Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.03.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 25. MARZ 1977. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir . X ' '4 '/‘íjÍfr Pearson meiddur Miðherji Manch. Utd. og Engiands, Stuart Pearson, meidd- ist það mikið í leik Manch. Utd. og WBA á miðvikudag, að hann getur ekki tekið þátt í HM-Ieik Englands og Luxemborg 30. marz á Wembley — það er næsta mið- vikudag. Einnig eru taldar litlar líkur á að félagi hans hjá Manch. Utd., Brian Greenhoff, geti leikið gegn Luxemborg vegna meiðsla — og heldur ekki Colin Todd, Derby. Vandræði enska landsliðs- einvaldsins, Don Revié, aukast þvi enn á því að koma saman sterku liði. Hann valdi Poul Mariner, Ipswich, í iandsliðshóp- inn sl. mánudag og er líklegt, að hann ieiki gegn Luxemborg. Revie valdi Mariner frekar en Malcolm MacDonald, Arsenal, og Bob Latchford, Everton, en ýmsir höfðu verið að spá í, að þessir markakóngar kæmu í landsliðs- hópinn á ný. Svo varð þó ekki, en vera kann að annar hvor þeirra verði nú valinn eftir meiðsli Pearson. Enn sigur Lísu-Maríu Lísa-María Morerod, Sviss, sem fyrir háifum mánuði tryggði sér sigur í heimsbikarkeppninni í aipagreinum, lauk kvennakeppni heimsbikarsins með glæsibrag, þegar hún sigraði í stórsviginu í Sierra Nevada á Spáni í gær. Það var fimmti sigur hennar í stór- svigi heimsbikarsins í vetur. Ingrid Eberle, Austurríki, varð önnur, en Ursula Kontzet, Lichtenstein, varð þriðja, en hún varð nýlega sigurvegari saman- iagt í Evrópubikarkeppninni. Lísa-María, 21 árs, hafði mikia yfirburði í heimsbikarnum í vetur — sigraði samtals átta sinn- um, sem er mesti sigrafjöldi í kvennakeppni heimsbikarsins. Anna-Maria Moser varð fjórða í stórsvigi í gær og önnur saman- lagt í heimsbikarnum. í dag verður keppt í stórsvigi karla og þar verður mikil barátta milli Heini Hemmi, Sviss, Klaus lleidegger, Austurríki, og Inge- mar Stenmark, Svíþjóð, um heimsmeistaratitilinn í stórsvigi. Hemmi, olympíumeistarinn í slórsviginu, hefur 14 stiga forskot á Stenmark og 10 stig á Heidegg- Ármenningar komnir með annan fótinn í 1. deild! —eftir jafntefli við KR íLaugardalshöllinni ígær, 15-15 Armann tryggði sér svo gott sem sæti í 1. deild handknatt- leiksins næsta keppnistímabil, þegar liðið gerði jafntefli við KR 15-15 í Laugardalshöll í gær. KR eina liðið, sem veitt gat Ármanni keppni um efsta sætið i 2. deiid, barðist hetjulega í gær og var marki yfir, þegar 12 sekúndur voru til leiksioka Þá jafnaði Hörður Harðarson fyrir Ármann — og tryggði um leið sér og félögum sínum sæti í 1. deild. Ármann hefur nú 19 stig eftir 11 leiki, en KR 16 stig, einnig eftir 11 leiki. KA er efst með 20 stig, Víðavangs- hlaupið á sunnudag Víðavangshlaup íslands fer fram í Reykjavík sunnud. 27. mars kl. 14.00. Hlaupið verður í Vatnsmýrinni. Þátttakendur eru frá 10 félögum og samböndum samtais skráðir 385. i karlaflokki 51 I drengjafÍQkfl. 15-18 ára 33 í piltafi. 14 ára og yngri 168 Í kennafl. 15 ára og eldri 26 í telpnafl. 14 ára og yngri 91. Þátttaka félaga og sambanda. Leiknir 100 FH 77 ÍR 53 HSK 51 UMSB 42 Armann 36 UBK 12 KA 5 Víkverji 2 ÍS 1 Æfa fyrir landsleik við V-Þjóðverja Eftirfarandi stúlkur hafa verið valdar til að æfa fyrir landsleiki, sem háðir verða 16. og 17. apríl gegn Vestur-Þjóðverjum hér á landi: Ágústa Dúa Jónsdóttir, Vai, Anna Gunnarsdóttir, Ármann, Björg Jónsdóttir, Val, Guðríður Guðjónsdóttir, Fam, Guðrún Sigurþórsdóttir, Ármann, Guðrún Sverrisdóttir, Fram, Halldóra Magnúsdóttir, Val, Hansína Melsted, KR, Harpa Guðmundsdóttir, Val, Hjördís Sigurjónsdóttir, KR, Inga Birgisdóttir, Val, Jóhanna Halldórsdóttir, Fram, J. Margrét Brandsdóttir, FH, Katrín Danivaisdóttir, FH, Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, Kristjana Aradóttir, FH, Magnea Magnúsdóttir, Armann, Margrét Theódórsd., Haukum. Oddný Sigsteinsdóttir, Fram, Oddný Sigurðardóttir, Val, Ragnheiður Lárusdóttir, Val, Sigrún Sigurðardóttir, FH, Svanhvít Magnúsdóttir, FH. en hefur iokið leikjum sinum. Ármann á eftir að leika við Leikni, F.vlki og Þór. Þó Ármenningar væru heppnir að ná stigi eins og staðan var orðið í leiknum i gær, er þó ekki hægt að segja annað en þeir hafi kastað frá sér sigri í leiknum. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði Ármann algjörum tökum á leikn- um og komst í 13-8 um miðjan síðari hálfleikinn. En þá hljóp allt í baklás hjá Ármanni. Hörður var tekinn úr umferð og liðið skoraði ekki mark í 15 mín. KR á meðan sex og breytti stöðunni í 14-13 fyrir KR. Þá loks tóku Ármenningar við sér. Pétur Ingólfsson jafnaði í 14-14, en þeg- ar 43 sekúndur voru til leiksloka skoraði Haukur Ottesen úr víti fyrir KR. En KR-ingum tókst ekki að halda markinu og um leið fóru möguleikar þeirra á efsta sætinu í 2. deild. Mikið jafnræði var með liðun- um í fyrri hálfleik. Lítið skorað og varnarleikur allgóður — en þó fyrst og fremst markvarzlan. Pétur Hjálmarsson í marki KR var bráðsnjall — en Egill Steinþórsson í marki Ármanns var þó enn snjallari. Það hefur sjaldan sézt betri markvarzla í Laugardalshöllinni en hjá þess- um unga pilti í gær. Ármann var yfirleitt á undan til að skora. Sjá mátti allar jafnteflistölur upp í 6-6. I hálfleik stóð 7-6 fyrir Ármann. í síðari hálfleiknum seig Ármann fram úr með betri leik og reyndar hafði komið á óvart hvað KR-ingar höfðu staðið í þeim, án Hilmars Björnssonar og með Simon Unndórsson meiddan, þótt hann léki. Ármann virtist stefna í stórsigur — komst í 13-8, en þá fór allt í baklás. KR jafnaði, komst yfir og 3 af mörkum Skíðamót íslands á Siglufirði um páskana: BÚIZT VIÐ UM 100 KEPPENDUM Búizt er við að um 100 kepp- endur muni taka þátt í Skíðamóti íslands á Siglufirði, sem verður dagana 5. til 10. marz nk. Mótið verður sett kl. 15 við Hól með hátíðlegri athöfn og lúðrasveitar- leik. Síðan hefst 15 km ganga 20 ára og eldri og 10 km ganga 17 til 19 ára. Annan daginn kl. 15 verður stökkkeppni 20 ára og eldri, einnig 17 til 19 ára og stökk í norrænni tvíkeppni beggja flokk- anna. Þriðja daginn, eða á fimmtu- dag, verður keppt í stórsvigi karla og kvenna og hefst þessi fyrri umferð kl. 11. Kl. 14 verður keppt í 3x10 km boðgöngu og kl. 15 í stórsvigi karla og kvenna, seinni umferð. Á föstudagsmorguninn verður messa og að henni lokinni hefst 10. þing Skíðasambands íslands sem mun vera eitt af örfáum þing- um ÍSl utan Reykjavikur. Keppni í svigi karla og kvenna verður kl. 14 á laugardag. Kl. 15 á sunnudag verður keppt í flokka- svigi karla og kvenna, því næst í 30 km göngu 20 ára og eldri og 15 km göngu 17 til 19 ára. Kl. 20.30 verður svo verðlaunaafhending og mótslit. Skemmtanir verða öll kvöld og alla mótsdagana verða tvær skíða- lyftur i gangi, samanlagt 800 metrar. Keppt verður við Hól í öllum greinum nema stórsvigi, í Hanneyrarskál. Formaður móts- stjórnar er Bogi Magnússon og formaður skíðafélags Siglu- fjarðar er Rögnvaldur Þórðarson. — Karl Pálsson/G.S. KR voru þá skoruð úr vítum, auk þess sem tveimur Ármenningum var vísað af velli. Dómgæzlan virt- ist KR í hag þó ekki væri hægt að merkja, að Ármenningar léku grófar. Fjórum Ármenningum vísað af leikvelli í tvær mín. hverjum — en engum KR-ing. KR fékk fimm vítaköst, Ármann þrjú. Mörk Ármanns í ieiknum skoruðu Hörður 6 (3 viti), Vilberg Sigtryggsson 3, Björn Jóhannesson 3, Pétur Ingólfsson 2 og Friðrik Jóhannsson 1. Fyrir KR skoruðu Ólafur Lárusson 6 (3 víti), Haukur Ottesen 4 (1 víti), Sigurður Óskarsson 2, Ingi Björg- vinsson, Friðrik Þorbjörnsson og Simon Unnteinsson eitt hver. Dómarar voru Kjartan Steinbach og Ólafur Steingrímsson. í fyrri leiknum í 2. deild í gær- kvöld sigraði Fylkir Leikni með 26-18. -hsim. Keppnisbann Miðherji svissneska liðsins Zurich, ítalinn Franco Cucinotta, hefur verið dæmdur í keppnis- bann einn leik og fær því ekki að leika heimaleik Zurich gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins 6. apríl. ítalinn fékk tvær aðvar- anir í leik Zurich við Dynamo Dresden. Fram-Valur íkvöld Meistarakeppni KSt heldur áfram t kvöld á Melavellinum. Þá leika Fram og Vaiur og hefst leikurinn kl. 8.30, svo leikið er í flóðljósum. Þetta er fyrsti leikur Fram i keppninni. Nokkrir kunnir leikmenn liðsins eiga við meiðsli að stríða eins og Ásgeir Elíasson, Jón Pétursson, Pétur Ormslev — en Fram hafa bætzt nýir leikmenn, sem athyglisvert verður að sjá hvernig falla í liðið. Wrexham sigraði Port Vale 6-2 í 3. deildinni ensku i gærkvöld. Leikið var í Wrexham í Wales. Meistaramót íslands ífimleikum um helgina Meistaramót Fimieikasam- bands islands verður haldið nk. laugardag og sunnudag í íþrótta- sal Kennaraháskóla íslands og hefst báða dagana kl. 15.00. Laugardaginn 26. marz verður keppt í kvennaflokkum en keppt er í 4 aldursflokkum, 12 ára og yngri, 13 og 14 ára, 15 og 16 ára og 17 ára og eldri. Hvert félag á rétt á að senda 4 keppendur í hvern afdursflokk og er keppt um meistaratitil á hverju áhaldi en auk þess um titilinn fimleika- meistari íslands 1977, en þann titil hlýtur sá keppandi sem flest stig hefur samanlagt á öllum áhöldum. Karlakeppni verður á sunnu- dag, 27. marz, og er sama fyrir- komulag við þá keppni. Allir beztu fimleikamenn landsins keppa í kvenna- og karla- flokkum og því verður keppnin mjög spennandi. Fimleikameistarar sl. ár voru þau Karólína Valtýsdóttir, Fim- Íeikafélaginu Björk, Hafnarfirði, og Sigurður T. Sigurðsson KR. Næsta mót FSÍ verður Firma- keppni og er það í fyrsta sinn, sem hún verður haldin og fá aðeins þeir keppendur, sem hæstu einkunnir hafa hlotið á Bikar- og meistaramóti FSÍ að taka þátt i því. Keppnin verður með forgjafarsniðí. Á Meistaramóti FSÍ verður keppt eftir reglum Fimleikastig- ans og eru nú allmargir kepp- endur sem komnir eru i efstu þrep stigans. iBomma bregður mjög við fréttirnar af trúlofun Nitu - Níta, giftast einhverium „ öðrun Kn mundu, Bommí. að þið Níla slituð trúlofun ykka rétt áður en þú forsi I Fvrfiuret SyndiCdte. Iiu 19/6 Wund nnmv :,3 Níta giftast einhverjum öðrum. Trúi þvi ekki. Ég hefði átt að vera kyrrj í Evrópu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.