu,
sem er talinn sigurstranglegastur
ásamt Flemming Delfs, Dan-
mörku, sigraði Prakash í átta-
manna úrslitum í gær 18-14 og
15-6. Deifs sigraði Talbot með 15-
9 og 15-8. Sumirat, Indónesiu,
sigraði Johnsson, Sviþjóð, 8-15,
15-12 og 15-8, og Svend Pri, Dan-
mörku, sigraði Neergaard, sem er
talinn áttundi bezti badminton-
ieikari Dana, 15-5 og 15-3. Danir
hafa staðið síg mjög vel í keppn-
inni. Attu sjö menn í 16-manna
úrslitum.
I undanrásunum í dag ieikur
Liem Swie King við Pri, en Delfs
við Sumirat. King lenti í miklum
erfiðieikum með 19 ára Dana,
Morten Frost Hansen fyrr á mót-
inu. Vann þó 10-15,15-4 og 18-13.
I einliðaleik kvenna leika í
undanúrslitum Lena Köppen,
Danmörku, Hiroe Yuki, Japan, en
þær eru taldar sigurstranglegast-
ar,og ensku konurnar Gilks og
Lockwood.
Sovétríkin
unnu
Júgóslavíu
Sovétríkin sigruðu Júgóslavíu
4-2 i landsleik i knattspyrnu, sem
háður var i Belgrad 23. marz. Það
er mjög athyglisverður árangur
hjá sovézka landsliðinu, þvi fá lið
— ef nokkur — eiga betri
árangur á heimavelii en
Júgóslavía. Staðan í ieikhiéi var
1-1. Mörk sovézka landsliðsins
skoruðu Blokhin, tvö, Kipiani og
Burjak úr vitaspyrnu, en Bajevic
og Jerkovic fyrir Júgóslaviu.
Áhorfendur voru 12.000.
Real Madrid
sigraði
Argentínu
Real Madrid sigraði iandslið
Argentínu í úrslitum 75 ára af-
mælismóts Real í Madrid í gær —
og vann spánska liðið fræga eigið
mót. Úrsiitaleikurinn þótti siakur
og Argentínumenn verða að gera
miklu betur ætli þeir sér ein-
hvern hlut í heimsmeistara-
keppninni næsta ár. Hún verður
sem kunnugt er í Argentínu.
Argentína missti einn sinn
bezta leikmann, þegar spánski
dómarinn Emilio Guruceta rak
Osvaido Ardiles af velli á 77. mín.
og sex mín. síðar skoraði Vicente
de Bosque eina mark leiksins. I
keppninni um þriðja sætið
sigraði iandslið írans afrisku
bikarmeistarana Mouloudia,
Alsír, eftir vítaspyrnukeppni. Að
venjuiegum ieiktíma loknum stóð
1-1.
LandsliðBelgíu
Belgíski landsliðsþjálfarinn
Gay tilkynnti í gær lið sitt, sem
leikur HM-Ieikinn við Holland á
laugardag í Antwerpen. Liðið er
þannig: Christian Piot, Standard,
Alfons Bastijns, FC Brugge,
Hugo Broos og Ludo Coeck,
Anderiecht, Joseph Voiders, FC
Brugge, Francois van der Elst,
Anderlecht, Rene Verehyen,
Lokeren, Julian Cools, FC
Brugge, Roger van Gool, Köln,
Paul Courant, FC Brugge, og
Wiliy Wellens, Moienbeek.